Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 18
kostnaðarhækkunar, því eldsneyti hefur hækkað um liðlega fjörutíu prósent í krónum talið, frá því sum- arbæklingurinn okkar kom út. Við gáfum fólki tækifæri á að koma tólf dögum eftir að það fékk bréfið til að gera upp sínar ferðir fyrir hækkun og margir notfærðu sér það og voru þakklátir fyrir þann möguleika. Fólk sýndi þessu mikinn skilning, enda veit það vel að svona miklar hækk- anir lenda bæði á fyrirtækinu og neytendum,“ segir Tómas og bætir við að engar afbókanir hafi verið í kjölfarið og að sala gangi vel á nýj- um ferðum, þó þær hafi hækkað. „Við höfum farið varlega í þær hækkanir enda ekki orðið vör við að dregið hafi úr sölu. Því er þó ekki að neita að þessi neikvæða þróun á gengi undanfarið er svakalegt högg fyrir ferðaskrifstofur.“ khk@mbl.is Við höfum fengið þó nokkuðaf fyrirspurnum til okkarundanfarið vegna hækk-ana á pakkaferðum til út- landa sem fólk hefur þegar fest sér. Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Kristín Einarsdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum. „Fólk er að- allega að velta fyrir sér hvort ferða- skrifstofunum sé stætt á því að hækka verð á ferð sem það hefur þegar borgað inn á og keypt í raun á ákveðnu verði. Sumir hafa fengið bréf frá ferðaskrifstofunum vegna þessa en aðrir ekki, enda ber þeim að tilkynna ef um verulegar breyt- ingar á alferðum er að ræða. Sam- kvæmt lögum má hækka ferðirnar, ef hækkunin er vegna gengisbreyt- inga og ef það er tekið fram í samn- ingi. Lögum samkvæmt ber ferða- skrifstofum að skýra út við hvaða gengi var miðað þegar ferðin var verðlögð upphaflega og einnig við hvaða gengi er miðað í útreikningi á hækkuninni. En það er einmitt vandinn, að ferðaskrifstofur virðast eiga erfitt með að svara við hvaða gengi þeir miða þegar verð er ákvarðað.“ Fá prósent geta verið miklar upphæðir fyrir stóra fjölskyldu Kristín segir að einnig sé ferða- skrifstofum heimilt að hækka verð ferða vegna eldsneytishækkana eða hækkunar á lendingargjöldum, en það sé eitthvað sem er auðvelt að út- skýra fyrir viðskiptavinunum. „Hins vegar má eingöngu hækka þá upphæð sem eftir á að greiða, en ekki þá upphæð sem þegar hefur verið greidd inn á ferðina. Eins má ekki hækka ferðina tuttugu dögum fyrir brottför, enda er gert ráð fyrir að þá sé fólk búið að greiða ferðina að fullu. Mér heyrist á þeim sem leita til okkar að hækkanirnar séu yfirleitt í bilinu 6,5% til 8,5%.“ Kristín segist hafa fengið fyr- irspurn frá konu sem fékk bréf frá ferðaskrifstofu þar sem hún hafði greitt inn á ferð, og þar var henni til- kynnt um hækkun um 6,5% á ógreiddum hluta ferðarinnar. „Þeg- ar hún kom svo á ferðaskrifstofuna tveim vikum síðar til að greiða ferð- ina upp, reyndist hækkunin vera 8,5%. Hún sætti sig ekki við þetta ósamræmi og nú standa yfir samn- ingaviðræður vegna þessa máls enda getur munað um 2% ef um dýrar ferðir er að ræða og stórar fjöl- skyldur.“ Ekki einfalt mál Sævar Skaftason, framkvæmda- stjóri hjá Bændaferðum, Ferðaþjón- ustu bænda, segir miklar gengis- breytingar ekki vera einfalt mál fyrir ferðaskrifstofur. „Það er búið að ramma okkur inn í ákveðna lög- gjöf sem er mjög neytendavæn, en hún er í raun mjög erfið rekstrar- lega séð fyrir ferðaskrifstofur. Í lög- unum segir að nákvæmlega skuli til- greint hvernig reikna skuli út breytt verð, en það getur verið erfitt fyrir okkur, því misjafnt er eftir ferðum hversu hátt hlutfall erlends gjald- miðils er í henni. Eins geta ferðir langt út í heim verið í tveimur eða þremur gjaldmiðlum. Þetta getur því orðið mjög flókið þegar gengið rokkar mikið milli daga, eins og til- fellið er núna.“ Hann segir viðskiptasamninga gerða að hausti sem komi jafnvel ekki til framkvæmda fyrr en sum- arið eftir. „Í millitíðinni getur gengið breyst mjög mikið. Það segir sig sjálft að það er mjög erfitt fyrir okk- ur og veldur óstöðugleika í rekstr- inum.“ Sævar segir fyrirtækið þó vilja halda viðskiptavinum ánægðum. „Hjá okkur gildir sú regla að full- greidd ferð hækkar ekki þrátt fyrir gengisbreytingar. Aftur á móti mun- um við senda okkar viðskiptavinum bréf um hækkanir á ófullgreiddum ferðum sem hafa verið staðfestar, en við eigum eftir að reikna út hversu mikið það verður. Þó munum við gefa fólki tækifæri til að greiða upp sínar ferðir án hækkana innan ein- hverra daga. Mér finnst það sjálf- sagt mál, til að halda trausti við- skiptavinanna, en með því tökum við á okkur stærsta hluta verðhækk- unarinnar, því væntanlega notfæra margir sér þennan möguleika. Nýjar bókanir eru aftur á móti á nýju verði.“ Engin hækkun hjá okkur Margrét Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri tekjustýringar hjá Ferðaskrifstofu Íslands, Úrval– Útsýn, segir að þar á bæ hafi engar hækkanir orðið vegna gengislækk- ana. „Við ákváðum að hlaupa ekki upp til handa og fóta og hækka, heldur bíða og sjá hvernig málin þróast. Kannski fer gengið aftur upp. Fólk hefur drifið sig og komið til að greiða upp sínar ferðir en reyndar eru okkar skilmálar þannig að flestir borga ferðir upp við bókun, þannig að hér er ekki mikið úti- standandi. Þessir greiðsluskilmálar eru í raun mjög jákvæðir fyrir neyt- endur, það sýnir sig núna í þessari gengisfellingu. Við höfum ekki held- ur hækkað nýjar ferðir,“ segir Mar- grét og bætir við að sama eigi við um Plúsferðir og Sumarferðir sem eru dótturfyrirtæki Úrvals–Útsýnar. Fólk sýnir skilning Tómas Gestsson framkvæmda- stjóri hjá Heimsferðum og Terra Nova segir að hjá þeim hafi verið send út bréf til viðskiptavina fyrir meira en tveimur vikum þar sem út- skýrt hafi verið hvers vegna hækkun á ógreiddum hluta fargjalda hafi verið nauðsynleg. „Hækkunin er á bilinu 6,5% til 8,5%, eftir gjald- miðlum, því dollarinn hefur til dæm- is hækkað minna en evran. Við tök- um þó á okkur meira en helming Reuters Sumarfrí Margt má sér til dundurs gera á ströndinni í sumarfríinu, sleikja sólina eða ríða út. Það kostar þó sitt, ekki síst á tímum fallandi gengis. Þeir, sem hafa staðfest pakkaferðir með fjölskylduna til útlanda í sumar, hafa undanfarið orðið varir við að von sé á hækkunum á ógreiddum hluta ferða vegna neikvæðrar þróunar á gengi og olíuverði. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í nokkrum aðilum er málið varðar. Sumarfríið hækkar í verði sums staðar Lögum samkvæmt ber ferðaskrifstofum að skýra út við hvaða gengi var mið- að þegar ferðin var verð- lögð upphaflega og einnig við hvaða gengi er miðað í útreikningi á hækkuninni. fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ á bæ. Þó að Víkverji sé of upptekinn (latur) við að sækja fyrirlestrana er eitthvað svo skemmtilegt að fylgjast með gróskunni og fjöl- breytninni sem fylgir háskólastarfinu. Augu Víkverja hvarfla undantekn- ingalítið upp í hægra horn heimasíðunnar, en þar birtast spurningar sem sendar hafa verið á Vísindavef háskólans. Spurningarnar eru yfirleitt hinar ótrúleg- ustu og sjaldnast býst Víkverji við skyn- samlegum svörum, en það skrítna er að alltaf virðast finnast skynsamleg svör. Á Vísindavefinn er hægt að senda spurningar við því sem mann hefur alltaf langað að vita, en aldrei haft kjark til að spyrja um. Reyndar verð- ur að gefa upp nafn svo nokkurs hug- rekkis er krafist. Spurningunum er svarað á greinargóðan hátt af fróðum starfsmönnum háskólans. Dæmi um spurningar eru „hver er þessi rauði þráður?“ … mjög greinargott svar var gefið við því. Eða þá „hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönn- um í apa til að þeir teljist til manna?“ sem líffræðiprófessor svaraði með tilhlýðilegum rökum og vangavelt- um. Víkverji virðist ætlaað koma prýðilega undan vetri. Hann er glaður yfir að daginn sé nú tekið að lengja og að vorið láti senn á sér kræla. Allt sem við- kemur veðri skyldi þó vissulega tekið með fyrirvara á Íslandi, enginn veit jú hvað ger- ist á morgun í þeim efn- um, en smábjartsýni sakar víst ekki. Með hækkandi sól og minnkandi snjó verður skemmtilegra að lyfta sér upp á fríkvöldum og það gerði Víkverji einmitt í góðra vina hópi um helgina. Gerviaugnhár, kyssilegir (eða ókyssi- legir) alþingismenn og gæludýr voru meðal þess sem bar á góma í fjörlegu samkvæminu og var það kærkomin tilbreyting frá svartsýnishjalinu sem einkennir íslenskan hversdag um þessar mundir. x x x En að skynsamlegri málum. Vík-verji skoðar sig reglulega um á netinu og verða gjarnan sömu síð- urnar fyrir valinu. Hann reynir að bæta við og breyta en gamli rúnt- urinn verður oftast fyrir valinu. Ein síðan er heimasíða háskólans, þar sem fræðast má um spennandi fyrirlestra eða aðrar uppákomur þar          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is SANNAÐ þykir nú að svefnleysi eykur líkurnar á því að ganga í svefni. Talið er að 4% jarðarbúa séu svokallaðir svefngenglar en það að ganga í svefni hefur verið tengt við árásargirni og aðra skað- lega hegðun. Fréttavefur BBC sagði nýlega frá rannsókn Montréal-háskólans í Kanada sem náði til 40 ein- staklinga sem höfðu upplifað það að ganga í svefni. Fólkið var látið sofa yfir nótt á rannsóknarstof- unni og athafnir þess athugaðar á meðan á svefninum stóð. Næsta dag fór það til sinna daglegu starfa en um kvöldið skyldi það fara aftur á stofuna þar sem því var haldið vakandi alla næstu nótt. Morguninn eftir, eftir 25 tíma vöku, fékk fólkið leyfi til að leggj- ast til svefns og allt athæfi fólks- ins skráð. Í ljós kom að helmingur rannsóknarhópsins varð fyrir ein- hvers konar truflun á eðlilega svefntímanum fyrstu nóttina en hlutfallið jókst í 90% eftir langa vökutímann hjá úrvinda fólki. Fremja morð í svefni Talið er að fólk gangi í djúp- svefninum sem er mikilvægur heilsu fólks. Rannsóknin sýndi fram á að svefnleysi eykur lík- urnar á því að fólk flakki á milli svefnstiga og sé þá skemur í djúp- svefni. Haft er eftir sérfræðingi í svefnrannsóknum að margir telji svefngöngu léttvægt vandamál og það komi bara fram hjá börnum en hann bendir hins vegar á að vandamálið geti haft alvarlegar af- leiðingar, fólk geti stórslasast við það að ganga í svefni og sumir svefngenglar hafi t.a.m. framið morð. Góður nætursvefn sé ávallt mikilvægur en því miður þjáist sí- fellt fleiri af svefngöngu, í sam- félagi þar sem margir eru síþreytt- ir og vansvefta. Úrvinda svefngenglar Í draumahöll Áhangendur enska landsliðsins í fótbolta úrvinda af þreytu. Ljóst þykir að svefnleysi auki líkurnar á því að fólk gangi í svefni. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.