Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 19

Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 19 UMRÆÐAN Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Það hefur aldrei verið hagstæðara fyrir barnafjölskyldur að ferðast til útlanda saman. Frá 31. mars til og með 4. apríl bjóðum við 50% barnaafslátt af öllum Economy og Best Price fargjöldum okkar fyrir börn 11 ára og yngri til allra áfangastaða okkar erlendis. Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta og barnaflugvallarskattar bætast svo við. Nýtið einstakt tækifæri! Njótið þess að fljúga saman! HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 17 18 03 /0 8 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN SÖLUTÍMABIL 31. MARS–4. APRÍL FERÐATÍMABIL TIL OG MEÐ 31. DESEMBER 24 ÁFANGASTAÐIR + Bókaðu ferð á www.icelandair.is ÞAÐ var athyglisvert að horfa á þá Steingrím J. Sigfússon og Pétur Blöndal ræða efnahagsmálin í Kast- ljósinu sl. þriðjudag. Steingrímur var rökfastur að vanda en risið var lágt á talsmanni Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur hefur stýrt efnahagsmálum landsmanna í rúman hálfan annan áratug. Steingrímur benti réttilega á að efnahagsvandinn og óreiðan væru fyrst og fremst heimatilbúin. Á sínum tíma var talað um ógn- arjafnvægi í efnahagsmálum þegar stóriðjuframkvæmdir fóru á fullt, samtímis því að skattar voru lækk- aðir á hátekjufólki og bankarnir voru einkavinavæddir. Í ökkla eða í eyra Seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti stanslaust síðan árið 2004. Til hvers? Jú, til að berjast gegn verð- bólgu eins og honum er ætlað, berjast gegn þenslu. Samt hefur hann aldrei náð verðbólgumarkmiðum sínum þennan tíma. Hvað hefur ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins gert til að slá á þensluna? Jú, af stórhug sínum frestaði hún vegaframkvæmdum á Vestfjörðum! Hún einkavæddi bankana alla í einu og afhenti þá pólitískum vildarvinum á silfurfati. Hún lækkaði skatta á há- tekjufólk og fyrirtæki. Hún réðst í hömlulausar stóriðjuframkvæmdir fyrir fleiri hundruð milljarða króna á örfáum misserum. Bankar og fjár- málastofnanir veðsettu íslenskt at- vinnulíf og þutu með fjármunina í „út- rás“ á einkaþotum um heiminn. Það hlaut eitthvað að bresta. „Ógnarjafnvægi“ á einkaþotum um heiminn Forsvarsmenn Seðlabankans vör- uðu stjórnvöld þá við og töluðu um „ógnarjafnvægi í efnahagsmálum“. Það kæmi að skuldadögum. „Fram- kvæmdir við virkjanir og álbræðslur, sem til samans slaga að umfangi upp í þriðjung landsframleiðslu eins árs, fela í sér meira umrót í þjóðar- búskapnum en nokkurt annað land sem hagar peningastefnunni með svipuðum hætti hefur þurft að glíma við“ (Seðlabankinn, 18. febr. 2005). Haustið 2005 kveður svo við enn harðari tón hjá bankanum: „ Ójafn- vægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist verulega“. Þá var Davíð Oddsson forsætisráð- herra, en honum þótti í þann tíma ekki ástæða til að taka mark á aðvör- unum Seðlabankans. Þá var varafor- maðurinn Geir Haarde fjár- málaráðherra og jafn aðgerðalítill og nú. Ég bíð spenntur eftir því að ágætir fréttamenn á fjölmiðlum sjái í gegn- um spilið. Þeir gætu t.d. spurt þá Davíð og Geir, sem farið hafa með stjórn efnahagsmála öll þessi ár, hvort nú sé ekki einmitt að koma fram það sem spáð var fyrir 3–4 árum að óbreyttri stjórnarstefnu. Tillögur Vinstri grænna Um þessa stefnu ríkisstjórn- arinnar stóð slagurinn á Alþingi milli þingmanna Vinstri grænna og Sjálf- stæðisflokksins. Ástæða er til að benda á tillögur þingmanna Vinstri grænna „Um aðgerðir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika“ sem fluttar voru bæði 2005, 2006, 2007 og nú síðast 2008. Ef þeim hefði verið fylgt væri staða þjóðarbúsins nú önn- ur og betri. Steingrímur vitnaði ein- mitt til þessara tillagna í Kast- ljósþættinum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins þykist hins vegar vera stödd á eins konar kappleik og kennir krónunni eða danskinum um þegar illa fer. Ópíumilmur og Afganistan Sl. þriðjudag var svo komið að Seðlabankinn þorði ekki að láta fjár- málamarkaði opnast án þess að grípa fyrst til neyðaraðgerða. Bankinn varð að bregðast við heimskulegum og óá- byrgum yfirlýsingum forystumanna ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Geir Haarde þrástagaðist á því að útlend- ingar skildu ekki íslenskt efnahagslíf, Danir væru vondir en hann mundi í rósemd sitja á vaktinni og gera ekki neitt. Fjármálaráðherrann er eins og þorskur á þurru landi, heimtaði nýtt álver til að slá á þensluna. Formaður Samfylking- arinnar var enn með flug- riðu eftir Afganistan- förina: „hér gæti í raun- inni dropið smjör af hverju strái,“ sagði utan- ríkisráðherrann í hrifn- ingarvímu eftir að hafa litið yfir val- múaakrana þar sem ópíumilmurinn mun nú vera jafnvel enn höfugri en hann var fyrir innrás- ina í landið. Persónur og leik- endur dagsins Á námsárum sín- um sló Davíð Odds- son í gegn sem „Bubbi kóngur“ í skólaleikriti. Síðar varð hann æðstráð- andi á Íslandi, eins konar Bubbi kóngur, og hefur sem slíkur oftsinnis tekið sviðið, nú síðast með nýju Íslandsmeti í vaxtahækkunum. Ef handriti þessa sjónarspils verð- ur ekki breytt hið snarasta verður slegið heimsmet í vaxtaokri enda bauðst seðlabankastjórinn til að gera enn betur ef víman og dofinn rynnu ekki af ríkisstjórninni. Svo allt væri nú á sínum stað hnýtti hann um leið í bankana (les Kaup- þing) fyrir að gera atlögu að krónunni sér til ávinnings. Aumt var að sjá oddvita ríkis- stjórnarinnar koma í fjölmiðla eins og rakka í bandi „kóngsins“. En á leik- sviði dagsins var víst hver á sinni fjöl. Sami kóngur og sama hirð og und- anfarin 17 ár. Spurning er hvort þessi sýning sé trúverðug mikið lengur. Auðvitað átti Seðlabankinn ekki annarra kosta völ en freista þess að grípa inn í atburðarásina. Vandinn er sá að hann læknar eng- in mein einn og sér. Öll umgjörðin verður að breytast og þar þarf til samhæft átak. Nú borgar almenningur brúsann fyrir duglausa ríkisstjórn sem ham- ast við að gera ekki neitt. Ónýt ríkisstjórn, allt Danskinum að kenna! Jón Bjarnason skrifar um efnahagsmálin »Ástæða er til að benda á tillögur þing- manna VG í efnahags- málum undanfarin ár. Ef þeim hefði verið fylgt væri staða þjóðarbúsins nú önnur og betri. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.