Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 21
Um þessar mundir birtastreglulega blaðaskrif ogpistlar þar sem því er hald-ið fram að þróunaraðstoð
Íslendinga, jafnvel þróunaraðstoð yf-
irleitt, sé sóun á almannafé og gagns-
laus með öllu og að við Íslendingar, ef
ekki öll iðnríki heims, séum á villigöt-
um í þeim efnum. Tengist þessi um-
ræða ekki síst þeim almennu breyt-
ingum sem nú er fyrirhugað að gera á
fyrirkomulagi þróunarmála á Íslandi.
Nýjasta framlagið í þessum dúr er
viðtal við Stefán Þórarinsson, sem
birtist í Morgunblaðinu á páskadag
undir fyrirsögninni
„Nátttröll í nútíman-
um“. Eins og í öðrum
skrifum sem um þessi
mál hafa birst er þar
margt forvitnilegt sem
vert er að skoða nánar.
Í viðtalinu segir Stef-
án meðal annars um nú-
verandi ástand þróun-
armála: „Hjá okkur
Íslendingum fer mest
fyrir Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands
sem einkum vinnur að
verkefnum á sviði stofn-
anaþróunar og almenn-
um minni umbótaverk-
efnum. Stofnunin vinnur
verkefnin sjálf með eig-
in fólki og lítið er leitað
til íslensku þjóðarinnar
með einum eða öðrum
hætti.“
Annars staðar í við-
talinu kemur fram að
með „íslensku þjóðinni“
á Stefán við íslensk at-
vinnufyrirtæki, því
kjarninn í máli Stefáns
er sá að „fjármunir, sem
varið er til þessara mála
nýttust mun betur væru
fyrirtækin í landinu
fengin til samstarfs.“
Án þess að rúm gefist
hér til þess að fjalla um
tillögur Stefáns í smáat-
riðum verður að segja í
stuttu máli að flestum
sem starfa að þróun-
araðstoð ber saman um
að það sé allsendis
ótækt fyrirkomulag – og
raunar siðlaust – að þró-
unarsamvinnustofnanir
bindi aðstoð við sam-
starfsríki sín skilyrðum
um að vara eða vinna sé
keypt af fyrirtækjum í
landinu sem aðstoðina
veitir. Það hlýtur Stefán
að vita þótt málflutningur hans bendi
til annars.
Þegar Stefán er spurður að því
hvort hann telji að „uppbygging
heilsugæslustöðva, svo dæmi sé tekið,
skili takmörkuðum árangri“ kemur
undarlegt svar: „Yfirleitt eru þetta svo
einföld verkefni að þau geta ekki mis-
tekist.“ Það þykir Stefáni vont og í
framhaldinu segir hann „[þessi verk-
efni] hafa sáralítil áhrif og valda eng-
um stórum breytingum en gagnast af-
mörkuðum hópum.“
Hér þarf að gæta að tvennu. Í
fyrsta lagi má spyrja hverjir þeir
skyldu nú vera, þessir „afmörkuðu
hópar“ sem þróunaraðstoð Íslendinga
gagnast? Það skyldu aldrei vera konur
og börn? Þriðjungur þess fjár sem Al-
þingi veitir til tvíhliða þróun-
araðstoðar rennur til menntunar og
raunar nær helmingur, því talsverður
hluti fer að auki í félagsleg verkefni,
sem að verulegum hluta felast í
menntun og uppfræðslu kvenna.
Þess má geta að það var ekki síst
fyrir tilstilli tveggja stjórnarmanna
ÞSSÍ, Sigríðar Dúnu Kristmunds-
dóttur og Ingunnar Jónasdóttur, að
stofnunin hóf að leggja áherslu á
þennan „afmarkaða hóp.“ Í nú-
tímaþróunarfræðum er gagnsemi að-
stoðar við konur ein af örfáum óhrekj-
anlegum staðreyndum um bestu leiðir
í þróunaraðstoð en svo var ekki fyrir
meira en áratug þegar Sigríður Dúna
og Ingunn sátu í hinni valdalausu
stjórn ÞSSÍ og töluðu fyrir þessum
aðferðum meðan aðrir töluðu um væn-
legar leiðir til að græða á þróun-
araðstoð, eins og Stefán gerir nú. Var
einhver að tala um nátttröll?
Völd stjórnar ÞSSÍ hafa fyrst og
fremst falist í því að beina starfi stofn-
unarinnar inn á þær brautir sem Sam-
einuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar
stofnanir, sem Íslendingar eru aðilar
að, hafa mælst til að aðildarríki þeirra
feti og ekki síður að koma í veg fyrir
að stofnunin villist inn á þær brautir
sem Stefán mælir með.
Í öðru lagi er það svo stærð þessara
stóru breytinga sem Ís-
lendingar eiga að standa
fyrir, að áliti Stefáns. Hér
er rétt að glöggva sig að-
eins á stærðum. Rúmur
milljarður, sem Íslend-
ingar verja nú til tvíhliða
þróunaraðstoðar (1,2
milljarðar skv. fjárlögum
2007), er að sönnu umtals-
verð fjárhæð en setjum
hana í samhengi: Ef No-
rad, systurstofnun ÞSSÍ í
Noregi, hefði fengið þess-
ari fjárhæð úthlutað 1.
janúar 2007, hefði hún
dugað til reksturs þeirrar
stofnunar eitthvað fram
eftir degi 3. janúar. Þarna
er gróft reiknað en nið-
urstaðan gefur glögga
mynd. Draga verður í efa
að íslensk útrásarfyr-
irtæki gætu með rúmum
milljarði íslenskra króna
ráðist í verkefni sem
gagnast stærri hópum en
þeim sem ÞSSÍ styður nú,
ekki síst þegar horft er til
þess að þau verkefni
„gætu misheppnast,“ ólíkt
verkefnum ÞSSÍ, ef
marka má orð Stefáns.
ÞSSÍ vinnur nú sam-
kvæmt verklagsreglum
sem samþykktar voru af
stjórn stofnunarinnar í
mars 2004. Stefnan bygg-
ist á þúsaldarmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna um
þróun, en þau markmið
eru meðal annars „að
tryggja að öll börn njóti
grunnskólamenntunar ár-
ið 2015, að vinna að jafn-
rétti kynjanna og styrkja
frumkvæðisrétt kvenna,
að lækka dánartíðni
barna, að vinna að bættu
heilsufari kvenna.“ Þessi
markmið eru höfð að leið-
arljósi í öllu starfi stofn-
unarinnar og hvert einasta verkefni
sem ráðist er í er vegið og metið af
kostgæfni með tilliti til þess hvort það
þjóni þessum markmiðum. Hvergi er í
markmiðum Sameinuðu þjóðanna tal-
að um að fjárveitingum til þróun-
armála sé best varið til þess að styrkja
útrás atvinnufyrirtækja.
Um miðbik viðtalsins hefur spyrj-
andi orð á því að gagnrýni Stefáns á
ÞSSÍ sé „allhörð“ og spyr „Hvað er til
ráða?“ Þá stendur ekki á svörum.
„Mestu mistökin voru að gera stofn-
unina að einhvers konar friðarstóli
fyrir gamlar stjórnmálakempur sem
voru orðnar vígamóðar eftir átök
stjórnmálanna.“ Að áliti Stefáns var
með þessu „búið að taka þetta starf
framkvæmdastjóra ÞSSÍ af vinnu-
markaði og eyrnamerkja litlum hópi
manna.“
Erfitt er að fullyrða nokkuð um þá
kenningu Stefáns að einhvers konar
samtryggingarsjónarmið stjórnmála-
manna hafi ráðið för við ráðningu
Björns Dagbjartssonar sem fram-
kvæmdastjóra ÞSSÍ. Það hlýtur þó að
hafa ráðið einhverju að Björn lagði
fram skírteini um doktorsgráðu í mat-
vælaverkfræði með umsókn sinni, en á
þessum tíma var ætlun Íslendinga að
aðstoða þróunarríki fyrst og fremst
við framleiðslu matvæla. Ekki hefur
heldur skemmt fyrir að Björn hafði
starfað í tíu ár sem forstjóri Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, úr því
að Íslendingar voru fyrst og fremst að
hugsa um að veita aðstoð við fisk-
veiðar og vinnslu. Á Stefáni er helst að
skilja að líta hefði átt framhjá þessari
menntun og reynslu vegna þess að
Björn væri orðinn vígamóður eftir eitt
kjörtímabil sem hann sat á Alþingi.
Varðandi Sighvat Björgvinsson er
það að segja að starf framkvæmda-
stjóra var auglýst og u.þ.b. tuttugu
umsóknir bárust. Þegar þær höfðu
verið metnar reyndist Sighvatur
Björgvinsson efstur á blaði yfir þá
sem matsnefnd stjórnar ÞSSÍ taldi
best fallna til forystu í stofnuninni.
Meðal annars var litið til þess að
stofnunin var þá byrjuð að leggja
aukna áherslu á heilbrigðismál og var
talið að reynsla Sighvats, fyrrum heil-
brigðisráðherra, myndi koma stofn-
uninni að gagni. Í ljósi þessa hefði ver-
ið fráleitt fyrir stjórn ÞSSÍ að skila
því áliti til utanríkisráðherra, sem
skipar framkvæmdastjóra, að þótt
Sighvatur væri að hennar áliti besti
kosturinn af þeim sem sóttu um kæmi
hann ekki til álita vegna starfa sinna
sem þingmaður og ráðherra.
Stefán nefnir Seaflower-verkefnið,
og biðst í hógværð sinni afsökunar á
að nefna svoleiðis lítilræði til sögunnar
í tvígang. Það fyrirtæki var stofnað
upp úr 1990 og „stendur nú með mikl-
um blóma og á fjóra togara,“ að sögn
Stefáns. Er það svo? Síðast þegar
fréttist, í október 2005, reri fyrirtækið
lífróður, m.a. vegna ásakana um spill-
ingu stjórnenda þess. Ekki er við Ís-
lendinga að sakast í þeim efnum, því
þeir voru þá farnir út með gróðann
sinn. En er kannski hugsanlegt, þegar
Stefán segir að ÞSSÍ yfirgefi verkefni
áður en þau verði sjálfbær, að það
kunni einnig að henda áhættufyr-
irtæki sem gera út á atvinnuþróun-
arsjóði af því tagi sem Stefán telur
eina raunverulega bjargræði þróun-
arlanda?
Því má bæta við til fróðleiks að dr.
Sigurður G. Bogason, fyrrum fram-
kvæmdastjóri namibíska ríkisfyr-
irtækisins Fishcor, sem átti 78% hlut í
Seaflower Whitefish, hélt erindi um
uppgang og hnignun Seaflower fyrir
nokkrum árum og kom þar margt at-
hyglisvert fram. Meðal annars taldi
Sigurður að framtíð væri í frekari út-
rás til þróunarlanda, eins og Stefán
telur sjálfur (án þess þó að Sigurður
hafi minnst á opinbera sjóði í því sam-
bandi), en hann lagði sérstaka áherslu
á eitt atriði: „ÁHÆTTAN VERÐUR
ÁVALLT TIL STAÐAR“ (leturbreyt-
ing Sigurðar á glæru sem fylgdi fyr-
irlestrinum).
Vera má að það sé vilji Alþingis og
utanríkisráðuneytisins að leggja skatt-
peninga landsmanna í sjóði til þess að
lána útrásarfyrirtækjum áhættufé á
hagstæðum kjörum til hagsbóta fyrir
þróunarlönd. Fyrir Alþingi liggur nú
frumvarp til nýrra laga um alþjóðlega
þróunarsamvinnu Íslands. Þar horfir
margt til bóta og sem betur fer virðist
ólíklegt í ljósi frumvarpsins í núver-
andi mynd að Alþingi leiðist út á þá
braut að markaðssetja fyrirgreiðslu
við íslensk fyrirtæki undir merkjum
þróunaraðstoðar, eins og Stefán mælir
með. Ef frumvarpið verður að lögum
verður gatan hins vegar greiðari að
því leyti að ekki verður lengur nein
valdalaus stjórn ÞSSÍ skipuð fólki úr
röðum skattgreiðenda sem spyr hvim-
leiðra spurninga, svo sem hvort verk-
efni séu líkleg til þess að heppnast eða
misheppnast, hvort þau gagnist af-
mörkuðum hópum eins og konum og
börnum og hvort þau stuðli að bættum
stjórnarháttum eða heilsufari, eða
hvort þau bæti menntun.
Eins og segir í upphafi þessarar
greinar hefur margt verið skrifað og
sagt um þróunarsamvinnu Íslands og
kennir þar margra grasa. Þeir sem
áhuga hafa á fræðast nánar um þenn-
an málaflokk eru hvattir til þess að
kynna sér starf stofnunarinnar á
heimasíðu hennar, www.iceida.is.
Um nátttröll
í þróunarsamvinnu
Eftir Hjálmar Jónsson
og Jón Skaptason
»Hér þarf að
gæta að
tvennu. Í fyrsta
lagi má spyrja
hverjir þeir
skyldu nú vera,
þessir „afmörk-
uðu hópar“ sem
þróunaraðstoð
Íslendinga
gagnast? Það
skyldu aldrei
vera konur og
börn?
Hjálmar Jónsson
Höfundar sitja í stjórn
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Jón Skaptason
dur
m að
dag
stu
300
ilja
100
kóla
eðal
megi
yta
ð að
ðar
evr-
um
n al-
ðar
erfi
erf-
ið að vera alþjóðlegt. Tungumálið
mun vera enska, svo fólki frá öll-
um þjóðlöndum finnist það jafn
rétthátt í skólanum.
Líklega munum við hafa þrjú
opinber mál. Finnsku, sænsku og
ensku. En ef þú kannt bara
sænsku þarftu samt að geta starf-
að óhindrað innan skólans.“
Airila segir stjórnendur
margra annarra finnskra háskóla
ekki vera sátta vegna þessa nýja
skóla, þar sem þeir óttist að hann
fái meira fjármagn frá hinu op-
inbera en hinir. „Engu að síður
hafa sumir hinna háskólanna ver-
ið að tryggja sér aukið fjármagn
frá einkageiranum. Þeir afla sér
þannig fjár til rannsókna og
framþróunar, því framlög ríkisins
renna venjulega til hins hefð-
bundna reksturs. Fé til rann-
sókna og nýsköpunar verður að
finna annars staðar.“
Engin skólagjöld
Eins og fram kom er hugmynd-
in að hver hinna þriggja háskóla
verði allsjálfstæður innan sam-
stæðunnar, með sterka sjálfs-
mynd. Jafnfram verður þó sam-
vinna og kennsla þvert á
stofnanirnar þrjár, þar sem upp-
lýsingar og kennsla blandast. Ai-
rila segir þessa uppsetningu
krefjast þess að allir sem að henni
koma hafi rétt hugarfar og þá
verði líka að setja peninga í ferlið,
fólk vinni ekki svona í sjálfboða-
mennsku. 80% rekstrarfjárins
fara í hefðbundið kennslustarf
innan skólanna og 20% í þá lá-
réttu samvinnu sem gengur þvert
á þá.
Um 16.000 nemendur á BA- og
mastersstigi verða í hinum nýja
háskóla og um 1.000 í doktors-
námi. Til að byrja með verða skól-
arnir þrír staðsettir þar sem þeir
eru í dag en smám saman flyst
lunginn úr starfseminni á svæðið
þar sem Tækniháskólinn er í dag,
en um 70% nemendanna eru í
honum.
„Það er líklegt að við fækkum
nemum í BA-námi, tökum fleiri
inn á meistarastigið, og fléttum
meistara- og doktorsnám meira
saman. Við þurfum að vera al-
þjóðlegri en jafnframt að kenna á
finnsku og sænsku. Við munum
aðallega kenna á þeim málum í
BA-náminu en meira á ensku á
hærri stigum. Það er eðlilegt að
bjóða nemendum frá öðrum lönd-
um í meistara- og doktorsnám.
Við gerum það þegar markvisst í
TKK.“
– Hvað um skóla- eða skráning-
argjöld? Eru þau innheimt?
„Í Finnlandi er bannað að inn-
heimta skólagjöld og stjórnvöld
hafa ítrekað að það verða engin
skólagjöld eða skráningargjöld.
Hinsvegar er unnt að selja ákveð-
in námskeið til fyrirtækja eða
samtaka. Það ferli er samt enn í
skoðun og ekki hægt að treysta á
að það gangi upp.
Í Viðskiptaháskólanum er mjög
vandað MBA-nám, sem er þekkt
heima og erlendis, og þeir geta
innheimt ákveðin skólagjöld. Það
er ekki hægt í hinum almenna há-
skóla, hvorki í meistara- eða dokt-
orsnámi. Námið er einnig ókeypis
fyrir erlenda námsmenn.“
Nýsköpunar-
anda vantar
Airila segir finnskt samfélag
leggja áherslu á góða menntun.
„Það er sterk skoðun meðal þjóð-
arinnar að við eigum að byggja á
vandaðri menntun. Vandamálið
er kannski það að mörgum finnst
að deila eigi fjármagni jafn milli
menntastofnana, óháð árangri.
Það verður fylgst grannt með því
hvernig þessi tilraun tekst hjá
okkur. Það mun ekki vera auðvelt
að vera rektor þessarar nýju
stofnunar. Ef þú veist um ein-
hvern góðan í starfið eru ábend-
ingar vel þegnar,“ segir hann og
brosir.
„Eitt af vandamálunum í
finnska menntakerfinu hefur ver-
ið það að fólk sem útskrifast kýs
að fara í öruggt atvinnuumhverfi,
í stór fyrirtæki eða í kennslu.
Okkur vantar nýsköpunaranda í
háskólana okkar og í þá sem út-
skrifast. Við viljum hvetja fólk til
að stefna einbeittara inn í fram-
tíðina og vera opnara fyrir þeim
möguleikum sem það getur sjálft
skapað.“
t í einn skóla Samruninn opnar leiðir
Engin skóla- eða skráningargjöld
rða meðal 30
óla í heimi
Morgunblaðið/Einar Falur
k sem getur unnið á fleiri en einu sviði. Í
arnir í Helsinki.
tti í liðinni viku fyrirlestur við Háskóla
a er formaður nefndar sem vinnur að
undinum var fjallað um þróun verkfræði
n, varaforseti Telenor í Noregi, fyr-
ræðideildar Worcester Plytechnic Eng-
róun íslensks samfélags, og 17. apríl er
a í framtíðinni