Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 22
22 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er ekki auðvelt að vera nán-
asti aðstandandi einstaklings sem
ekki á húsaskjól eða heimili og hefur
ekki getað fótað sig í lífinu.
Í grein Rósu í Morgunblaðinu í gær
lýsir hún upplifun sinni
af viðtali sem hún átti
við mig á skrifstofu
minni þann 13. mars
síðastliðinn. Ég ætla
ekki að leiðrétta rang-
færslurnar sem þar
koma fram, samtal
okkar var ekki með
þeim hætti sem hún
lýsir.
Í Gistiskýlinu er tek-
ið við heimilislausum
Reykvíkingum eins
lengi og pláss er fyrir
hendi en þar eru 16
pláss. Til að tryggja svefnfrið og ró
fyrir þá sem þangað leita eru
ákveðnar umgengnisreglur sem m.a.
kveða á um að bannað sé að vera með
ónæði að nóttu til. Ef reglurnar eru
ítrekað brotnar getur það orðið til
þess að hlutaðeigandi einstaklingi er
vísað út úr Gistiskýlinu í skamman
tíma. Ekki er um það að ræða að við-
komandi sé „í banni“ um lengri tíma
eins og Rósa virðist halda.
Undanfarin ár hefur Reykjavík-
urborg unnið markvisst að því að
bæta aðbúnað Reykvíkinga sem telj-
ast heimilislausir. Almennt er talið að
um 40-60 einstaklingar séu heim-
ilislausir í Reykjavík á hverjum tíma.
Undanfarin sex ár hafa þrjú heimili
verið sett á laggirnar í Reykjavík sem
nýtast þeim.Alls er þar
um að ræða þjónustu við
24 einstaklinga á hverj-
um tíma. Eitt af þessum
heimilum er ætlað ein-
staklingum sem vilja
hætta í áfengis- og/eða
vímuefnaneyslu og eiga
að baki margar tilraunir í
þá veru. Um er að ræða
áfangaheimili þar sem
einstaklingurinn getur
fengið stuðning við að ná
betri tökum á lífi sínu.
Hægt er að dveljast á
þessu heimili í allt að 2
ár. Hin tvö heimilin eru ætluð fyrir
einstaklinga sem dvalist hafa lang-
dvölum í Gistiskýlinu án þess að hafa
getað nýtt sér þá þjónustu sem í boði
er til að ná tökum á lífi sínu. Ekki er
gert að skilyrði að viðkomandi hætti
neyslu og um er að ræða heimili þar
sem hlutaðeigandi einstaklingur get-
ur dvalist langdvölum.
Til að bæta þjónustuna sem veitt er
í Gistiskýlinu var ákveðið í byrjun árs
2007 að 2 ráðgjafar frá Þjónustumið-
stöð Miðborgar-Hlíða myndu koma
reglulega í Gistiskýlið og veita sér-
fræðistuðning til þeirra sem í Gisti-
skýlið leita. Markmið með þessari
styrkingu er að tryggja að þeir ein-
staklingar sem eru á götunni og leita í
Gistiskýlið fái sem fyrst ráðgjafa á
þjónustumiðstöð sem veita þeim
markvissan stuðning, upplýsingar og
aðstoð við að nýta þau úrræði sem við
eiga til að ná betri tökum á lífi sínu. Á
sl. ári var ennfremur ákveðið að mót-
uð skyldi stefna í málefnum utan-
garðsfólks af báðum kynjum og skip-
aður sérstakur starfshópur sem
koma á með tillögur að stefnu í þess-
um málaflokki. Til að geta áfram unn-
ið markvisst í þessum málaflokki með
heildarsýn að leiðarljósi er nauðsyn-
legt að hafa ákveðna stefnu til lengri
tíma. Umræddur starfshópur mun
bráðlega skila tillögum. Því til við-
bótar hefur verið unnið að því að auka
enn fjölbreytni í úrræðum til handa
heimilislausum með svonefndum
smáhýsum fyrir einstaklinga og hjón
í þessari stöðu. Verið er að leita að
heppilegri lóð fyrir smáhýsin.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu hefur heilmikið verið gert í mál-
efnum heimilislausra Reykvíkinga
undanfarin ár og verður svo áfram.
Það er þó því miður ekki svo að tekist
hafi að leysa vanda allra heimilis-
lausra Reykvíkinga. Upptalningin
sýnir þó að mikið hefur áunnist. En
betur má ef duga skal og því hefur
verið lögð áhersla á að móta stefnu til
langs tíma eins og ég hef gert grein
fyrir. Heimilislausir einstaklingar í
Reykjavík þurfa á fjölbreyttum úr-
ræðum og markvissum stuðningi að
halda, bakgrunnur, heilsufar og fé-
lagslegar aðstæður þessara einstak-
linga eru mismunandi og því þurfa
þeir á mismunandi úrræðum að
halda. Síðan er það alltaf svo að
ákveðinn hluti hópsins er ekki tilbú-
inn að þiggja þá þjónustu og stuðning
sem í boði er, en eftir sem áður munu
tilboð um þjónustu og úrræði hjá
Reykjavíkurborg standa þeim til
boða.
Aðbúnaður heimil-
islausra í Reykjavík
Jórunn Frímannsdóttir svarar
grein Rósu Ólafar Ólafíudóttur
»Undanfarin ár hefur
Reykjavíkurborg
unnið markvisst að því
að bæta aðbúnað Reyk-
víkinga sem teljast
heimilislausir.
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
og formaður Velferðarráðs.
Í GREIN í Morgunblaðinu hinn
17. mars síðastliðinn segir Þórður
Guðmundsson, forstjóri Landsnets,
orð mín um minnkandi mun á kostn-
aði á lagningu jarðstrengja og há-
spennulína byggð á reginmisskiln-
ingi. Sé um misskilning að ræða á
hann uppruna sinn í skrifum starfs-
manna Landsnets síðustu ár en sam-
kvæmt þeim hefur munur á kostnaði
háspennulína og jarðstrengja
minnkað verulega. Mér er fullljóst
að lagning jarðstrengja er dýrari en
loftlína en hversu mikið byggist á
upplýsingum forsvarsmanna Lands-
nets hverju sinni.
Lækkandi verð á
jarðstrengjum
Í samtali við Morgunblaðið 24.
september 2006 sagði Þorgeir J.
Andrésson, skrifstofustjóri Lands-
nets, að kostnaður við lagningu öfl-
ugra háspennustrengja í jörðu væri
allt að tíu sinnum meiri en með því
að reisa möstur. Í febrúar 2007 er
haft eftir forsvarsmönnum Lands-
nets að kostnaður vegna lagninga
öflugra jarðstrengja sé allt að nífald-
ur. Í svargrein sinni segir forstjóri
Landsnets kostnaðaraukningu við
lagningu jarðstrengja með mikla
flutningsgetu í stað háspennulína
vera allt að sjöfalda. Að sögn for-
svarsmanna Landsnets hefur kostn-
aðarmunur á þessum
valkostum við raf-
orkuflutninga því
minnkað verulega frá
haustinu 2006 eða úr
tíföldu í sjöfalt.
Um framtíð-
arverðlag segir for-
stjóri Landsnets í
Morgunblaðinu 21.
desember síðastliðinn:
„… þó undanfarið hafi
verð strengja hækkað
umtalsvert … Eigi að
síður má ætla að verð
fari lækkandi í fram-
tíðinni svo jarðstrengir verði fýsi-
legri kostur þegar kemur að end-
urnýjun núverandi línukerfis.“ Er
það von mín að það rætist.
Kostir jarðstrengja
Vissulega hefur verð á jarð-
strengjum hækkað bæði vegna auk-
innar eftirspurnar og hækkandi hrá-
efnisverðs, sérstaklega á kopar sem
skiptir sköpum í verði og gæðum
jarðstrengja. Kostir jarðstrengja
eru hins vegar margir og vega á
móti hærra innkaupsverði. Orkutap
í flutningum er allt að 30% minna
þar sem kopar er afbragðsleiðari.
Bilanatíðni hefur reynst mun lægri
en í línulögnum. Þá eru jarðstrengir
almennt taldir um-
hverfisvænni því sjón-
ræn áhrif eru nær eng-
in og lagningu fylgir
almennt minna rask.
Til að mæta hækkandi
hráefniskostnaði og
vaxandi umhverf-
iskröfum á sér nú stað
mikil þróunarvinna hjá
framleiðendum jarð-
strengjanna til að finna
ódýrari og betri lausnir
(málma í leiðara og ein-
angrun án blýs eða ha-
logenefna)1.
Framtíðarsýn
í raforkuflutningum
Forstjóri Landsnets kallar eftir
stefnu um raforkuflutninga. Stefna
mín er skýr og tekur mið af um-
hverfisþáttum, sérstaklega sjón-
rænum. Leitast skal við, að teknu
tilliti til aðstæðna hverju sinni, að
leggja flutningsleiðir raforku í jörð.
Auðvitað fylgir viðbótarkostnaður
aukinni notkun jarðstrengja en ef
samfélagið er reiðubúið að greiða
þann kostnað er það ekki hlutverk
Landsnets að standa gegn þeirri
kröfu. Eða eins og stjórnarformaður
Landsnets orðaði það á aðalfundi fé-
lagsins í fyrra: „Þegar horft er til
framtíðar má hins vegar gera ráð
fyrir að jarðstrengir muni smám
saman vinna á og að samfélagið
muni í vaxandi mæli krefjast lausna,
sem hafa minni sjónræn áhrif.“
Framtíðarsýn stjórnarmanna
Landsnets virðist því í góðu sam-
ræmi við framtíðarsýn varafor-
manns stjórnar OR.
http://tdworld.com/undergro-
und_transmission_distribution/
power_european_community_anno-
unces/
Og http://www.leonardo-
energy.org/
Munur á kostnaði við að leggja
loftlínur og jarðstrengi minnkar
Ásta Þorleifsdóttir svarar
grein Þórðar Guðmundssonar » Að sögn forsvars-
manna Landsnets
hefur munur á kostnaði
á raforkuflutningum
með jarðstrengjum og
loftlínum minnkað veru-
lega, úr tíföldu í sjöfalt.
Ásta Þorleifsdóttir
Höfundur er varaformaður stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur.
Í NÝLEGRI úttekt hins ameríska
Bloomberg kemur fram að stjórnvöld
á Íslandi séu enn aðgerðalaus þrátt
fyrir gengishrun og nú fær aðgerða-
leysi ríkisstjórnarinnar þá einkunn
að þykja í meira lagi
undarlegt. Viðmælandi
fréttamanns Bloom-
berg, sérfræðingur hjá
BNP Paribas SA sem
er stærsti banki Frakk-
lands, notar reyndar
hugtakið „somewhat
bizarre“ sem ég eft-
irlæt stjórnarliðum
þessa lands að þýða eft-
ir eigin smekk. Reykja-
víkurbréf Morg-
unblaðsins um páskana
tekur í sama streng og
hvarvetna heyrast nú
áhyggjur af þyrnirós-
arsvefni ríkisstjórn-
arinnar. Svefnmóki
sem við framsókn-
armenn höfum í mán-
uði vakið athygli á.
Öðrum að kenna!
Skilaboð ríkisstjórn-
arinnar eru þau ein að
efnahagsvandinn sé
öðrum að kenna og eig-
inlega ekkert hægt við
honum að gera. Á með-
an æðir verðbólgan
upp, vaxtasvipa Seðlabankans er
þanin til hins ýtrasta og trúverð-
ugleiki íslenskra viðskipta á heims-
vísu hangir á bláþræði. Að ekki sé
hér talað um hlutafjármarkaðinn.
Það er vissulega rétt sem komið
hefur fram hjá bæði forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra að hin al-
þjóðlega efnahagskreppa sem nú ríð-
ur yfir hefur mikil áhrif hér á landi og
ef allt væri með felldu á heimsmark-
aði hlutabréfa þá væru vandamálin
hér heima vel viðráðanleg. En það
breytir ekki því að sólarmerki þeirrar
kreppu sáust fyrir misserum síðan og
stjórnvöld gátu gripið til aðgerða
strax á síðasta ári en gerðu það ekki
og það er þegar farið að valda þjóð-
arbúinu ómældum fjárhagslegum
skaða. Áframhaldandi aðgerðaleysi
er þjóðarbúinu háskalegt. Það er ekki
rétt sem hinir úrræðalausu ráðherrar
segja – að ekkert sé hægt að gera.
Samhljómur við hagstjórn
Það hefur mikið skort á samstöðu
innan ríkisstjórnarinnar og víst er að
þrálátar upphrópanir um Evrópu-
sambandsaðild hafa
ekki verið til að styrkja
samstarfið. Í reynd er
landsstjórnin þríklofin
þar sem eru Samfylk-
ing, Sjálfstæðisflokkur
og Seðlabanki Íslands.
Það er alveg ljóst að
við núverandi aðstæður
verður ríkisstjórnin að
ná samhljómi við Seðla-
bankann jafnvel þó að
það þýði breytingar
þar. Það er beinlínis
háskalegt að Seðlabanki
og ríkisstjórn gangi
ekki í takt á við-
sjártímum. Þar ber rík-
isstjórnin mikla ábyrgð,
einkanlega þegar hér
var farið fram með
gassaleg og ábyrgð-
arlaus fjárlög á haust-
dögum. Þjóðin öll sýpur
nú seyðið af þeirri
eyðslustefnu sem ný
ríkisstjórn ákvað að
framfylgja þvert á alla
skynsemi en fjárlög
hafa ekki hækkað við-
líka milli ára síðan fyrir
tíma þjóðarsáttar.
Fjárlögin voru þannig andstæð
markmiðum Seðlabanka, andstæð
ráðleggingum hagfræðinga og and-
stæð ráðum stjórnarandstöðu. En
þau gengu líka þvert á kosn-
ingastefnur stjórnarflokkanna
beggja þar sem m.a. var gert ráð fyr-
ir jafnvægi og ábyrgð í hagkerfinu til
þess að vextir og verðbólga gætu
lækkað. Við fjárlagagerðina í desem-
ber síðastliðnum varð hver stjórn-
arliði að fá að leika hinn gjafmilda og
ábyrgðarlausa jólasvein og það veld-
ur miklu um hversu erfið staðan er í
dag.
Aðgerðir strax!
En talandi um núninginn sem
greinilegur er milli ríkisstjórnar og
Seðlabanka þá eru vitaskuld á því
máli tvær hliðar þar sem viljaleysi til
samstarfs hefur löngum virst gagn-
kvæmt. En einnig þar ber stjórnin
ábyrgð. Það er í hennar valdi og
verkahring að haga málum þannig
innan Seðlabanka að gott samstarf
ríki milli aðila. Það er löngu augljóst
að stjórnvöld verða að færa verð-
bólgumarkmiðin nær raunveruleik-
anum og endurskoða stýrivaxtavopn-
ið en sú stefna að berja gengið upp
með vöxtum er háskaleg gagnvart
skuldsettum almenningi og ekki far-
sæl. Þá þarf ríkissjóður að gefa
hressilega á garða í sjóði Seðlabanka
og saman verða ríkissjóður og Seðla-
banki að liðka eftir mætti til fyrir við-
skiptabönkunum.
Á sama tíma verða stjórnvöld að
gíra verðbólguna niður sem er hægt
með lækkun á hverskyns neyslutoll-
um á matvælum, eldsneyti og ýmsum
öðrum varningi. Slíkar aðgerðir geta
skilað árangri ef um leið er kallað eft-
ir samstöðu og skilningi allra lands-
manna. Með aðgerðum sem þessum
má verja skuldugan almenning, hús-
næðiseigendur og fyrirtækin fyrir
verðbólgubáli.
Í landi þar sem önnur hver króna
rennur í ríkissjóð er fráleitt að halda
því fram að ríkið geti ekki haft áhrif á
verðlag. Það er vissulega gott að eiga
traustan ríkissjóð en ef allt annað
brennur upp í verðbólgubáli er það til
lítils. Ríkissjóður er ekki sjálfbær til
langframa og verður því aðeins
traustur að undirstaða hans sé traust
í fyrirtækjum og heimilum lands-
manna. Því getur verið meira virði að
voga innistæðu ríkissjóðs til þess að
halda þjóðarbúinu í viðunandi stöðu.
Er þá ekkert
hægt að gera?
Bjarni Harðarson vill aðgerðir
í efnahagsmálum nú þegar
Bjarni Harðarson
» Í landi þar
sem önnur
hver króna
rennur í rík-
issjóð er fráleitt
að halda því
fram að ríkið
geti ekki haft
áhrif á verð-
lag …
Höfundur er alþingismaður.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsend-
ar greinar. Formið er að finna við
opnun forsíðu fréttavefjarins
mbl.is vinstra megin á skjánum
undir Morgunblaðshausnum þar
sem stendur Senda inn efni, eða
neðarlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum Sendu inn efni.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að skrá sig inn í
kerfið með kennitölu, nafni og net-
fangi, sem fyllt er út í þar til gerða
reiti. Næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lyk-
ilorð og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi. Nán-
ari upplýsingar gefur starfsfólk
greinadeildar.
Móttökukerfi
aðsendra greina