Morgunblaðið - 31.03.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 31.03.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 25 deild Háskólans, var við gæðastjórn hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu, var rannsóknamaður hjá Iðntækni- stofnun og var um árabil formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, og var auk þess kjörinn til setu í borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og gegndi mörgum trúnað- arstörfum öðrum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Væntanlega verða aðrir til þess að rekja starfs- sögu hans í verkalýðsmálum og í póli- tíkinni. Elsku Dæja mín, við Ása og okkar fjölskylda sendum þér, börnum þín- um og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðjóns Sverris Sigurðs- sonar. Guðbrandur Árnason. Kynni okkar systkina af Guðjóni hófust árið 1980, þegar við fluttumst ásamt foreldrum okkar inn í íbúð að Grímshaga 7. Íbúðin var í húsi sem Guðjón bjó í og hafði sjálfur fáum misserum árum áður lokið við að reisa, en ef frumbyggja skal kalla þá má segja að Guðjón hafi verið slíkur á Grímsstaðaholtinu. Við minnumst Guðjóns með hlýju. Hann var skemmtileg persóna sem lífgaði upp á umhverfi sitt. Sá er við hann ræddi var ekki lengi að skynja að þar fór víðlesinn og lífsreyndur maður. Það var auðséð að hann lét sig varða um hag okkar systkinanna og vildi greiða götu okkar í hvívetna ef honum var það unnt. Hjálpsemi var Guðjóni í blóð borin og einstaklega úrræðagóður var hann ef eftir því var leitað. Ósjaldan lánaði hann okkur til afnota bílskúrinn sinn og tæki. Hann hafði einnig þolinmæði fyrir ærsla- gangi okkar og fyrirgangi, sem oft fylgir unglingum og vinum þeirra á gleðistundum. Guðjón var mikill veiðimaður og hafði einstaklega gaman af því að miðla af reynslu sinni til okkar sem yngri vorum. Þegar við þessi óreyndu fórum í veiðitúra, t.d. á Arnarvatns- heiði eða Stóru-Laxá, var ekki lagt í hann fyrr en Guðjón var búinn að uppfræða okkur um veiðislóðirnar og fylla veiðiboxið af nýhnýttum flugum sem hann vildi endilega að við próf- uðum, auðvitað allt endurgjaldslaust. Við hittum Guðjón sjaldnar síðustu árin, enda versnandi líkamleg heilsa farin að setja mark sitt á daglegt líf hans. Við leiðarlok stendur eftir þakklæti fyrir góð kynni. Við ásamt foreldrum okkar sendum Dæju og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ari, Þórdís og Jón Sigurðarbörn. Langt fram eftir síðustu öld voru verkalýðsfélögin vettvangur póli- tískra átaka. Hægri- og vinstrimenn tókust á um yfirráðin í félögunum og var oft hart barist. Áhuginn var meiri þá en nú fyrir þátttöku í störfum stéttarfélaganna, það held ég sé óhætt að fullyrða. Iðja, félag verk- smiðjufólks fór ekki varhluta af þess- um átökum sem stóðu kannski lengur þar en víða annars staðar. Einn af þeim sem þátt tóku í þessum átökum var Guðjón Sverrir Sigurðsson en hann var kosinn formaður félagsins í hörðum kosningum 1957. En með kosningu Guðjóns voru átökin ekki að baki. Fyrstu kynni okkar Guðjóns voru einnig í átökum um forustu í félaginu. Það var þegar við nokkrir ungir menn og kappsfullir buðum fram gegn stjórninni. Við vorum reynslu- lausir en unnum undir handleiðslu okkur reyndari manna. Niðurstaðan var frá upphafi fyrirsjáanleg. Guðjón og félagar hans unnu kosningarnar með miklum yfirburðum enda vorum við að etja kappi við mjög vinsælan formann. Í þessum kosningum hófust kynni okkar Guðjóns. Þau kynni áttu eftir að endast lengi með áralöngu sam- starfi og vináttu. Fyrir utan hefðbundin verkefni verkalýðsfélags í baráttu um kaup og kjör beitti hann sér fyrir nýjungum í starfsemi félagsins. Hann beitti sér fyrir stofnun Byggingarsamvinnu- félags iðnverkafólks sem byggði fjöl- býlishús við Hvassaleiti fyrir fé- lagsmenn. Ekki var vanþörf á því enda voru húsnæðismál verkafólks í Reykjavík hin hörmulegustu lengi fram eftir öldinni. Byggingarsam- vinnufélagið byggði aðeins þetta eina hús en varð síðar þátttakandi í Bygg- ingarsamvinnufélagi verkamanna og sjómanna sem stóð fyrir húsbygging- um við Reynimel. Fljótlega eftir að samið var um stofnun orlofssjóðs 1966 var, að frum- kvæði Guðjóns, farið að huga að kaupum á landi fyrir sumarhúsa- byggð. Niðurstaðan af þeirri leit var að félagið keypti jörðina Svignaskarð í Borgarfirði sem í dag hýsir eina vin- sælustu frístundabyggð verkalýðs- hreyfingarinnar. Ekki verða verk Guðjóns í þágu fé- lagsins tíunduð frekar hér. Hann gegndi formennsku í Iðju í 13 ár auk þess sem hann gegndi mörgum öðr- um trúnaðarstörfum innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Guðjón var sjálfstæðismaður og gegndi trún- aðarstörfum á vegum Sjálfstæðis- flokksins. Hann sat m.a. í borgar- stjórn Reykjavíkur um árabil. Það er ekki úr vegi að geta þess að pólitískur áhugi var oftast viðloðandi formenn Iðju. Af þeim sjö mönnum sem gegndu formennsku í félaginu á starfstíma þess áttu fjórir þeirra sæti í bæjar- eða borgarstjórn Reykjavík- ur. Ég vil að lokum senda eiginkonu hans, Valdísi Daníelsdóttur, börnum og öðrum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Þ. Jónsson, fyrrverandi formaður Iðju, félags verksmiðjufólks og 2. varaformaður Eflingar - stéttarfélags. Langt er um liðið síðan þau Guðjón og Valdís, kona hans, fluttu á Gríms- hagann. Þar með voru þau komin í grennd við gamla Hólabrekkulandið, en þangað á ég ættir að rekja. Hóla- brekka, sem stendur við Suðurgöt- una í Reykjavík, var bændabýli á Grímsstaðaholtinu, reist árið 1906. Sigríður, móðursystir mín, sem bjó í Hólabrekku fram undir andlátið nú fyrir skömmu, Einar, móðurbróðir minn, sem einnig bjó alla tíð á þessari torfu svo og Guðrún, móðir mín, sem jafnan hefur verið með hugann á þessum slóðum, töluðu ætíð af mikilli virðingu og vinsemd um þessi sæmd- arhjón og þeirra fjölskyldu, sem upp- haflega hafði reist hús við Tómasar- hagann, steinsnar frá nýjum heimkynnum við Grímshagann. Var litið svo á að það hefði verið gæfa fyr- ir Hólabrekkufólkið að fá sem ná- granna þau Guðjón og Dæju, eins og vinir Valdísar kalla hana jafnan. Ekki varð það til að draga úr þess- ari velvild að Einar, móðurbróðir minn, hafði átt mikið samstarf við þá bræður Guðjón og Pétur Sigurðssyni á vettvangi verkalýðsbaráttunnar og bar hann þeim í mín eyru ætíð mjög gott orð. Pétur sjómaður og Guðjón í Iðju voru í þungavigtarflokki í verka- lýðsbaráttunni á sinni tíð. Báðir voru þeir kraftmiklir baráttumenn fyrir sitt fólk. Sjálfur þurfti ég ekki vitn- anna við hin síðari ár hvað mann- skosti Guðjóns varðar því í byrjun ní- unda áratugar síðustu aldar réðumst við Valgerður kona mín í að reisa hús við Grímshagann þar sem áður voru útihús og rabarbaragarður Hóla- brekkubýlisins. Þá kynntumst við Guðjóni af eigin raun. Af Grímshag- anum fluttu þau Guðjón og Dæja ekki fyrr en hrakandi heilsufar Guðjóns tók af þeim ráðin. Þá fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Betri granna en þau Guðjón og Dæju er ekki hægt að hugsa sér og eru þessi orð sett á blað til að þakka fyrir velvildina og hlýjuna sem stafað hefur frá þeirra heimili í okkar garð alla tíð. Það er eftirsjá að Guðjóni Sigurðssyni. Hann var einn af for- ystumönnum íslenskrar verkalýðs- baráttu á 20. öldinni og verður hans ætíð minnst á þeim vettvangi. Þeir sem þekktu hann persónulega minn- ast manns sem bjó yfir hlýju og vel- vild. Fjölskyldu Guðjóns færum við Valgerður okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ögmundur Jónasson.  Fleiri minningargreinar um Guðjón Sverrir Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jenný ClausenWard fæddist á Hellissandi 16. sept- ember 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ax- els Clausen versl- unarmanns, f. 10. apríl 1888, d. 5. febr- úar 1985, og Þóru Svanfríðar Árna- dóttur, f. 8. júní 1894, d. 5. júní 1950. Alsystkini Jennýjar voru Guðrún Olga, f. 2.9. 1913, Fanny, f. 27.2. 1915, Vöggur, f. 18.9. 1918, Zanny, f. 28.10. 1920, Holger 1966, og Óskar, f. 23.7. 1970. Hinn 31. mars 1945 giftist Jenný Patrick Ward (Herberti Alberts- syni), f. á Írlandi 10. júlí 1922, d. í Reykjavík 22. janúar 2002. Einka- barn Jennýjar og Patricks var son- urinn Svanur Laurence Ward (Her- bertsson), f. 27. nóvember 1950, d. 7. janúar 1982. Dóttir hans og Irju M. Baldursdóttur er Eva Lísa Ward Crawford, f. 31.7. 1969. Eva Lísa ólst upp hjá Jenný og Patrick sem gengu henni í foreldrastað. Sonur hennar er Stefán Laurence Stef- ánsson, f. 28.6. 1988. Eva Lísa er gift Peter Crawford. Svanur giftist Mar- gréti Þ. Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Sigríður Jenný Svansdóttir, f. 8. maí 1974, og Patrick Herbert Svans- son, f. 11. október 1977. Jenný verður sungin sálumessa í Kristskirkju á Landakoti í dag og hefst hún klukkan 13. Peter, f. 13.8. 1923, Kristrún Ingibjörg, f. 28.11. 1924, Alda, f. 2.10. 1926, og Axel, f. 25.11. 1930, sem öll eru látin. Hálfsystkini Jennýj- ar, samfeðra, eru Hans Arreboe, f. 10.8. 1918, Amy, f. 16.3. 1920, lát- in, Dagmar, f. 3.12. 1922, Haukur, f. 12.9. 1924, Herluf, f. 6.8. 1926, Guðmundur Jó- hann, f. 22.3. 1930, Friðrik Áskell, f. 20.3. 1933, Sigríður Jóna, f. 29.8. 1942, Ása Ingibjörg, f. 17.5. 1957, Krist- rún Olga, f. 7.11. 1959, Axel, f. 18.12. Þau voru tuttugu og eitt börn Ax- els Clausen verslunarmanns (1888- 1985) sem fæddust í þennan heim og þeirra á meðal var móðursystir mín Jenný Clausen, sem nú er látin. Hún var sú síðasta á lífi af níu alsystk- inum, börnum Axels og Þóru Svan- fríðar Árnadóttur. Árið 2002 kvöddum við mann Jennýjar, Herbert Patrick Ward (Paddy) og á þeim tímamótum þakk- aði ég í fáum orðum allt það sem þau gerðu fyrir mig og sé nú ástæðu til að ítreka þakkir mínar. Sérstaklega fyr- ir fyrstu tvö árin í mínu lífi sem ég dvaldi hjá þeim Jenný og Paddy og margs konar aðstoð alla tíð síðan. Jenný og Paddy áttu eitt barn, einkasoninn Svan Laurence sem var fæddur árið 1950, en lést í bílslysi 1982. Minning hans lifir alltaf í mín- um huga og Svanur, yngsti sonur minn er skírður í höfuðið á þessum frænda mínum. Máltækið segir; „Tvisvar verður gamall maður barn.“ Við erum öll ósjálfbjarga þegar við fæðumst og þannig tók Jenný við mér, nýfæddum. Máltækið vísar síðan til þess að á efri árum verða margir aftur ósjálf- bjarga, þó sumir séu sem betur fer það heppnir að vera sjálfbjarga í ellinni. Annað máltæki segir að margt sé líkt með skyldum, en það að vera sjálfbjarga var mjög sterkur þáttur í fari þeirra beggja, afa og Jennýjar. Hann náði háum aldri, varð níutíu og sjö ára gamall og vann nánast fram á síðasta dag. Hún varð tæplega níutíu og tveggja ára, stundaði vinnu eins lengi og stætt var og vildi síðan vera heima sem allra lengst, þó á allra síð- ustu árum væri það meira af vilja en mætti. Hún vildi ekki fara í þjón- ustuíbúð og því síður á elliheimili, „sem eru bara fyrir gamalmenni.“ Ég hefði mátt vera duglegri að heimsækja og fylgjast með gömlu konunni. Þar hafa margir aðrir, bæði skyldir og vandalausir staðið sig mun betur. Það var góð tilfinning af vita af hjálplegum nágrönnum sem litu reglulega til hennar og fá kærar þakkir fyrir. En ég tel á engan hallað að nefna sérstaklega mágkonu henn- ar, konu Holgers heitins Clausen, Guðrúnu Einarsdóttur (Dúnu). Hjá henni átti Jenný alltaf vísan stuðning og félagsskap sem hún leitaði eðli- lega meira eftir þegar hallaði undan fæti. Jenný var engin lífsnautnakona og gekk ekki hratt um gleðinnar dyr. Þó var það eitt sem hún gat ekki hugsað sér að vera án og betra að eiga til ef hún kom í heimsókn. Nú halda vænt- anlega margir að hér sé átt við sherry eins og margar eldri dömur drekka gjarnan. Nei, hún Jenný vildi fá molasykur með kaffinu og ef hún brá sér af bæ hafði hún gjarnan nokkra mola með í töskunni – svona til vonar og vara. Síðast þegar ég sá hana á lífi að- eins tveimur dögum áður en hún dó, þá sat hún frammi á gangi á sjúkra- húsinu þar sem hún dvaldi og var að drekka kaffi – að sjálfsögðu með nokkra mola hjá sér. Þannig ætla ég að minnast hennar, uppréttrar, að drekka kaffi – með mola. Ég fékk marga og góða mola hjá henni Jenný. Ég þakka fyrir mig. Kristján Hermannsson. Jenný kom svo oft í heimsókn, hún var ótrúlega hress og tók gjarnan strætó til okkar. Þegar strætó stopp- aði við húsið hjá okkur vissum við að Jenný væri að koma, svo opnaðist hurðin og það heyrðist: „Já, er ein- hver heima.“ Jenný var tíður gestur á okkar heimili eftir að við fluttum í Grund- arásinn. Börnum okkar og barna- börnum fannst Jenný vera ein af fjöl- skyldunni, svona eins og amma þeirra. Okkur þótti mjög vænt um hana og átti hún alltaf eitthvað gott í töskunni sinni til að gefa þeim. Jenný vissi allt og fannst mér ég þekkja systkini hennar og systkinabörn hennar svo vel í gegnum hana. Hún sagði mér svo margt um þau, fæð- ingar, skírnir, afmæli, fermingar, ut- anlandsferðir og margt annað. Jenný var svo annt um barnabörn sín og systkinabörn. Við eigum margar minningar um Jenný eins og þegar við vorum að bera út dagblaðið fyrir mörgum ár- um. Einn daginn sem oftar kom Jenný í heimsókn, ég var að fara að bera út blaðið og hún sagðist bara koma með mér. Ég sagði: „Treystir þú þér til þess?“ „Já já,“ sagði hún svo hress, við lögðum af stað, ég lét hana hafa blað og hún fór heim að fyrsta húsinu. Hún var dágóða stund í burtu svo að ég fór að athuga með hana. Þá stóð hún fyrir utan dyrnar og beið eftir að einhver kæmi til dyra. Hún hafði hringt dyrabjöllunni. Ég sagði að hún ætti að setja það inn um bréfalúguna. Jenný var um áttrætt þegar þetta var og ég áttaði mig ekki alltaf á því hvað hún var orðin gömul, því hún var alltaf svo hress. Helgi Freyr dóttursonur minn fór með mér til Jennýjar upp á spítala stuttu áður en hún dó. Það var svo fallegt að sjá hvað honum var annt um hana, talaði mikið við hana og var svo mikið að reyna að skilja hana þegar hún benti út í loftið og talaði. Við spurðum Jenný hvað hún hefði fengið í hádeg- inu og hún svaraði: kjötbollur, en það sagði hún oft. Ég sagðist ætla að bjóða henni í mat um páskana og þá sagði Helgi Freyr með bros á vör: „Þá færðu eitthvað annað en kjötboll- ur, Jenný mín.“ Á tímabili var Jenný mikið að prjóna lopavettlinga og selja. Einu sinni þegar Jenný var bú- in að prjóna alveg helling af vettling- um þá röðuðum við þeim á stofuborð- ið hjá mér og tókum mynd. Jenný var svo stolt af handavinnu sinni, sem var mjög falleg. Börnin mín fengu marga vettlinga frá henni og eiga Ólöf og Zanný ennþá vettlinga frá henni, sem eru í miklu uppáhaldi, og nú er ég að prjóna vettlinga eftir þeim. Það verð- ur mikið tómarúm hjá okkur núna. Ekki fór nú mikið fyrir Jenný en hún var stór hluti af okkar lífi. En ég veit að Jenný er hvíldinni fegin. Núna er hún komin til Paddyar og Laurence og nú er litla fjölskyldan saman í paradís. Elsku Jenný mín, við Vögg- ur, Ólöf Huld, Zanný og Marteinn þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur. Ó, Danny boy, ég heyri klukkur hljóma, því hér og nú er þungbær ögurstund. Í mínum huga minningarnar óma, þú mér ert horfinn Drottins þíns á fund. (Þýð. Ingibjörg Guðnadóttir.) Elsku Eva Lísa, Laurence, Peter, Sirrý og Patrik, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefanía og Vöggur. Að kvöldi föstudagsins langa fékk ég sárt símtal, Eva Lísa hringdi í mig í miklum sárum og sagði mér frá and- láti ömmu sinnar. Langar mig með þessum orðum að minnast Jennýjar Clausen. Ég kynntist Jenný fyrir rúmum áratug, í gegnum hana Evu Lísu. Það var þannig á þessum tíma að Eva Lísa var að flytjast búferlum til Bret- lands og urðu samskipti mín við Jenný strax mjög mikil enda annað ekki hægt, því Jenný var einstök kona. Einstakur lífskraftur og vilji til að takast á við allt í lífinu gerði hana að þeim sterka karakter sem hún var og er ljóslifandi í minningu minni um hana. Þær voru ófáar stundirnar sem ég, Eva Lísa og Jenný áttum saman við eldhúsborðið í Hraunbænum, og það á öllum stundum sólarhringsins, því oftar en ekki sótti ég Evu Lísu út á Keflavíkurflugvöll seint að kvöldi þegar hún kom heim til ömmu sinnar, því Eva Lísa hugsaði einstaklega vel um hana ömmu sína. Jenný var einstök og mjög góð við mig og mína fjölskyldu, hennar verð- ur sárt saknað. Í hjarta mínu mun ríkja einstök minning um einstaka konu, megi góður Guð vaka yfir þér. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Það er svo margt fleira sem ég hugsa um þegar ég skrifa þessi orð sem ég geymi í hjarta mínu. Elsku Eva Lísa, Pete og Stefán Laurence, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Bóas Ragnar Bóasson og fjölskylda. Jenný Clausen Ward ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar MARGÉTAR AUÐUNSDÓTTUR, áður til heimilis á Barónsstíg 63, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Haukur Bergsteinsson, Ragna Guðvarðardóttir, Margét Hauksdóttir, Agnes Hauksdóttir, Þórir Borg Gunnarsson, Sara Indriðadóttir, Haukur Borg Þórisson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.