Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10-11, fé- lagsvist (fjögurra skipta keppni) kl. 13.30-15.45. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin handavinnu- og smíðastofa kl. 9-16, söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbb- urinn kl. 13.30. Almenn handa- vinna, lífsorkuleikfimi, morg- unkaffi/-dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. Sími: 554-1226, skrif- stofan í Gjábakka er opin á mið- vikudögum kl. 15-16, sími: 554- 3438. Félagsvist á Gjábakka er á miðvikudögum kl. 13 og föstu- dögum kl. 20.30 en í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, boccia kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13, lomber og ca- nasta spiluð kl. 13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10 og síðan hádegisverður, handavinna og brids kl. 13, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, gönguhópur kl. 11, gler- skurðarhópur kl. 13. Ath. bibl- íulestrinum lauk síðasta mánu- dag á þessari önn. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna, sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, frá hádegi er spilasalur opinn; vist, brids og skák, kóræfing kl. 14.20. Þriðjud. 8. apríl kl. 13 hefst aftur postulínsnámskeið, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Sími: 575-7720. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10, handmennt-gler kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, handmennt-gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kortagerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Hádeg- isverður kl. 11.30. Frjáls spila- mennska kl. 13.30, kaffiveitingar. Hæðargarður 31 | Müllersæf- ingar kl. 9.15, Bör Börsson kl. 11 í Baðstofunni á þriðjudögum. Bókmenntafólk er minnt á Ak- ureyrarferð 14.-16. maí, kíktu við í morgunkaffi í Betri stof- unni og kynntu þér dagskrána, listasmiðjan alltaf opin! Uppl. í Ráðagerði s. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun þriðjudag er sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Kvenfélag Garðabæjar | Fé- lagsfundur verður 1.apríl í Garðaholti kl. 20. Kaffinefnd kvöldsins skipa hverfi 2, 4, 13 og 20, kaffinefnd mætir kl. 19. Stjórnin.www.kvengb.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 9.30, samverustund með Kristínu frá Háteigskirkju kl. 10.30, hand- verks- og bókastofa kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og samverustund, Sigurrós/ Kristín kl. 15. Leshópur FEBK Gullsmára | Tíu skáldmæltir einstaklingar úr bókmenntahópnum Skap- andi skrifum verða gestir Les- hóps FEBK í Gullsmára þriðju- daginn 1. apríl kl. 20. Dagskrá: sögur, ljóð, söngur og gam- anmál. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Brids í kvöld í félagsheimili Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 11, leikfimi kl 11.45, hádegisverður, kóræfing kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin allan daginn, söngur kl. 10.30, frjáls spilamennska kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Salurinn op- inn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 14, kaffiveitingar. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogskirkju. Hallgrímskirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 12.15. Umsjón hefur Sigrún V. Ásgeirsdóttir. dagbók Í dag er mánudagur 31. mars, 91. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.) Skólaþróunarsvið kennaradeildarHáskólans á Akureyri býður tilfræðslufundar næstkomandifimmtudag, kl. 16.30 húsi HA við Þingvallastræti á Akureyri. Þar flytur Ásta Bryndís Schram er- indið Tengsl tónlistarþjálfunar við fram- för í lestri og stærðfræði. „Í erindinu greini ég frá niðurstöðum rannsóknar minnar á tengslum mark- vissrar tónlistarþjálfunar og framfara í lestri og stærðfræði, auk þess að segja frá erlendum rannsóknum um svipað efni“ útskýrir Ásta sem vann rannsókn- ina á árunum 2005–2007. Í rannsókninni fylgdist Ásta með nemendum í 2.–3. bekk í fjórum skólum og framförum þeirra í lestri og ákveðum þáttum stærðfræði: „Við tónlistarnám og tónlistarflutning eru flestar stöðvar heilans virkar. Tónlistarnámið örvar því sömu stöðvar og notaðar eru við lestur og stærðfræði. Þá hafa vísindamenn einnig séð fjölgun taugamóta milli taugafrumnanna hjá tónlistarnem- endum samanborið við börn sem lítið koma nálægt tónlist eða dansi en fjölg- unin eykur möguleikana á skýrri og skipulagðri hugsun ásamt góðu minni,“ útskýrir Ásta. „Telja taugalíffræðingar að sú örvun sem fram fer við tónlist- arnám geti yfirfærst þannig að framför verði einnig á öðrum sviðum sem nota sömu heilastöðvar, s.s. í lestri og stærð- fræði.“ Þátttakendur í rannsókninni voru 80 talsins, og fékk hópur þeirra tíma í pí- anóleik vikulega í um tvær annir auk tónmenntatíma: „Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á frammistöðu þeirra sem fengu tónlistarnám og hinna, sem þó getur skýrst af því að erfitt reyndist að halda ytri aðstæðum stöð- ugum í tilrauninni. Einnig er mögulegt að stærra úrtak hefði breytt niðurstöð- unum, því greina mátti vísbendingar um mun á milli hópanna í rýmis- og tíma- skynjun,“ segir Ásta. „Hvort sem tónlistarnám hefur áhrif á námsgengi í öðrum greinum eða ekki, þá er ljóst að flest börn hafa bæði gagn og gaman af þátttöku í tónlistarstarfi og listastarfi almennt. Börn hafa oft mikla sköpunarhæfileika sem þau fá ekki út- rás fyrir eða að þroska í hefðbundnu grunnskólanámi og getur fjölbreytt nám í listum breytt þar miklu.“ Menntun | Fyrirlestur á Háskólanum á Akureyri um áhrif tónlistarnáms Tónlist og framfarir í námi  Ásta Bryndís Schram fæddist í Reykjavík 1958. Hún lauk B.S. í fé- lagsráðgjöf frá Oregonháskóla 1981, B.A.-námi í tónmenntakennslu frá Háskólanum í Indiana 1989, hlaut kennsluréttindi frá HA 2002 og meistaragráðu í menntunarfræðum frá sama skóla 2007. Hún á einnig að baki langt tónlistarnám. Ásta hefur starfað við kennslu í grunn-, mennta- og tónlistarskóla frá 1996 og er nú deildarstjóri miðstigs í Smáraskóla í Kópavogi. Eiginmaður Ástu er Keith Reed óperusöngvari og eiga þau fimm börn. ÞESSAR tvær stúlkur lögðu leið sína á alþjóðlegu hundasýninguna sem nýverið fór fram í Belgrad í Serbíu. Eins og sést fór vel á með þeim og pattaralegum Sankti-Bern- harðshvolpi sem spókaði sig á sýn- ingarsvæðinu. Fátt er skemmtilegra en að knúsa og leika við mjúkan og patt- aralegan hvolp. Þess er samt varla langt að bíða að hnoðrinn á mynd- inni verði svo stór að hann geti bor- ið stelpurnar, næstum jafn- auðveldlega og þær halda núna á honum. Alveg ómót- stæðilegur Reuters FRÉTTIR  MARINA Candi varði doktorsritgerð sína við Háskól- ann í Reykjavík (HR) 25. mars sl. Með vörninni hefur Marina lokið dokt- orsnámi í við- skiptafræði frá Copenhagen Business School (CBS) en nám Marinu byggir á samstarfssamningi milli HR og CBS. Marina hefur stundað rann- sóknir við Háskólann í Reykjavík undir handleiðslu Rögnvaldar J. Sæmundssonar og Mette Mönsted og hefur verið starfsmaður rann- sóknarmiðstöðvar HR í nýsköp- unar- og frumkvöðlafræðum á námstímanum. Marina er verk- fræðingur að mennt með meistara- gráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle. Hún á að baki ríflega 20 ára starfsferil í upplýsingatækni- fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Íslandi. Áður en hún hóf dokt- orsnámið starfaði Marina hjá ANZA og þar áður hjá Marg- miðlun. Í Bandaríkjunum starfaði hún hjá Asymetrix, hugbún- aðarfyrirtæki sem Paul Allen, ann- ar tveggja stofnenda Microsoft, kom á fót þegar hann hætti hjá Microsoft. Samhliða doktorsnám- inu hefur Marina setið í stjórnum ANZA og Betware. Hvatinn á bak við doktorsrannsókn Marinu eru hugmyndir um gildi fagurfræði- legrar hönnunar í tæknifyr- irtækjum sem hafa þróast á þess- um starfsferli. Marina hefur rannsakað út- breiðslu og notkun fagurfræði- legrar hönnunar við þjón- ustunýsköpun í nýjum tæknifyrirtækjum svo og tengsl milli fagurfræðilegrar hönnunar og árangurs. Ný íslensk tæknifyr- irtæki hafa verið meginrannsókn- arefni verkefnisins en auk þess framkvæmdi Marina tilviksrann- sóknir („case“-rannsóknir) í nokkrum nýjum tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum. Meginniðurstöður rannsókn- arinnar eru að í nýjum tæknifyr- irtækjum hefur hönnun með tilliti til notkunareiginleika meira vægi en fagurfræðileg hönnun við þjón- ustunýsköpun og fylgni er á milli áherslu á fagurfræðilega hönnun og árangurs þessara fyrirtækja. Fyrirtæki sem leggja meiri áherslu á fagurfræðilega hönnun virðast geta fengið hærra verð fyrir þjónustu sína, einkum þegar verðsamkeppni er mikil. Þau eiga líka auðveldara með að aðgreina sig frá keppinautum sínum, sér- staklega í atvinnugreinum þar sem notkun fagurfræðilegrar hönnunar er ekki útbreidd. Marina var gestur við skand- ínavíska rannsóknarmiðstöð (Scancor) við Stanford University árið 2006 og notaði tækifærið til þess að safna rannsóknargögnum í bandarískum fyrirtækjum og skapaðist þannig grundvöllur til að gera samanburð við íslensk fyr- irtæki. Niðurstaða samanburð- arins er að það er fleira líkt en ólíkt meðal þessara fyrirtækja hvað varðar þátt fagurfræðilegrar hönnunar í þjónustunýsköpun, þó að þau starfi í mjög ólíku um- hverfi. Rennir þetta stoðum undir þá hugmynd að ný tæknifyrirtæki mótist meira af þeim alþjóðlega og landamæralausa veruleika sem þau lifa við en sínu nánasta um- hverfi. Foreldrar Marinu eru Sigríður Candi, fyrrverandi deildarstjóri myndlistardeildar Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, og Manlio Candi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alcan á Íslandi. Eiginmaður Mar- inu er Harald R. Óskarsson bygg- ingaverkfræðingur hjá Línuhönn- un og börn þeirra eru Elfa Frið Haraldsdóttir og Leó Blær Har- aldsson. Titill doktorsritgerðar Marinu er „Aesthetic Design as an Ele- ment of Service Innovation in New Technology-based Firms“ eða „Notkun fagurfræðilegrar hönn- unar við þjónustunýsköpun í nýj- um tæknifyrirtækjum“. Rannís hefur styrkt rannsóknarverkefni Marinu að hluta. Dómnefnd við doktorsvörnina skipuðu Robert D. Austin, dósent við Harvard Business School og gestaprófessor við CBS, Ulrike de Brentani, prófessor við Concordia University í Quebec, og Gerda Gemser, dósent við University of Groningen í Hollandi. Doktor í viðskipta- fræði Marina Candi Anna Björg Aradóttir hjúkrunar- fræðingur hjá Landlæknisembætt- inu um starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga. Starfsmenn HSSA gera síðan grein fyrir þróun þjónustunn- ar á vegum HSSA og þeirri starf- semi sem þar fer fram í dag. Að loknum erindum taka vinnu- hópar til starfa og munu ræða ýmsa þætti sem tengjast málefninu. Í vinnuhópunum verður t.d. fjallað um rekstrarform heilbrigðisstofn- ana, verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, starfsumhverfi heilbrigðis- stétta á landsbyggðinni, aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heil- brigðisþjónustu og margt fleira. Ásta Möller, formaður heilbrigðis- nefndar Alþingis, mun í lok mál- þingsins taka umræður dagsins saman og flytja lokaerindi mál- þingsins. BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar og Heilbrigðis- og öldrunarráð Horna- fjarðar boða til málþings fimmtu- daginn 3. apríl, um heilbrigðisþjón- ustu á landsbyggðinni. Málþingið verður í Nýheimum og hefst kl. 9 með setningarávarpi Guðlaugs Þór Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. Á málþinginu verður rætt um þann mun sem er á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á lands- byggðinni annars vegar og á fjöl- mennari stöðum landsins hins veg- ar. Einnig verður fjallað um hvaða starfsemi er mikilvægt að byggja upp heima fyrir og hvernig sam- skipti landsbyggðar við Landspítala háskólasjúkrahús verði best háttað. Á málþinginu greinir Óttar Ár- mannsson, formaður Félags dreif- býlislækna frá starfsumhverfi lækna á landsbyggðinni. Þá fjallar Málþing um heilbrigð- ismál á landsbyggðinni FJÁRSÖFNUN til stuðnings Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni hófst í gær en í fréttatilkynningu frá að- standendum hennar segir, að mark- miðið sé að styðja Hannes í málaferl- um erlendis. Stuðningsmenn Hannesar segja í fréttatilkynningunni, að hann hafi í gegnum árin barist af hörku fyrir frjálsu samfélagi í óþökk forsjár- hyggjuafla og sameignarsinna. Nú þurfi hann á stuðningi að halda „... þar sem íslenskur auðmaður sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt á Íslandi.“ Stuðn- ingshópurinn hefur opnað banka- reikning og biður áhugasama að leggja inn á hann. Númer reiknings- ins er: 0101 – 05 – 271201 og kt. 131083 – 4089. Safnað fyrir Hannes Hólmstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.