Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 30

Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 30
30 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÆ, LÍSA SÆTAR LAPPIR EF ÞÚ ERT FLYGILL ÉG TÓK EKKI BOLTANN ÞINN! EINHVER GERÐI ÞAÐ! „SPARKAR-INN“ SNÝR AFTUR! ÞAÐ HEFUR EINHVER VERIÐ AÐ SPARKA HONUM UM ALLT HVERFIÐ! HVER ER ÞAÐ ÞÁ? EINU SINNI VAR... BÍDDU VIÐ... HVAÐ ER AÐ? HVAÐ HAFA GAGNRÝNENDUR SAGT UM ÞESSA BÓK? HEFUR HÖFUNDURINN FENGIÐ „PULITZER“ VERÐLAUN? ÉG VIL BARA HLUSTA Á SÖGUR SEM GAGNRÝNENDUR MÆLA MEÐ! ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞAÐ SÉU SKRÍTNAR, HÁFLEYGAR SETNINGAR Í ÞESSARI BÓK! EINU SINNI VAR LÍTILL STRÁKUR SEM VAR MEÐ LÆTI OG FÓR BEINT AÐ SOFA ER BÚIÐ AÐ BÚA TIL BÍÓMYND EFTIR ÞESSARI BÓK? MÁ ÉG HORFA Á HANA? ER Í LAGI AÐ ÉG BÚI TIL LISTA YFIR ALLT ÞAÐ SEM ÞÚ TÓKST ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AFTUR HEIM? JÁ, EKKERT MÁL! HVAÐA MAÐUR VAR ÞETTA? HANN VINNUR FYRIR TRYGGINGA- FÉLAGIÐ ÚPS! ÞÚ ÆTTIR AÐ ÞVO MUNNINN Á ÞÉR UPP ÚR SÁPU OJJ! *HÓST* *HÓST* MÉR LÍÐUR EKKI VEL... HUNDAÆÐI! PABBI, ER EKKI ERFITT AÐ VINNI Í KOSNINGABARÁTTU ÞEGAR ÞAÐ GENGUR SVONA ILLA? MAÐUR VEIT ALDREI... ÞAÐ GETUR ALLTAF EITTHVAÐ GERST SEM SNÝR ÞESSU ÖLLU VIÐ EINS OG ÞETTA HÉRNA... „FRAMBJÓÐANDI DEMÓKRATA HEFUR VERIÐ SAKAÐUR UM AÐ STELA BÖRNUM OG HVOLPUM TIL AÐ BÚA SÉR TIL VESKI...“ ÞAÐ TRÚIR ÞESSU ENGINN! ÞAÐ SJÁ ALLIR AÐ ÞETTA ER RÓGBURÐUR KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ SLEPPA ÞESSU MEÐ VESKIÐ... KÓNGULÓR- MAÐUR, AF HVERJU VARSTU AÐ BERJAST VIÐ DR. OCTOPUS? EINFALT! ÉG ER HETJAN OG HANN ER VONDI GÆINN ÁTTU EFTIR AÐ HITTA HANN AFTUR BRÁÐLEGA? HANN ER EKKI BEINT HLUTI AF VINAHÓPNUM MÍNUM ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ HITTA MIG FYRR EN ÞIG GRUNAR EKKI LANGT FRÁ... dagbók|velvakandi Athugasemd AÐ undanförnu hefir verið í gangi umræða um flugvöll fyrir Reykjavík. Alltaf er talað um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Á fjórða áratug seinustu aldar út- bjuggu hollenskir veðurathug- unarmenn flugvöll í Vatnsmýri og byggðu þar flugskýli. Vatnsmýrin er mýrin neðan við Háskólann og að- eins bláendi einnar flugbrautar í þessari margræddu mýri. Gegnum mitt flugvallarstæðið er klapparrani sem járnbrautin var lögð eftir árið 1913 þegar hafist var handa við gerð Grandagarðs. Járnbrautin lá eftir núverandi Þjórsárgötu, á ská gegn- um Prófessorahverfið, yfir melana og sveigði út á Granda framhjá Byko. Það er nú þess vegna sem þessi flotta beygja er þarna á göt- unni. Býlið Hólmur stendur sunnan Suðurlandsvegar skammt austan við Reykjavík. Norðan vegarins er Hólmsheiði. Heyrst hafa raddir sem halda því fram að hiti í Hólmi sé 2-4°C lægri en í Reykjavík. Á Hólmi hefir verið veðurathugunarstöð í marga áratugi og er meðalhiti þar 3,9°c en 5,0°c í Reykjavík. Meðal hlutfallsraki er í Reykjavík 80% og ef hita og hæðarmunur fram- angreindra staða er notaður sem grunnur bendir það til þess að með- alskýjahæð á svæðinu sé um 450 metrar yfir sjávarmáli. Nú eru til veðurgögn frá Hólmi sem spanna marga áratugi. Það tekur úreltan verkfræðing með reiknistokk og logaritmapappír, um viku að gera nokkuð góða spá um nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði. Tölvur Veð- urstofunnar gætu klárað þetta á svona fimm mínútum. Nú svo hafa heyrst raddir sem segja að þarna sé ekki hægt að gera flugvöll vegna ókyrrðar í lofti. Samkvæmt landa- kortum eru um 10 km í næstu fjöll sem gætu valdið ókyrrð. Keflavík- urflugvöllur er talinn góður en þar eru 20 km í næstu fjöll en bara 2 km í Vestmannaeyjum. Nú langar mig að fá að vita hvað gerir fjöllin austan við Hólmsheiði svona erfið flug- vélum? Gestur Gunnarsson. Formúlur ÁR eftir ár fá stærðfræðikennarar sömu spurninguna frá nemendum sínum þegar prófin nálgast: „Þurf- um við að kunna allar þessar form- úlur utan að?“ Svarið gæti sem best verið: „Sá sem hefur þetta á valdi sínu kann formúlurnar.“ Því kemur mér þetta í hug að svo virðist sem eina formúlu hafi sumir bókmenntagagnrýnendur lært utan að og hún er sú að allar glæpasögur séu formúlubókmenntir. En hafa þeir þetta á valdi sínu? Gera þeir sér ekki grein fyrir að lögmál og reglur eru undirliggjandi í flestri sköpun? Eru önnur skáldverk ekki byggð upp eftir formúlu að þeirra mati? Hafa þeir kannski ekki komið auga á þetta? Kunna þetta ekki? Sjónvarpsáhorfandi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is STRÖNDIN skammt frá Reykjanesvita er svört og klettótt, og kannski ekki skrítið að hugsa til þess að úti fyrir Reykjanesi liggur afar erfið sigl- ingaleið sem er jafnframt sú fjölfarnasta við strendur landsins. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Svartar strendur FRÉTTIR ÞAÐ var líf og fjör í Vodafone- höllinni síðastliðinn laugardag en þar var haldið svokallað Vodafone Cup, knattspyrnukeppni margra stærstu fyrirtækja í landinu. Eins og sjá má á myndinni var ekkert gefið eftir í baráttunni um sigur og um réttinn til að leika í Moskvu á al- þjóðlegu útgáfunni af Vodafone Cup en auk þess að fá þar gistingu og uppihald fylgdu með í kaupbæti fjórir miðar á úrslitaleikinn í Meist- aradeild Evrópu en hann fer þar fram á sama tíma. Svo fóru leikar á laugardag að það varlið Glitnis, sem hrósaði sigri. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Hörð barátta á Vodafone Cup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.