Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 31 Krossgáta Lárétt | 1 hægfara, 8 slappir, 9 innhverfur, 10 spils, 11 geta neytt, 13 deila, 15 höfuðfata, 18 drengs, 21 fugl, 22 gras- flötur, 23 púkinn, 24 skipshlið. Lóðrétt | 2 heldur heit, 3 kroppa, 4 bárur, 5 fugl- um, 6 feiti, 7 ósoðna, 12 op, 14 greinir, 15 beit- arland, 16 nöldri, 17 göm- ul, 18 lítinn, 19 héldu, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 frami, 4 holur, 7 Kobbi, 8 ræðum, 9 nef, 11 næði, 13 ugla, 14 lútur, 15 þjöl, 17 græt, 20 þrá, 22 gýgur, 23 bútum. 24 rolla, 25 túnin. Lóðrétt: 1 fákæn, 2 afboð, 3 iðin, 4 horf, 5 liðug, 6 rýmka, 10 eitur, 12 ill, 13 urg, 15 þægur, 16 öngul, 18 rætin, 19 tóman, 20 þróa, 21 ábót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nei, þú ert ekki skrýtinn. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar. Engin ástæða er til hræðslu. Þú hefur ríkt ímynd- unarafl, njóttu þess. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hugulsemi og áhugi á öðrum eru meðal kosta þinna. Samvera styrkir sam- bönd, nú er rétti tíminn til að skipuleggja skemmtilega uppákomu með makanum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástvinir þínir eru þurftafrekir. Stattu undir væntingum þeirra. Það er mikilvægt að rækta öll sambönd en fólk þarf mismikla athygli. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Einhver er skotinn í þér. Frábært! Jafnvel þótt þú viljir ekki ástarsamband þá er gott að eignast nýjan vin. Aðdáun er góð fyrir sjálfstraustið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fjölskyldan þín er að drekkja þér í vandamálum, því þú ert svo raunagóður og útsjónarsamur. Það gerir þér líka gott að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú uppskerð eins og þú sáir í lífinu. Þú veist að þú ert góður vinur ef þú átt góða vini. Vináttan er besta vísbendingin um velgengni og velferð. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ástarlíf þitt er í uppnámi en það lagast. Þú þarft að taka á hlutunum í litlum skrefum og brátt geturðu treyst sjálfum þér og ástvini þínum aftur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert mótsagnakenndur en það á sinn þátt í því hversu heillandi þú ert. Stjörnurnar hvetja þig til uppreisnar. Þú hefur það sem þarf til að gera breyt- ingar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ekki vinnuþjarkur. Þér leiðist fljótt að vinna eins og þræll, þegar umbunin er ekki í samræmi við álagið. Þú afkastar meiru í slökun. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Villtustu draumar þínir geta ræst. En fyrst verður þú að gera þér grein fyrir því hverjir þeir eru, annars er það ekki tímabært. Gerðu áætlun og fylgdu henni eftir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Félagslífið er blómlegt um þessar mundir, en þú ert ekki alveg viss um hvers er krafist af þér. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfum. Þú ert hrókur alls fagnaðar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Tímalína, eins og við þekkjum hana, á að koma í veg fyrir að allt gerist á sama tíma. Hún virkar ekki í dag. Ekki berjast gegn óreiðunni, láttu hlutina flæða. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 Bxf6 7. Rf3 Rd7 8. Bd3 b6 9. De2 Bb7 10. O–O–O De7 11. g4 g6 12. h4 h5 13. g5 Bg7 14. Ba6 O– O–O 15. Hhe1 Rb8 16. Bxb7+ Kxb7 17. Dc4 Dd7 18. He3 Dd5 19. Da4 Dc6 20. Db3 a6 21. c3 Dd5 22. Rc5+ Ka7 23. Rd3 Dxb3 24. axb3 Rc6 25. Rfe5 Bxe5 26. Rxe5 Rxe5 27. Hxe5 c6 28. Hd3 Hd7 29. b4 Hc8 30. Kd2 Kb7 31. Ke3 Ha8 32. Ke4 Kc8 33. Hf3 Kd8 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Snorri G. Bergsson (2333) hafði hvítt gegn Jóni Árna Halldórs- syni (2174). 34. Hxe6! He7, svartur hefði setið uppi með tapað tafl eftir 34…fxe6 35. Hf8+. 35. Hxe7 Kxe7 36. Hf6 Hc8 37. Ke5 a5 38. b5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hver er sinnar gæfu smiður. Norður ♠KD105 ♥G64 ♦K7 ♣DG86 Vestur Austur ♠G4 ♠8763 ♥8752 ♥D109 ♦DG10843 ♦65 ♣5 ♣9742 Suður ♠Á92 ♥ÁK3 ♦Á92 ♣ÁK103 Suður spilar 7♣. Svo er að sjá sem örlögin séu á bandi sagnhafa í þessari alslemmu. Útspilið er ♦D, sem sagnhafi tekur í borði með kóng og prófar trompið með ás og drottningu. Austur á fjórlit, þannig að það verður gera hlé á tromptökunni og stinga tígul – með gosanum, auðvitað. Að því loknu er austur aftrompaður og hjartað kannað með ♥ÁK. Ekki kemur ♥D, en hins vegar skilar ♠G sér annar, þannig að það má henda niður hjarta í síðasta spaðann. Þrettán slagir. Þetta er satt og rétt, svo langt sem það nær. En við borðið tók austur ör- lögin í eigin hendur með því að und- irtrompa þriðja tígulinn! Sú furðulega vörn vakti sagnhafa til umhugsunar, enda „henda“ menn ekki af sér tromp- um að gamni sínu. Eina rökrétta skýr- ingin virtist sú að austur þyrfti að valda báða háliti og ætti þar með ♥Dxx og ♠Gxxx. Stoltur af eigin rökvísi spil- aði sagnhafi því smáum spaða úr borði á níuna heima! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Nýtt lag er fundið með Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngv-ara. Eftir hvern er lagið? 2 Íslensk kvikmynd var frumsýnd fyrir helgina. Hvaðatitil hefur hún? 3 Íslenskur landsliðsmaður í handknattleik er sagður áleið til liðsins Hannover–Burgdorf. Hver er hann? 4 Breskt dagblað hefur nefnt Iceland Airways sem einabestu tónlistarhátíð Evrópu. Hvert er blaðið? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Útgáfufélagið Omdúrman stóð í gær fyrir málþingi um rithöfund sem lést ekki alls fyrir löngu. Hver er hann? Svar: Elías Mar. 2. Hvað leika margir íslenskir leik- menn í sænsku knattspyrn- unni? Svar: 13. 3. Kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands fagnaði sextugs- afmæli sínu með tónleikum. Hver er konsertmeistarinn? Svar: Guðný Guðmundsdóttir. 4. Hópur fór um borgina aðfaranótt föstu- dags og málaði yfir veggjarkrot. Hvað kallar hópurinn sig? Svar: Góðverkasamtökin betri bær. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR G. ALAN Marlatt, prófessor í sálfræði við Wash- ington-háskóla, mun flytja fyrirlestur um fíkn og fíknihegðun í Von, Efstaleiti 7, í dag og hefst hann klukkan 12.30. G. Alan Marlatt stýrir rannsóknardeild um fíkn og fíknihegðun (Addictive Behaviors Research Center). Hann hefur starfað að rannsóknum á sviði áfengis- og vímuefnameðferðar og verið frumkvöðull í þróun á bakslagsvörnum (relapse prevention) og þeirrar meðferðarnálgunar sem miðar að því að draga úr skaða áfengis- og vímu- efna. Fékk hann nýlega rannsóknarstyrk frá NIH / NIDA til að skoða árangur af því að beita þeirri nálgun, sem kallast „mindfulness“ á ensku, gjör- hygli, í bakslagsvörnum. Hefur hún verið nefnd þriðja bylgjan í hugrænni atferlismeðferð en þar er aðferðum og hugmyndafræði austrænnar heim- speki beitt sem viðbót við hefðbundna hugræna atferlismeðferð. Félag um hugræna atferlismeðferð og SÁÁ standa að komu Marlatts og fyrirlestri hans. Er hann öllum opinn en þátttökugjald er 1.000 kr. Um fíkn og fíknihegðun DRÁTTARBÍLL með tengivagni, sem á voru stór jarðýta og mokstursvél, fór út af í Stöðv- arfirði á laugardagskvöld. Ökumann sakaði ekki, en hann var einn í bílnum. Óhappið varð í Óseyrarbrekku sunnanvert í Stöðvarfirði. Mikil hálka var á veginum og segir bílstjórinn, Kristján Leósson, fulla ástæðu til að Vegagerðin hugsi betur um vegina á þessu svæði og víðar. Allmikil brekka er þar sem bíllinn fór út af og hefði því getað farið verr. Bíllinn og tæk- in voru á vegum verktakafyrirtækisins Suður- verks. Morgunblaðið/Albert Kemp Hálka Mildi þykir að ekki fór ver þegar flutningabíll með jarðvinnutækjum fór út af veginum. Út af í hálku á Stöðvarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.