Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
FLEST bendir til þess að Ísland eigi
á brattann að sækja í Evróvisjón
þetta árið. Þegar spár helstu veð-
banka eru bornar saman er nið-
urstaðan sú að lagið „This Is My
Life“ með Eurobandinu þykir lík-
legast til að hafna í 17. sæti í keppn-
inni, eða á kunnuglegum slóðum
fyrir íslenska flytjendur. Sig-
urstranglegustu þjóðirnar í ár eru
samkvæmt veðbönkum Rússland,
Serbía, Armenía, Úkraína og Írland.
Fyrsti áfanginn sem Eurobandið
þarf að ná er að komast í gegnum
undankeppnina. Þetta árið eru
haldnar tvær undankeppnir og
komast tíu lög áfram í hvorri, níu
stigahæstu liðin og eitt að auki sem
dómnefnd velur. Um þessar mundir
er Eurobandinu spáð tíunda sæti í
sinni forkeppni svo að staðan gæti
vart verið tvísýnni.
Íslendingar geta hins vegar
glaðst yfir því að í vefkönnun á
aðdáendasíðunni www.esctoday-
.com eru Friðrik Ómar og Rebekka í
fjórða sæti í sinni undankeppni, svo
ef til vill hafa veðbankarnir van-
metið þau. Það verður líka að teljast
góðs viti að einungis Úkraína af
þeim fimm löndum sem þykja sterk-
ust keppir á móti Íslandi, en það
gera hinsvegar bæði Danir og Svíar
sem oft hafa reynst frændum sínum
vel þegar kemur að því að útdeila
stigum. Forkeppnirnar fara fram
dagana 20. og 22. maí og keppir Ís-
land seinni daginn. Úrslitin ráðast
síðan 24. maí.
Til viðbótar við þau tuttugu lönd
sem komast upp úr undan-
keppnunum eiga Frakkar, Spán-
verjar, Englendingar, Þjóðverjar og
gestgjafarnir Serbar öruggt sæti í
úrslitum.
3. Armenía
Sirushu Cancion er ein af skærustu
poppstjörnum Armeníu og hún
mætir til leiks með lagið „Qele
Qele“ sem virðist vera mjög út-
hugsað Evróvisjónlag og minnir
mikið á nýleg vinningslög frá Úkra-
ínu og Tyrklandi. Það á eftir að
koma í ljós hvernig formúlan virk-
ar, en laginu er spáð þriðja sætinu.
5. Írland
Írar völdu kalkúninn Dustin sem fulltrúa sinn í ár með teknólagið „Irelande
Douze Pointe“ sem útleggst Írland tólf stig á íslensku. Harðir Evróvisjón-
aðdáendur á Írlandi eru ekki sáttir við að senda brúðufugl í keppnina og var
mikið púað í salnum þegar Dustin bar sigur úr býtum. Hann þykir þó nokkuð
sigurstranglegur og gæti brotið blað í sögu keppninnar ef hann sigrar.
4. Úkraína
Ani Lorak er í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu lögin með „Shady Lady“
fyrir hönd Úkraínu og það kemur ekki á óvart þegar myndbandið frá úr-
litakeppninni þar í landi er skoðað. Lorak er með mjög hæfileikaríka dans-
ara með sér á sviðinu sem geta bæði gert vélmennið og skipt á augabragði
yfir í uppvakningadansinn úr „Thriller“ myndbandi Michael Jackson.
Vonir og væntingar í Evróvisjón
2. Serbía
Það kemur ekki á ávart að Serbum
sé spáð öðru sætinu, þeir eru á
heimavelli og svo má ekki gleyma
því að þeir sigruðu keppnina í
fyrstu tilraun í fyrra. Nú tefla þeir
fram Jelenu Tomaševic og laginu
„Oro“, austurevrópsku þjóðlaga-
poppi sem hljómar kunnuglega
strax við fyrstu hlustun.
www.eurovision.tv
1. Rússland
Rússneska poppstjarnan Dima Bilan er að taka þátt í Evróvisjón í annað
sinn og er honum spáð sigri í keppninni af veðbönkum. Lagið Believe er
mjög fagmannlega samsett poppballaða sem Bilan syngur af mikilli inn-
lifun og fleygir sér ekki bara einu sinni, heldur tvisvar á hnén þegar til-
finningarnar bera hann ofurliði.