Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 37
Kids’ Choice-verðlaunin voru veitt um helginaog var athöfnin vel sótt af helstu stjörnumyngri kynslóðarinnar vestanhafs. Eins og
nafnið ber með sér er kosið um vinningshafa og það
voru því vinsælustu leikararnir og skemmtikraft-
arnir um þessar mundir sem hrepptu þau. Miley Cy-
rus var valin bæði besta söngkonan og besta sjón-
varpsleikkonan en stjarna hennar hefur risið sífellt
hærra síðustu misseri.
Á hverju ári er grænu slími hellt yfir valin átrún-
aðargoð og þau Orlando Bloom, Harrison Ford og
Cameron Diaz urðu þess vafasama heiðurs aðnjót-
andi að þessu sinni.
Reuters
Slím Leikarinn Orlando Bloom fær dembuna yfir sig.
Stjarna Leik og söng-
konan Miley Cyrus hefur
sleigið í gegn sem Hann-
ah Montana og uppskar
tvenn verðlaun á hátíð-
inni.
Verðlaunahátíð krakkanna
Smart Söngkonan Jordin Sparks hefði
sjálfsagt fengið verðlaun fyrir frumleg-
ustu skóna, ef þau hefðu verið í boði.
Fyrirmynd Leikonan Came-
ron Diaz hreppti svokölluð
Wannabe verðlaun en þau
hlýtur sá eða sú sem krakk-
arnir sem taka þátt í kosn-
ingunni líta mest upp til.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 37
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
STUTTMYNDADAGAR í Reykja-
vík voru endurreistir í fyrra eftir
að hafa legið í dvala í nokkur ár og
nú er ekki seinna vænna en að
fara að und-
irbúa þátttöku í
keppninni í ár
því frestur til
að skilamynd-
um inn rennur
út 1. maí.
Snævar Már
Jónsson um-
sjónarmaður
segir hátíðina í
fyrra hafa
gengið mjög
vel, en markið
sé sett hærra í ár. „Þetta gekk
rosalega vel þá, við fengum sextíu
myndir sendar. Þá var engin sía,
heldur voru allar myndirnar sýnd-
ar, en í ár fer dómnefndin yfir
myndirnar og velur þær bestu
áfram. Þær verða svo sýndar á
einu kvöldi, í stað þess að dreifa
þessu á tvo daga.“
Keppnin er öllum opin og litlar
hömlur settar á sköpunargleði
þátttakenda. Snævar segir þó að
best sé að hafa myndirnar sem
stystar. „Við tökum engar með
sem eru lengri en 15 mínútur en
annars takmarkast þetta ekki af
neinu nema hugmyndafluginu.“
Hátíðin var haldin öll árin 1991
til 2001 og stigu margir fremstu
kvikmyndagerðarmenn dagsins í
dag sín fyrstu spor á ferlinum þar.
Þar má nefna þá Reyni Lyngdal,
Ragnar Bragason, Róbert Douglas
og Árna Óla Ásgeirsson. Segja má
að keppnin hafi á sínum blómatíma
verið kvikmyndagerðinni það sem
Músíktilraunir eru tónlistarlífinu.
Sigurvegari keppninnar í ár fær
að launum 100 þúsund krónur og
boð á Cannes-kvikmyndahátíðina á
næsta ári þar sem vinningsmyndin
verður kynnt í svonefndu Stutt-
myndahorni hátíðarinnar. Það er í
fyrsta skipti sem slíkt boð fylgir
sigrinum og má telja víst aðkynn-
ingin sé ungu og upprennandi
kvikmyndagerðarfólki dýrmæt.
Úrslit verða gerð kunn í
Kringlubíói hinn 29. maí. Nánari
upplýsingar og reglur um þátttöku
er að finna á heimasíðu Stutt-
myndadaga.
Stutt-
mynda-
dagar
framundan
Snævar Már
Jónsson
www.stuttmyndadagar.is
NÝAFSTAÐIN Blúshátíð í Reykja-
vík var sú fimmta í röðinni frá upp-
hafi. Áhuginn á fyrirbærinu blús virð-
ist aukast stöðugt því hátíðin fer
stækkandi með hverju árinu. Höf-
uðborgin trekkir nú að blúsaðdá-
endur í dymbilviku en einnig eru ný-
legar blúshátíðir starfræktar á öðrum
tímum ársins á Ólafsfirði, Akureyri, í
Reykjanesbæ og Höfn í Hornafirði.
Aðaldagskrá hátíðarinnar í ár fór
fram á Hilton Reykjavík Nordica hót-
eli. Þar komu fram erlend stórstirni,
innlendir blúsrisar og einnig nokkrir
af yngri kynslóð blúsleikara. Að lok-
inni aðaldagskrá hvers kvölds var svo
starfræktur blúshátíðarklúbbur á
Rúbín í Öskjuhlíðinni þar sem upp-
rennandi blúsmönnum og -konum
þjóðarinnar gafst tækifæri á að troða
upp síðla kvölds og er ástæða til að
huga að nokkrum af þessum minna
þekktu en ekki síður áhugaverðu
listamönnum.
Á seinasta blúsdjammi hátíð-
arinnar á Rúbín á skírdag komu fram
sveitirnar Klassart og Rætur. Góð
mæting var á staðnum og afskaplega
notalegt að sitja í fjólubláa ljósinu við
uppsprengt Öskjuhlíðarberg. Hljóm-
sveitin Klassart er frá Sandgerði, en
hún gaf út sína fyrstu plötu seint á
seinasta ári. Lag þeirra, „Örlaga-
blús“, var þá þegar um sumarið farið
að klóra í vinsældalistana. Framvarð-
armenn sveitarinnar þetta kvöld voru
þau Fríða Dís Guðmundsdóttir og
Hlynur Þór Valsson söngvarar. Sá
síðarnefndi var mjög laginn á munn-
hörpuna og hafði frábæra tilfinningu
fyrir blúsfraseringu. Góðar línur
komu einnig frá bróður söngkon-
unnar og stofnanda sveitarinnar,
Smára Guðmundssyni, á gítarnum.
Rætur hafa verið til í um 15 ár og
rekja rætur sínar til Fljótsdalshér-
aðs. Hljómsveitin hefur verið starf-
rækt æ síðan en spilar afar sjaldan.
Þau lulluðu áfram með rífandi grúvi
þrátt fyrir kámugan hljóm og ekki
var hægt annað en að dáleiðast af fít-
onskraftinum í söng Estherar Jök-
ulsdóttur. Þorsteinn Einarsson, gít-
arleikari sveitarinnar, söng
sömuleiðis eitt lag við góðar und-
irtektir viðstaddra. Kristinn Snær
Agnarsson á trommum og Einar
Sævarsson á rafbassa voru íðilþéttir
saman og var andagiftin mikill enda
tilfinningin sem skiptir mesta máli í
blúsnum. Þetta er form, tilfinning og
hugarástand sem er hafið yfir tækni-
brellur og umbúðir og var ekki að
heyra annað en að Ræturnar hefðu
þetta á kristaltæru.
Úr myndasafni Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði kom fram á seinasta
blúsdjammi Blúshátíðar í ár ásamt Rótum að austan.
Seðjandi
skírdagsblús
TÓNLIST
Rúbín
Blússveitirnar Klassart og Rætur tróðu
upp á Klúbbi Blúshátíðar. Fimmtudaginn
20. mars.
Blúshátíðbbbmn
Alexandra Kjeld