Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á tekjuskattslögum í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um aðgerðir til að liðka fyr- ir kjarasamningum fyrr í vetur. Samanlagt er áætlað að tekjur rík- issjóðs skerðist um 23 milljarða króna vegna ákvæða sem er að finna í frumvarpinu þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda, en áhrifin á þessu ári eru talin nema tæpum tveimur milljörðum króna. Meðal tillagna, sem er að finna í frumvarpinu, má nefna hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á mánuði í áföngum á þrem- ur árum umfram árlega verðupp- færslu. Þetta er talið minnka tekjur ríkissjóðs um 4,5 miljarða króna á næsta ári og 15 millj- arða króna sam- anlagt þegar hækkunin er að fullu komin til framkvæmda. Skattur á fyr- irtæki lækkar Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um lækkun tekjuskatts hlutafélaga og einka- hlutafélaga úr 18% í 15% og sam- eignarfélaga úr 26% í 23,5%. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er talið geta numið allt að 5 millj- örðum króna á ári. Þá eru lagðar til breytingar á tekjuskerðingarmörkum barnabóta. Þau hækka í ár og aftur á næsta ári og er áætlað að það kosti rík- issjóð 1,2 milljarða króna í ár og 2 milljarða þegar þetta er að fullu komið til framkvæmda. Loks er í frumvarpinu að finna ákvæði um 35% hækkun á eigna- viðmiðunarmörkum vaxtabóta, sem kemur til framkvæmda við álagn- ingu í ár og er áætlað að kosti rík- issjóð um 700 milljónir króna á ári. Fjármálaráðherra hefur einnig lagt fram á Alþingi frumvarp um lækkun stimpilgjalda, en það var ranglega eignað viðskiptaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þá er einnig komið fram í þinginu stjórnarfrumvarp sem fjár- málaráðherra flytur um uppbót á eftirlaun, en það tryggir að lífeyr- isþegar fái að lágmarki 25 þúsund kr. í tekjur frá lífeyrissjóði að við- bættri uppbót á eftirlaun frá 1. júlí 2008. 23 milljarða tekjuskerðing vegna aðgerða stjórnvalda Hækkun persónuafsláttar kostar ríkissjóð 4,5 milljarða króna á næsta ári Árni M. Mathiesen Í HNOTSKURN »Viðmiðunarmörk teknavegna barnabóta hækka úr 100 þús. í 120 þús.í ár fyrir ein- stæða foreldra. »Persónuafsláttur hækkar umtvö þúsund krónur á mánuði í upphafi næsta árs. »Persónuafsláttur hækkar aft-ur um 2.000 í ársbyrjun 2010 og síðan 3.000 árið eftir, í árs- byrjun 2011. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýkn- aði í gær tvo karlmenn af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Dómurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að umbrotsefni kannabisefna fundust í þvagi mann- anna, og áður hefur það eitt nægt héraðsdómstólum til að dæma ein- staklinga til refsingar. Báðir mennirnir játuðu fyrir lög- reglu að hafa neytt kannabisefna, en sögðu það hafa verið nokkrum dög- um fyrir umræddan akstur og neit- uðu þeir því alfarið að vera óhæfir til að stjórna bifreiðum sínum. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að framburður ákærðu væri fyllilega í samræmi við niðurstöður rannsókna á blóð- og þvagsýnum, en einnig matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum. „Þá verð- ur af matsgerðinni og framburði Jakobs [Kristinssonar dósents] ráð- ið, sem og lýsingu í lögregluskýrslu á ástandi ákærða umrætt sinn, að ekkert bendi til þess að ákærði hafi í raun verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn,“ segir í báð- um dómum. Óvirkt umbrotsefni mældist Í umferðarlögum kemur fram að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einnig að ef ávana- og fíkniefni mæl- ast í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann undir áhrifum og þar með óhæfur til að stjórna ökutæki örugg- lega. Engin fíkniefni fundust í blóði mannanna, en í þvagi beggja mæld- ist tetrahýdrókannabínólsýra, sem er óvirkt umbrotsefni tetrahýdró- kannabínóls, sem aftur er hið virka efni í kannabis. Tetrahýdró- kannabínólsýra er í flokki ávana- og fíkniefna. Stutt yfirferð yfir fallna dóma, á vefsvæði héraðsdómstólanna, dom- stolar.is, leiddi í ljós að nokkrir ein- staklingar hafa verið sakfelldir eftir að í þvagi þeirra hafði aðeins fundist umbrotsefni kannabisefna. Hæstiréttur virðist hins vegar ekki hafa tekið afstöðu til slíkra mála. Í nóvember á sl. ári var þannig karlmaður á fertugsaldri sektaður um 70 þúsund krónur og sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði í Hér- aðsdómi Suðurlands, auk þess að greiða 176 þúsund krónur í sak- arkostnað, vegna umferðarlaga- brots. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að fíkniefni hafi ekki mælst í blóði mannsins en tetrahýdró- kannabínólsýra í þvagi. Vilji löggjafans til að refsa Í dómnum segir að „ljóst [sé] að vilji löggjafans er sá að refsa mönn- um, reyni þeir að stjórna ökutæki eftir að hafa neytt ávana- og fíkni- efna, þrátt fyrir að efnin eða nið- urbrotsefni þeirra finnist eingöngu í þvagi. […] Engu breytir, þó svo fram komi í matsgerð lækn- isfræðilegar útskýringar á hugtak- inu að vera undir „áhrifum“, hvort skilyrði ofangreinds lagaákvæðis séu uppfyllt eða ekki.“  Tveir karlmenn voru í gær sýknaðir af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna  Í þvagi þeirra fundust þó umbrotsefni kannabisefna  Það eitt hefur áður nægt héraðsdómurum til sakfellingar Héraðsdómstólar ekki samstiga Morgunblaðið/Sverrir „ÞAÐ er lýsandi dæmi um hvernig stjórnmálaumræðan á Íslandi er stundum ef það er gert að aðalmáli þeirrar heimsóknar sem ég og utan- ríkisráðherra erum í á þessum mik- ilvæga leiðtogafundi að við skulum hafa fundið hagstæða leið til að kom- ast hingað,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann var spurður út í gagnrýni á að sendi- nefnd Íslands á leiðtogafund Nató í Búkarest í Rúmeníu skuli hafa tekið einkaflugvél á leigu. Forsætisráðuneytið hefur upplýst að munurinn á að taka venjulegt flug til Búkarest og leiguflugvél hafi ver- ið 100-200 þúsund, þ.e.a.s. leiguflug- ið var þessu dýrara en farþegaflugið. Ingibjörg hittir Condoleezza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun hitta Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, 11. apríl nk. í Washington. Þetta var ákveðið eftir að þær hittust á leiðtogafundi Nató í Rúmeníu í gær. Á tvíhliða fundi ráðherranna í Washington verður m.a. rætt um varnarsamstarf þjóðanna og um vegabréfamál milli landanna en áhugi er á að koma þeim málum í betra horf. Lýsandi fyrir umræðuna ♦♦♦ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GRÁGÆSASTOFNINN íslenski hefur verið vanmetinn og er líklega allt að því tvöfalt sterk- ari en talið hefur verið, að mati dr. Arnórs Þ. Sigfússonar fuglafræðings. Hann segir vísbend- ingar um að stofninn geti verið 150–160 þúsund fuglar að hausti en ekki 80–100 þúsund fuglar eins og gjarnan hefur verið álitið. Ástæður þessa vanmats á grágæsastofninum eru líklega nokkrar. Fylgst er með viðkomu gæsanna hér á landi og stundaðar gæsataln- ingar þar sem m.a. er fylgst með ungahlutfalli. Grágæsirnar eru síðan taldar heildartalningu í öllum þekktum náttstöðum þegar þær eru komnar á vetrarstöðvar á Bretlandseyjum. Um leið er áætlaður fjöldi þeirra grágæsa sem enn eru hér á landi. Komið hefur í ljós að lítill hluti íslenska stofnsins eyðir vetrinum á vestur- strönd Noregs og eins í Færeyjum og er því ekki með í talningunni. Þá eru kenningar um að margar grágæsir komi ekki í hefðbundna nátt- staði heldur nátti sig á ökrum eða hafi fundið nýja náttstaði sem verði út undan í gæsataln- ingum. Um 35–40 þúsund grágæsir eru veiddar hér á hverju ári og um 20–25 þúsund gæsir eru veidd- ar úr sama stofni á Bretlandseyjum. Grágæsa- veiðin er við þolmörk stofnsins, að mati Arnórs. Um 90% dauðsfalla fullorðinna gæsa og 50% dauðsfalla ungra grágæsa hér á landi má rekja til veiða. Þessar upplýsingar komu fram í erindi um gæsir sem Arnór hélt á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sl. mánudag. Hann sagði að flestir gæsastofnar á norðurhveli jarðar hefðu vaxið mikið frá því um miðja 20. öld. Íslenski heiðagæsastofninn hefur t.d. tífaldast að stærð frá því um 1950 og tók stofninn nýjan vaxtar- kipp eftir árið 2000. Líklega var heiðagæsa- stofninn nálægt 300 þúsund fuglum síðastliðið haust. Þá hefur helsingjastofninn styrkst og helsingjavarp hér á landi aukist. Blesgæsa- stofninn er sá eini sem á í vök að verjast af þeim gæsastofnum sem hafa viðdvöl hér á landi. Hann hefur verið alfriðaður frá árinu 2006. Líklega tvöfalt fleiri en talið var Grágæs Flestir gæsastofnar á norðurhveli jarðar hafa vaxið mikið frá miðri síðustu öld. Morgunblaðið/Ómar FIMMTÁN ára stúlka var flutt á slysadeild Landspítalans á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að ekið var á hana nærri Vogaskóla við Skeiðar- vog í Reykjavík. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu hlaut hún beinbrot en er ekki í lífshættu. Rannsóknarnefnd umferðarslysa var kölluð á vettvang og rannsakar til- drög slyssins ásamt lögreglu. Talið er að stúlkan hafi hlaupið fyrir bílinn, en hún var á ferð ásamt hópi unglinga. Ekið var á 15 ára stúlku LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti að beita varnarúða sínum þegar tveir karlmenn tóku afskiptum lögreglumanna afar illa í miðborg Reykjavíkur síðdegis á mánudag. Mennirnir höfðu í hótunum auk þess sem annar þeirra sló lögreglumann í höfuðið. Þeir voru handteknir og í fór- um þeirra fundust meint fíkniefni. Þurftu að beita varnarúða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.