Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 41

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 41
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest 8. maí frá kr. 49.990 Frábær 4 nátta ferð um Hvítasunnu! Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Vorið er frábær tími til að heimsækja borgina. Tíminn í þessari ferð nýtist einkar vel þar sem flogið er út í beinu morgun- flugi en heim seint að kvöldi annars í Hvítasunnu. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr. 49.990 - *** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Tulip Inn *** með morgun- mat. Aukalega kr. 4.000 ef gist er á Hotel Mercure Duna ***. Verð kr. 59.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Atrium **** með morgunmat. M bl 9 89 89 5 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI l VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SPIDERWICK CHRONICLES kl. 8 B.i. 7 ára 10,000 BC kl. 10:20 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára THE EYE kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Frábær gamansöm þroskasaga með Ryan Gosling í aðalhlutverki eeee OK! eeee NEWSDAY eeee EMPIRE eeee - G.H.J POPPLAND styrkir Geðhjálp SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI J E S S I C A A L B A SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára INTO THE WILD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára Ófrumleg efnistök eða viðhorf,endurtekin og útslitin orðeða orðasambönd eru jafnan kallaðar klisjur. Klisjurnar eru víðs- vegar enda ekki að furða, klisja er ekki klisja án endurtekningar. „Vonda löggan“ hvurs samstarfs- maður er „góð lögga“ er ein af þess- um klisjum. Að undirstrika mun á mönnum með holdafarinu er önnur, að láta fortíðardrauga herja á þann þurra og stífa sú þriðja. Klisjur verða hraðar til þeim mun meira sem framleitt er af ákveðinni list, t.d. sakamálaþáttum sem stund- um eru nefndir lögguþættir. Það er nefnilega svo merkilegt í sjónvarps- þáttagerð að aðeins örfáar starfs- stéttir eru þess virði að utan um þær séu smíðaðir sjónvarpsþættir. Al- gengustu stéttirnar eru lög- reglumenn, læknar og lögfræð- ingar. Klisjurnar eru óteljandi í slíkum þáttum, frekar viðmið en eitthvað sem ber að forðast.    Ég hef aldrei skrifað bækur eðasjónvarpsþætti og geri mér því litla grein fyrir hversu erfið slík skrif eru. Geri þó ráð fyrir því að þau séu enginn barnaleikur og þá sérstak-lega ef sneiða á hjá klisjum. Kveikjan að þessum skrifum eru sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar eins og glöggir lesendur hafa lík- lega áttað sig á. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að þættirnir eru fínir að mati undirritaðs, vel unnir, leikarar standa sig ágætlega og allt er samkvæmt glæpaþátta- formúlunni. Framvinda málsins vek- ur meira að segja forvitni og gott ef maður fylgist ekki með til enda. Og hvað? kann þá einhver að spyrja. Jú, klisjan. Klisjan er eins og vægt ofnæmi eða kláðabóla. Í hvert sinn sem gripið er til óþarfa endur- varps til fortíðar stífu löggunnar finnur maður fyrir kláða, „ahh, var þetta nú ekki óþarfi?“ hugsar maður og klórar sér í klisjubólunni. Löggan sem er ekki grannvaxinn snyrtipinni heldur með huggulega bumbu, treð- ur mat í andlitið á sér og hellir í sig áfengi við öll tækifæri. Óhollustan er ýkt svo svakalega að það á greini- lega ekki að fara framhjá neinum að, jú, svona bæta menn á sig. Kláði. Sagan af gæsaskyttumorðunum er fín eins og hún er og maður veit ekki enn hver morðinginn eða morð- ingjarnir eru, sem betur fer. Ein- hverra hluta vegna virðist sú saga, sakamálið sjálft, ekki duga alveg heldur þarf að grípa til Hollywood- klisjanna. Mjó og súr lögga, feit og kát lögga, algjörar andstæður. Ann- ar hefur of mikinn hemil á sér, hinn heldur of lítinn. Sá mjói og súri get- ur ekki bara verið mjór og súr held- ur þarf að útskýra ítarlega af hverju hann er svona súr, á undarlegustu augnablikum. Skelfileg fortíðin sækir á hinn súra þegar hann er ný- kominn inn í hús úr hlaupaferð og þá auðvitað allt í klisjukenndu Kodachrome-endur- varpi, helst ögn rispuðu eins og verið sé að horfa á gamla fjölskyldu- mynd af filmu. Enda útlit þáttanna í klisjukenndu formi, allt dökkt og grátt, varla lit að sjá. Áhorfandinn veit nefnilega ekki hversu vondir menn eru á ferð eða hversu alvarlegt málið er nema allt sé grámyglulegt. Kláði, kláði.    Hvað hefðir þú gert, fíflið þitt?kann nú einhver aðdáandi þáttanna að spyrja undirritaðan. Veit ekki, ég er ekki leikstjóri. En til að forðast klisjur hefði til að mynda mátt hafa þættina í skærum og hlý- legum tónum, löggurnar mega al- veg vera súrar og mjóar, feitar og kátar, en það er líka bara alveg nóg, það þarf ekkert að útskýra það frek- ar. Eða gengur maður upp að næsta manni í vinnunni sem manni þykir fýlupoki og spyr af hverju hann sé fýlupoki? Nei, sumir eru bara fýlu- pokar og ekkert meira um það að segja. Yfirmaður rannsóknarinnar er að vísu ekki klisja, hann er kona. En konan er alltaf í vondu skapi, alltaf pirruð yfir gangi mála. Kláði, kláði, kláði. Af hverju ekki einu sinni að hafa eldhressan yfirmann rann- sóknar? „Hvað segiði krakkar, finn- iði ekki morðingjann? Ekkert mál, fáið ykkur karamellur, elskurnar mínar.“ Mann klæjar ekkert undan því. Vandinn er líklega sá að við Ís- lendingar viljum alltaf gera jafnflott og þeir þarna í útlöndum. Við viljum gera glæpaþætti eins og Danir gera þá (eða finnst ekki mörgum Manna- veiðar líkar þáttunum Forbryd- elsen?). Klisjurnar fara þó alltaf minna í taugarnar á manni þegar efnið er á öðru máli en íslensku. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna tilfinningar fyrir eigin þjóð og tungumáli, hvað virki eðlilegt og hvað óeðlilegt í íslensku samfélagi og íslensku máli? „Það er bannað að herma!“ – var það ekki frasinn í myndmennt þegar strákurinn á næsta borði ákvað að teikna það sama og maður sjálfur. Þegar maður kemst í fullorðinna tölu áttar maður sig á því að stund- um er nauðsynlegt að herma, jafnvel lærdómsríkt. Maður má bara ekki gera alveg nákvæmlega eins og strákurinn á næsta borði. Maður má alveg herma stundum AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » „Hvað segiði krakk-ar, finniði ekki morð- ingjann? Ekkert mál, fáið ykkur karamellur, elskurnar mínar.“ Á veiðum Úr einum þátta Mannaveiða sem sýndir eru í Sjónvarpinu. helgisnaer@mbl.is Glæpurinn Úr einum dönsku sakamálaþáttanna Forbrydelsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.