Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GERSEMAR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Þórhallur Sigurðsson leikari ogleikstjóri vinnur gott og þarftverk um þessar mundir. Hann starfar m.a. við það að flokka sögu Þjóðleikhússins í máli og myndum, eins og gerð var góð grein fyrir í bráðskemmtilegu og fróðlegu viðtali Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamanns við Þórhall hér í Morgunblaðinu í gær. Varðveizla og flokkun sögulegra minja, sem til eru í Þjóðleikhúsinu, í formi skjala, handrita, fundargerða, mynda, ljósmynda, teikninga og leik- skráa er mikilvæg. Hún er okkur dýr- mæt í dag og hún verður það ekki síð- ur fyrir komandi kynslóðir. Það verður gagnlegt fyrir þá sem vilja kynna sér sögu Þjóðleikhússins að geta fengið aðgang að sögu leikhúss- ins í máli og myndum. Þess vegna er það fagnaðarefni að Þjóðleikhúsið skuli hafa fengið hið gamla hús Hæstaréttar við Lindar- götu til umráða og geta komið þessum minjum þar fyrir með skipulegum og aðgengilegum hætti á þriðju hæð hússins. Aðeins þannig koma þær gersemar sem lýst er í máli og myndum í ofan- greindu viðtali að fullum notum. Sennilega hafa ekki svo margir haft hugmynd um, að fjöldi teikninga Nínu Tryggvadóttur af leikbúningum sem hún hannaði og teiknaði og sömu- leiðis fjölmargar teikningar Halldórs Péturssonar eru í fórum Þjóðleik- hússins og hafa fram undir það síð- asta legið í bunkum innan um önnur skjöl og pappíra, eins og Þórhallur lýsir. Slíkar minjar, í kössum og bunkum, eins og Þórhallur lýsti, að þessu hafi verið hagað, nýtast engum. „Öll geymsluaðstaða hefur verið af skornum skammti mjög lengi, fyrst í aðalleikhúsinu og síðar í Jónshúsi, en nú með með tilkomu Hæstaréttar- hússins hefur skapast rými til að sjá hvað við eigum þótt það þurfi kannski að koma sögunni betur fyrir í fram- tíðinni,“ sagði Þórhallur orðrétt. Í þessum efnum má hugleiða hvort ekki þurfi að marka skýra stefnu hvað varðar vörzlu leikmuna og leik- minja. Leikminjasafn hefur, góðu heilli, verið stofnað. En þarf ekki að marka stefnu um það hvar mörkin eiga að liggja? Hverskonar varðveizla og utanumhald á að vera hjá söfnum, hvort sem um ræðir Leikminjasafnið eða önnur söfn og hvers konar varð- veizla á að vera hjá leikhúsunum sjálfum? Það er vel við hæfi að hið gamla hús Hæstaréttar við Lindargötu, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, rétt eins og Þjóðleikhúsið, skuli hafa orðið fyrir valinu, til að varðveita þessi menningar- og sagnfræðilegu verð- mæti, jafnvel þótt ekki liggi fyrir að þessum minjum hafi verið valinn þar samastaður til frambúðar. Raunar hafði Hæstaréttarhúsið staðið autt í tíu ár, áður en Þjóðleik- húsið fékk afnot af því fyrir þremur árum. Samkvæmt þeim lýsingum sem fram koma í máli Þórhalls, þá er brýn þörf á því að gera ákveðnar endur- bætur á Hæstaréttarhúsinu. Sú bygging er vissulega einnig merki- legur menningararfur okkar – merk bygging, sem ekki má láta drabbast niður. HVAÐ LÍÐUR BANNI VIÐ NEKTARDANSI? Enn er dansaður nektardans áveitingahúsum í Reykjavík þrátt fyrir að bann við slíkum dansi hafi verið lögfest á síðasta ári. Í frétt undir fyrirsögninni „Nektardansinn dunar enn“ hér í Morgunblaðinu í gær kemur fram að ákvörðunar lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins er beðið um umsókn um undanþágu þriggja veitingahúsa. Skiljanlega eru margir orðnir lang- eygir eftir ákvörðun Stefáns Eiríks- sonar, lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins, því dráttur á því að niður- staða fáist í þessu máli er orðinn óhóflegur. Rekstrarleyfi staðanna þriggja runnu út sl. haust. Síðan þá hafa þeir starfað samkvæmt bráðabirgðaleyfi. Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í nóvember sl. að leggjast gegn því að heimila nektardans á veitinga- húsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem en lagði til að stöðunum yrði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti. „Það er ekki búið að endurnýja rekstrarleyfi þessara staða og þeir starfa því samkvæmt sínu gamla leyfi,“ segir Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, í fréttinni hér í Morgunblaðinu í gær. Stefán Eiríksson segist ekki geta sagt til um það hver staðan á af- greiðslu leyfanna sé nákvæmlega. Spurður hvort ekki sé nóg samkvæmt lögunum að einn umsagnaraðili, í þessu tilviki borgarráð, leggist gegn undanþágu til nektarsýninga, segir Stefán: „Jú, það er eitt af því sem við erum að skoða því við höfum verið að fá andmæli frá stöðunum þar sem þeir meðal annars andmæla þeirri túlkun [laganna]. Nú erum við að fara yfir það.“ Það verður að segjast eins og er um þessi svör lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins, að þau eru afskaplega klén. Hvers vegna er þessi óhóflegi dráttur á því að lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins taki af skarið og ákveði að hafna umsókn veitingahús- anna þriggja um undanþágu? Er eftir einhverju að bíða? Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að það er auðvitað í verkahring borgaryfirvalda að sjá til þess að atvinnustarfsemi í borginni vegi ekki að mannréttindum og sömu- leiðis að siðvæða það samfélag sem hér þrífst gerist þess þörf. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að hann styðji borgaryfirvöld í þeirri viðleitni sinni og að hann hafni und- anþáguumsókn veitingahúsanna þriggja. Slík ákvörðun embættisins myndi augljóslega hjálpa til í baráttunni gegn klámvæðingu og kvenfyrirlitn- ingu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mótmælaaðgerðir at-vinnubílstjóra hélduáfram í gærmorgun oghafa umferðartafirnar ekki verið meiri síðan aðgerðirnar hófust fyrir helgi. Umferð um Hafnarfjarðarveg var stöðvuð í báðar áttir frá um klukkan átta til um kl. níu skammt frá Gjánni og Kópavogslæk í Kópavogi og frá um kl. hálfsex til hálfsjö á Reykjanes- braut við Kúagerði. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan líti aðgerðirnar mjög al- varlegum augum. Verið sé að skapa mikla og ófyrirsjáanlega al- mannahættu og linni þessum að- gerðum ekki sé tímaspursmál hve- nær þær muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar, þær afleið- ingar að fólk, sem sé í bráðri þörf fyrir aðstoð á sjúkrahúsi, muni ein- faldlega látast. „Það eru mannslíf í húfi,“ segir hann. Stefán bætir við að lögreglan reyni það sem hún geti til að fá mótmælendur til að átta sig á þessum hlutum og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að stöðva mótmælin. Ekkert sé undanskilið í því efni. Lífæðar Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, bendir á að stofnæðar gatnakerf- isins séu í raun lífæðar neyðarað- stoðar og íbúa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fari eftir þeim í útköll inn í hverfin og á áfangastað. Eins og með aðrar æð- ar kunni það ekki góðri lukku að stýra séu þessar æðar stíflaðar og hætta sé á að íbúarnir fái ekki nauðsynlega þjónustu á réttum tíma. Reynt hafi verið að bregðast við mótmælunum með því sjúkrabíla og slökkviliðsbí vang frá fleiri slökkvistö áður. Sjúkrabílar hafi ve settir úti í hverfunum til væri að bregðast fyrr við orhjól væru til taks ef á halda. Þá væri reyndar verið að horfa til þess að k fyrst sérfræðiaðstoð á með lágmarksbúnað sem á Mannslíf í húfi veg  Flutningur sjúkra og slasaðra á milli sjúkrahúsa hefu vikið  Atvinnubílstjórar geta átt yfir höfði sér allt að se Samningaviðræður Lögreglan ræðir við bifreiðastjóra sem loku „Er í lagi að ég sofi hjá konunni þinni?“ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson í Búkarest egol@mbl.is GEORGE W. Bush, leggur mikla áherslu á að leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Búkarest í Rúmeníu samþykki aðild Úkraínu og Georgíu að umsóknarferli Nató. Hann segir að Rússar, sem eru á móti aðild þessara ríkja, eigi ekki að hafa neitunarvald um innri mál Nató. Innan bandalagsins er hins vegar and- staða við stækkun og telja Þjóðverjar, Frakk- ar, Ítalir og fleiri ríki að aðild þessara tveggja ríkja sé ekki tímabær. Áður en Bush kom til Búkarest fór hann til Úkraínu til viðræðna við þarlend stjórnvöld. Með heimsókninni var hann m.a. að sýna aðild- arumsókn Úkraínu stuðning. Rússnesk stjórn- völd eru afar andsnúin aðild landsins að Nató. Rússar hafa beitt Úkraínumenn og Georgíu- menn efnahagslegum þrýstingi síðustu árin og m.a. lokað fyrir orkusölu til landsins. Rússar hafa raunar alltaf lýst andstöðu við stækkun Nató þegar A-Evrópuþjóðir hafa sótt um að- ild, en greinilegt er að mikil alvara býr að baki mótmæla þeirra nú. Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í samtali við Daily Telegraph, að aðild ríkjanna að Nató myndi hafa „pólitískar og efnahagslegar afleiðingar“ fyrir löndin. Skiptar skoðanir eru þó um hversu mikil alvara búi að baki þessum hót- unum. Dimitry Rogozin, sendiherra Rússa hjá Nató, dregur upp myndræna lýsingu á sam- skiptum Nató og Rússa. „Við sömdum um frið við nágranna okkar,“ útskýrir hann. „Þá segir nágranninn: „Er í lagi að ég fái að nota bílskúr- inn þinn?“ Síðan segir hann: „Er það eitthvert vandamál ef vinur minn fær að búa í húsinu þínu?“ Því næst segir nágranninn: „Er í lagi að ég sofi hjá konunni þinni?“ Þegar við mótmæl- um er sagt að við höfum ekkert neitunarvald.“ Stjórnvöldum í Bandaríkjunum finnst þessi lýsing á samskiptum Nató og Rússa ekki við- eigandi. Georgía og Úkraína séu sjálfstæð ríki sem sótt hafi um aðild að Atlantshafsbanda- laginu og þessar umsóknir eigi að afgreiða með málefnalegum hætti. Stjórnvöld í Georgíu og Úkraínu telja að verið sé að senda þeim varasöm skilaboð ef umsókn þeirra verður hafnað. „Allt annað en aðild að umsóknarferl- inu er sigur fyrir Rússa,“ segir Mikhall Saak- ashviji, forseti Georgíu. Rússar eru með mikil áhrif bæði í Úkraínu og Georgíu. Tvö héruð í Georgíu, Abkahazia og Suður-Ossetia, er stjórnað meira og minna án aðkomu stjórnvalda í Georgíu, en til þess njóta þau stuðnings Rússa. Innan Nató hafa sumir áhyggjur af þessari stöðu og telja að með aðild Georgíu að Nató kunni bandalagið að dragast inn í innanlandsátök í landinu þar sem Rússar muni gera fátt til að stuðla að lausn. Mjög mikill stuðningur er við aðild að Nató í Georgíu, en skiptar skoðanir eru hins vegar um málið í Úkraínu, en rússnesk áhrif eru mjög sterk í austurhluta landsins. Tólf ríki innan Atlantshafsbandalagsins hafa opinberlega lýst því yfir að þau telja aðild Úkraínu og Georgíu að bandalaginu ekki tíma- bæra. Þetta eru m.a. Þýskaland, Frakkland og Ítalía. Sumum þykir þessi staða minna óþægi- lega mikið á þann ágreining sem varð um inn- rás Bandaríkjanna og Breta í Írak, en hún reyndi mikið á samstöðuna innan Nató. At- hygli vekur að Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, hefur ekki beitt sér í málinu, en þó er talið líklegt að hann muni styðja aðild landanna að bandalaginu.  Ágreiningur er á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins um aðild Úkraínu og Georgíu að bandalaginu  Bandaríkin styðja aðild en Þjóð- verjar og Frakkar telja aðild ekki tímabæra GEIR H legt að hafsba að ban áhrif á að Nat boð; sk í áhrifa Ágr hvort Ú sóknar lensk s átt að a „Við efni og eru ski lagsins uppfyl að gan ið, en þ in upp þróuna bara v aðild v þarna mörg á Geir hjá Kr verið í verði á aínu og löndin Geir ágeinin næst e að gan Geir söm sk anna u að gefa skipta tiltekið gerist Geir ekki ná forseti leiðis f talsver Atlant átt sér lands t sem lö alvöru F fy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.