Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 38

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu * Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 eee -24 Stundir Frá framleiðendum The Devils Wears Prada SÝND Í REGNBOGANUM Sími 462 3500 - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - Empire eeee SÝND Í REGNBOGANUM Í BRUGGE SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V., MBL eeee SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee Frábær grínmynd eee - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í BORGARBÍÓI - V.J.V. Topp5.is/FBL eee SÝND Í REGNBOGANUM eeeee -H.J., Mbl J E S S I C A A L B A - LIB, Topp5.is/FBL eee SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI eee -L.I.B. TOPP5is/FBL. 1 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borg Fim 3.apríl ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ Frábær spennutryllir sem svíkur engan! 550 KRÓNUR Í BÍÓ Vantage Point kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Spiderwick Chronicles kl. 6 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 6 Lovewrecked kl. 8 - 10 síðustu sýn. Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS The other Boleyn girl kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 6 The Orphanage kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Be kind rewind kl. 10:30 27 dresses kl. 5:30 - 8 Spiderwick chronicles kl. 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 4 - 6 Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 Semi-Pro kl. 10:30 B.i. 12 ára Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HIN sívinsæla hljómsveit Sprengjuhöll- in er á leiðinni til Kanada, en þar mun sveitin spila á tveimur tónlistarhátíðum sem báðar verða haldnar í maí. Annars vegar er um að ræða hátíðina Núna Now sem verður haldin í Winnipeg, en á hátíðinni er sérstök áhersla lögð á tengsl svæðisins við Ísland. Hinir ýmsu listamenn munu koma fram á þeirri há- tíð, en á meðal þeirra sem komu fram í fyrra voru Ólöf Arnalds, Jón Gnarr og Ragnar Kjartansson. Hins vegar er svo um að ræða New Music West Festival sem verður haldin í Vancouver. Bergur Ebbi Benediktsson, einn meðlima Sprengjuhallarinnar, segir að þeir fé- lagar hlakki mikið til ferðarinnar. „Kanada er eins og Bandaríkin nema þar skýtur fólk ekki hvað annað úti á götu og hefur ekki frumkvæði að stríð- um við ríki í Mið-Austurlöndum að gamni sínu. Auk þess heitir annar hver maður Johannsson í Kanada og er ætt- aður frá Grímsstöðum á Fjöllum,“ segir Bergur í léttum dúr. „Mann langar mest að kyssa þetta lið á trantinn um leið og maður lendir. Það verður líka æðislegt, enda eru landamælaverðirnir með varirnar útataðar í hlynsírópi.“ Þá má geta þess að Sprengjuhöllinni var einnig boðið að spila á tónlistarhá- tíðinni North by North East sem haldin verður í Toronto í júní, en sveitin gat þó ekki þegið það boð. Það er þó deg- inum ljósara að Kanadamenn eru ekki síður hrifnir af þeim Sprengjuhallar- mönnum en Íslendingar. Bergur Ebbi segir að þeir félagar séu samt sem áður ekki í neinum sérstökum „meik- hugleiðingum“, en neitar því þó ekki að hrifningin á Kanada sé gagnkvæm. Að öðru leyti er það að frétta af sveitinni að hún hélt nýverið í vinnu- búðir þar sem hún lagði drög að sinni annarri plötu. Gert er ráð fyrir því að platan verði tekin upp í sumar og komi svo út í október. Að sögn Bergs Ebba gerir Sprengjuhöllin sér grein fyrir því að velgengni geti slegið menn alveg jafn mikið út af laginu og mótlæti. Hún muni því halda laginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í víking Sprengjuhöllin tekur við verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Keyra yfir Kanada  Sprengjuhöllin heldur tónleika í Winni- peg og Vancouver  Ný plata væntanleg Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BIGGI Gunn – eða Birgir Bergmann Gunnarsson – starfrækir sjúkraþjálfunarmiðstöð í bænum Hig- hland í Kaliforníu, 45.000 manna bæ sem liggur rétt utan við Palm Springs. Hann og kona hans, Christie, eru með tuttugu manns í vinnu og yfrið nóg að gera. Þegar Biggi var ungur drengur á Ólafsvík átti tón- listargyðjan þó hjarta hans allt og lék hann sem trommuleikari með hljómsveitum á borð við Falcon og Lúkas. Bigga hefur aldrei tekist að kæfa þrána til gyðjunnar góðu með öllu og svo var að fyrir nokkrum árum gekk hann í að sinna kalli hennar almennilega og gera sína fyrstu sólóplötu. Platan, sem er nýkom- in út, kallast I Was Younger Then og inniheldur að mestu íslensk lög með enskum textum, perlur eins og „Lítill drengur“, „Bíddu pabbi“ og „Skólaball“. Einnig eru þarna lög eftir Burt Bacharach og Bítl- ana (hið sjaldheyrða „I Call Your Name“) og svo staðallinn „Buona Sera“ sem hann og félagar luku gjarnan böllunum með í gamla daga. Algjörar perlur „Tildrögin að plötunni eru löng,“ segir Biggi, en hann er staddur hérlendis til að kynna gripinn. „Ég var búinn að ganga um með þessa hugmynd í mag- anum lengi vel. Það voru svo vinir mínir, þeir Vil- hjálmur Guðjónsson og Magnús Kjartansson, sem ég hef þekkt síðan ég var tveggja ára, sem hjálpuðu mér að ýta verkefninu úr vör.“ Biggi segir tilganginn með þessu einfaldan: að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis. „Þessi lög eru algjörar perlur og manni hefur nán- ast sviðið undan því að þær hafi ekki borist víðar. Þeir sem heyrt hafa hér úti hafa enda hrifist af og lög eru komin í spilun í útvarpsstöðvum í nágrenninu. Þessi plata er búin að ýta mér í gang og það er meira á leiðinni í svipuðum fasa. Ég skil í rauninni ekki að einhver hafi ekki verið löngu búinn að þessu.“ Það var upptökustjórinn Frederick Bettge sem sá um upptökustjórn en Husky „okkar“ Hoskulds sá um að hljómjafna. „Það tók um eitt og hálft ár að vinna þetta enda er ég í fullri vinnu og rúmlega það. Nú er ég að vinna að dreifingarmálunum í Ameríku, það er búið að landa samningi um dreifingu í Kanada og það er verið að vinna í Bandaríkjamálunum. Það er aldrei of varlega farið í þessum efnum, enda grátlegt ef platan ratar svo ekki upp í hillurnar.“ Biggi mun syngja lög af plötunni á morgun á Vín- barnum en á laugardaginn heldur hann tónleika á Ásláki, Mosfellsbæ, og verða Furstarnir þá með í för. Það er Zonet sem dreifir plötunni hérlendis. Þjóðþrifaverk Bigga Sjúkraþjálfarinn og hljómlistarmaðurinn Biggi Gunn gefur út valdar íslenskar perlur á ensku Morgunblaðið/hag Perlur „Þessi lög eru algjörar perlur og manni hef- ur nánast sviðið undan því að þær hafi ekki borist víðar,“ segir Biggi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.