Morgunblaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 23 að senda íla á vett- öðvum en erið stað- að hægt ð og mót- þyrfti að eingöngu koma sem vettvang á þurfi að halda en ekki sé hægt að flytja sjúkling á mótorhjóli. Eins séu meiri kröfur gerðar til starfsmanns slökkviliðs hjá neyðarlínu þess efn- is að hann fylgist sérstaklega vel með stöðu mála hverju sinni, hvar sé stíflað og hvar ekki, svo auð- veldara sé að velja leiðir. Þegar vit- að hafi verið af mótmælunum í tíma hafi verið reynt að halda mönnum á næturvakt eftir og fá menn á dagvakt fyrr inn. Hingað til hafi mótmælin ekki haft alvar- legar afleiðingar fyrir slasaða og sjúka en sannarlega hafi þau riðlað mörgu. Bílar hafi komist í útköll en stundum hafi tekið langan tíma að komast með sjúklinga frá vettvangi inn á sjúkrahús og fella hafi þurft niður flutninga á milli sjúkrahúsa. Það hafi þá tafið rannsóknir en enn hafi enginn látist. Hins vegar verði mótmælendur að gera sér grein fyrir því að stofnæðarnar séu líf- æðar sjúkraflutningamanna og íbú- anna á svæðinu og teppist þær þegar mikið liggi við sé voðinn vís. Hætta sé á að hjálpin berist of seint og viðkomandi sé hreinlega látinn þegar komið sé á staðinn. Í því sambandi nefnir hann að fái menn hjartaáfall geti batahorfur minnkað um 7-10% á hverri mínútu sem líður áður en aðstoð berst. Líf- ið geti því verið fljótt að fjara út. Brot á lögum Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri í umferðadeild, segir að það sé ólíðandi að borgin sé tekin í gíslingu dag eftir dag. Hann bendir á að aðgerðir bílstjóranna séu brot á lögreglusamþykkt, lögreglulög- um, umferðarlögum og 168. grein hegningarlaganna, þar sem öryggi á alfaraleiðum og almenningi sé stofnað í hættu, en við brotum á henni liggur allt að sex ára fang- elsi. gna aðgerðanna ur fallið niður og rannsóknir hafa tafist fyrir ex ára fangelsi fyrir brot á hegningarlögum Morgunblaðið/Júlíus uðu helstu umferðaræðinni í gegnum Kópavog. Veistu hvað þú ert að geradrengur? Vekja migklukkan hálfsex ápáskadagsmorgni!“ Svona hljómaði röddin í neyð- arsímanum hjá TM þegar dreng- urinn tilkynnti að pabbi hans væri axlar- og mjaðmargrindarbrotinn og hann þyrfti á aðstoð að halda. Er þetta ekki dásamlegt svar frá TM (Tryggingamiðstöðinni), sem auglýsir allan ársins hring: „Neyðarsíminn opinn allan sólar- hringinn“? Ég er einn af þeim sem tryggi allt mitt hjá TM og er búinn að gera svo lengi sem ég man. TM auglýsir mikið í blöðum og sjón- varpi. Þessar auglýsingar hafa tal- ið mér trú um og sjálfsagt mörg- um öðrum að við værum hjá besta tryggingafélagi í heimi. Landsbanki Íslands kynnti fyrir mér gullkort VISA fyrir nokkrum árum og sl. haust svokallað plat- ínukort. Ég fékk hálftíma fyrirlestur um gæði kortsins: „Þú ert tryggður í bak og fyrir; þú hefur aðgang að persónulegri og lipurri þjónustu VISA allan sólarhringinn; við kappkostum að svara almennum fyrirspurnum og aðstoða þig vegna ferðatrygginga og tjóna, fljótt og örugglega.“ Svo mörg voru þau orð. Svo gerist það að ég þarf því miður að ónáða tryggingafélögin og á aðeins sex dögum hrynur allt mitt mikla traust á þeim og ég upplifi að ekki eitt orð af fyr- irheitum VISA og TM fær staðist. Nú þegar ég horfi á auglýsingar frá TM verður mér hálfflökurt. Atburðarásin Þriðjudaginn 18. mars sl. varð ég fyrir því óláni að brjóta mjaðm- argrindina og axlarbrjóta mig á skíðum á Ítalíu. Það var kannski ekki alslæmt í sjálfu sér, en það sem verra var – ég var óferðafær. Ég var strax spurður um trygg- ingar, ég bar mig vel, taldi mig vera í góðum málum. Því miður átti annað eftir að koma á daginn. Strax var haft samband heim við TM og VISA. Svörin voru stutt: „Hafðu samband við SOS í Danmörku. Þeir sjá alfarið um okkar mál.“ (Lesa mátti milli lín- anna að þeim kæmi þetta ekkert við og jafnvel: „Láttu okkur í friði.“). Þá fyrst hófst martöðin fyrir al- vöru: Samskiptin við SOS VISA í Danmörku voru með ólíkindum. Þriðjudaginn 18. mars fær SOS læknaskýrsluna með faxi eins og óskað var eftir. Miðvikudagsmorgun 19. mars er aftur haft samband við SOS og þeim sagt að ég geti ekki gengið. Þeir hringja af og til og láta vita að það sé mikið að gera og allt taki sinn tíma. Á fimmtudagsmorgni, þann 20. mars, hringja þeir og tillkynna að málið mitt sé komið í ferli! Það tók þá sem sagt 36 tíma að byrja að vinna í mínum málum. Um hádegi á fimmtudegi er mér farið að leið- ast þófið og hringi heim í VISA. Svarið var einfalt: „Þeir í Dan- mörku sjá alfarið um þessi mál.“ Ég bað um að fá að tala við ein- hvern sem réði einhverju. Það var ekki hægt. Þá spurði ég hvort TM væri ekki með neyðarlínu. Svarið var: „Nei. Hafðu samband við þá á þriðjudaginn“ (25. mars!). Sá sem sat fyrir svörum á neyðarlínu VISA vissi ekki að TM er með neyðarlínu! Þetta er nú öll sam- vinnan á milli TM og VISA. Á fimmtudagskveldi hringdi sonur minn í VISA og ítrekaði að við þyrftum að yfirgefa hótelið á laugardagsmorgni kl.10, svo tím- inn væri orðinn naumur. Á föstudegi þann 21. mars hringja þeir frá SOS í Danmörku og segjast ekki fá pláss fyrir sjúkrabörur í neinni vél fyrr en um miðja næstu viku. Þeir spyrja mig því hvort ég treysti mér til að fara akandi upp til München, fljúga þaðan til Kaupmannahafnar og svo heim. Ég sagði þeim að ég ætti víst engra kosta völ. SOS kvaðst ætla að panta fyrir mig sæti á fyrsta farrými í báðum vél- unum, svo að vel færi um mig og ég var afar þakklátur fyrir það. Svo heppilega vildi til að við vorum þrenn hjón saman í þessari ferð, með níu manna bíl. Búið var eins vel um mig og unnt var í bílnum og fengið leyfi frá lækni á Íslandi til að tvöfalda verkja- stillandi lyfja- skammtinn. Ferðin til München gekk vel, þótt ég vissi varla í þennan heim né annan á leiðinni. Þegar félagar mín- ir voru búnir að koma mér fyrir í rúmi á hótelinu hringdu þeir frá SOS í Danmörku og upp- lýstu okkur um að fullbókað væri í báð- ar vélarnar og ég yrði því að dvelja á hótelinu til þriðju- dags (25. mars) eða jafnvel miðvikudags (26. mars). Þegar þetta var, voru liðnir fjórir sólarhringar frá því að ég slasaði mig. Ég sagði þeim að ekki kæmi til greina að bíða. Ég ætti bókaðan miða heim á sunnudeginum 23. mars og heim færi ég þann dag. Þá fékk ég langan fyrirlestur um að ef ég gerði það, þá væri ég ekki á þeirra ábyrgð lengur. Það er gott fyrir TM og VISA að geta skýlt sér á bak við SOS í Danmörku, sem gerir ekkert ann- að en að tefja fyrir því að sjúkling- urinn komist undir læknishendur og er auðsjáanlega búið að sér- hæfa sig í þeim vinnubrögðum. Þar sem ég lá bjargarlaus í rúminu á hótelherbergi í Þýska- landi, fannst mér ég vera eins og slitin ferðataska og trygginga- félögunum góðu væri nákvæmlega sama hversu lengi ég lægi þarna í útlöndum, axlar- og mjaðm- argrindarbrotinn. Sagan er ekki öll enn, því þegar við komum upp á flugvöll á páska- sunnudag kom á daginn að vélin til Kaupmannahafnar var alls ekki full. Það var raunar nóg pláss og í Kaupmannahöfn urðum við al- gjörlega orðlaus á ný þegar flug- freyjan sagði okkur að það væru 20 sæti laus og aðeins búið að selja í tvö sæti á Saga farrými. Við áttum ekki aukatekið orð, litum hvert á annað og spurðum: Hvað er í gangi? Á báðum flugvöllum var ég ým- ist keyrður í hjólastól eða borinn á börum og þar komu engin trygg- ingafélög við sögu. SOS er í Dan- mörku. Maður hefði haldið að það hefði staðið þeim nær að annast sjúklinginn á heimavelli. Toppurinn á ísjakanum Ég var í stöðugu sambandi við strákana mína heima á Íslandi. Þeir höfðu aðeins meiri samúð með kallinum, heldur en VISA, TM og SOS í Danmörku. Einn sonur minn vaknaði snemma á páskadagsmorgun, með áhyggjur af pabba gamla. Hann fór á netið til að athuga hvort einhvers staðar væri laust pláss, þannig að það yrði rýmra fyrir sjúklinginn. Hann fór m.a. inn á flugnúmer mitt München – Kaupmannahöfn og Kaupmannahöfn – Keflavík. Hann rak í rogastans þegar hann sá að það var fullt af lausum sæt- um á fyrsta farrými í báðum vél- um. Hann stóð frammi fyrir því að panta og borga með eigin VISA korti eða hringja í neyðarlínu TM. Hann eins og svo margir hefur ekki góða reynslu af trygginga- félögum svo hann valdi þá leið að hringja í neyðarnúmer VISA. Hann spurði hvort hann mætti ekki panta miðann og VISA myndi svo borga honum mið- ann. Svarið var ein- falt nei. Þá bað hann um að fá að tala við einhvern ábyrgan. Nei, það mátti ekki ónáða þá sem ein- hverju ráða. VISA benti honum á að tala við TM og gaf honum upp neyðarnúmer hjá þeim. Drengurinn hring- ir í TM og þegar hann var búinn að bera upp erindið var svarað með þessari endemis spurningu: „Veistu hvað þú ert að gera drengur? Þú ert að vekja mig klukkan hálfsex á páskadagsmorgni!“ Lesandi góður, svona svarar neyðarsíminn hjá TM. Láttu þér ekki bregða. Ég spyr mig, hvað þarf maður að vera mikið slasaður til þess að mega ónáða neyðarlín- una hjá TM og VISA? það stendur sjálfsagt í smáa letrinu. Þessi setning: „Veistu hvað þú ert að gera drengur?“ segir allt sem segja þarf um gæði þjónustu TM. Að lenda í þessu slysi er ekkert annað en smá óhapp, ég verð bú- inn að gleyma meiðslunum áður en ég veit af. En að láta ekki eitt heldur tvö tryggingafélög teyma mig tvíbrotinn á asnaeyrunum dag eftir dag í sex daga samfleytt, er ófyrirgefanlegt. Mér segir svo hugur, að ég sé ekki sá fyrsti sem fær slíka meðferð. Ég tel skyldu mín að aðvara saklaust fólk, því ég veit að það eru fjölmargir eins og ég sem halda að allt sé í góðu lagi en svo þegar loksins á reynir er þetta allt eitt sjónarspil. Nú er liðin rúm vika síðan ég kom til landsins. Í einfeldni minni hélt ég að það færi eitthvað ferli í gang hjá tryggingafélögunum við slíkar aðstæður. Að þeir myndu kannski fylgjast með hinum slas- aða, hvar hann væri og hvernig honum hefði reitt af. Ég hef ekki heyrt frá þeim aukatekið orð. Trygging er nauðsyn en að lenda í svikahröppum sem auglýsa vöru daglega í fjölmiðlum sem er alls ekki á boðstólum er ekkert grín. Hver verða viðbrögð þeirra sem í þessu lenda? Sennilega standa ekki margir kostir til boða. Er málsókn á hendur VISA, stærsta greiðslukortafyrirtæki landsins og Tryggingamiðstöðinni möguleiki? Það er varla fýsilegur kostur. Að hætta viðskiptum við TM og VISA er augljós kostur en það eitt og sér breytir engu. Hins vegar hef ég haft spurnir af því að þessi reynslusaga mín er ekkert einsdæmi. Ég skora því á alla þá sem hafa lent í einhverju svipuðu þessu og þá sem hugsanlega eiga eftir að lenda í slíku að láta í sér heyra og taka þessu ekki þegjandi og hljóðalaust. Erum við neytendur berskjald- aðir fyrir óprúttnum svikahröpp- um sem skýla sér á bak við stór- fyrirtæki sem hafa ráðandi markaðsstöðu? Svo má ekki vera. Ertu tryggður hjá VISA og TM? Eftir Anton Bjarnason Anton Bjarnason »Neyðarsím- svarinn hjá TM: „Veistu hvað þú ert að gera drengur? Vekja mig klukkan hálfsex á páskadags- morgni!“ Höfundur er íþróttakennari. H. Haarde forsætisráðherra segir eðli- ð ríki sem sækja um aðild að Atlants- andalaginu og uppfylla skilyrði fái aðild ndalaginu. Ef eitt tiltekið ríki geti haft á hvort önnur ríki fái að gerast aðilar tó væri bandalagið að senda röng skila- kilaboð um að búið sé að skipta Evrópu aríki. reiningur er á leiðtogafundi Nató um Úkraína og Georgía fái aðild að um- rferli bandalagsins. Geir segir að ís- stjórnvöld styðji að skref verði tekin í aðild þessara tveggja ríkja að Nató. ð munum fylgja meirihlutanum í því g stuðla að sammæli innan Nató. Það iptar skoðanir um þetta innan banda- s. Auðvitað væri eðlilegt að ríki sem llir öll skilyrði og óskar sjálft eftir því nga inn í bandalagið væri boðið velkom- það eru nokkur álitaefni um hvort lönd- fylli skilyrðin með tilliti til lýðræðis- ar og umbóta innanlands. Í rauninni er erið að tala um eitt þrep í viðbót í átt að vegna þess að svona aðildaráætlun sem er talað um er ferli sem getur tekið ár.“ r segir að aðildarferlið hafi tekið sex ár róatíu og Albanía og Makedónía hafi í þessu ferli í níu ár. Þó að samþykkt á fundinum að hefja aðildarferli Úkr- g Georgíu muni mörg ár líða áður en n verði fullgild aðildarríki. r segir líklegt að það verði talsverður ngur um málið á fundinum. „Ef það ekki samkomulag nær þetta ekki fram nga.“ r var spurður hvort það væru ekki vafa- kilaboð til ríkjanna að hafna ósk land- um að gerast aðilar. „Það er varasamt a út þau skilaboð að það sé búið að Evrópu upp í áhrifasvæði þar sem eitt ð ríki geti haft áhrif á hvort önnur ríki aðilar að svona bandalagi.“ r segir að það sé ekki fullreynt hvort áist samkomulag á fundinum. Pútín i Rússlands mæti á fundinn og sömu- forseti Úkraínu. „Lönd þurfa að leggja rt á sig til að geta orðið aðilar að tshafsbandalaginu. Í Albaníu hefur t.d. r stað heilmikill umbótaferill innan- til þess að uppfylla lágmarksskilyrði nd þurfa að uppfylla til að geta kallast u lýðræðisríki.“ Reynir á samstöðu innan Nató Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra sagði að aðildarumsókn Úkraínu og Georgíu reyndi talsvert á samstöðu innan Nató. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi mál verða leyst á fundinum vegna þess að Bush forseti Bandaríkjanna er búinn að vera í Úkraínu og gefa út nokkuð afdráttar- lausar yfirlýsingar um að Úkraína eigi að verða hluti af Nató. Það hafa einnig komið nokkuð afdráttarlausar yfirlýsingar frá Ang- elu Merkel, kanslara Þýskalands, um að hún telji þetta ekki tímabært þó að allir séu sam- mála um að bæði Úkraína og Georgía eigi fullt erindi inn í Nató. Það er greinilegt að það sem vakir fyrir Þjóðverjum núna er að þeir telja ekki ráðlegt að ögra Rússum meira en orðið er með viðurkenningunni á Kosovo.“ Ingibjörg Sólrún sagði að íslensk stjórn- völd myndu leggja áherslu á að stuðla að því að lausn fengist í þessu máli og styðja að Úkraína og Georgía gætu hafið aðildarferlið ef samstaða væri um að stíga slíkt skref. Hún tók fram að jafnvel þó að ekki næðist sam- staða á fundinum mætti alls ekki líta svo á að umsókn landanna hefði verið hafnað. Málið yrði áfram til umræðu innan Nató. Málefni Afganistans verða eitt af aðalmál- efnum Nató-fundarins. Ingibjörg Sólrún sagði liggja fyrir að Frakkar ætluðu að fjölga hermönnum í Afganistan, það yrði að koma í ljós hvort fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar- ið. „Á fundinum verður væntanlega gefin út yfirlýsing um að menn séu staðráðnir í því að hopa ekki frá Afganistan. Það er í sjálfu sér merkilegt að þennan leiðtogafund Nató situr Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en það mun vera í fyrsta skipti sem framkvæmdastjóri SÞ situr leiðtogafund Nató. Það er vegna þess að þetta mál er á for- ræði Sameinuðu þjóðanna og ISAF.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fái aðild að upp- ylltum skilyrðum Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.