Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 15 MENNING MONIKA Abendroth verður gestur Antoniu Hevesi á há- degistónleikum Hafnarborgar í dag. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund og eru tæki- færi fyrir fólk til að njóta góðr- ar tónlistar í hádegishléi. Tón- leikarnir eru í boði Hafnar- borgar, enginn aðgangseyrir og öllum opnir á meðan hús- rúm leyfir. Sjaldan heyrist í hörpu og píanói saman á tónleikum og er Monika eini hljóðfæraleikarinn sem er gestur Antoniu í vetur. Í eigin útsetningum á ljúflingslögum úr ýmsum áttum stilla þær saman strengi sína á slaghörpu og hörpu. Tónlist Slagharpa og harpa í Hafnarborg í dag Monika Abendroth TRÍÓTÓ heitir sveitin sem leikur í djass- klúbbnum Múlanum á Domo í kvöld kl. 21. Hana skipa þeir Óskar Guðjónsson saxófónleik- ari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari en þremenningarnir munu einnig grípa í ýmis slagverkshljóðfæri. Lögin eru flest eftir þá félaga en nokkur úr smiðju annarra tónskálda. Þótt tón- listarmennirnir hafi spilað saman í mörg ár, bæði hér og erlendis, er þetta í fyrsta sinn sem Tríótó heldur almenna tónleika í Reykjavík. Það kostar þúsund kall inn en fimm hundruð fyrir nema. Tónlist Tríótó vígir Reykjavík í kvöld Tríótó BANDARÍSKI píanóleikarinn Robert Levin leikur píanó- konsert nr. 3 eftir Beethoven á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Carlosar Kalmar. Í frétt frá hljómsveitinni segir: „Verkið er eitt af stórvirkjum Beethovens þar sem segja má að hann birtist sem fullþroska konsertasmiður með eigin stíl og tónmál, afgerandi og tilfinningaþrungið verk sem hann samdi í eftirlætistóntegund sinni, c-moll.“ Hljómsveitin leikur líka Ótelló, forleik eftir Dvorák og tónaljóðið Don Kíkóta eftir Rich- ard Strauss. Tónlist Robert Levin með Sinfóníunni í kvöld Robert Levin Ég var svo lánsöm að alast upp ofan ísagnabrunni,“ sagði Kristín Steinsdóttirrithöfundur í þakkarávarpi sínu í gær, þegar hún tók við Sögusteininum, barna- bókaverðlaunum Ibby og Glitnis. Vigdís Finn- bogadóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega at- höfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Fram kom að það hefði verið einróma álit valnefndar, sem skipuð var Önnu Heiðu Pálsdóttur bókmennta- fræðingi, Ármanni Jakobssyni bókmenntafræð- ingi og Rögnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu og rithöfundi, að Kristín Steinsdóttir skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í greinargerð valnefndar sagði meðal annars: „Kristín Steinsdóttir hefur verið einn af af- kastamestu barnabókahöfundum þjóðarinnar í tvo áratugi og bækur hennar hafa notið mikillar hylli bæði lesenda og gagnrýnenda. […] Með skrifum sínum hefur hún í senn lyft íslenskum barnabókmenntum og vakið athygli umheims- ins á þeim.“ Auk verðlaunafjárins fékk Kristín til eignar fallegan verðlaunagrip hannaðan af Önnu Þóru Árnadóttur, grafískum hönnuði, sem einnig hannaði merki Sögusteinsins. Í maríuerluhreiðri í maí Kristín segir að Sögusteinninn hafi einmitt orðið útgangspunktur þakkarávarpsins. „Það er skemmtilegt að verðlaunin skuli heita Sögusteinninn. Samkvæmt þjóðtrúnni finnst hann í maríuerluhreiðri í maí. Maður á að taka hann úr hreiðrinu og bera hann í blóð- ugum hálsklút. Þá getur maður lagt hann við eyrað á sér, og hann segir manni allt sem mað- ur vill vita. Það er ekki slæmt að eiga slíkan stein. Sögusteinn sem verðlaunahafinn fær kemur frá Álfasteini á Borgarfirði eystra, og ég er Austfirðingur eins og hann. Mér finnst gam- an að draga líkindi af því. Ég ber ekki sögu- steininn við eyrað, heldur var ég svo lánsöm að alast upp í sögubrunni fyrir austan. Mamma sagði okkur stanslaust sögur, og hún sagði þær með réttum þögnum, endurtekningum og áherslum, þannig að maður var alltaf jafn spenntur, þótt maður hefði heyrt sögurnar þús- und sinnum,“ sagði Kristín. „Þegar ég lít til baka er það meðal annars þetta sem hefur gert mig að rithöfundi.“ Kristín Steinsdóttir fær Sögusteininn, barnabókaverðlaun IBBY og Glitnis Í HNOTSKURN » Kristín Steinsdóttir hefur verið rithöf-undur að aðalstarfi frá árinu 1988. » Bók hennar Á eigin vegum var í fyrra til-nefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Á BORÐI Kristínar nú eru tvö handrit; annað að barnabók sem hún byrjaði að skrifa fyrir níu árum, og hitt að skáldsögu fyrir fullorðna sem hún byrjaði að skrifa fyrir um fimm, sex árum. „Ég skrifa þetta á víxl, og hleypi öðru að inn á milli. En verðlaunin kveikja aftur á barnabókahöfundinum og ég fer bráðum til Barcelona í nokkrar vikur og tek barnabókarhandritið með mér þangað,“ segir Kristín sem hér sést ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur og Má Mássyni formanni menningarsjóðs Glitnis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveikt á barnabókahöfundinum ÍSLENSKA listakonan Sara Riel sýnir verk sín um þessar mundir í kínversk-evrópsku listamiðstöðinni í Xiamen í Kína. Öll verkin eru ný af nálinni og ber sýningin yf- irskriftina Made in China. Verk Söru hafa vakið at- hygli ytra og þykir sérstakt hvernig hún býr til einstök verk úr fjölda- framleiddum hlutum. Á sýningunni eru innsetn- ingar, málverk, ljósmynd og 700 boðskort á sýninguna sem voru handgerð hvert og eitt og send til gesta úti um allan heim. Sýningin er einskonar rannsókn listakonunnar á skynjun sinni í nýju umhverfi; á innri kenndum sem fylgja því að vera á ókunnugum stað. Hún leitar áhrifa í heiminn umhverfis sig, kannar ókunnar slóðir án væntinga og beygir spennt fyrir næsta horn í fullkomnu trausti til þess óvænta. Á sama tíma upplifir hún sjálfa sig einangraða og framandi í þessu fjölmennasta landi heims, vegna þess að hún skil- ur ekki mál innfæddra. Hún skoðar hug sinn gaumgæfilega undir þess- um kringumstæðum. Önnur áhrif sækir hún í tai chi og kennarann Yang sem talar um mik- ilvægi flæðisins og minnir á að hvítt býr í svörtu og svart í hvítu, yang og yin. Verk Söru eru sjónræn brot úr þessum veruleika sem miða að því að vekja tilfinningu með áhorfand- anum um hverful augnablik. Sara Riel sýnir í Kína Kannar framandi slóðir Sara Riel Morgunblaðið/Billi Boðskort Eitt boðskortanna 700 sem Sara bjó til og sendi á gesti. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ANGUS Fairhurst, einn bresku listamannanna í hópnum sem kall- aður hefur verið YBA, „Young Brit- ish Artists“, fannst um helgina lát- inn í Skotlandi, 41 árs að aldri. Samkvæmt fréttum í Bretlandi féll hann fyrir eigin hendi. Fairhurst var einn af hinum 16 nemendum Goldsmith College sem árið 1988 tóku þátt í sýningunni Freeze, þar sem Damien Hirst var driffjöðurin. Í kjölfarið urðu margir listamannanna úr hópnum mjög þekktir og hefur frægðarsól þeirra haldið áfram að rísa. Þar á meðal eru, auks Hirsts, þau Sarah Lucas og Gary Hume. Angus Fairhurst tók árið 2000 þátt í sýningu í Nýlistasafninu, í til- efni af því að Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu. Ásamt honum sýndu þrjú önnur úr þess- um svokallaða YBA-hópi, þau Lucas, Gillian Wearing og Michael Landy. Einmana fólk í sínu horni Ofanritaður ræddi við Fairhurst og félaga yfir morgunkaffi á Gráa kettinum einn ágústdag sumarið 2000. Fairhurst kom fyrir sjónir sem hæglátur maður, sem vildi þó koma því á framfæri að hann hefði skemmt sér vel í Reykjavík. Hann sagði list snúast um samskipti, að koma hugmyndum listamannanna út á meðal fólksins. „Dags daglega erum við listamennirnir ekkert annað en einmana fólk sem situr hvert í sínu horni og er eitthvað að krabba.“ Í umfjöllun breskra blaða um Fairhurst segir að hann hafi ekki gengist upp í eða notið athyglinnar eins og sumir kollegar hans, og hafi ef til vill ekki orðið eins frægur og þeir fyrir vikið. Hann er hvað þekktastur fyrir bronsskúlptúra en vann í ýmsa miðla. Stephen Deuch- ar, forstöðumaður Tate Britain, segir að hann hafi verið frábærlega hugmyndaríkur, fyndinn og ögrandi listamaður. „Fairhurst veitti eigin hæfi- leikum alltaf viðnám en af lista- mönnum sinnar kynslóðar skapaði hann einhver mest hrífandi og hug- myndaríkustu verkin,“ segir sir Nicholas Serota, forstöðumaður Tate. Síðustu einkasýningu Fairhursts, í Sadie Coles-galleríinu í London, lauk daginn sem hann lést. Angus Fairhurst, úr upphaflega YBA-hópnum, fannst látinn Sagður hafa veitt eigin hæfileikum viðnám Á Hverfisgötu Angus Fairhurst, til hægri, og félagar hans sem sýndu í Nýlistasafninu árið 2000, þau Lucas, Landy og Wearing. Morgunblaðið/Einar Falur Sögurnar gerðu mig að rithöfundi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.