Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 6
GRÉTAR Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sá í gær ástæðu til að hringja í Þórarin Ævarsson, fram- kvæmdastjóra IKEA, til að þakka honum fyrir fram- lag hans í um- ræðuna um verðhækkanir. Þórar- inn gagnrýndi í viðtali í Morgun- blaðinu innflytjendur fyrir að hækka vörur sínar strax og sagði enga ástæðu til þess. „Já, ég verð að segja eins og er að það hafa orðið þó nokkur við- brögð,“ sagði Þórarinn aðspurður í gær hvort hann hefði fengið mikil viðbrögð við gagnrýni sinni. „Mér fannst mjög skemmtilegt að heyra í Grétari, við áttum gott samtal. Hans viðbrögð voru þau að honum fannst svo gott að vita til þess að einhverjir í mínum hópi hugsuðu ekki á sömu línu og allir hinir,“ seg- ir Þórarinn og nefnir einnig frétta- tíma á Stöð 2 þar sem sýnt var frá fundi viðskiptaráðherra, verkalýðs- forystunnar og Neytendasamtak- anna. „Niðurlag þeirrar fréttar var að menn voru mjög ánægðir með það sem kom fram í Morgunblað- inu,“ segir Þórarinn og bætir við að forystugreinin í Morgunblaðinu í gær hafi verið gríðarlega sterk. „Hún dregur línuna mjög skýrt. Ég finn það að Morgunblaðið er að veita okkur mikinn stuðning með þessu og bakka okkur upp.“ Þórar- inn segist jafnframt hafa heyrt frá fjölda viðskiptavina og að blogg- heimurinn hafi logað. „Nú vonar maður bara að krónan fari að styrkjast,“ segir hann. „Ég held líka og er viss um að þessi grein í Mogganum í gær [fyrradag] hafi orðið kveikjan að því að olíufé- lögin lækkuðu í dag [í gær].“ Hann klykkir út með því að hann sé sann- færður um að fleiri muni slást í lið með IKEA. „Það er náttúrlega það sem þarf því annars fer verðbólgan út í einhverja vitleysu. Það er bara þannig.“ Telur fleiri munu slást í lið með IKEA Þórarinn Ævarsson 6 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is GERA þarf mikið átak í að bæta brunavarnir í gömlum húsum í borg- inni sem teljast til menningarverð- mæta. Þetta kom fram á fundi með byggingarfulltrúa Reykjavíkur, slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðis- ins og brunamálastjóra á fundi í gær. Þar var kynnt skýrsla Brunamála- stofnunar um stórbrunann við Lækj- artorg, sem varð 18. apríl í fyrra. Þá eyðilögðust tvö af eldri húsum borg- arinnar, Lækjargata 2 og Austur- stræti 22, í eldi. Björn Karlsson brunamálastjóri kynnti skýrslu Brunamálstofnunar. Fram kom í máli hans að ekki væri líklegt að um íkveikju hefði verið að ræða en líkur eru taldar á því að eld- urinn hafi komið upp í millilofti í Fröken Reykjavík og borist mjög hratt yfir í Austurstræti 22. Talið er að það hafi verið vegna þess að eld- varnarvegg vantaði. Björn sagði að svo virtist sem veggurinn hefði verið rifinn fyrir um 30–50 árum af þáver- andi eigendum hússins. Hann sagði með ólíkindum að menn hefðu rifið slíkan vegg, enda hefði þeim átt að vera kunnugt um þá eldhættu sem það skapaði. Hefði eldveggurinn ver- ið til staðar hefði eldurinn farið mun hægar á milli. Tjón upp á 132 milljónir króna Björn fjallaði um slökkvistarfið og sagði að eftir að tilkynnt var um eld- inn hefði svar- og greiningartími Neyðarlínu verið mjög langur, eða 134 sekúndur. Þetta hefði komið til af því að sá sem tilkynnti fyrstur um brunann hefði verið mjög óskýr í máli. Erfiðlega hefði gengið að ráða við eldinn framan af, en eftir að þak hússins að Austurstræti 22 og Frök- en Reykjavík var rofið hefði starfið gengið vel. Tilkynning um eldinn barst um kl. 13.50 og var allur eldur slökktur um klukkan 19.30. Í skýrsl- unni segir líka að rannsókn lögreglu á orsökum eldvoðans hafi gengið illa vegna niðurrifs húsanna eftir brun- ann. Fram kemur í skýrslu Brunamála- stofnunar um brunann að tjónið vegna hans nemi alls um 132 millj- ónum króna. Hefur Samfylkingin óskað eftir því að skýrslan verði kynnt í borgarráði. Að lokinni kynningu skýrslunnar ræddu Björn Karlsson, Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins, og Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, við blaðamenn. Björn sagðist telja að þeir sem rifu eldvarnarvegginn á sínum tíma hefðu vitað vel hvað þeir voru að gera. „Þetta var einbeittur brotavilji,“ sagði Björn. Magnús benti á að saga húsanna sem um ræddi væri löng. Hann sagði að á teikningum frá því snemma á 20. öld kæmi fram að eldvarnarveggur væri á milli húsanna, en ekki væri til- greint nánar hvernig hann væri. „En í dag erum við með brunatákn á þess- um veggjum sem lýsa allt öðrum vegg heldur en nokkurn tíma hefur verið þarna.“ Með þessum upplýsing- um frá brunamálayfirvöldum væri verið að senda rangar upplýsingar. Ekkert úðakerfi í MR Fram kom hjá þremenningunum að einn helsti lærdómur sem draga mætti af brunanum væri að betur þyrfti að huga að eldvörnum í göml- um, verðmætum húsum. Til stendur að ráðast í úttekt á brunavörnum í gömlum byggingum sem teljast mik- ilvægar í menningarlegu tilliti. Þar má nefna Bernhöftstorfuna, Mennta- skólann í Reykjavík, Iðnó og Höfða. Viðræður milli húsafriðunarnefndar, Brunamálastofnunar, forvarnadeild- ar SHS og byggingarfulltrúans í Reykjavík um þetta eru hafnar. Magnús benti á að í sumum hinna gömlu húsa væru upprunalegir viðir sem ekki fengjust lengur og Íslend- ingar hafi ekki efni á að missa þessi hús. „Við erum með fátæklegan byggingararf og þurfum svo sannar- lega að hanga á því sem við eigum,“ sagði Magnús og nefndi í þessu sam- bandi byggingu Menntaskólans í Reykjavík, sem er frá árinu 1846. „Mér er ekki kunnugt um að það sé neitt vatnsúðakerfi í þessu húsi. Þarna var Þjóðfundurinn haldinn. Það er ekkert gaman að standa í eft- irlíkingu af þessu húsi ef það skyldi farast í eldi.“ Jón Viðar benti á að hús sem teld- ust til menningarverðmæta gætu verið í eigu einkaaðila og erfitt gæti reynst að gera kröfur til þeirra um að leggja fé í varnirnar. „En þá þurfa jafnvel yfirvöld að koma með fjár- styrki til þess að bæta úr ástandi hússins,“ sagði Jón Viðar. Gera þarf stórátak í eld- vörnum verðmætra húsa Morgunblaðið/Júlíus Bruni Rúmlega 200 ára gamalt hús, Austurstræti 22, gjöreyðilagðist í stórbrunanum í apríl í fyrra. Ekki líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða í brun- anum í Lækjar- götu í fyrravor „ÉG hef haft það á tilfinningunni frá því að þessi bruni varð að ég hafi brugðist […] Mér finnst ég hafa brugðist í nokkuð víðtækum skiln- ingi,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæð- isins, á fundinum í gær. Nefndi hann þar m.a. að æskilegt hefði verið að hann hefði verið búinn að ýta á brunamálayfirvöld að láta útbúa verklagsreglur, líkt og gildi á Norð- urlöndunum, þar sem sérstaklega sé fjallað um hvernig haga eigi brunavörnum í menningarverðmætum. „Við erum ekki að tala um eitthvert hús. Við erum að tala um hús frá því um aldamót og frá því fyrir alda- mót,“ sagði hann. „Við hugsum ekki nógu vel um menn- ingarverðmætin okkar,“ sagði hann einnig. Jón Viðar sagði að einnig mætti velta fyrir sér hvort brunamálayfirvöld væru að bregðast þeim sem sinna byggingum, á borð við smiði, rafvirkja og aðra. „Er ekki nógu mikil fræðsla í menntakerfinu um alvarleika bruna?“ spurði Jón Viðar. Ekki hugsað um menningarverðmætin Jón Viðar Matthíasson Þ að eru miklir sviptivindar á Íslandi þessa dagana. Það er ekki einasta að Kári blási hressilega um land- ann heldur stöndum við frammi fyrir vindasömu ástandi í efna- hagslífi þjóðarinnar. Það er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í hremm- ingum, öðru nær. Þeir sem eldri eru muna endalausu sveiflurnar og hve sársaukafullar þær gátu verið á stund- um. Þótt aðstæður nú séu með allt öðr- um hætti og staða Íslands gjörbreytt er allt í lagi að átta sig á hvernig hlutirnir voru. Það er líka þannig, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr, að um leið og við fögnum góðærinu og því að ein- staklingar og fyrirtæki, og þar með rík- iskassinn, hagnist vel, þá hlýtur sama lögmálið að gilda þegar harðnar á daln- um. Þar verða allir að taka ákveðinn skell. Þetta finnst mér skipta máli þegar menn hafa uppi stór orð um viðbrögð við ástandinu og einnig stór orð um það hvernig þróunin verður næstu mánuði. Það er nefnilega þannig að enginn veit fyrir víst hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það á ekki síst við í síkvikum heimi alþjóðaviðskipta. Það er mikið skrafað og skrifað um hvernig ríkisstjórnin eigi að bregðast við ástandinu og hvernig kröftum henn- ar verði best fyrirkomið við þessar að- stæður. Um það sýnist vafalaust sitt hverjum og í raun má spyrja sig hvort hún eigi með sérstækum hætti að blanda sér í ástandið. En það er efni í allt annan pistil. Satt að segja finnst mér stundum að menn ættu að tala minna. Hitt veit ég, að nú þegar er pyngja landsmanna farin að léttast. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið, nægir að nefna hækkun á matvörum í því sambandi. Víst er að þær taka í, þegar allt er talið. Það er sagt að molar séu líka brauð, þegar krónunum er safnað saman. Ég reyndi það á eigin skinni um daginn, þegar krónan féll hvað mest, að vara sem ég hafði auga- stað á hækkaði skyndilega þar sem hún stóð í búðarglugganum. Verslanir hafa þegar hækkað vöruverð vegna óhag- stæðra innkaupa. Ég hef reyndar ekki enn séð tilboð um að kaupa „á gamla verðinu“ eins og mig rekur barnsminni til, þótt ég telji reyndar að það hljóti að vera akkur í því fyrir verslanir að selja meira á „gamla verðinu“ heldur en að hækka eins fljótt og vísbendingar eru um nú – og selja jafnvel minna. Látum það vera. Það er svo annað mál að við eyj- arskeggjar höfum verið afar óduglegir við það að láta óánægju okkar í ljós þegar við setjum vörur í körfuna okkar. Af hverju látum við bjóða okkur að vörur hækki svona hratt en þegar tök eru til lækkana ýtum við ekki nægilega við markaðnum? Það getur vel verið að sumum þyki sem ég tali harkalega, en mín skoðun er eindregið sú, að við þurf- PISTILL » Af hverju látum við bjóða okkur að vörur hækki svona hratt en þegar tök eru til lækkana ýtum við ekki nægilega við markaðnum? Ólöf Nordal Tölum af skynsemi um öll að sýna meiri vitund um verðlag í landinu. Ég veit ósköp vel að það rekur eng- inn fyrirtæki með tapi til lengri tíma. En það að boða 30% hækkun á verðlagi næstu örfáa mánuði er ansi vel í lagt. Við þessar aðstæður má ekki setja upp svörtustu svartsýnisgleraugun. Það verður að tala af ró og skynsemi. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu svipti sautján ára stúlku ökuleyfi eftir að hafa stöðvað hana á Reykja- nesbraut, sunnan Hafnarfjarðar, að- faranótt miðvikudags. Bifreið stúlk- unnar mældist á 153 km hraða, þar sem 90 km/klst er hámarkið. Að sögn lögreglu gat stúlkan ekki gefið aðrar skýringar á aksturslagi sínu en að hún hefði verið að flýta sér í bæinn. Á 153 km hraða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.