Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 13 FRÉTTIR BÚIÐ er að yfirfara greiðslugetu á umframmjólk frá og með 1. apríl 2008 og helst verðið óbreytt. Það verður að lágmarki 35 kr. á lítra út þetta verðlagsár og verður næst endurskoðað 1. júlí. Á heimasíðu Auðhumlu segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á að markaðsfæra og selja sem mest af skyri erlendis. Töluverðar sviptingar hafi orðið á verðlagi mjólkurafurða frá því um áramót þegar gefið var út að verð á umframmjólk yrði að lágmarki 35 kr. á lítra. Við verðlagningu á um- frammjólk er gert ráð fyrir að hún verði fimm milljónir lítra á þessu verðlagsári. Mjólkinni er breytt í smjör, und- anrennuduft og skyr. Smjörið fer allt á markað í Evrópusambandinu þar sem Ísland hefur tollfrjálsan kvóta. Undanrennuduftið er selt um allan heim og skyrið er flutt til Bandaríkjanna og Bretlands. Verð á smjöri og undanrennudufti sveiflast töluvert og hefur lækkað frá áramót- um um tæplega þriðjung. Verð á skyri er hins vegar stöðugt og hátt. Markmiðið er að auka hlutfall skyrs á kostnað undanrennudufts. Á árinu 2007 voru flutt út 138 tonn af skyri og á þessu ári er gert ráð fyrir að flytja út á milli 250-300 tonn af skyri. Raunhæft er að gera ráð fyrir að útflutningurinn geti tvöfaldast á skyri á hverju ári á næstu árum að lágmarki. Ef unnið væri skyr úr þeim fimm milljónum lítra af umframmjólk sem við áætlum að verði framleidd þá svarar það til um 1.700 tonna. Miðað við núverandi markaðsverð og gengi myndi það þýða að hægt væri að greiða um 50 kr. á hvern lítra um- frammjólkur. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að markaðsfæra og selja sem mest af skyri erlendis, segir á heimasíðu Auðhumlu. Gengislækkun og verðhækkanir Smjörið, undanrennuduftið og skyrið eru seld í evrum, sterlings- pundi og Bandaríkjadal. Gengi þess- ara gjaldmiðla hefur hækkað veru- lega frá áramótum og þannig hefur dalur og pund hækkað um 23% en evran um 33%. Þrátt fyrir geng- islækkun krónunnar þá nær hún ekki að vega upp á móti erlendum verðlækkunum. „Þá hafa einnig orðið verulegar kostnaðarhækkanir á innlendum og erlendum kostnaðarliðum á borð við flutningskostnað, umbúðir, íblönd- unarefni, laun og orku sem eru á bilinu 10-20% frá síðustu áramótum. Til gaman má geta þess að ef af- urðaverð erlendis hefði haldist óbreytt væri greiðslugeta okkar um 43 kr./lítra,“ segir í frétt Auðhumlu. Mikil aukning á útflutningi á skyri Vinsælt Íslenska skyrið hefur á síð- ustu árum verið selt á nýja markaði. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur sett reglugerð um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi bæklun- arlækna sem eru án samninga. Samningar samninganefndar ráð- herra og sjálfstætt starfandi sérfræð- inga í bæklunarlækningum um þjón- ustu utan stofnana runnu út 31. mars sl. og þar sem ekki hafa náðst nýir samningar er nú leitast við að tryggja stöðu sjúkratryggðra með sérstakri reglugerð. Reglugerðin gildir til og með 31. maí 2008 og samkvæmt henni er tilvísun frá öðrum lækni ekki skil- yrði fyrir endurgreiðslu TR á kostn- aði vegna þjónustu bæklunarlækna. Í gildi eru samningar við tilgreinda bæklunarlækna vegna krossbandaað- gerða á hnjám. Sérgreinalæknar sem hafa falið LR samningsgerð fyrir sína hönd hafa þegar samið við samninganefnd heil- brigðisráðherra og gildir sá samning- ur til 31. mars 2010. Sérstök reglu- gerð vegna þjónustu þeirra er því ekki nauðsynleg. Enn er ósamið við hjartalækna og barnageðlækna og er stefnt að niðurstöðu hjá samninga- nefnd í þessum mánuði. Reglugerð um greiðslu vegna bækl- unaraðgerða AÐALFUNDUR BHM verður hald- inn í dag og á morgun í Rúgbrauðs- gerðinni við Borgartún undir yfir- skriftinni „stefnum sterk til fram- tíðar“. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða umræður um nýja launakönnun sem gerð var meðal fé- lagsmanna og umræður um stefnu- mörkun samtakanna. Fyrirlesarar verða Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, sem fjallar um möguleika ís- lenskra samtaka launafólks til áhrifa, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunn- ar, fjallar um það hvort gömlu kyn- hlutverkin stjórni enn lífi okkar. Aðalfundur BHM ♦♦♦ Ríkulegur staðalbúnaður • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Radial dekk / 13” álfelgur • Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggðir gluggar • 2 feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 Fax 551 5601 • www.utilegumadurinn.is CD spilari/ útvarp vatn tengt heitt/kalt Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 Rockwood Fellihýsin 2008 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum. Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði. Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr. ♦♦♦ AÐALFUNDUR Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF) verður haldinn á Radison SAS Hótel Sögu í dag, fimmtudag, og hefst kl. 9 með fundum faghópa þar sem fjöldi fyrirlesara mun tala og fjallað verður m.a. um ímynd Íslands, áhrif af gengi krón- unnar á ferðaþjónustuna, gæðakröfur ferðamanna og eldsneytismál. Að loknum fagnefndafundum setur Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, fundinn og Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra flytur ávarp. Að lokum fer fram afhending verðlauna Ferðamálaseturs til loka- verkefna háskólanema. Aðalfundur SAF í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.