Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 44

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 44
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Umhverfismat  Ákveðið hefur verið að álver, sem til stendur að Alcoa reisi á Bakka við Húsavík, fari í lögformlegt umhverf- ismat og að undirbúningur að bygg- ingu álvers hefjist á grunni gildandi laga. Rannsóknir benda til að næg orka sé á svæðinu, að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, sveitarstjóra Norðurþings. »Forsíða Óku ekki undir áhrifum  Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í gær tvo karlmenn af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Dómurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að umbrotsefni kannabisefna fundust í þvagi mann- anna, og áður hefur það eitt nægt héraðsdómstólum til að dæma ein- staklinga til refsingar. »2 Varar við samdrætti  Ben Bernanke, bankastjóri Seðla- banka Bandaríkjanna, varaði við því að mögulega væri von á samdrætti í bandarísku efnahagslífi á næstu mánuðum er hann ávarpaði Banda- ríkjaþing í gær. »Viðskipti SKOÐANIR» Staksteinar: Ámælisverð vinnubrögð Forystugr.: Gersemar Þjóðleikhúss | Hvað líður banni við nektardansi? Ljósvaki: Vítt og breitt eins og vorlóa UMRÆÐAN» Hrikalegt ástand í Darfúr – kemur það mér við? Krabbamein hjá körlum á Íslandi Tímamótasamstarf í Árbæ Icelandic rær lífróður „Þegiðu og haltu áfram“ Feimni Indverjinn og Tata Group Hildur í stjórn fimm stórfyrirtækja VIÐSKIPTI» 4 4 4 4 4  4 4 4 5 $ #6 ( / ,# 7     ! 2   4 4 4 4 4  4 4 4 . 8'2 ( 4 4  4 4 4  4 4 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8 8=EA< A:=(8 8=EA< (FA(8 8=EA< (3>((A! G=<A8> H<B<A(8? H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 6 °C | Kaldast 0 °C  Austan 10-18 m/s, hvassast fyrir vestan. Slydda eða snjókoma en rigning með köflum eða skúrir sunnan til. » 10 Villi Vill á nú end- urnýjuðum vinsæld- um að fagna og safn- plata með lögum hans fikrar sig upp sölulista. »40 TÓNLIST» Slær aftur í gegn TÓNLIST» Myndbandið gert undir áhrifum sveppa. »37 Skipinu sem kvik- myndin Brim gerist um borð í var siglt í strand í sandi við Reykjavíkurhöfn í fyrradag. »36 KVIKMYNDIR» Skipsstrand í Brimi TÓNLIST» Landamæraverðir með sýrópssætar varir. »38 TÓNLIST» Stórstjörnur flykkjast á Hróarskeldu. »39 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Tvær refaskyttur fundust látnar 2. Örtröð á bensínstöðvum 3. Lenti á rangri Þórshöfn 4. Mikil hækkun í kauphöllinni  Íslenska krónan styrktist um 2,5% „HJÓLIÐ er hugsað sem öryggistæki á stórum viðburðum eins og t.d. Menningar- nótt eða Gaypride þegar umferðin situr föst,“ segir Oddur Eiríksson sem hefur ver- ið slökkvi- og sjúkraflutningamaður á höf- uðborgarsvæðinu í um 30 ár. „Í löngum bið- röðum getur ýmislegt komið upp á, hvort sem er fæðing eða hjartastopp og þá felst öryggi í að einhver komist til að veita fyrstu hjálp,“ segir Oddur. Hugmyndin kviknaði hjá Oddi þegar hann keypti sér mótorhjól og bauð hann slökkvistöðinni hjólið sitt til afnota. Úr varð tilraunaverkefni til tveggja ára. „Þetta getur stytt útkallstímann veru- lega en það er aðallega í þeim tilvikum þar sem verður hjartastopp að viðbragðstíminn er mikilvægur. Hjólið er því búið hjarta- stuðtæki og öðrum tækjum sem nauðsynleg eru til endurlífgunar,“ segir Oddur. Göturnar eru lífæðar Oddur hefur verið á sveimi á hjólinu í tengslum við mótmæli atvinnubílstjóra und- anfarna daga og hefur gefið slökkvistöð- inni upplýsingar um opnar götur og verið á verði í löngum biðröðum, þó aðstoðar hans við vegfarendur hafi ekki verið þörf. Lögregla og slökkvilið líta aðgerðir bíl- stjóra alvarlegum augum og segir slökkvi- liðsstjóri mikilvægt að mótmælendur geri sér grein fyrir því að stofnæðar borgar- innar séu lífæðar sjúkraflutningamanna og alvarlegt sé ef þær teppist. | Miðopna Með hjartastuðtæki og önnur tæki til endurlífgunar á hjólinu Eitt hjól til taks ef illa skyldi fara Morgunblaðið/Júlíus TRAUST Antons Bjarnasonar á fyrirheitum VISA og Trygginga- miðstöðvarinnar um neyðaraðstoð urðu að engu eftir að hann slasaðist á skíðum á Ítalíu og þurfti að nýta sér þjónustu fyrirtækjanna þar sem hann var óferðafær. Hann seg- ir ófyrirgefanlegt að félögin hafi teymt hann stórslasaðan á asna- eyrunum í sex daga. Anton er tryggður hjá TM og taldi sig þar í öruggum höndum, auk þess sem hann er handhafi platínukorts hjá VISA sem átti að tryggja honum „persónulega og lipra þjónustu allan sólarhringinn“. Viðbrögð neyðarsímans „Veistu hvað þú ert að gera drengur? Þú ert að vekja mig klukkan hálfsex á páskadags- morgni!“ voru viðbrögðin sem son- ur Antons fékk er hann hringdi í neyðarsíma TM til að til- kynna að faðir hans væri axl- ar- og mjaðm- argrindarbrot- inn og þyrfti á aðstoð að halda. Honum var sagt að hafa sam- band við SOS, samstarfsaðila fyr- irtækjanna í Danmörku, en það tók SOS um 36 tíma að byrja að vinna í málum Antons, sem á meðan lá óferðafær og kvalinn á hótel- herbergi á Ítalíu. Samskiptin við SOS í Danmörku voru með ólíkindum að sögn Ant- ons. SOS tjáði honum að ekki væri unnt að fá pláss fyrir hann í flugvél til Kaupmannahafnar fyrr en að mörgum dögum liðnum. Samferða- fólk Antons bjó því um hann í bíl og var honum ekið á tvöföldum skammti verkjalyfja til München. Ferðin gekk vel þó Anton hafi varla vitað í þennan heim né annan á leið- inni. Eins og slitin ferðataska Þegar til München kom tók ekki betra við og leið Antoni eins og slit- inni ferðatösku sem „trygginga- félögunum góðu væri nákvæmlega sama um hversu lengi lægi þarna í útlöndum, axlar- og mjaðmargrind- arbrotinn“. Anton hvetur viðskiptavini fyrir- tækjanna sem hafi orðið fyrir við- líka meðhöndlun að láta í sér heyra og taka henni ekki þegjandi og hljóðalaust. | Miðopna Brugðust traustinu  Segir TM og VISA hafa dregið lappirnar í neyðartilfelli  Neyðarþjónusta fyrirtækjanna „er eitt sjónarspil“ Anton Bjarnason MATARKARFAN reyndist 5,4% dýrari í Krónunni en Bónus þegar Morgunblaðið gerði verðkönnun í verslununum tveimur í gær. Kostaði karfan 13.772 kr. í Krónunni en 13.064. kr. í Bónus, munurinn var 708 krónur. Sé verðkönnun Morgunblaðsins frá 13. mars sl. skoðuð sést að þær 27 vörutegundir sem voru kannaðar í báðum tilfellum hafa hækkað að meðaltali um 6,5% í Bónus en um 4% í Krónunni. 13 þessara vöruflokka höfðu hækkað í verði í Bónus á tímabilinu en 12 í Krónunni. Reyndist einna mest verðhækk- un á innfluttu grænmeti og ávöxtum og var þannig sú vara sem hækkað hafði mest í Bónus á tímabilinu rauð, innflutt paprika og nam hækkunin 40,4%, en í Krónunni voru það græn epli sem hækkað höfðu um 20,5%. Flestar mjólkurvörur höfðu einnig hækkað í verði sem og þær tvær kjötvörutegundir sem voru í báðum könnunum. | 20 Hækkunin 4 til 6,5% á þremur vikum Verðkönnun Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.