Morgunblaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA
HORTON m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára
STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 8:30D - 10D - 10:30D B.i. 10 ára DIGITAL
HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL
JUNO kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 6 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL
LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
- Sigurjón M. Egilsson
Mannlíf
eeee
,,Myndin er sannarlega þess virði
að fólk flykkist á hana.“
- Páll Baldvin Baldvinnsson
Fréttablaðið
eee
,,Pétur Jóhann í toppformi
í aðalhlutverkinu í bland
við bráðskemmtilega
toppleikara og furðufugla..."
- Snæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið
eee
,,Góð framleiðsla með topp
leikurum í öllum hlutverkum,
sem óhætt er að skella
gæðastimplinum á."
- Stefán Birgir Stefánsson
sbs.is
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
TIMBURMENNIRNIR eftir Laug-
ardagslögin eru þaulsætnir í vit-
um landans, en safnplata með lög-
um úr þessum vinsæla þætti – og
– keppni, situr sem fastast í efsta
sæti Tónlistans. Söngvarinn Vil-
hjálmur Vilhjálmsson hefur sömu-
leiðis verið þaulsætinn í hjörtum
Íslendinga, þar hefur hann verið
velkominn í marga áratugi en
safnplata með þessum elskaða
listamanni klifrar örugglega upp í
annað sætið, og hjálpa þar efalítið
til tónleikar sem hafa verið haldn-
ir að undanförnu í tilefni 30 ára
dánarafmælis hans. Bronsið fer
svo til Ólafar Arnalds, sem fer úr
10. sæti í það þriðja en hún og
stalla hennar, Ragnheiður Grön-
dal (sem er í 26. sæti) eru aldurs-
forsetar listans en brátt munu
þær hafa vermt hann í ár. Það er
annars ánægjulegt að sjá hversu
mikil og góð nærvera íslenskra
hljómlistarmanna er á listanum.
Þeir sem eru af erlendu bergi
brotnir eru ekki nema þrír, svall-
ararinn og séníið Amy Winehouse
er síst á útleið og skuggaprinsinn
Nick Cave, sem er búinn með
sukkpakkann, snarar sæmilega út
af nýjasta ópus sínum, Dig!!! Laz-
arus Dig!!! Söngkonan Amy
McDonald er þá ný á lista og fer
beint í ellefta sætið með plötu
sína This is the Life.
!
"
# $ $% %&
%'()
*+ , %
'#
%'-./)%()
!
" # $
%&
"$ '!( !!
) *+
$
,%-
.!!+
/-!01'
21 +##
)!3 )1'
) *+
$
"
456 0#'
,7' '
! "# "
$%& ' %%( )'%
*%
+
, % )*
"
) -.
/0 "0%%
+
)1
,)
23
4
2
5&
60 7
*
'%,
"
) -.
8"""" $%
1"
6"%
9
:)"9
:)
-./)
010
2%34
,*
"
-./)
,
-./)
( 5
"
$%3.'(
',678'9:
,%-8
295
:
+#+
8;)<-!
8,
8& #,
.2%
2' ''
*
'= #
>'.'<9 -
""
=
.+!?&4<' !+.;
2& '
@,@A
.& '54
%'?''0 9
B!
*-!*
C'
/0 "0%%
$ )& ,7/0 %
;
5
%"<=
%:
$%% )%/0"
'(%
"
'(% ""
>
"%%
6
?5&%
'"(
'"
%
/0%@ %3@ %'
+
)) A"
>%&
9 9%$
*
B %%
2C"@
)%%D(
535353@%'
5%35%35%
! E
@0%%FG%% "9%
FF5
H%
5 E G"!&%:
"
%
*+
"
(,;
<
(,;
<
=4
>
*
"
?1,
?1, &,=
"
?
Djúpt í Laugar-
dagslauginni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sívinsæl Ólöf Arnalds hefur klifrað
upp og niður Tónlistann í tæpt ár.
BRETINN getur af sér ungar og
efnilegar söngkonur í bunkum um
þessar mundir og Tjallinn virðist
aldrei ætla að fá nóg af fögrum
ungfljóðum sem eru með munninn
kirfilega fyrir neðan nefið. Kate
Nash, Adele, Duffy og nú er það
Amy McDonald sem hefur heldur
betur smurt lagi sínu „This Is The
Life“ utan á heila landsmanna.
Lagið hefur verið á lista í þrjá
mánuði og sest nú með þokka í
toppsæti Lagalistans og ryður þar
með Eurobandinu í burtu sem
sneypt lætur sér annað sætið duga.
Annars er sæmilegasta stilla yfir
listanum, lítið um byltingar og
brjálsemi utan að valíumpopparinn
geðþekki Jack Johnson fer í 19.
sæti með lag sitt „If I Had Eyes“ og
hefur sig þannig upp um heil 44
sæti, takk fyrir. Eini nýliðinn er
sjálfur kötturinn með höttinn, Ís-
landsvinurinn eini og sanni frá
Manchester, Badly Drawn Boy en
lag hans „The Time of Times“ nær
að merja 29. sætið. Lagið kom út
upprunalega á plötu Badly Drawn
Boy frá 2006, Made in the U.K. en
hefur verið endurgert fyrir kvik-
myndina Definitely, Maybe.
Þá koma hinir skeggprúðu Band
of Horses sterkir inn í 26. sæti,
nokkuð langt að komnir, með hið
einkar fallega „No One’s Gonna
Love You“.
Lífsspeki breskra
ungfljóða
KANADÍSKU tvíburasysturnar Tegan og
Sara eiga nokkuð upp á pallborðið í heima-
landinu; eru m.a. tilnefndar fyrir plötu árs-
ins ásamt Patrick Watson, Arcade Fire og
fleirum. Það er undirrituðum óskiljanlegt.
The Con fer svosem ágætlega af stað í anda
Architecture in Helsinki en siglir fljótlega í
strand. Þótt finna megi snertifleti við fleiri góð indípoppbönd
eins og samlandana í New Pornographers eru þessi lög sálar-
lausari, flatari, hljómurinn er lítt spennandi og söngur systr-
anna er sérstaklega leiðinlegur. Það er einhver nýjubílalykt af
þessu, stæk framleiðslufýla sem brennir nasavængina að innan
og ég get ekki beðið eftir að losna við.
Framleiðslufýla
Tegan and Sara – The Con bmnnn
Atli Bollason
ROKKÁHUGAFÓLK hefur í gegnum tíð-
ina fylgst opinmynnt með sænsku tækni-
undrunum í Meshuggah. Óhefðbundnar
takt- og kaflaskiptingar, útfærðar af næsta
vísindalegri nákvæmni en um leið með
ótrúlegum ofsa, skipa sveitinni í algjöran
sérflokk og fólk sem leggur sig ekki sér-
staklega eftir þungarokki er meira að segja farið að sperra eyr-
un. Þessi nýjasta plata er einslags tilraun til að sameina brjál-
æðið á fyrri tíma plötum og proggpælingarnar á þeim síðari en
þessi málamiðlun fletur plötuna dálítið út. Allt í allt fínasta
sýnidæmi um mátt og megin Meshuggah en þetta er samt eng-
in Chaosphere.
Tæknitröll
Meshuggah - obZen bbbnn
Arnar Eggert Thoroddsen
AUTECHRE er víst ennþá í fullu fjöri.
Þetta sannast á Quaristice, 20 laga ópus þar
sem hún gælir við eins konar ambíent
(„Altibzz“ og „paralel Suns“), ískalt til-
raunatæknó („Tankakern“), en líka við
furðudanstónlist á la AFX („IO“ og
„90101-5l-l“) þótt hún hljómi yfirleitt ein-
stök. Quaristice er þrátt fyrir stuttu lögin (fæst ná fjórum mín-
útum) ekki beint aðgengileg, en hún er samt kannski þeirra
auðmeltasta verk í meira en tíu ár. Meðlimir Autechre hafa
hljómað eins og tónskáld framtíðarinnar frá 1995, en nú þegar
framtíðin er komin hljóma þeir pinkulítið gamaldags á köflum
þótt lög eins og „Simmm“ séu með þeirra allra bestu.
Framtíðin er komin
Autechre – Quaristice nnbbb
Atli Bollason