Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 2

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 2
Morgunblaðið/Ómar LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð á vettvang í lyfjaversl- un á Smáratorgi síðdegis í gær eftir að maður kom þar hlaupandi inn með annan á hælunum og virtist ósætti með þeim. Talið er að sá fyrrnefndi hafi verið að flýja hinn síðarnefnda, en sá greip dúkahníf í versluninni og ógnaði hinum. Ekki var um ránstilraun að ræða. Báðir mennirnir voru handteknir, og einnig kona sem talin er tengjast málinu, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ógnaði manni Greip til hnífs á Smáratorgi 2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is STURLU Jónssyni, talsmanni vöru- bílstjóra, og Kristjáni Möller sam- gönguráðherra ber engan veginn saman um gagnsemi fundar sem að- ilar áttu í gær. Sturla segir fundinn hafa verið gagnslausan, en Kristján er því ósammála. Fimm vörubílstjórar og atvinnu- rekendur funduðu með ráðherra í gær vegna laga um hvíldartíma bíl- stjóra sem þeir sætta sig ekki við. Fyrir brot á hvíldartíma hafa bíl- stjórarnir verið sektaðir, allt upp í hálfa milljón króna, að sögn Sturlu. Hann segir að sektirnar snúi að rík- issaksóknara og samgönguráðherra hafi sagt að hann ætlaði að mælast til þess að menn yrðu ekki sektaðir á meðan málið væri í vinnslu. Krist- ján segir þetta ekki rétt skilið hjá Sturlu. „Við tókum það skýrt fram að við gætum ekki gert svona hluti og þetta eru geggjaðar kröfur,“ seg- ir Kristján. „Það er ekki hægt að taka af öll sektarákvæði en hins vegar sagði ég þeim að það væri ekkert keppikefli okkar að fá fullt af sektum inn í ríkissjóð.“ Bílstjórarnir hafa gagnrýnt að þeir þurfi að endurnýja ökuskírtein- ið á fimm ára fresti og síðan 2006 hafi þeir auk þess þurft að fara á 35 stunda námskeið sem kosti nú 70 þúsund krónur. Sturla segir að á fundinum hafi þeir líka bent á að þeim þætti ekki gáfuleg sú ákvörð- un að nú væri hægt að fá meira- prófið 18 ára og hefðu lagt til að miða ætti við 21 árs aldur. „Hann tók vel í það,“ segir Sturla um við- brögð ráðherra. Kristján segist hafa skýrt bíl- stjórum frá því sem ráðuneytið hefði unnið að vegna undanþágna á reglum fyrir bílstjóra hérlendis. „Ég hef fengið tillögur frá ASÍ og SA að undanþágum fyrir breyting- um í reglugerð um akstur og hvíld- artíma. Í þessu höfum við verið að vinna nokkuð lengi og munum skila inn til Eftirlitsstofnunar EFTA um miðjan þennan mánuð. Ég afhenti bílstjórunum þessar tillögur og bauð þeim upp á að þeir myndu senda ráðuneytinu athugasemdir.“ Kristján segir að kallað verði í Vegagerðina til að kanna hvernig reglum um akstur og hvíldartíma er framfylgt og hvort fara þurfi betur yfir þau mál. „Þetta voru hrein- skiptnar og góðar umræður,“ segir Kristján. Fjallaði um undanþágur við atvinnubílstjórana Gagnslaus fundur, segir Sturla Jónsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Akstursmál Ragnhildur Hjaltadóttur ráðuneytisstjóri, Kristján Möller samgönguráðherra og Sturla Jónsson atvinnubílstjóri funduðu í gær. ALGJÖRT vetrarríki hefur ríkt á Eskifirði undanfarið, líkt og víðar fyrir austan, og er það mjög frábrugðið ástandinu síðustu vetur. Hin síðari ár hefur stundum reynst erfitt að halda opnu skíðasvæðinu í Oddskarði vegna snjóleysis en nú þykir mörgum að snjórinn sé jafnvel orðinn of mikill. Óvænlegt veður fyrir austan Ljósmynd/Helgi Garðarsson Atvinnubílstjórar tepptu umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í gær með því að aka hægt yfir hana, fram og aft- ur. Þegar mótmælendur ætluðu að fara þriðju ferðina greip lögreglan í taumana og beindi þeim annað. Morgunblaðið/Guðmundur Karl Beðið á brúnni LÝSI hf. hefur þurft að fjar- lægja glúkósam- ín úr vörum sín- um eftir að efnið var skilgreint sem lyf hér á landi. Má nú að- eins selja vörur sem innihalda glúkósamín í apótekum, en ekki í matvöruverslunum eða heilsuvöru- búðum. Glúkósamín hefur verið hluti af vörutegundinni Lýsi og liðamín sem innihélt einnig lýsi, ómega-3 fitusýr- ur, kondróitín og C-vítamín. Glúkósamín hefur bein áhrif á uppbyggingu á brjóski, en nú þegar efnið er skilgreint sem lyf má ekki selja glúkosamín með öðrum efnum. Áfram sömu eiginleikar Hjördís Ingimundardóttir er vöruþróunarstjóri Lýsis hf.: „Við höfum breytt vörunni í samræmi við nýjar kröfur, og inniheldur vöruteg- undin lýsi og liðamín nú hýalúron- sýru í stað glúkósamíns,“ segir hún. „Viðbrögð við nýju samsetningunni hafa verið mjög jákvæð. Við völdum gaumgæfilega saman efni svo varan gæti áfram nýst þeim sem hafa not- ið eiginleika hennar til þessa. Miklu virðist skipta að innihaldsefnin verki saman og veiti þannig bæði betri og fljótari virkni.“ Með breyttri samsetningu má nú selja vöruna Lýsi og liðamín í venju- legum verslunum á ný. Ekkert glúkósamín er í venjulegu lýsi. Lýsi fjar- lægir efni úr vörum Glúkósamín skil- greint sem lyf BJÖRGUNARSVEITIR frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu komu karli og konu til bjargar í Esjunni í gær, en göngufólkið hafði komist í sjálfheldu á hinni hefðbundnu gönguleið í Þverfellshorni. Fólkinu tókst að hringja eftir hjálp þegar það lenti í vandræðum vegna óviðráðan- legra aðstæðna á fjallinu og hélt kyrru fyrir í tvær klukkustundir áð- ur en hjálpin barst. Kuldi sótti nokkuð að fólkinu á meðan það beið en ekkert amaði að því þegar hjálpin barst. Fólki hjálp- að á Esju ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.