Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Ómar LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð á vettvang í lyfjaversl- un á Smáratorgi síðdegis í gær eftir að maður kom þar hlaupandi inn með annan á hælunum og virtist ósætti með þeim. Talið er að sá fyrrnefndi hafi verið að flýja hinn síðarnefnda, en sá greip dúkahníf í versluninni og ógnaði hinum. Ekki var um ránstilraun að ræða. Báðir mennirnir voru handteknir, og einnig kona sem talin er tengjast málinu, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ógnaði manni Greip til hnífs á Smáratorgi 2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is STURLU Jónssyni, talsmanni vöru- bílstjóra, og Kristjáni Möller sam- gönguráðherra ber engan veginn saman um gagnsemi fundar sem að- ilar áttu í gær. Sturla segir fundinn hafa verið gagnslausan, en Kristján er því ósammála. Fimm vörubílstjórar og atvinnu- rekendur funduðu með ráðherra í gær vegna laga um hvíldartíma bíl- stjóra sem þeir sætta sig ekki við. Fyrir brot á hvíldartíma hafa bíl- stjórarnir verið sektaðir, allt upp í hálfa milljón króna, að sögn Sturlu. Hann segir að sektirnar snúi að rík- issaksóknara og samgönguráðherra hafi sagt að hann ætlaði að mælast til þess að menn yrðu ekki sektaðir á meðan málið væri í vinnslu. Krist- ján segir þetta ekki rétt skilið hjá Sturlu. „Við tókum það skýrt fram að við gætum ekki gert svona hluti og þetta eru geggjaðar kröfur,“ seg- ir Kristján. „Það er ekki hægt að taka af öll sektarákvæði en hins vegar sagði ég þeim að það væri ekkert keppikefli okkar að fá fullt af sektum inn í ríkissjóð.“ Bílstjórarnir hafa gagnrýnt að þeir þurfi að endurnýja ökuskírtein- ið á fimm ára fresti og síðan 2006 hafi þeir auk þess þurft að fara á 35 stunda námskeið sem kosti nú 70 þúsund krónur. Sturla segir að á fundinum hafi þeir líka bent á að þeim þætti ekki gáfuleg sú ákvörð- un að nú væri hægt að fá meira- prófið 18 ára og hefðu lagt til að miða ætti við 21 árs aldur. „Hann tók vel í það,“ segir Sturla um við- brögð ráðherra. Kristján segist hafa skýrt bíl- stjórum frá því sem ráðuneytið hefði unnið að vegna undanþágna á reglum fyrir bílstjóra hérlendis. „Ég hef fengið tillögur frá ASÍ og SA að undanþágum fyrir breyting- um í reglugerð um akstur og hvíld- artíma. Í þessu höfum við verið að vinna nokkuð lengi og munum skila inn til Eftirlitsstofnunar EFTA um miðjan þennan mánuð. Ég afhenti bílstjórunum þessar tillögur og bauð þeim upp á að þeir myndu senda ráðuneytinu athugasemdir.“ Kristján segir að kallað verði í Vegagerðina til að kanna hvernig reglum um akstur og hvíldartíma er framfylgt og hvort fara þurfi betur yfir þau mál. „Þetta voru hrein- skiptnar og góðar umræður,“ segir Kristján. Fjallaði um undanþágur við atvinnubílstjórana Gagnslaus fundur, segir Sturla Jónsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Akstursmál Ragnhildur Hjaltadóttur ráðuneytisstjóri, Kristján Möller samgönguráðherra og Sturla Jónsson atvinnubílstjóri funduðu í gær. ALGJÖRT vetrarríki hefur ríkt á Eskifirði undanfarið, líkt og víðar fyrir austan, og er það mjög frábrugðið ástandinu síðustu vetur. Hin síðari ár hefur stundum reynst erfitt að halda opnu skíðasvæðinu í Oddskarði vegna snjóleysis en nú þykir mörgum að snjórinn sé jafnvel orðinn of mikill. Óvænlegt veður fyrir austan Ljósmynd/Helgi Garðarsson Atvinnubílstjórar tepptu umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í gær með því að aka hægt yfir hana, fram og aft- ur. Þegar mótmælendur ætluðu að fara þriðju ferðina greip lögreglan í taumana og beindi þeim annað. Morgunblaðið/Guðmundur Karl Beðið á brúnni LÝSI hf. hefur þurft að fjar- lægja glúkósam- ín úr vörum sín- um eftir að efnið var skilgreint sem lyf hér á landi. Má nú að- eins selja vörur sem innihalda glúkósamín í apótekum, en ekki í matvöruverslunum eða heilsuvöru- búðum. Glúkósamín hefur verið hluti af vörutegundinni Lýsi og liðamín sem innihélt einnig lýsi, ómega-3 fitusýr- ur, kondróitín og C-vítamín. Glúkósamín hefur bein áhrif á uppbyggingu á brjóski, en nú þegar efnið er skilgreint sem lyf má ekki selja glúkosamín með öðrum efnum. Áfram sömu eiginleikar Hjördís Ingimundardóttir er vöruþróunarstjóri Lýsis hf.: „Við höfum breytt vörunni í samræmi við nýjar kröfur, og inniheldur vöruteg- undin lýsi og liðamín nú hýalúron- sýru í stað glúkósamíns,“ segir hún. „Viðbrögð við nýju samsetningunni hafa verið mjög jákvæð. Við völdum gaumgæfilega saman efni svo varan gæti áfram nýst þeim sem hafa not- ið eiginleika hennar til þessa. Miklu virðist skipta að innihaldsefnin verki saman og veiti þannig bæði betri og fljótari virkni.“ Með breyttri samsetningu má nú selja vöruna Lýsi og liðamín í venju- legum verslunum á ný. Ekkert glúkósamín er í venjulegu lýsi. Lýsi fjar- lægir efni úr vörum Glúkósamín skil- greint sem lyf BJÖRGUNARSVEITIR frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu komu karli og konu til bjargar í Esjunni í gær, en göngufólkið hafði komist í sjálfheldu á hinni hefðbundnu gönguleið í Þverfellshorni. Fólkinu tókst að hringja eftir hjálp þegar það lenti í vandræðum vegna óviðráðan- legra aðstæðna á fjallinu og hélt kyrru fyrir í tvær klukkustundir áð- ur en hjálpin barst. Kuldi sótti nokkuð að fólkinu á meðan það beið en ekkert amaði að því þegar hjálpin barst. Fólki hjálp- að á Esju ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.