Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 4

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚTFÖR sr. Bolla Þóris Gústavssonar vígslu- biskups á Hólum var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í gær. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson jarðsöng ásamt dr. Sigurði Árna Þórarins- syni. Við athöfnina flutti Guðrún Ásmundsdóttir leikkona ljóð eftir Bolla heitinn. Líkmenn voru sex börn Bolla, þau Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerður, Bolli Pét- ur og Hildur Eir, og tvö barnabörn, þau Andri og Matthildur Bjarnabörn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útför Bolla Gústavssonar ÚTFÖR Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng og tónlist flutti Kammerkór Langholtskirkju ásamt Jóni Stefánssyni organleikara, Viðari Gunnarssyni einsöngvara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Hjalti Rögnvaldsson leikari flutti ljóð eftir Ólaf heitinn. Líkmenn voru Einar Hjaltason, Gylfi Thorlacius, Govert Eggink, Matthías Gíslason, Jónas Ragnarsson, Ævar Petersen, Ólafur Jó- hann Ólafsson og Pétur Már Ólafsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útför Ólafs Ragnarssonar Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HANNES Hólmsteinn Gissurarson birti í gærmorgun færslu á bloggsíðu sinni þar sem hann vísaði í þrjá dóma sem gengið hafa á undanförnum ár- um, þar sem prófessorar voru ýmist dæmdir fyrir brot á stjórnsýslulög- um eða meiðyrði í Hæstarétti. Sjálfur var Hannes nýverið dæmdur fyrir brot á höfundarlögum. Umræða um mál hans er nokkur og hafa fjölmarg- ir háskólamenn verið inntir álits á máli Hannesar á vefritinu kistan.is. Þeirra á meðal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, sem er málsaðili í einum dómanna sem Hannes vísar til. Hafði þrennt að leiðarljósi Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, kveðst ekki þekkja sögu þeirra mála sem Hannes vísar í sérstaklega, enda hafi þau gengið fyrir hennar rekt- orstíð. Með bréfi rektors til Hannes- ar Hólmsteins nú sé bundinn enda- hnútur á meðferð máls sem hófst þegar siðanefnd Háskólans barst kæra frá Auði Sveinsdóttur árið 2004. Kristín segir að Háskólinn leggi mat á mál sem upp koma á þeim forsendum sem fyrir liggja hverju sinni. Að þessu sinni hafi legið fyrir hæstaréttardómur og jafnframt kæra til siðanefndar Háskólans vegna sama máls. Málsatvik hafi ver- ið þannig að hún hafi talið efnisleg rök fyrir áminningu en vegna laga- tæknilegra þátta hafi skólinn ekki haft svigrúm til að áminna með rétt- aráhrifum. Hafi viðbrögð forvera hennar í öðrum málum verið ólík bréfi hennar nú sé ástæðan líklega sú að þáverandi rektor hafi ekki þurft að bregðast við kæru af því tagi. ,,HÍ er 10.000 manna stofnun og það er kannski ekki skrýtið að ein- staka sinnum komi upp mál sem geri að verkum að bregðast þurfi við og færa til betri vegar. Ég tek hvert mál til afgreiðslu sem kemur inn á mitt borð. Sem rektor hafði ég þrennt að leiðarljósi við afgreiðslu þessa máls. Í fyrsta lagi að standa vörð um vísinda- heiður háskólans, númer tvö að fara að landslögum og númer þrjú að virða réttindi starfsmanns. Þetta tel ég mig hafa gert við afgreiðslu máls- ins,“ segir Kristín. Ólafur Þ. Harðarson, forseti fé- lagsvísindadeildar, hefur lýst sig van- hæfan til að fjalla um mál Hannesar og vildi ekki tjá sig um bréf rektors í samtali við Morgunblaðið í gær. Rannveig Traustadóttir varadeild- arforseti kveðst hins vegar sammála niðurstöðu og afgreiðslu rektors. Málið hafi ekki verið á forræði deild- arinnar hingað til. Hannes Hólm- steinn sé prófessor við deildina, starfsskyldur hans séu skilgreindar í lögum samkvæmt því. „Hann mun sinna þeim áfram hér eftir sem hing- að til. Við höfum ekkert yfir því að segja að breyta hans starfsskyldum vegna þessa máls, enda hefur þessi átalning ekkert lögformlegt gildi þótt hún sé mjög alvarleg,“ segir Rann- veig. Hún telur málið álitshnekki fyr- ir deildina og Hannes, en við það verði að una. „Tek hvert mál til afgreiðslu sem kemur inn á mitt borð“ Rannveig Traustadóttir  Kastljós | 10 Kristín Ingólfsdóttir Starfsskyldur Hannesar Hólmsteins við félagsvísindadeild breytast ekki ALLS voru tæplega 12,6 milljarðar kr. í peningaseðlum í umferð utan Seðlabankans í lok febrúar sl. skv. upplýsingum Seðlabankans. Á sama tíma voru rúmir tveir milljarðar kr. í mynt í umferð. Hlutfall seðla og myntar í umferð utan Seðlabankans og innlánsstofnana af vergri lands- framleiðslu var 0,99% í lok febrúar. Þetta hlutfall er lægra en í flestum nágrannalöndum okkar, þar sem það er á bilinu 2-10%. Litlar breytingar hafa orðið á magni seðla og myntar í umferð hér á landi sl. 25 ár þegar reiknað er hlutfall þeirra af landsframleiðslu, þrátt fyrir aukna kortanotkun og aðrar rafrænar greiðslur með til- komu netsins. Á áratugunum þar á undan var margfalt meira magn seðla og myntar í umferð. Hlutfallið minnkaði jafnt og þétt fram í byrjun níunda áratugarins en hefur haldist jafnt og stöðugt síðan. Að sögn Tryggva Pálssonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Seðla- banka Íslands, hefur Seðlabankinn á seinustu þremur árum uppfært og bætt öryggi 500, 1.000 og 5.000 kr. seðla sem eru í umferð og er því verkefni nú lokið. Árið 1984 hætti Seðlabankinn að setja 10 króna seðla í umferð, 1987 50 króna seðla og 1995 var hætt að setja 100 króna seðla í umferð, og er nú lokið innköllun þeirra. Í staðinn fyrir þessa seðla var slegin mynt með sömu verðgildum. Tryggvi segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að hefja útgáfu tíu þúsund kr. seðils. „Á síðustu ár- um hefur farið fram tiltekt og aukið öryggi en seðlum hefur ekki verið fjölgað og engin ákvörðun verið tek- in um útgáfu verðmeiri seðils.“ Hann segir það athyglisvert hvað seðlarnir hafa haldið sínum hlut sem um 1% af landsframleiðslu í hálfan þriðja áratug. Ísland hafi snemma tæknivæðst hvað varðar nýjungar í greiðsluháttum og hlutfall seðla- notkunar var þá orðið mun minna en flestum öðrum löndum. Ætla megi að notkun seðla og myntar hafi kom- ist í jafnvægi á 9. áratugnum. „Það er engin ástæða til að vænta þess að þeir hverfi heldur munu þeir áfram þjóna sínum tilgangi.“ Seðlar hafa haldið sínu                          ! " # $     12,6 milljarðar í seðlum í umferð  Lægra hlutfall landsframleiðslu ÁRNI Þór Sig- urðsson, þing- maður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrir- spurn til utan- ríkisráðherra um hvort fjölskyldur fórnarlamba sprengjuárása sem beindust gegn íslenskum friðargæsluliðum í Kabúl 2004, hafi fengið greiddar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Árásin var gerð við Kjúklinga- stræti en 11 ára gömul afgönsk stúlka og 23ja ára gömul banda- rísk kona létu lífið. „Ef svo er, hversu háar voru skaðabæturnar og hvenær voru þær greiddar? Ef svo er ekki, hefur ráðherra í hyggju að sjá til þess að fjölskyld- unum verði greiddar skaðabætur?“ spyr Árni. Bætur vegna sprengju- árásar Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.