Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 6

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allir velkomnir! Tölum saman Laugardagsfundur í Valhöll kl. 10:30 Sjávarútvegs- og landbúnaðarmál Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og horfur í stjórnmálunum á laugardagsfundi í Valhöll 5. apríl. Málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn standa fyrir fundinum sem hefst kl. 10:30. Fundarstjóri er Theodór Bender, formaður Óðins. Kaffi og meðlæti í boði. Þ ví sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, vinnukona í Mosfellsdal, þegar hún var spurð um brauðið sem hún borðaði ekki. Guðrún hafði farið að sækja pottbrauð úr seyðslu í hverasandi en villtist sem kunnugt er í þoku á leiðinni heim og ráf- aði um í þrjá sólarhringa, týnd og tröll- um gefin á heiðinni. Guðrún drakk rign- ingarvatn til að halda í sér næringu en snerti ekki á 6 punda brauðinu sem hún bar í tréskjólunni, það var ekki hennar. „Held maður þurfi ekki einlægt að vera að éta, sagði konan. Það er ósiður.“ Einhverjir vilja túlka söguna af Guð- rúnu sem merki um blinda hús- bóndahollustu en ég vil túlka hana sem sögu af siðferðilegum styrk. Það er ekki öllum gefið að bera virðingu fyrir skyld- um sínum, og það er ekki öllum gefið að vera trú því sem þeim er trúað fyrir. „Getur nokkur nokkurn tíma verið nokkrum trúr nema sjálfum sér?“ hefur Halldór Laxness eftir Guðrúnu, vinnu- konu í Mosfellsdal. Hvað er Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tilbúin að leggja á línuna til að bregðast ekki því sem henni var trúað fyrir? Er hún ráðherra sem vill taka til hendinni og vera raunsannur málsvari náttúruverndar í landinu, eða er hún sem hver annar embættismaður kerfisins og þar með stóriðjunnar? Það er sorglegt að sjá að hús- bændahollustan er áfram við völd í um- hverfisráðuneyti Íslendinga, nú þegar síst skyldi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Æðsti yfirmaður umhverf- ismála greiðir nú götu álversfram- kvæmda í Helguvík og ypptir öxlum yfir því að álver á Bakka sé á bullandi sigl- ingu. Ekki einu sinni Þingvellir eru nýrri ríkisstjórn heilagir. Gjábakkavegur skal rísa þrátt fyrir hættuna á að hann spilli lífríki Þingvallavatns. Eða hvað? „… ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta og tekið raunverulega í taumana þurfi að fresta þeim stór- iðjuframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á næstu árum og þar vísa ég auðvit- að til áformanna um stækkun álversins í Straumsvík og álver í Helguvík …“ Þetta sagði formaður Samfylking- arinnar fyrir ári á Alþingi, og í marga mánuði flaggaði Samfylkingin „Fagra Íslandi“ og lofaði stóriðjuhléi. Nú síðast fyrir viku sagði sami formaður sömu Samfylkingar að álver í Helguvík væri ekki á dagskrá enda slæm hagfræði. Lætur íslenska þjóðin bjóða sér hvað sem er? Lítur hinn stóri „Jafnaðarmanna- flokkur Íslands“ á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að svíkja loforð og skipta um skoðun dag frá degi? Lítur „Jafnaðarmannaflokkur Íslands“ á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að vera þjónustustúlka spilltrar stjórnmála- menningar og hægristefnu sem áður var afneitað í ræðu og riti? Lítur „Jafn- aðarmannaflokkur Íslands“ á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að hoppa upp í hjá „höfuðandstæðingnum“ og gangast undir áframhaldandi stefnu náttúruspjalla? Formaður og fylgdarlið stóra Jafnaðarmannaflokksins ferðast um á einkaþotu á hernaðarfundi NATÓ um leið og þau eyða milljörðum í íslensk hermál og glænýtt ríkisbákn, „Varn- armálastofnun“, á tímum þegar hriktir í stoðum velferðarþjónustunnar og stjórn efnahagsmála bíður skipbrot. Stóri Jafn- aðarmannaflokkurinn með litlu sálina. Er íslensk þjóð stolt af eigin pólitík? Reikningurinn liggur á endanum ekki bara hjá valdhöfum heldur hjá þjóðinni allri, rétt eins og ábyrgðin. Þjóð sem býr í lýðræðisríki fær þá valdhafa sem hún á skilið, en það er verra með landið. Land- ið okkar fær ekki þá þjóð sem það á skil- ið heldur er falt fyrir slikk. Um leið og hún snýr baki við nátt- úruvernd og framsækinni umhverf- isstefnu segir ráðherra að hún muni í framtíðinni beita sér fyrir stjórn- arskrárbreytingum. Aldeilis framtaks- semi eftir 10 mánuði á valdastól. PISTILL »Einhverjir vilja túlka söguna af Guð- rúnu sem merki um blinda húsbóndaholl- ustu en ég vil túlka hana sem sögu af siðferði- legum styrk. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Brauðið dýra Staðreyndin er hins vegar sú að það þarf engar stjórnarskrárbreytingar til að koma í veg fyrir álbræðslur og olíu- hreinsistöðvar, það þarf engar stjórn- arskrárbreytingar til að standa vörð um Þingvelli eða Þjórsá, Reykjanesskaga eða Vestfirði. Það þarf enga 10 mánuði til að byrja að standa við orð sín. Það þarf fólk sem þorir þegar á reyn- ir, fólk sem skilur og ber virðingu fyrir þeirri staðreynd að því var trúað fyrir einhverju dýrmætu – einhverju enn dýr- mætara en hverabrauði í Mosfellsdal. Og það þarf þjóð sem stendur ekki á sama. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er búið búið að vera alveg svakalega gott fiskirí. Maður hefur bara ekki kynnzt öðru eins. Vegna kvótaniðurskurðarins má maður ekkert beita sér. Það er bara verið að veiða upp í heimildir, sem eru af skornum skammti. Við erum því ekki einu sinni á helmings- afköstum,“ segir Hafþór Örn Þórð- arson, skipstjóri á Erling KE. Hann er aflahæstur netabáta frá áramótum með 884 tonn og 1.400 til 1.500 tonn frá upphafi fisk- veiðiársins í haust. Bezti einstaki róðurinn gaf um 56 tonn. Erling er 366 brúttótonn að stærð og gerður út af Saltveri í Reykjanesbæ. Auðvelt að ná í fiskinn „Við höfum ekki verið með nema 30 til 75 net í sjó að undanförnu og það er ekki neitt. Þá höfum við ekki endurnýjað net í um þrjár vikur. Þrátt fyrir þetta er mok- fiskirí. Við vorum á sjó á miðviku- dag með um 60 net og fengum 35 tonn í þau. Menn hafa bara ekki kynnzt annarri eins veiði. Það hef- ur verið mjög auðvelt að ná í mikið af fiski, bæði á vertíðinni núna og í fyrra. Hvort það er vegna aukn- ingar á fiski eða aukins veið- anleika veit ég ekki. Þetta er ekk- ert rannsakað. Það vantar alveg að þetta sé skoðað betur,“ segir Haf- þór. Hann segir að fiskurinn sé vænn, að meðaltali um sex kíló, lifrarmikill og góður. Hann sé svipaður og í fyrra. „Vertíðin var góð í fyrra en nú erum við að upplifa ennþá betri vertíð. Við tókum netin upp á mið- vikudag. Við vorum í helgarfríi um síðustu helgi og svo er núna fram- undan langt helgarfrí. Það eru ekki nema 100 tonn eftir af þorsk- kvótanum. Við þurfum að treina okkur það út apríl,“ segir Hafþór. Það mokfiska allir Þeir hafa verið með netin utan við fjögurra mílna mörkin, sem hrygningarstoppið nær til. „Við höfum verið með þau svona sex til sjö mílur norðvestur úr Garð- skaga, svo það hefur ekki verið langt að fara. Það mokfiska hrein- lega allir sem fara út á sjó og leggja net, þessir fáu sem eru á sjó mokfiska, en í raun og veru má enginn fá neitt vegna kvótastöð- unnar. Það er enginn að beita sér. Menn eru bara á hálfum snúningi,“ segir Hafþór. Ljósmynd/Hafþór Örn Þórðarson Veiðar Netabátarnir hafa mokfiskað að undanförnu. Netin koma bunkuð upp og fiskurinn er feitur og fallegur. Bátarnir mokfiska í netin út af Garðskaga Í HNOTSKURN »Erling KE er aflahæsturnetabáta frá áramótum með 884 tonn og 1.400 til 1.500 tonn frá upphafi fiskveiðiársins í haust. Bezti róðurinn gaf 56 tonn. »Fiskurinn er vænn, að með-altali um sex kíló, lifrarmikill og góður. Hann er svipaður og í fyrra. » Í raun og veru má enginn fáneitt vegna kvótastöðunnar. Það er enginn að beita sér. Menn eru bara á hálfum snúningi. Vertíðin enn betri en sú í fyrra sem þó þótti mjög góð ÁSGEIR Þór Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli sínu gegn Guðrúnu Elínu Arnardóttur ritstjóra og Björk Eiðsdóttur blaða- manni Vikunnar. Í dóminum sem kveðinn var upp í gær sýknaði héraðsdómur ritstjór- ann og blaðamanninn af kröfum stefnanda. Hann var einnig dæmdur til að greiða hinum stefndu máls- kostnað upp á 600 þúsund kr. Ásgeir krafðist þess að ummæli um hann, sem höfð voru eftir í við- tali Vikunnar við Lovísu Sigmunds- dóttur nektardansmey 23. ágúst 2007, yrðu dæmd dauð og ómerk. Sömuleiðis að millifyrirsagnir og fleira sem laut að uppsetningu á viðtalinu og kynningu á því, m.a. á forsíðu, í efnisyfirliti og leiðara, yrði dæmt dautt og ómerkt. Þá krafðist hann 5 milljóna kr. miska- bóta og 800 þúsund kr. til birtingar á niðurstöðu málsins í dagblöðum og að stefndu greiddu málskostnað. Nektardansmeynni var einnig stefnt en stefnandi gerði við hana dómsátt og greiddi henni 150 þúsund kr. Ritstjóri og blaðamaður Vikunn- ar kröfðust sýknu, en til vara að fjár- hæðir yrðu lækkaðar verulega. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á „að við framsetningu þess viðtals í tímaritinu Vikunni, sem um ræðir í málinu, og kynningu helstu efnisat- riða þess hafi verið hafðar í frammi ærumeiðingar og aðdróttanir sem varði við 234. gr., 235. gr. og/eða 236. gr. almennra hegningarlaga öndvert löghelguðum og stjórnarskrárvörð- um rétti til tjáningarfrelsis.“ Niður- staða dómsins var því sú að sýkna bæri ritstjóra og blaðamann Vikunn- ar af öllum kröfum stefnanda. Sigurður H. Stefánsson héraðs- dómari dæmdi málið. Lögmaður stefnanda var Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hdl. og lögmaður Vikunn- ar var Gunnar Ingi Jóhannsson hdl. Ætlar að áfrýja til Hæstaréttar Ritstjóri og blaðamaður Vikunnar sýknaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.