Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, voru stofn- uð þann 8.október 1983. Á tíu ára af- mæli sínu höfðu samtökin frum- kvæði að því að bæklingurinn ,,Hjarta- sjúkdómar, varn- ir – lækning – endurhæfing“ varð til. Í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna í ár kemur nú út 5. útgáfa þessa fræðslu- efnis. Í bæklingnum er í stuttu máli fjallað um áhættuþætti æðakölk- unar, hjartasjúkdóma, einkenni, rannsóknir og meðferð. Þá er lögð áhersla á hjartaendurhæfingu. Við undirbúning útgáfunnar var lögð áhersla á nýjungar í hjartalyflækn- ingum og hjartaskurðlækningum. Hjartabækl- ingur í 5. sinn DAGUR Andri Friðgeirsson, 13 ára, og Hallgerður H. Þorsteins- dóttir, 15 ára, sem jöfn urðu í efsta sæti á dögunum á Unglingameist- aramóti Reykja- víkur, háðu ein- vígi um Unglingameist- aratitil Reykja- víkur í Skákhöll- inni á fimmtudag. Fyrst voru tefldar tvær skákir með 15 mínútna um- hugsunartíma, sama tíma og í mótinu. Lauk þeirri viðureign svo að bæði náðu sigri með hvítu og voru því enn jöfn. Var þá umhugs- unartíminn styttur í tíu mínútur og náði Dagur Andri að knýja fram sigur í báðum skákunum og ljúka þar með einvíginu með 3-1 sigri. Dagur Andri er fæddur í janúar 1995 og er sterkasti skákmaður landsins í sínum aldursflokki, segir í frétt frá TR. Verðlaun voru afhent af mótsstjóranum Óttari Felix Haukssyni, formanni TR. | 59 Sigur eftir bráðabana Dagur Andri Friðgeirsson EINAR K. Guð- finnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, verður á opnum fundi í Valhöll í dag, laugardag, klukkan 10.30. Ráðherrann ræð- ir um sjávar- útvegs- og land- búnaðarmál og stjórnmálaástandið almennt. Fundurinn er á vegum Sjálfstæðisflokksins og Málfunda- félagsins Óðins en formaður Óðins, Theodór Bender, verður fund- arstjóri. Ræðir stjórn- málaástandið Einar K. Guðfinnsson STUTT Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BREYTINGAR á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga eru eitt stærsta viðfangsefnið sem unnið er að á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga um þessar mundir. Fjallað var um undirbúning þessara flutninga sem snúa að málefnum fatlaðra og þjónustu við aldraða á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Ef tekið er mið af fjár- lögum 2008 þarf að flytja 30 millj- arða frá ríki til sveitarfélaganna vegna beggja málaflokkanna. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, segir að undirbúning- ur vegna flutnings málefna fatlaðra sé mun lengra á veg kominn. „Ef all- ir samningar takast erum við að vonast til að hægt verði að taka þau yfir eftir tvö ár. Við erum komnir skemmra á veg varðandi málefni aldraðra en þar erum við að horfa til þess, að ef samningar takast, verði yfirtaka þess verkefnis eftir 5 til 7 ár,“ segir Halldór. Hann segir að stefnumörkun um þessa risastóru yfirfærslu verkefna til sveitarfélaga hafi verið mörkuð á þingi sambands- ins 2006. ,,Sveitarfélögin eru með um 30% af opinberum umsvifum í dag en þau færu vel yfir 40% ef bæði verkefnin verða flutt til sveitarfélag- anna.“ Í inngangserindi sínu á þinginu gerði Halldór grein fyrir samráðs- fundi ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var sl. miðvikudag. Þar varð m.a. að samkomulagi að skipa nefnd til eins árs til að auka traust og formfestu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og á hún m.a. að fjalla um álitamál um kostnaðarskiptingu o.fl. Mörg allt of fámenn Í ávarpi sínu á þinginu í gær vék Kristján L. Möller samgönguráð- herra að umræðu um eflingu sveit- arstjórnarstigsins með sameiningu og stækkun sveitarfélaga. Sagðist hann vera mikill áhugamaður um þetta viðfangsefni „og þó vissulega hafi náðst góður árangur í að stækka sveitarfélögin á umliðnum árum má færa rök fyrir því að sveit- arfélögin á Íslandi séu enn of mörg og mörg þeirra alltof fámenn miðað við þær skyldur sem á þeim hvíla,“ sagði Kristján. „Ég hef sett af stað sérstaka skoð- un á framkvæmd og áhrifum af átaksverkefni stjórnvalda og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um sameiningu sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins sem stóð frá árinu 2004 og fram til sveitarstjórn- arkosninga 2006. Markmiðið er að meta árangur af áðurnefndu átaks- verkefni, en einnig að leggja fram hugmyndir/tillögur að því hvernig best sé að standa að frekari eflingu sveitarstjórnarstigsins í komandi framtíð. Ég vil hér með opna á þessa um- ræðu með ykkur, kæru sveitar- stjórnarmenn. Ég tel að við verðum m.a. að spyrja okkur þeirrar spurn- ingar, hvort ekki sé tímabært að hækka lágmarksíbúafjölda sem samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 50. Öllum má ljóst vera að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta ákvæði var lögfest fyrir 22 ár- um síðan, starfsemi, skyldur og um- fang sveitarfélaganna er með öðrum hætti nú en þá. Eins og ykkur er ef- laust mörgum kunnugt um hef ég verið meðflutningsmaður að tillög- um á Alþingi að hækka bæri lág- marksíbúafjölda í eitt þúsund. Ég er enn þeirrar skoðunar að það beri að gera, og því kalla ég eftir umræðu á þessu landsþingi um þetta mál. Ég kom inn á þetta atriði í viðtali í Sveitarstjórnarmálum fyrir skömmu og viðbrögðin voru mjög jákvæð, ég fékk mörg samtöl um þetta mál og hvatningu. Þannig að þessi sjónar- mið eiga greinilega góðan hljóm- grunn víða,“ sagði ráðherrann. Gjáin minnkar Spurður um fjárhagsstöðu sveit- arfélaganna um þessar mundir sagði Halldór að ef á heildina sé litið sýni ársreikningar að sl. þrjú ár hafi ver- ið ívið betri en árin þar á undan. „Ef marka má fjárhagsáætlanir fyrir ár- ið 2008 þá mun þessi svokallaða gjá á milli ríkustu sveitarfélaganna og þeirra verst settu minnka ef áætl- anir ganga eftir. Betri afkoma verði hjá sveitarfélögum utan vaxtar- svæðanna og ívið verri afkoma á höf- uðborgarsvæðinu en árið á undan.“ Vonast til að mál fatlaðra verði flutt til sveitarfélaga eftir tvö ár Morgunblaðið/Valdís Thor Spurt og svarað Landsþing sveitarfélaga fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í gær. Kristján L. Möller samgönguráðherra, og Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, sátu fyrir svörum að loknu ávarpi ráðherrans. Í HNOTSKURN »Á landsþingi Sambands ísl.sveitarfélaga eiga seturétt 155 fulltrúar sveitarfélaganna 79 auk framkvæmdastjóra sveitar- félaga, þ.e. bæjar- og sveitar- stjóra, og formanna og fram- kvæmdastjóra landshluta- samtaka. »Tilflutningur þjónustu viðfatlaða og aldraða til sveitar- félaga er talinn geta kostað 30 milljarða á ársgrundvelli. »Þingið afgreiddi stefnu- ogaðgerðaráætlun til ársins 2010. Ráðherra vekur máls á hækkun lágmarksíbúafjölda Á FUNDI stjórnar Bifreiðastjóra- félagsins Frama á fimmtudag var þeirri miklu álagningu sem er á eldsneyti í dag harðlega mótmælt. Leigubifreiðastjórar hafa ekki hækkað ökutaxta sinn eins mikið og þyrfti til þess að mæta hækkun á eldsneyti og öðrum auknum álög- um sem orðið hafa. Þessum hækk- unum ásamt fleiri hækkunum sem hafa orðið á rekstri leigubifreiða hafa þeir orðið að taka á sig með lækkun launa sinna, segir í frétt frá Frama. Stjórnin skorar á stjórnvöld og forsvarsmenn olíufélaganna að lækka nú þegar verð á eldsneyti. Frami mót- mælir álögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.