Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 9

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Stakir jakkar Í mörgum litum og sniðum STÆRÐIR 40-52 KYNNUM VOR- OG SUMAR 2008 DAGANA 3.-12. APRÍL Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Leggings, kvart og síðar str. 36 - 56 bæklingurinn kominn Laugavegi 63 • S: 551 4422 Glæsileg sparidress Mikið úrval - góð verð Englabörnin outlet - sala Laugavegi 51 (áður Iðunn) opnum kl. 10 Í eina viku, komið og gerið góð kaup FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur mælst til þess við lögreglustjóra að þeir afli einungis vottorðs um magn ávana- og fíkniefna í blóði einstak- linga sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum, en ekki jafnframt í þvagi. Þrátt fyrir það hafa mörg embætti gefið út ákærur byggðar eingöngu á niðurstöðum þvagsýna. „Þeir hafa komist að þeirri nið- urstöðu, að menn séu undir áhrif- um, þó að þeir séu það í raun ekki,“ segir Brynjar Níelsson lögmaður sem hefur verið manna ötullastur við að benda á þann galla á umferð- arlögum, að hægt sé að sakfella ökumann fyrir akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna, þegar að- eins finnast umbrotsefni fíkniefna í þvagi – sem bendir til að viðkom- andi hafi neytt fíkniefna einhverju sinni, en ljóst að hann sé ekki leng- ur undir áhrifum – og hann því fær um að stjórna ökutæki. „Menn verða að skilja það, eins og Jakob Kristinsson, dósent í lyfjafræði, hefur bent á, að mennirnir eru ekki undir áhrifum, þó svo að lögin segi það. Allir skynsamir menn sjá þetta.“ Um þessar mundir vinnur nefnd á vegum samgönguráðherra að end- urskoðun umferðarlaga. Í forsæti er Róbert R. Spanó lagaprófessor og segir hann ljóst að við þá vinnu verði tekin afstaða til þess hvort breyta eigi orðalagi ákvæða 45. gr. umferðarlaga, þar sem fram kemur að ef ávana- og fíkniefni mælast í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann undir áhrifum.„Leitast verður við að haga orðalagi ákvæðisins þannig, að það nái því markmiði sem að er stefnt með þessum ákvæðum, þ.e. að koma í veg fyrir að þeir stjórni ökutækjum sem eru til þess ófærir, á þeim tíma sem akstur á sér stað,“ segir Róbert. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum í lok árs. Í ósamræmi við dómaframkvæmd Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði um miðja viku tvo menn af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna, þrátt fyrir að umbrotsefni kannabis hafi fundist í þvagi þeirra. Er það í fyrsta skipti sem menn eru sýkn- aðir í slíkum tilvikum. Í tilefni af frétt um málin, sem Morgunblaðið birti sl. fimmtudag, sendi fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi blaða- manni tölvupóst. Þar kemur eft- irfarandi fram: „Þessir tveir dómar Héraðsdóms Vestfjarða eru mjög skrýtnir og alls ekki í samræmi við ríkjandi dómaframkvæmd í þessum efnum. Hér hjá okkar embætti hafa ca. 140 mál sem varða akstur undir áhrif- um fíkniefna verið rekin fyrir hér- aðsdómi frá því að lagabreytingar urðu með lögum nr. 66/2006. Í all- nokkrum þessara mála mældust að- eins fíkniefni í þvagi ökumanns. Í öllum þessum málum hafa ákærðir verið sakfelldir og ökuleyfissvipting jafnframt dæmd.“ Blóðsýni aðeins könnuð Fulltrúinn benti jafnframt á að Hæstiréttur hafi lagt skýra línu í þessum málum í dómi frá janúar sl. Í honum segir m.a.: „Við flutning málsins fyrir Hæstarétti taldi ákærði að ekki væri unnt að sak- fella sig fyrir að hafa við aksturinn verið undir áhrifum kókaíns, þar sem það hefði einungis mælst í þvagi en ekki blóði og í matsgerð rannsóknarstofunnar væri tekið fram að þetta benti til neyslu á efn- inu en hann hefði „ekki verið undir áhrifum þess þegar blóðsýnið var tekið“ eins og segir í matsgerðinni. Í 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga er svo sem fyrr segir tekið fram að ökumaður teljist hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefnis ef það mælist í þvagi hans. Málsvörn ákærða sem að þessu lýtur verður því hafnað.“ Viðmælendum Morgunblaðsins bar flestum saman um að 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga væri afar óheppileg. Hjá embætti ríkissak- sóknara fengust þær upplýsingar að Bogi Nilsson, fv. ríkissaksókn- ari, hafi sent lögreglustjórum tvö bréf vegna dóma af þessu tagi, það síðara í desember sl. „Þar lagði hann áherslu á, að það sé hans mat, að við rannsókn málanna verði að jafnaði einungis aflað vott- orðs um magn ávana- og fíkniefna í blóði,“ segir Ragna Bjarnadóttir, löglærður fulltrúi hjá embættinu. „Þetta er línan sem hefur verið lögð héðan.“ Spurður út í sýknudómana sem féllu á Vestfjörðum segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari að emb- ættið sé að skoða hvort þeim verði áfrýjað til Hæstaréttar. Inntur eftir því hvort áfrýjun væri ekki í and- stöðu við álit ríkissaksóknara, sagði Valtýr enga breytingu hafa orðið á því áliti. Álit ríkissaksóknara hunsað  Ríkissaksóknari mæltist til þess að lögreglustjórar öfluðu aðeins vottorðs um magn ávana- og fíkni- efna í blóði en ekki þvagi  Endurskoðun umferðarlaga tekur að öllum líkindum mið af áliti saksóknara Morgunblaðið/ÞÖK Blóð Ríkissaksóknari vill að lögreglustjórar noti blóðsýni en ekki þvagsýni við útgáfu vottorða um magn ávana- og fíkniefna í líkama fólks. Í HNOTSKURN »Breytingar á umferðar-lögum (66/2006) voru sam- þykktar á Alþingi 3. júní 2006. »Þá var bætt í lögin aðmælist ávana- og fíkniefni í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann vera undir áhrif- um ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. »Ef ávana- og fíkniefnimælast aðeins í þvagi, get- ur viðkomandi ökumaður hins vegar ekki verið undir áhrif- um efnanna, þótt hann hafi vissulega neytt þeirra á ein- hverjum tímapunkti. »Til þess verða efnin aðmælast í blóði viðkomandi.                           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.