Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Ríkulegur staðalbúnaður
• Galvaníseruð grind
• Evrópskar þrýstibremsur
• Radial dekk / 13” álfelgur
• Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum
• Útdraganleg trappa við inngang
• Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
• 50 mm kúlutengi
• 220v tengill (blár skv. reglugerð)
• Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
• Upphitaðar 12 cm springdýnur
• Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
• Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
• SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
• 2 gaskútar
• Gasviðvörunarkerfi
• Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
• Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu
• Skyggðir gluggar
• 2 feta geymsluhólf
• Stórt farangurshólf
• Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
• 1 x færanlegt lesljós með viftu
• 110 amp rafgeymir
• Heitt og kalt vatn, tengt
• Rafmagnsvatnsdæla
• 86 lítra vatnstankur
• Klósett með hengi
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600
Fax 551 5601 • www.utilegumadurinn.is
CD spilari/
útvarp
vatn tengt
heitt/kalt
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Evrópskar
Þrýstibremsur
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Lau kl. 10.00-17.00
Sun kl. 12.00-16.00
Rockwood Fellihýsin 2008
Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum
helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7.
Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum.
Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði.
Rockwood fellihýsi
Verð frá 1.398.000 kr.
ÚTFLUTNINGUR í marsmánuði
nam um 31,2 milljörðum króna,
samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Hagstofunni, og innflutningur nam
36,4 milljörðum króna. Vöru-
skiptahallinn í mars var því 5,3
milljarðar króna. Vísbendingar eru
um mikla aukningu á útflutningi á
áli, miðað við tölur frá febrúar og
janúar á þessu ári.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins
kemur fram að verðmæti vöruinn-
flutnings hafi verið 14% meira en í
febrúar. Þar hafi gengislækkunin
mikil áhrif. Bent er á að vöru-
skiptahallinn minnki verulega síð-
an í febrúar, er hann nam 12,5
milljörðum króna. Útflutningur
sjávarafurða hafi verið með mesta
móti í mars og ljóst að geng-
islækkun krónunnar muni reynast
mikil búbót fyrir sjávarútveginn
sem og aðrar útflutningsgreinar.
„Þá er útflutningur áls loks að
taka við sér, Aukningin í mars er
rúmlega 60% meiri en í sama mán-
uði í fyrra,“ segir í vefritinu og
bent á að útflutningur frá Fjarðaáli
eigi eftir að aukast á næstunni með
meiri framleiðslugetu.
Vöruskiptahallinn
fimm milljarðar í mars
Morgunblaðið/Golli
Sjávarútvegur Gengislækkunin í mars kom sjávarútvegi og öðrum útflutn-
ingsgreinum vel og útflutningur sjávarafurða var með mesta móti í mars.
ACTAVIS hef-
ur sett samheita-
lyfið Olanzapin á
markað hér á
landi. Í tilkynn-
ingu frá fyrirtæk-
inu kemur fram
að þetta sé fyrsta
samheitalyf gef-
lyfsins Zyprexa
sem er fáanlegt á Norðurlöndunum.
Lyfið er ætlað til meðferðar á geð-
klofa og geðhvarfasýki, og er fimmta
nýja samheitalyfið sem Actavis setur
á markað á Íslandi á síðustu 12 mán-
uðum. Lyfið er þróað af Actavis og
framleitt í lyfjaverksmiðju fyrirtæk-
isins á Möltu.
Geðlyf frá Acta-
vis á markað
HLUTHAFAR sem ráða um 14%
hlut í sænska hugbúnaðarfyrirtækinu
Teligent hafa krafið fyrirtækið og
Kaupþing í Svíþjóð, sem ráðgjafa
þess, um skaðabætur. Eru aðilarnir
sakaðir um að hafa fegrað stöðu Teli-
gent í útboðslýsingu sem gefin var út í
sambandi við hlutafjárútboð félagsins
í september sl. Teligent var þá lent í
töluverðum lausafjárvandræðum og
réðst í útboðið til þess að bæta lausa-
fjárstöðu sína en í lýsingunni, sem
Kaupþing vann, sagði að miðað við
þáverandi pantanastöðu og markaðs-
aðstæður ætti fjármögnunin að duga í
tólf mánuði. Á lokafjórðungi síðasta
árs skilaði rekstur Teligent hins veg-
ar miklu tapi og þurfti að lengja í lán-
um.
Hluthafar, undir forystu Kent Ols-
son, segja Kaupþing hafa villt um fyr-
ir markaðnum en Robert Charpen-
tier, forstjóri Kaupþings í Svíþjóð, vill
í samtali við di.se ekkert gefa upp um
málið með vísan til bankaleyndar.
Krafið um
skaðabætur
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra ávarpaði fjárfestaþingið
Seed Forum Iceland í gær, þar sem
fimm íslensk sprotafyrirtæki voru
kynnt. Hann sagði nýsköpun og þró-
un vera helstu vopn Íslands í sam-
keppni við aðrar þjóðir. Sem iðnaðar-
ráðherra hefði hann þá stefnu að
stuðla sem mest að bættri aðstöðu
fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki
að starfa í.
Þetta væri gert t.d. með samstarfi
háskóla og stofnana á borð við Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands. Mennta-
kerfið yrði að útvega þá þekkingu og
mannauð sem iðnaður nútímans gerði
kröfu um.
Össur sagði ríkisstjórnina leggja
mikla áherslu á nýsköpun, framlög til
rannsókna- og þróunarstarfs hefðu
verið aukin og skattar verið lækkaðir
á fyrirtæki. Stjórnvöld þyrftu að sýna
ákveðið frumkvæði til að árangur
næðist en oftar en ekki næðist góður
árangur vegna framkvæmda frum-
kvöðlanna og hugmynda þeirra. Hlut-
verk sitt sem ráðherra væri að skapa
réttu aðstæðurnar fyrir frumkvöðla
og nýsköpunarfyrirtæki.
Sagði Össur fjárfestaþing sem
Seed Forum gefa sprotafyrirtækjum
gríðarlega mikilvæg tækifæri á að
komast í samband við erlenda sam-
starfsaðila og fjárfesta.
Bætt að-
staða fyrir
nýsköpun
Morgunblaðið/Valdís Thor
♦♦♦
♦♦♦