Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Ríkulegur staðalbúnaður • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Radial dekk / 13” álfelgur • Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggðir gluggar • 2 feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 Fax 551 5601 • www.utilegumadurinn.is CD spilari/ útvarp vatn tengt heitt/kalt Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 Rockwood Fellihýsin 2008 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum. Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði. Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr. ÚTFLUTNINGUR í marsmánuði nam um 31,2 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni, og innflutningur nam 36,4 milljörðum króna. Vöru- skiptahallinn í mars var því 5,3 milljarðar króna. Vísbendingar eru um mikla aukningu á útflutningi á áli, miðað við tölur frá febrúar og janúar á þessu ári. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að verðmæti vöruinn- flutnings hafi verið 14% meira en í febrúar. Þar hafi gengislækkunin mikil áhrif. Bent er á að vöru- skiptahallinn minnki verulega síð- an í febrúar, er hann nam 12,5 milljörðum króna. Útflutningur sjávarafurða hafi verið með mesta móti í mars og ljóst að geng- islækkun krónunnar muni reynast mikil búbót fyrir sjávarútveginn sem og aðrar útflutningsgreinar. „Þá er útflutningur áls loks að taka við sér, Aukningin í mars er rúmlega 60% meiri en í sama mán- uði í fyrra,“ segir í vefritinu og bent á að útflutningur frá Fjarðaáli eigi eftir að aukast á næstunni með meiri framleiðslugetu. Vöruskiptahallinn fimm milljarðar í mars Morgunblaðið/Golli Sjávarútvegur Gengislækkunin í mars kom sjávarútvegi og öðrum útflutn- ingsgreinum vel og útflutningur sjávarafurða var með mesta móti í mars. ACTAVIS hef- ur sett samheita- lyfið Olanzapin á markað hér á landi. Í tilkynn- ingu frá fyrirtæk- inu kemur fram að þetta sé fyrsta samheitalyf gef- lyfsins Zyprexa sem er fáanlegt á Norðurlöndunum. Lyfið er ætlað til meðferðar á geð- klofa og geðhvarfasýki, og er fimmta nýja samheitalyfið sem Actavis setur á markað á Íslandi á síðustu 12 mán- uðum. Lyfið er þróað af Actavis og framleitt í lyfjaverksmiðju fyrirtæk- isins á Möltu. Geðlyf frá Acta- vis á markað HLUTHAFAR sem ráða um 14% hlut í sænska hugbúnaðarfyrirtækinu Teligent hafa krafið fyrirtækið og Kaupþing í Svíþjóð, sem ráðgjafa þess, um skaðabætur. Eru aðilarnir sakaðir um að hafa fegrað stöðu Teli- gent í útboðslýsingu sem gefin var út í sambandi við hlutafjárútboð félagsins í september sl. Teligent var þá lent í töluverðum lausafjárvandræðum og réðst í útboðið til þess að bæta lausa- fjárstöðu sína en í lýsingunni, sem Kaupþing vann, sagði að miðað við þáverandi pantanastöðu og markaðs- aðstæður ætti fjármögnunin að duga í tólf mánuði. Á lokafjórðungi síðasta árs skilaði rekstur Teligent hins veg- ar miklu tapi og þurfti að lengja í lán- um. Hluthafar, undir forystu Kent Ols- son, segja Kaupþing hafa villt um fyr- ir markaðnum en Robert Charpen- tier, forstjóri Kaupþings í Svíþjóð, vill í samtali við di.se ekkert gefa upp um málið með vísan til bankaleyndar. Krafið um skaðabætur ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra ávarpaði fjárfestaþingið Seed Forum Iceland í gær, þar sem fimm íslensk sprotafyrirtæki voru kynnt. Hann sagði nýsköpun og þró- un vera helstu vopn Íslands í sam- keppni við aðrar þjóðir. Sem iðnaðar- ráðherra hefði hann þá stefnu að stuðla sem mest að bættri aðstöðu fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að starfa í. Þetta væri gert t.d. með samstarfi háskóla og stofnana á borð við Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Mennta- kerfið yrði að útvega þá þekkingu og mannauð sem iðnaður nútímans gerði kröfu um. Össur sagði ríkisstjórnina leggja mikla áherslu á nýsköpun, framlög til rannsókna- og þróunarstarfs hefðu verið aukin og skattar verið lækkaðir á fyrirtæki. Stjórnvöld þyrftu að sýna ákveðið frumkvæði til að árangur næðist en oftar en ekki næðist góður árangur vegna framkvæmda frum- kvöðlanna og hugmynda þeirra. Hlut- verk sitt sem ráðherra væri að skapa réttu aðstæðurnar fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki. Sagði Össur fjárfestaþing sem Seed Forum gefa sprotafyrirtækjum gríðarlega mikilvæg tækifæri á að komast í samband við erlenda sam- starfsaðila og fjárfesta. Bætt að- staða fyrir nýsköpun Morgunblaðið/Valdís Thor ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.