Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 19

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 19
Í HNOTSKURN »Um fjórðungur heildar-orkunotkunar Bandaríkja- manna er sóttur í kol og um helmingur raforkuvinnslunar. »Frá dögum olíukreppunnar1973 til 1974 hefur kola- notkun tvöfaldast vestanhafs. »Á sama tíma hafa sveiflur íverði verið minni en á öðrum gerðum jarðefnaeldsneytis. »Stór hluti neysluvara sem erframleiddur í Kína er unninn með orku sem er sótt í kol. »Milljónir manna valda sérmiklu heilsutjóni við að anda að sér reyk frá kolaeldstæðum. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞJÓÐVERJAR hafa afskrifað 99% birgðanna af harðkolum sem áætlað var að hægt væri að vinna, Pólverjar um 50% miðað við áætlað magn árið 1997, á sama tíma og birgðir brún- kola hafa því sem næst verið af- skrifaðar. Á árun- um 1980 til 2005 voru 50% af vinn- anlegum kola- birgðum heimsins afskrifaðar, miðað við árið 1980. Þessar róttæku áætlanir koma fram í nýlegri skýrslu Energy Watch Group (EWG), sem bandaríski verk- fræðingurinn David B. Rutledge, prófessor við tækniháskólann í Kali- forníu (Caltech), gerði að umtalsefni á fjölsóttum fyrirlestri í hátíðasal Há- skóla Íslands fyrr í vikunni. Rutledge tók fram að þessar tölur væru umdeildar og að hafa þyrfti í huga að jarðfræðingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að ítarlegar úttektir á vinnanlegum kolabirgðum heimsins væru geysilega dýrar og mannfrekar. Síðasta heildarmatið fyrir heiminn allan hefði verið unnið 1913 og síðasta ítarlega áætlunin fyrir öll Bandarík- in, sem vísindamaðurinn Paul Averitt hefði farið fyrir, verið birt árið 1974. Nýjar athuganir bentu til að sú síðari væri ofmat. Kollegi Rutledge, Edward S. Rub- in, prófessor við Carnegie Mellon-há- skóla, hefur einnig vakið máls á þessu með þeim orðum að í spánum frá átt- unda áratugnum hafi í því mati að birgðirnar myndu endast í 250 ár ver- ið lagt til grundvallar að vinna mætti um fjórðung kolalaganna sem þá var búið að finna. Nýjar rannsóknir bentu hins vegar til að með hliðsjón af nýrri tækni og kolaverði væri á sum- um svæðum aðeins raunhæft að grafa upp 5% kolanna. Notkunin gæti aukist um 70% Út frá þessu endurmati telur Rub- in allar líkur á að kolabirgðirnar í Bandaríkjunum muni endast í hundr- að ár, miðað við ársnotkun upp á 1,1 milljarð tonna, áætlun sem gæti breyst mikið í ljósi þess að árið 2030 geti notkunin vestanhafs verið frá því að vera 70% meiri en nú, niður í að vera 50% minni en í dag, eftir því hvernig orkustefna þjóðarinnar muni þróast, eins og rakið sé í skýrslu Nat- ional Academy of Sciences um málið. Í máli sínu tengdi Rutledge mögu- legt ofmat á jarðefnaeldsneytisbirgð- um við spár alþjóðlegrar vísinda- nefndar SÞ um loftslagsbreytingar, IPCC, og sagði að væri minna af kol- um en talið var væru það góðar fréttir hvað koldíoxíðslosun snertir. Hann ítrekaði hins vegar að gögnin sem fyrir lægju væru ófullkomin og því ekki hægt að segja með vissu hversu mikið magn kola hægt væri að vinna. Fjallað er um lækkað endurmat kolabirgðanna vestanhafs í ritinu „Coal: Research and Development to Support National Energy Policy“ (National Academy of Sciences, júní 2007, aðgengilegt á vefnum). Segir þar að hærra gildið, 70% meiri notkun en í dag, taki mið af háu gas- og olíuverði og engum takmörk- unum á losun koldíoxíðs, það lægra, 50% minni notkun en í dag, af nokkuð ströngum kvöðum á slíkri losun og að bruni kola með kolefnisbindingu verði þá orðinn dýrari í samanburði við aðra orkukosti. Óvissa ríki um kolanotkun eftir 2020 og reiknað með að aukningin verði mest í Kína og á Indlandi (Kínverjar opna að meðal- tali tvö kolaknúin raforkuver á viku!) Bókarhöfundar telja að kola- vinnsla í Bandaríkjunum muni þegar fram í sækir krefjast fullkomnari að- ferða, eftir því sem leitað verður dýpra í jarðlögin (í þessu samhengi ber að hafa í huga að hærra kolaverð getur haft þau áhrif að dýrari vinnsluaðferðir verði taldar réttlæt- anlegar). Hafa mikla efnahagsþýðingu Kol hafa gríðarlega efnahagslega þýðingu í Bandaríkjunum. Úr þeim má vinna mikið magn ódýrrar orku og árið 2005 var verðið aðeins helm- ingurinn af verðinu 1975, miðað við fastagengi Bandaríkjadals, skömmu eftir olíukreppuna, og fór síðan lækk- andi allt fram á allra síðustu ár. Reynist spár um minni kolabirgðir réttar munu hin efnahagslegu rök fyrir framleiðslu endurnýjanlegar orku fá byr undir báða vængi, einkum ef sú krafa verður gerð að koldíoxíðið frá kolaorkuverunum verði fangað og bundið með aðferðum sem eru í þró- un og framtíðin mun skera úr um. Svo vikið sé aftur að skýrslu EWG kemur þar fram að 85% kolabirgð- anna sé að finna í sex löndum, Banda- ríkjunum, Rússlandi, Indlandi, Kína, Ástralíu og Suður-Afríku og að 30% birgðanna séu í Bandaríkjunum. Umfang kolauppgraftarins í Kína á að sögn Rutledge sér engin fordæmi. Því er athyglisvert að samkvæmt EWG vinna Kínverjar nú á ári hverju sem svarar 1,9% vinnanlegra birgða sinna. Árið 1990 hafi vinnsla Banda- ríkjamanna á hágæðakolum úr Appa- lachian-fjallgarðinum og Illinois- lægðinni náð hámarki. Sé tekið mið af orkuinnihaldi hafi toppinum í vinnsl- unni verið náð fyrir fimm árum. Að lokum telja skýrsluhöfundar að heimsvinnslan muni ná hámarki í kringum 2025 og minnka upp frá því. Kolafjallið minna en talið var?  Birgðirnar í Bandaríkjunum munu endast í 100 ár, ekki 250  Vinnanlegar kolabirgðir Þjóðverja og Pólverja taldar hafa minnkað hratt  Heimsbirgðirnar 50% minni en 1980  Áætlanirnar umdeildar Reuters Orkufjöll Kolakrani við höfnina í Newcastle, suður í Ástralíu. David B. Rutledge MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 19 ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.