Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 27
setubekk úr hnotunni sem passar einkar vel á móti glanshvítri eldhús- innréttingunni. Rut hannaði nýja lýsingu inn í allar vistarverurnar í samvinnu við þá Lúmex-menn. Gardínurnar, sem húsfreyjan segir að séu algjör snilld, fundust svo í versluninni Nútíma, en þær eru al- gjörlega lausar við ryksöfnun. Gott að sofna við lækjarniðinn „Við vorum lengi búin að leita að rétta fjölskylduvæna húsinu þegar við duttum niður á þetta góða hús á þessum líka rólega stað. Hér rennur meira að segja bæjarlækur fram hjá sem gott er að sofna við séu gluggar eða svaladyr á herbergjum hafðar opnar. Svo finnst okkur þægilegt að búa í húsi á tveimur hæðum og myndum alls ekki vilja hafa það öðruvísi,“ segir húsmóðirin að lok- um. Hjónaherbergið Undir súðina var smíðuð innrétting með djúpum skúffum beggja vegna rúmsins, sem eykur geymslurýmið í herberginu til muna. Skáparnir eru háglanshvítir með hnotuhirslum að innan. Veggteppið Móðir húsfreyjunnar saumaði þetta veggteppi fyrir fjölmörgum árum og það fær að njóta sín á góðum stað við stigann. Uppgangan Bókaskápurinn er ómissandi og málverkið, sem er eftir Línu Rut, fékk húsmóð- irin í fertugsafmælisgjöf frá húsbóndanum. Baðherbergið Sveppabrúnir vaskar, sem einu sinni þóttu svakalega flottir, fengu að víkja fyrir hvítum hreinlætistækjum og nýtísku blöndunartækjum frá Vola og Stark. Borðstofan Borðstofuhúsgögnin eru líklega meðal elstu húsmuna fjölskyldunnar, en fengu að halda hlutverki sínu eftir breytingu. Málverkið er eftir Dagmar Agnarsdóttur. Hlýlegt Öll alvöru heimili þurfa að eiga píanó. Stólarnir eru úr Öndvegi. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 27 efnum miðbæjarins. Slík umræða var raun- ar þegar hafin á síðustu öld og minnist Víkverji þess vel að á þeim tíma fengu borgaryfirvöld breska arkitektaskrif- stofu til að vinna tillögu að lífvænlegri skipt- ingu íbúabyggðar, verslana og veitinga- húsa á svæðinu til að forða yfirvofandi and- láti miðbæjarins. Sú vinna skilaði af sér breytingartillögu á skilgreiningu miðborg- arsvæðisins samkvæmt þáverandi að- alskipulagi, sem samþykkt var í borgaráði. En henni var ætlað að skipta miðborginni niður í landnotk- unarflokka svo betri stjórn mætti hafa á þróun svæðisins. x x x Á þeim níu árum sem liðin eru fráþví að tillagan var samþykkt hefur Víkverji oft velt því fyrir sér hverju hún hafi skilað. Honum virð- ist árangurinn ekki sérlega sýni- legur, en hvað veit Víkverji svo sem? Kannski væri lágreisti miðbærinn sem honum þykir svo vænt um nú þegar horfinn undir græna torfu – eða öllu heldur steinsteypta háhýsa- byggð – hefði breytingartillagan ekki verið samþykkt. Víkverji hefur fylgstaf miklum áhuga með umræðunni um yfirgefnu húsin í mið- bænum enda búsettur í þeim hluta borg- arinnar. Og þar er allt að fara til helvítis – að minnsta kosti ef mark er takandi á þeim vin- um og kunningjum Víkverja sem búsettir eru í öðrum bæj- arhlutum. „Ósköp eru að sjá miðbæinn.“„En hvað ásýnd Laug- arvegarins er hræði- leg,“ segja þeir og hrista hausinn eftir að hafa slitið sig frá verslunarmiðstöðv- unum einn laugardagseftirmiðdag eða svo til að bregða sér í sérstaka skoðunarferð um miðbæinn. x x x Jú, Víkverji verður að viðurkennaað Laugavegurinn hefur oft ver- ið hressilegri ásýndar, þó hann sjái samt ekki alveg þá dómsdagsmynd sem blasir við úthverfafélögunum – en það er kannski bara af því að þetta er það útsýni sem hann sér dag hvern. x x x Hann er engu að síður sammálaþví að það er löngu orðið tíma- bært að gerður sé skurkur í mál-       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Grafarholtssókn Sunnudaginn, 6. apríl, kl. 13:30 í Árbæjarkirkju. Prestar séra Sigríður Guðmarsdóttir og séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Fermd verða: Agnes Gróa Jónsdóttir, Gvendargeisla 21, 113 Reykjavík. Andri Ingason, Maríubaugi 105, 113 Reykjavík. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Gvendargeisla 2, 113 Reykjavík. Aron Heimisson, Ólafsgeisla 101, 113 Reykjavík. Brynjar Jósef Óskarsson, Grænlandsleið 17, 113 Reykjavík. Chanel Björk Sturludóttir, Þorláksgeisla 29, 113 Reykjavík. Íris Svava Pálmadóttir, Andrésbrunni 7, 113 Reykjavík. Laura Núpdal Carrasco, Þórðarsveig 32, 113 Reykjavík. Róbert Sigurðsson, Kirkjustétt 24, 113 Reykjavík. Sólbjört Jóhannesdóttir, Þorláksgeisla 116, Reykjavík. Særún María Brynjarsdóttir, Gvendargeisla 68, 113 Reykjavík. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.