Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 28

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRAMSÓKNARFLOKKURINN lagði í vikunni fram heildstæðar til- lögur um efnahagsaðgerðir sem miða m.a. að 3-5% verðhjöðnun með bein- um aðgerðum ríkissjóðs samhliða því sem hrint verði í framkvæmd þjóð- arsátt þar sem allir leggjast á eitt um að hrinda af þjóðinni verðbólguógn- inni. Á sama tíma tilkynnti forsætisráð- herra í fjórtánda sinn að stjórn- arflokkarnir væru að tala saman og myndu standa vaktina. Eftir sameiginlegan fund fjár- laga- og efnahagsnefnda Alþingis tilkynnti fulltrúi stjórnarmeiri- hlutans að Ingibjörg Sólrún velti efnahags- vandanum fyrir sér í fé- lagi við Geir H. Haarde. Vandamálið er tví- þætt. Annarsvegar ein dýpsta og alvarlegasta efnahagskreppa sem Ís- land hefur staðið frammi fyrir og hinsvegar ein ráðlausasta ríkisstjórn sem setið hefur á lýðveld- istímanum. Saman myndar þetta afar óhollan kokkteil. Kreppuboðar hafa nú verið öllum ljósir frá síðastliðnu sumri en ennþá hefur ríkisstjórnin ekkert gert. Ef ekki er gripið skjótt til aðgerða getur snjóbolti óðaverðbólgu oltið af stað á næstu vikum og þá verður mun dýrara að kveða þann draug niður. Ríkissjóð gegn verðbólgunni Ríkissjóður er ekki sjálfstæður lögaðili í eigu Sjálfstæðisflokksins eða sitjandi ríkisstjórnar. Kannski heldur það einhver en það er þá mis- skilningur. Það rétta er að ríkissjóður er sameign íslensku þjóðarinnar. Þegar svo er komið að efnahagsleg kreppa, óðaverðbólga og mögulegt hrun vegna skuldasöfnunar vofir yfir er algerlega óviðunandi að yfirvöld geri það eitt að metast við þegnana um það að þau hafi nú staðið sig betur en hinir skuldsettu. Ríkið hefur tekið aðra hverja krónu af veltufé landsmanna í sinn vasa og ekki skapað verðmæti með öðrum hætti. Þó landsmenn hafi margir bruðlað hefur ríkið samt gengið á undan í flottræfilshætti og bruðli á liðnum árum. Og það er fólkið sem skapar verð- mætin, ekki stjórnmálamenn eða rík- ið. Meðal heimila og fyrirtækja er skuldsetning nú sligandi og því er jafnvel haldið fram að bankarisar landsmanna riði til falls. Hér er ekki mælt með að innistæðu ríkissjóðs sé deilt út til þeirra sem mesta óráðsíu hafa stundað. En það er full ástæða til að létta skattheimtu á al- menning. Einkum ef það má verða til að bæta hina efnahags- legu stöðu þjóðarbús- ins. Bensín- og olíulítrar kosta nú um 150 krón- ur en þar af fer um helmingur þess fjár beint í ríkissjóð í formi vörugjalda og virð- isaukaskatts. Fram- sóknarmenn hafa lagt til að fella helming af vörugjaldinu niður sem þýðir þá liðlega 20 króna verðlækkun á lítra. Eftir sem áður færu um 40% af verðinu beint í rík- issjóð en verðhjöðnunaráhrif væru veruleg. Reiknað tekjutap ríkissjóðs vegna þessa getur numið 6-8 millj- örðum króna. Þá hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að samhliða þjóðarsátt þar sem allir taka höndum saman um að sporna við verðhækkunum leggi ríkið þar fram niðurfellingu á matarskatti sem er aðgerð sem getur numið lið- lega 3% í neysluverðsvísitölu. Kostn- aður er rétt um 6 milljarðar en um leið er hægt að gera þá kröfu til versl- unarinnar að hún leggi ekki minna til verðhjöðnunar og hækki þar af leið- andi ekki verð vegna þeirrar geng- isfellingar sem orðið hefur að und- anförnu. Verðbólga og okurvextir eru óráð Seðlabankinn hefur einn tekið sér vald til að stjórna efnahagskerfi landsmanna og raunar hrifsað til sín meiri völd í stjórn landsins en dæmi eru um í sögu þeirrar stofnunar. Það er fljótsagt að peningastefna bankans hefur ekki virkað sem skyldi og raun- ar verið farin sú óheillaleið um mörg misseri að halda genginu í hæstu hæðum með hávaxtastefnu. Þetta hefur haft í för með sér langvarandi útsölu og niðurgreiðslu á innfluttum varningi sem kostuð er af atvinnulíf- inu. Um leið vex viðskiptahalli og bruðl. Nú þegar svo ber við að ekki tekst lengur að handstýra genginu með þessum hætti dregur að vonum úr neyslu enda einnig þurrð á alþjóð- legum lánamörkuðum. Þá ber svo við að menn hreykja sér af að stefna Seðlabankans virki og því sé rétt að okra enn meira á vöxtum samhliða því að ná neyslunni niður með verð- bólgu. Handfylli bankamanna og hag- fræðinga hafa nú af flokkshollustunni einni lýst yfir stuðningi við þessa stefnu sem alþjóðleg greiningarfyr- irtæki klóra sér í hausnum yfir. Ráð væri þvert á móti að snúa þeg- ar af hávaxtastefnunni en styrkja bankann verulega með lántökum rík- issjóðs líkt og forsætisráðherra boð- aði á aðalfundi bankans. Meinið er að það er ekki nóg að boða slíka lántöku, hér er löngu orðið tímabært að orðum fylgi athafnir. Í tillögum okkar framsókn- armanna sem eru settar saman í sam- ráði við hinna færustu sérfræðinga er gerð ítarlegri grein fyrir því hvernig við teljum að megi með þjóðarsátt og samverkandi aðgerðum forða ís- lensku þjóðarbúi frá verðbólgubáli, atvinnuleysi og bankahruni. Ríkið lækki matar- og bensínverð strax Bjarni Harðarson skrifar um efnahagsmál »Ef ekki er gripið skjótt til aðgerða getur snjóbolti óðaverð- bólgu oltið af stað á næstu vikum og þá verður mun dýrara að kveða þann draug nið- ur. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. Nú orðið gerir enginn neitt. Menn eru þess í stað að gera hlut- ina. Þingmenn eru að ræða málin, handknattleiksmenn eru að leika illa, ráðherrann er að blogga alla nóttina. Það er nánast sama hver opnar munninn eða stingur niður penna, alltaf kemur þetta fáfengi- lega orðalag. Enginn er óhultur. Ég heyri sjálfan mig tala með sama hætti þó að ég reyni að vanda mig. Auðvitað getur stund- um verið skaðlaust að taka svona til orða, sérstaklega ef lýsa á ein- hverju sem gerist samtímis því sem sagt er frá. Ræðumaðurinn er að stíga í stólinn, dyravörðurinn er að opna dyrnar núna. Í báðum til- vikum væri þó fallegra að segja frá með beinum hætti. Ræðumað- urinn stígur núna í stólinn og dyr- vörðurinn opnar nú dyrnar. Ungur læknir sagði sjónvarpsáheyr- endum frá því að fólk væri ekki að nota smokkinn, án þess að sýnilegt væri að hann væri að vísa á eitt- hvert ákveðið fólk á þeirri stundu. Þorgeir heitinn Kjartansson, vinur minn, sá um skeið um út- varpsþátt þar sem hann fór með glens af ýmsu tagi. Í einum pistli gerði hann grín að þættinum um íslenskt mál sem ungu fólki þótti frámunalega hallærislegur, en menn hlustuðu þó á meðan aðeins var ein útvarpsrás á Íslandi. Ein- hverju sinni spurði hann útvarps- hlustendur hvort þeir hefðu heyrt eitthvert orðatiltæki, sem hann sagði að væri mörgum framandi, einkum „okkur sem komin erum yfir miðjan aldur“. Þetta þótti okk- ur ákaflega fyndið vinunum, því að svona töluðu bara gamlir menn í útvarpið þegar þeir hneyksluðust á æskunni. Nú er ég kominn í þessi spor sjálfur. Samt tala ekki bara börn og unglingar með þeim hætti sem ég lýsti hér að framan. Orðalagið hefur síast út í allt þjóðfélagið. Út- varpsmenn, þingmenn, ráðherrar, listamenn, læknar og iðn- aðarmenn, ungir og gamlir, lærðir og leikir eru allir að gera, eru að tala, eru að skilja, eru að vinna. Mikið væri gaman ef okkur tækist að tala í gamaldags fram- söguhætti. Hverjum fyndist það fallegt eða eftirminnilegt ef heim- spekingurinn Descartes hefði sagt: Ég er að hugsa, þess vegna er ég að vera? Benedikt Jónsson Ég er ekki að skilja þetta Höfundur er framkvæmdastjóri. bj@heimur.is NÝFALLINN dómur Héraðs- dóms í máli einhverfrar stúlku veld- ur mér nokkrum heila- brotum. Þar kemur fram að stúlkan hafi átt að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum gerða sinna og móður hennar er gert skylt að greiða kennaranum bætur. Að vísu viðurkennir dóm- urinn fötlun stúlk- unnar, en finnst hún það litlu máli skipta að til hliðsjónar er ein- göngu hafður upplýs- ingapési um Asperger- heilkennið. Kenn- aranum til fulltingis eru hins vegar kvaddir til sérfræðingar um hin ýmsu mál. Hvers vegna var það ekki gert þegar stúlkan átti í hlut? Hefði skipt máli ef drengur, en ekki stúlka, hefði átt í hlut? Hver er forsaga málsins og hver er hlutur kennarans í henni? Hvaða þekkingu hafði umræddur kennari á fötlun barnsins? Hver er stefna skólans varðandi einelti? Hver er ábyrgð skólastjórnanda á þessum af- drifaríku atburðum? Getur verið að skólakerfið sé ekki að standa sig? Sífellt verða þær raddir háværari sem lýsa vantrausti á dómstóla og þessi dómur hefur óneitanlega lagt sín lóð á þær vogarskálar. Þegar ég var að alast upp heyrði maður aldrei minnst á einhverfu. Seinna, þegar ég var við að klára menntaskóla, bárust raddir utan úr heimi um einhverfu, sem hrjáði einkum drengi. Ísköld skelfing greip mig þegar mér var bent á að sonur minn væri hugsanlega á einhverfurófinu, en sú skelfing hvarf smátt og smátt þegar ég hóf að kynna mér málin frekar. Eftir að hann greindist fékk ég sjálf greiningu og brot úr uppvextinum fóru að raða sér upp í heild- stæða mynd. Einhverfa, ódæmi- gerð einhverfa og Asperger-heilkenni eru allt greinar af sama meiði. Á er- lendum málum er rætt um Autistic Syndrome Disorder, eða ASD. Á Ís- landi tölum við um einhverfurófið. Einhverfa virðist liggja í taugakerf- inu og taugakerfið er að miklum hluta til ókannað land, enn sem komið er. Í besta falli er taugakerfi okkar einfaldlega viðkvæmara fyrir áreiti. Einkenni geta þó verið afar ólík og missterk eftir einstakling- um. Hafa ber í huga að hver ein- staklingur á einhverfurófinu er ein- stakur og ber að meta sem slíkan – ekki samkvæmt alhæfingum nokk- urra síðna kynningarbæklings. Annað er það í flestri umfjöllun um mál okkar sem erum á einhverf- urófinu sem ég set stórt spurning- armerki við. Það er þegar fólk kall- ar einhverfu sjúkdóm. Fara fjölmiðlar þar fremstir í flokki, með heilbrigðisstarfsfólk og jafnvel rit- höfunda í eftirdragi. Mér finnst at- hyglisvert að slík rökleysa rati inn í íslensk bókmenntaverk. Fæstum núorðið dytti í hug að nefna Downs- heilkenni sjúkdóm. Ennfremur er fjölmiðlum tíðrætt um svokallaðar þjáningar einhverfra; þær þján- ingar sem ég hef þurft að þola eru ekki komnar beint til af fötlun minni, heldur miklu fremur af skiln- ingsleysi, hroka og fordómum ann- arra. Bill Gates var nýverið greindur með Asperger. Getgátur hafa verið uppi um að Jane Austen, Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Albert Einstein og Isaac Newton hafi verið með Asperger. Öll þóttu þau sérvit- ur og sérkennileg í háttum og mér þætti gaman að sjá íslenskt skóla- kerfi kljást við þessa sögufrægu ein- staklinga. Hvenær er fötlun fötlun? Kristín Vilhjálmsdóttir skrifar í tilefni af nýföllnum dómi í hér- aðsdómi » Þær þjáningar sem ég hef þurft að þola eru ekki komnar beint til af fötlun minni, held- ur miklu fremur af skilningsleysi, hroka og fordómum annarra. Kristín Vilhjálmsdóttir Höfundur er þýðandi. VEGAGERÐIN hefur einsett sér að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarf- ir samfélagsins, ör- yggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þannig hefur Vegagerðin skilgreint hlutverk sitt. Þetta er vert að skoða í ljósi þess að töluverð umræða hef- ur farið fram um þær leiðir og veglínur sem Vegagerðin mælir með víða um land. Má nefna Sundabrautina, Lyngdalsheiðarveg, Vestfjarðaveg og veg um Hornafjörð. Ekki eru allir sáttir við þær leiðir sem Vega- gerðin mælir með. Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Málið er að taka þarf tillit til margra og ólíkra þátta. Á þessum ólíku þáttum er tekið með meginmarkmiðum Vegagerðarinnar en þau eru:  Greiðar samgöngur með góðri þjónustu.  Hagkvæm uppbygging og rekstur vegakerfisins.  Að umferðaröryggi sé á við það sem best gerist.  Góð sambúð vegar og um- ferðar við umhverfi og íbúa.  Vel skipulögð og skilvirk starfsemi.  Ánægt, hæft og gott starfs- fólk. Það sem Vegagerðin vill er að samgöngur séu tryggar allt árið með sem minnstum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. Við gerð nýrra vega og viðhald þeirra er lögð sérstök og sífellt aukin áhersla á umferðaröryggi. Tekið er svo sem hægt er tillit til óska vegfarenda þannig að sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa sé sem best. Þá er reynt að minnka mengun og sýna nátt- úru og minjum tillits- semi. Það segir sig sjálft að þegar markmiðin eru þetta mörg eiga þau það til að stang- ast hvert á við annað og niðurstaðan verð- ur ævinlega mála- miðlun. Besti kost- urinn getur verið svo dýr að ekki sé rétt- lætanlegt að mæla með honum svo dæmi sé tekið. Því vegur og metur Vegagerðin kostina saman þegar veglínur eru valdar. Vegagerðin skýtur sér heldur ekki und- an því að mæla með einni leið umfram aðra en þá eingöngu að teknu tilliti til nefndra markmiða. Það er vert að hafa í huga að það er ekki hentistefna eða ann- að í þá veru sem ræður afstöðu Vega- gerðarinnar heldur vandað mat á öllum þessum þáttum. Í dag ger- ist það heldur ekki fyrr en að loknu ítarlegu mati á umhverfis- áhrifum og að matinu loknu fer framkvæmdin iðulega í skipu- lagsferli hjá viðkomandi sveitar- félagi. Ákvörðun um hvaða kostur er bestur að áliti Vegagerðarinnar er ekki einföld en hún er heldur ekki tekin af léttúð. Þetta er rétt að hafa í huga þótt ákvörðun um besta kostinn sé vissulega ekki hafin yfir gagnrýni. Kostir Vega- gerðarinnar G. Pétur Matthíasson skrifar um þróun Vegagerðarinnar á vegakerfum landsins G. Pétur Matthíasson » Ákvörðun um hvaða kostur er bestur að áliti Vega- gerðarinnar er ekki einföld en hún er heldur ekki tekin af léttúð. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.