Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 30

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 30
30 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÍKIÐ verður að gjöra svo vel að koma til móts við almenning í land- inu á þeim tímum efnahagsþreng- inga sem gengisfall krónunnar er. Lækka þarf tímabundið álögur á bensín og dísilolíu til að vega á móti þeim miklu hækkunum sem litið hafa dagsins ljós og raska í raun hvers konar áætl- anagerð heimilanna í landinu sem og at- vinnufyrirtækja. Lækkun eldsneyt- isgjalds nú þegar getur slegið á verðbólguna og minnkað áhrif á ný- gerða kjarasamninga í landinu. Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau gangi fram með sann- girni að leiðarljósi í stað þeirrar óbilgirni að senda reikninginn inn á heimilin meðan gumað er af hallalausum ríkisrekstri. Ríkisstjórnin getur ekki horft að- gerðalaus á ástandið lengur. At- vinnubílstjórar hafa fengið nóg. Alls konar kvaðir og höft hafa ver- ið innleidd í formi EES-reglugerðar um vökulög sem bílstjórum er gert að fara eftir, en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki sótt um undanþágu frá þeirri sömu reglugerð. Hér getur verið um að ræða sektir vegna tímamælinga milli staða sem til dæmis veðurfarskil- yrði á leiðum um langan veg hér á landi hafa áhrif á. Sektir þessar skrá einnig punkta í öku- ferilsskrá bílstjóra. Það er því mikilvægt að flýta vinnu við um- sókn um undanþágu okkur Íslendingum til handa þannig að við- unandi starfsum- hverfi geti verið til staðar. Nær allir flutningar um landið fara nú fram landleiðina og hvers konar álögur á flutningafyrirtæki hafa margfeldisáhrif á vöruverð landsmanna. Tryggja þarf viðunandi rekstr- arskilyrði atvinnubílstjóra með að- gerðum af hálfu stjórnvalda hið fyrsta. Bregðast þarf við nú þegar og lækka eldsneytisgjald Grétar Mar Jónsson skrifar um eldsneytisverð og mótmæli at- vinnubílstjóra Grétar Mar Jónsson » Lækkun eldsneyt- isgjalds nú þegar getur slegið á verðbólg- una og minnkað áhrif á nýgerða kjarasamninga í landinu. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. HALLDÓR Þorsteinsson skrifar grein í Morgunblaðið hinn 25. mars þar sem hann fullyrðir að hann eigi sjálfur sína sál. Hann segir einn- ig að hann þekki ekki föður sinn á himnum. Það eru þó hæg heimatökin að kynn- ast honum. Um hann er kennt í kirkjum landsins og um hann má lesa í biblíunni. Ég trúi því að Guð hafi skapað Halldór eins og annað fólk. Það sem Guð hefur búið til hlýtur hann líka að eiga. Halldór minnist orða jarðnesks föður síns sem sagði: „Ekk- ert vissum við um þennan heim áður en við fæddumst og ætli það verði nokkuð öðruvísi þegar við endanlega hverfum héðan. Sennilega sams konar vitund- arleysi og fyrir fæðingu.“ Víst er um það að við vissum ekki neitt um þennan heim áður en við fæddumst. Eigi að síður fæddumst við til þess lífs sem við nú lifum. Þó að við vitum ekki mikið um framhaldslífið þá er það engin sönnun þess að það sé ekki til. Jesús lofar þeim ei- lífu lífi og eilífri sælu sem á hann trúa. Það stendur Halldóri til boða vilji hann kannast við Jesúm Krist. Halldór bendir á að kristnir menn hafi látið margt gott af sér leiða. Hann minnist einnig á það sem miður hefur farið og skyggnist langt aftur í aldir til að finna eitthvað ámælisvert. Vissulega geta kristniboðar gert mistök eins og aðrir. Halldór kallar það yfirgang „að troða kristni ofan í kok á þjóðum sem telja sig líka eiga sín eigin „sönnu“ trúarbrögð“. Ef Halldór heldur að með þess- um orðum lýsi hann best störfum kristni- boðanna má með sama hætti segja að hann hafi sjálfur verið að troða skoð- unum sínum ofan í kok á lesendum Morgunblaðsins þeg- ar hann skrifaði grein sína í blaðið. Hlutverk kristniboð- anna er að segja frá Jesú, kynna og boða trúna. Þeir sem á hlýða verða sjálfir að taka afstöðu. Kristniboði sagði mér frá manni í Afr- íku sem spurði hve- nær Íslendinar hefðu fengið að heyra fagn- aðarboðskapinn. Þegar hann fékk að heyra svarið sagði hann undrandi: „Þið hafið þekkt Jesú í meira en þúsund ár, og þið eruð núna fyrst að koma til okkar. Hvers vegna komuð þið ekki miklu fyrr?“ Fátæk fjölskylda á eina geit, það er allur bústofninn. Ef ein- hver í fjölskyldunni veikist alvar- lega þá er geitinni með fyr- irsjáanlegum afleiðingum slátrað sem fórn til að blíðka andana í þeirri von að lækning fáist. Fólk- ið lifir í stöðugum ótta við illa anda. Þetta eru sterk dæmi sem minna okkur á að við sem höfum heyrt fagnaðarerindið berum ábyrgð á að boðskapurinn berist áfram til þeirra sem enn lifa í myrkri heiðninnar. Hver á sálina? Halldór Konráðsson svarar grein Halldórs Þorsteinssonar Halldór Konráðsson »Hlutverk kristniboð- anna er að segja frá Jesú, kynna og boða trúna. Þeir sem á hlýða verða sjálfir að taka afstöðu Höfundur er formaður í Kristniboðs- félagi karla í Reykjavík. ÞAÐ var ljóst í aðdraganda al- þingiskosninganna fyrir um ári að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sækj- ast eftir að ná völdum í heilbrigð- isráðuneytinu að loknum kosn- ingum. Þetta lét forsætisráðherra Geir H. Haarde m.a. koma fram í beinni út- sendingu í sjónvarps- þætti og síðan þá hef- ur verið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að gera grund- vallarbreytingar á kerfinu. Breytingar sem hann vissi að hann næði ekki fram í samstarfi við Fram- sóknarflokkinn. Þetta kom enn skýrar í ljós hjá Geir Haarde eftir að nýja ríkisstjórnin hafði verið mynduð, þegar hann þurfti að sannfæra flokksfélaga í Sjálfstæð- isflokknum um ágæti þess að vinna með Samfylkingunni. Þá kom það skýrt fram að róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu væru mögu- legar í þessu nýja samstarfi og það hafi verið grundvallaratriði. Skelfilegt ástand Nú hefur það gerst að forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, Magnúsi Péturssyni, hefur verið bolað frá og hætti hann störfum í upphafi mánaðarins. Þegar ég spurði forsætisráðherra á Alþingi hvers vegna forstjórinn hætti brást hann illa við og vildi ekki við- urkenna að neitt athugavert væri við starfslokin. Það má hins vegar lesa á milli línanna í viðtali við frá- farandi forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss að hann var hrak- inn frá störfum. Hér er um að ræða einn virtasta embættismann þjóðarinnar sem leiddi m.a. sam- einingu sjúkrahúsanna sem var bæði flókið og vandasamt verkefni og mjög mikilvægt. Spítalinn virð- ist fyrir vikið eiga að vera forstjóralaus fram á haustið enda á greinilega að nota sumarið til umbylt- ingar á heilbrigð- iskerfinu. Þá er Al- þingi ekki að störfum og ríkisstjórnin fær meiri frið til aðgerða. Annað sem kom fram hjá fráfarandi forstjóra var að starfsmenn sakna þess að vita ekkert um hvert förinni er heitið. Alþingi hefur heldur ekki verið greint frá því hvert stefna skal og heilbrigðisráðherra reynir að gera lítið úr málinu og segir að hann hafi ekki annað í huga en að veita jafn góða eða enn betri þjón- ustu. Getur verið að hann fylgist ekki með þeim áformum sem for- kólfar í Sjálfstæðisflokknum hafa á prjónunum í heilbrigðismálum? Menntunarhlutverk Landspítalans Landspítalinn hefur miklu hlut- verki að gegna sem háskólasjúkra- hús. Fram hefur komið hjá fráfar- andi forstjóra að „dálítið af öllu“ þurfi á Landspítalanum til að þar sé hægt að halda uppi menntun heilbrigðisstétta. Með því að að- gerðir á ákveðnum sviðum séu fluttar út af sjúkrahúsinu til einka- aðila verður ekki hjá því komist að semja við viðkomandi aðila að taka einnig að sér kennsluhlutverk. Þetta kom fram hjá forseta lækna- deildarinnar nýlega. Hann sagði enn fremur að engin fjárveiting væri til slíkra samninga. Það er því sama hvernig á málið er lítið – aukinn kostnaður er eina nið- urstaðan. Enda er tilgangurinn ekki að spara heldur miklu frekar að koma stærri hluta heilbrigð- isþjónustunnar í hendur sjálf- stæðra rekstraraðila þannig að hluti fjármagnsins verði eftir í kassa þeirra. Ef stefna sjálfstæðimanna nær fram að ganga í skjóli Samfylk- ingar er verið að stefna einu besta heilbrigðiskerfi sem þekkist á byggðu bóli í hættu. Auk þess er hægt að færa rök fyrir því að kostnaður við rekstur sjúkrahús- anna í landinu hafi ekki hækkað frá árinu 2000. Það er ekki síst frá- farandi forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss að þakka þar sem 70% af kostnaðinum liggur þar. Það er ekki mikið þó það hafi þurft að losa sig við hann. Heilbrigðismál í brennidepli – mikið óvissuástand Valgerður Sverrisdóttir skrifar um málefni sjúkrahúsanna »Ef stefna sjálfstæðismanna nær fram að ganga í skjóli Samfylkingar er verið að stefna einu besta heilbrigðiskerfi sem þekkist á byggðu bóli í hættu. Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er alþingismaður. SEGJA má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að taka til máls um Vatnsmýr- ina og Reykjavíkur- flugvöll. Svo mikið hefur verið rætt og ritað um þetta efni að flest sjónarmið hafa fengið að njóta sín. Þrátt fyrir það langar mig til að leggja fáein orð í belg. Það er ekki ofmælt að flugvöllurinn sé eitt af því sem gerir Reykjavík að höf- uðborg. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur sýnist vera óráð og hug- myndir um lagningu járnbrautar til Kefla- víkur illa grundaðar. Að mörgu yrði að hyggja áður en ráðist yrði í þá framkvæmd. Til dæmis þyrfti að gera sérstakar ráð- stafanir vegna snjó- komu að vetrarlagi. Á síðasta ári olli lítils háttar snjókoma stór- felldum vandræðum í járnbrautarkerfinu í Englandi, og svipuð vandamál hafa komið upp annars staðar, t.d. í Danmörku. Nær allir sem eitthvað hafa komið nálægt flugmálum eru sam- mála um að ekki finnist betri stað- ur fyrir Reykjavíkurflugvöll en Vatnsmýrin. Vangaveltur um hugsanlegan flutning flugvallarins hafa leitt til þess að endurbætur á aðstöðu fyrir innanlandsflug hafa tafist. Þá hefur fyrirhugaðri bygg- ingu fangelsis á Hólmsheiði verið frestað af sömu ástæðu. Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum að 140 afbrotamenn, sem búið væri að dæma til fangavistar hérlendis, gengju lausir þar sem ekki væri rúm fyrir þá í fangelsum landsins. Þetta ástand er óvið- unandi og sýnir að ekki má dragast leng- ur að taka endanlega ákvörðun í flugvall- armálinu. Þeir sem vilja flug- völlinn burt úr Vatns- mýrinni hafa stundum látið í veðri vaka að flutningurinn muni ekki kosta neitt; bygg- ingarlóðirnar séu svo verðmætar að það vegi upp á móti kostn- aðinum við að gera nýjan völl. Þessi rök- semd er illskiljanleg. Það kostar gríðarlegt fé að gera flugvöll. Einhver verður að greiða þann kostnað, undan því verður ekki vikist. Vafalaust sjá menn fyrir sér ein- hvern sparnað við að byggðin þéttist. En þéttari byggð er ekki endilega betri byggð þótt ýmsir virðist standa í þeirri trú. Í flest- um borgum hafa menn séð nauð- syn þess að hafa óbyggð svæði, jafnvel marga stóra garða. Lóð- irnar sem fengjust í Central Park í New York eða Hyde Park í London yrðu sennilega öllu verð- mætari en lóðirnar í Vatnsmýr- inni. Samt hafa menn ekki freist- ast til að þétta byggðina á þessum stöðum. Því miður hefur þegar verið tekin stór sneið af Vatns- mýrinni, nú síðast undir umferð- aræð sem var að ýmsu leyti van- hugsuð. Nýr umferðarvandi er svo fyrirsjáanlegur á næstunni vegna Háskólans í Reykjavík. Staðarval þess skóla var einstaklega óheppi- legt þótt fáir hafi hreyft mótmæl- um þegar ákvörðunin var tekin. Vatnsmýrin er ekki sérlega heppilegt byggingarland, líklega með því erfiðasta á Reykjavík- ursvæðinu. Ég mæli þar af nokk- urri reynslu því að fyrir þremur áratugum vann ég að því ásamt nokkrum félögum mínum að reisa flugskýli í svonefndum Flug- görðum við Reykjavíkurflugvöll. Okkur var sagt að staðurinn væri með þeim skástu á svæðinu, en samt reyndist býsna langt niður á fasta undirstöðu, og vatnselgur var með ólíkindum mikill. Mýrin ber nafn með rentu, og það verður ekki auðvelt að veita vatninu frá án þess að skerða nauðsynlegt streymi til Tjarnarinnar. Fram- kvæmdakostnaður yrði því mikill, til viðbótar við hátt lóðaverð. Þess er engin von að menn verði nokkurn tíma sammála um það hver sé besta lausnin á flug- vallarmálinu. Hins vegar ættu allir að sjá að ákvörðun verður að taka án tafar. Vonandi verður það gert, og vonandi verður niðurstaðan sú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð. Ég geri mér engar vonir um að skrif eins og þessi hafi nokkur áhrif á ráðamenn. En hitt er víst að ég mun forðast að styðja í næstu kosningum nokkurn þann flokk eða frambjóðanda sem hefur það á stefnuskrá sinni að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýr- inni. Flugvöllurinn og Vatnsmýrin Þorsteinn Sæmundsson vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni »Ekki má dragast að taka ákvörðun um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Flest rök hníga að því að hann eigi að vera áfram í Vatns- mýrinni. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur og fyrrverandi einkaflugmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.