Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 31

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 31 NÚ BERAST endalausar fréttir af því að verið sé að skera niður hér og þar hjá lögregluembættum landsins. Það er látið vanta á vaktir því það eru ekki til peningar til að greiða fleirum laun vegna þess að fjárheimildir eru af svo skornum skammti. Það er fækkað á vökt- unum með auknu álagi á þá sem fyrir eru, þrátt fyrir að álagið sé fyllilega nægt þegar. Lögreglubifreiðum fækkað vegna mjög mikils kostnaðar við rekstur bílanna, lög- reglustöðvum lokað og þjónusta skorin niður. Nú, nýjasta dæmið frá Suðurnesjum, lög- reglustjórinn sendir inn raunhæfa kostnaðaráætlun fyrir komandi fjárhagsár sem er u.þ.b 200 millj- ónir umfram veittar fjárheimildir, vegna þess að það er fjárþörfin að hans mati fyrir árið, svo að hlut- irnir gangi upp. Nei, eina lausnin sem komið var fram með fyrir hann af hálfu stjórnvalda var að splitta upp lög- og tollgæslunni á svæðinu og samstarf þeirra nú í uppnámi vegna þessa sparnaðar og er þetta nú með þeim ólíkindum að lög- reglustjóri sér sig knúinn til að segja starfi sínu lausu. Ég er þess fullviss að Jóhann Benediktsson lögreglustjóri hefur gert kostn- aðaráætlun sína af kostgæfni og þar er ekki neitt bruðl á ferðinni. Það kostar bara þessar krónur að reka embætti hans og hana nú. Hvernig á að spara í löggæslu? Það er ekki gert nema fækka á vöktunum, fækka bílum, draga úr þjónustu við borgarann. Það er ljóst að 80-90% kostnaðar við lög- gæslu eru laun lögreglumanna. Launin eru þó samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Byrjunarlaun lögreglumanns skv. kjarasamningi, sem nú er að vísu bráðum allur, eru langt undir 200 þús kr. á mánuði. Það fá nýútskrifaðir lögreglunemar í grunnlaun fyrir að fara og láta hrækja á sig í miðbænum í Reykja- vík. Ég fullyrði að menn fá hærri laun fyrir vinnu við að steikja píts- ur og hamborgara. Lögreglustarfið er að mínu viti mikilvægt starf. Það ætti að vera verðlagt sem slíkt en ekki sem starf sambærilegt við pítsubakstur. Menn geta ef þeir vilja kynnt sér launatöflur lögreglumanna sem eru aðgengilegar á netinu ef þeir vilja fara í samanburð. Lögreglustjórum er gert að senda inn kostnaðaráætlanir fyrir fjárhagsárið og gert að skila rekstri embætta sinna á núlli. Stakkurinn er svo þröngt skorinn að ekkert má út af bregða, það má ekki koma upp eitt einasta mál til rannsóknar umfram eitthvert „norm“, en ef slíkt gerist fer allt á annan endann og rekstrarhalli sem mynd- ast við það flyst þá yfir á næsta ár. Það er ekkert borð fyrir báru. Það hefði einhvern tímann þótt hættu- legt að hlaða skútuna þannig að það dygði ekki einu sinni að setja merar á borðstokkinn en allt á kafi þrátt fyrir það. Það er á þeirri leið í dag. Á kaf. Nú tala ég líkingamál, en ef fram heldur sem horfir sekk- ur skútan með manni og mús. Það er nefnilega ekki gott fyrir móralinn innanborðs að vera sífellt undir því að dallurinn sé að sökkva og niðurskurðarhnífurinn á öllu og öllum. Það smitar út í lögregluliðið og menn verða endalaust leiðir á sparnaði hér og sparnaði þar. Hvar er mannauðurinn sem ætti að vera hafður í hávegum í þessu starfi? Það þarf að hlúa að þeim sem starfandi eru í lögreglunni í dag með því að búa þeim það starfsumhverfi að þeir geti sinnt vinnu sinni af fullum þunga og haft þá viðveru sem nauðsynleg er til að málin geti gengið upp og til sé nægilegur fjöldi lögreglumanna til að sinna því sem upp kemur. Gera þarf lögreglumönnum það kleift að lifa af launum sínum þrátt fyrir að fjölgað sé á vöktum og yfirvinna minnki. Það er ekki gert nema með hærri grunnlaunum eða einhvers konar fastlaunasamningum. Fjölgun? Það er verið að fjölga sérsveitarmönnum. Það er vel og þeir að vinna góða vinnu alls stað- ar. Hvernig væri að láta þennan uppgang sem er innan sérsveitar lögreglunnar ganga yfir alla lög- regluna í landinu. Ég fullyrði, án þess þó að meining mín sé að móðga neinn, að ef stjórnvöld bæru gæfu til að efla lögregluna alls staðar á landinu á þann hátt sem sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið efld að undanförnu þá værum við í góðum málum. Látum þetta ganga yfir lögregluna alla. Hér er er lítil vísa til gamans: Kreppta að mér krumlu skók kauði einskis nýtur. Húfa, skyrta, bolur, brók, beinagrind og skítur. Við fáum oft hnefann á loft og alls konar hótanir og óþokka á okk- ur í starfinu. Fólk segir: „Þið eigið að þola þetta,“ og þetta fylgir starf- inu. Það kann vel að vera en launin þurfa að endurspegla starfsum- hverfið. Horfum fram á veginn og upp en ekki niður og eflum lögregl- una á öllum sviðum. Lögreglumenn: Nú er tækifærið til að láta í sér heyra og ég hvet fé- laga mína til að tala hreint út um ástandið eins og það blasir við nú víðs vegar um landið. Stöndum saman um bætt kjör á öllum svið- um. Við verðum að hafa metnað og einurð til að búa vel að lögreglunni og stofnunum hennar öllum en ekki draga úr henni tennurnar og stjórnendum hennar endalaust með kröfum um niðurskurð. Það er til máltæki á ensku sem er svohljóð- andi: „Enough is enough!“ Mér finnst komið nóg og ég fullyrði að ég tala ekki einn. Í sparnaðarskyni? Aðalsteinn Júlíusson skrifar um störf lögreglunnar » Lögreglustarfið er mikilvægt. Það ætti að vera verðlagt sem slíkt en ekki sem starf sambærilegt við að steikja hamborgara eða baka pítsur. Höfundur er starfandi lögregluvarðstjóri á Húsavík. Aðalsteinn Júlíusson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Safamýri 21 - OPIÐ HÚS í DAG Til sölu falleg 92 fm. íbúð á jarðhæð. Í húsinu eru alls þrjár íbúðir. Áhugasömum er velkomið að líta við í dag, milli kl. 13 til 15, og skoða íbúðina. Ásett verð kr. 22,9 m. Ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign hefurðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf – fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk 1958 – 200850 ÁRA 1958 – 200850 ÁRA Óhefðbundnir samningar við verklegar framkvæmdir Morgunverðarfundur um samningskaup og „partnering” Í tilefni af 50 ára afmæli VSÓ ráðgjafar býður fyrirtækið til morgun- verðarfundar þriðjudaginn 8. apríl kl. 8:30-10:00 í Háteigi A á Grand Hótel, Reykjavík. Undanfarin ár hafa nýjar aðferðir verið reyndar til að leysa flókin verkefni í samstarfi verktaka og verkkaupa. Á fundinum verður fjallað um tvær þeirra, samningskaup og partnering. Danska verkfræðifyrirtækið NIRAS hefur tekið þátt í fjölda verkefna þar sem partnering aðferðin hefur verið reynd með misgóðum árangri. Fjallað verður um reynslu NIRAS af þessari aðferð og lærdóma sem draga má af henni. Meðal annars kom NIRAS að nýbyggingu danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio. Eignarhaldsfélagið Portus hf. vinnur nú að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn, verkefni sem fyrirtækið hreppti að undangengnu samningskaupaútboði á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Félagið fjármagnar, hannar, byggir og rekur mannvirkið og alla starfsemi í húsinu næstu áratugi. Gerð verður grein fyrir samningskaupaaðferðinni og reynslu félagsins af henni allt frá útboði til dagsins í dag. Dagskrá: Partnering – hvað þarf til að aðferðin heppnist? Anders Kirk Christoffersen verkfræðingur. Samningskaup – lærdómur af byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, Helgi S. Gunnarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portus hf. Umræður, spurningar og svör. Fundarstjóri: Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ ráðgjafar. Fundurinn er ætlaður fjárfestum, verktökum, verkkaupum, ráðgjöfum, opinberum aðilum og öðrum þeim sem standa að stórum og flóknum byggingaframkvæmdum. Aðgangur er í boði VSÓ. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 7. apríl nk. til: bergny@vso.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.