Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 33
ÞAÐ sem Lúðvík vill fyrst og
fremst að sé breytt er það að færa
vald ráðherra um frjálst val þegar
kemur að skipun dóm-
ara í hendur Alþingis.
Forsætisráðherra á
að gera tillögu til
þingsins um hvern
hann vill skipa sem
dómara. Þá á sér-
nefnd að gefa skýrslu
til þingsins og þetta
yrði rætt. Svo þyrftu
2/3 hlutar þingsins að
samþykkja skipun
dómara.
Það gefur augaleið
að þetta yrði mjög
þungt í vöfum og skip-
un dómara gæti hæg-
lega orðið flokkspólitísk. Sumir
hafa sennilega séð að Sjálfstæð-
isflokkurinn miðað við núverandi
þingmannafjölda gæti alltaf komið
í veg fyrir samþykkt frumvarpsins
(1/3 þingmanna) sem er mjög
óæskilegt.
Miðvikudaginn 27. febrúar sótti
ég málstofu í Lögbergi um skipun
dómara þar sem fjallað var um
hvaða leið væri best í þessu efni.
Það sem mér þótti athyglisverðast
var það að Eiríkur Tómasson
lagaprófessor kom að mínu mati
með enn betri tillögu sem mér
finnst ekki hafa verið
gefin næg athygli í
fjölmiðlum. Þingmenn
á Alþingi hafa ekki
fengið tækifæri til að
ræða þetta frumvarp
því að það liggur enn
hjá allsherjarnefnd.
Tillaga Eiríks hefur
verið vel tíunduð í
Fréttablaðinu fimmtu-
daginn 28. feb. á bls. 6,
þar sem nánar er hægt
að líta á tillöguna.
Helsti kostur þessarar
tillögu er nefndin sem
Eiríkur stingur upp á.
Í dag er skipuð nefnd þegar kemur
að skipun héraðsdómara en aðeins
er leitað álits Hæstaréttar þegar
kemur að skipun hæstaréttardóm-
ara. En skv. tillögu Eiríks gefur
nefndin álit um hvern eigi að skipa
í dómaraembætti en til að fara
gegn áliti nefndarinnar getur
dómsmálaráðherra stungið upp á
öðrum aðila í skipun dómara á Al-
þingi og þarf þá ¾ hluta atkvæða.
Nefnd Eiríks:
- 2 hæstaréttardómarar
- 1 héraðsdómari
- 1 lögmaður skipaður af Lög-
mannafélagi Íslands
- 2 kosnir hlutfallskosningu* af
Alþingi.
Ef atkvæði standa á jöfnu ræður
formaður nefndar (annar hæsta-
réttardómara.)
Eins og glöggir menn hafa tekið
eftir er þetta keimlíkt dönsku
nefndinni. Þó að það sé kannski
ekki alltaf heppilegt að líkja eftir
grönnum okkar þá verður að gera
það í þessu tilviki enda hefur þetta
reynst vel í Danmörku eins og Ei-
ríkur rakti vel á umræddri mál-
stofu.
Ég tel mjög brýnt að menn gefi
þessu gaum enda tel ég hér um að
ræða vel úthugsaða og vandaða
meðferð um skipun dómara. Frum-
varp Lúðvíks, þó ágætt sé, yrði
hreinlega alltof þungt í vöfum.
* Hlutfallskosning hefur lengi verið notuð
við skipun manna í nefndir á Alþingi og
fer eftir d’Hondt-reglunni sem er víðfræg.
Fólk áttar sig kannski ekki beint á því
hvað hún felur í sér en í örstuttu máli þá
gefur þessi regla stjórnarandstöðunni
þingmenn í nefndum Alþingis. Þannig að
þegar kemur að þessari nefnd Eiríks
mundi að öllum líkindum ríkisstjórnin
eiga einn þingmann og stjórnarandstaðan
hinn. Nánar í 68.gr. laga um þingsköp Al-
þingis.
Um skipan dómara
Jóhann Gunnar Þórarinsson
fjallar um framkomnar tillögur
um skipan dómara
»Höfundur ætlar
með þessum pistli
sínum að ræða um
frumvarp Lúðvíks
Bergvinssonar og fl.
um breytingar á lög-
um um dómstóla.
Jóhann Gunnar
Þórarinsson
Höfundur er nemi við lagadeild HÍ.
AÐ BERJA hausnum við steininn
er vond stefnumótun.
Á hinn bóginn gott orðtak yfir
þvermóðsku, sem þessi misserin virð-
ist mjög stýra stöfum í Morg-
unblaðinu, sbr. leiðara
blaðsins í dag (28. febr-
úar) undir yfirskriftinni:
Málið afgreitt. En þar er
af innlifun himinn hönd-
um tekinn, umræða um
upptöku evru afgreidd
sem rugl og vitleysa með
ósk um umræðuhreins-
un; umræðunni formlega
slitið, sagt endanlega
lokið, eina ferðina enn,
með tilvísunum í um-
mæli Geirs H. Haarde
forsætisráðherra og
Manuels Barroso, for-
seta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, sem
góða þulu vandkvæða um upptöku
evru á Íslandi.
Morgunblaðið eins og fleiri skyldi
ganga hægt um gleðinnar dyr í um-
fjöllun um útlit í efnahagsmálum, sem
berst á ljóshraða um allar jarðir, ekki
síður en í umfjöllun um túlkun á póli-
tískum ummælum.
Evrópusambandið heldur sig skilj-
anlega við stefnu sína um efnahags-
leg skilyrði fyrir upptöku evru til að
auka stöðugleika í Evrópu á sviði
efnahagsmála. Ekkert síður en á sviði
öryggismála. Ríkisstjórnin, fulltrúar
almennings í málinu skiljanlega og
eðlilega mjög á varðbergi gagnvart
umræðu um evru því hér er í allmörg
horn að líta, ekki síður pólitísk en
hagræn; ekki síst útliti um fjár-
mögnun fjármálafyrirtækja á næsta
ári, sem og frumvarpi við-
skiptaráðherrans um sértryggð
skuldabréf, sbr. grein ráðherrans í
Mbl. í gær (27. febrúar).
Þvert á skoðun leiðarahöfundar
Mbl. er mikils um vert að umræða
um allar hliðar málsins haldi áfram
og því ástæða til að
benda á það augljósa:
fjölmiðlum ber að
stuðla að umræðu,
ekki þagga umræðu
niður.
Evruvæðing er
auðvitað þegar hafin
á Íslandi: með upp-
gjörum fyrirtækja og
ársreikningagerð í
evrum; með útborg-
un launa í evrum, að
hluta eða öllu leyti;
síðast en ekki síst
huglægt og tengist
líðan og sálarlífi ef
ekki skjátlast: síaukinn sam-
anburður við okkar góðu frænd-
þjóðir og aðrar þjóðir Evrópu og
veldur vaxandi óþoli almennings á
Íslandi gagnvart mismunun aðila á
markaði, okrinu í vaxtakjörum og
ógagnsæi verðlags.
Er þá ónefnd umræða hérlendis,
utan ódáinsgarðs Morgunblaðsins, í
kjölfar heimsókna erlendra hag-
fræðinga og sérfræðinga hingað til
lands, sem sjálfstætt segja okkur
satt og rétt, t.d. um tengingu krónu
við evru: upptöku evrukrónu, ekr.
Umræða um evrukrónu virðist
hafa lent í þöggun; þessari taktík
fjölmiðlanna sem er einn af vondum
vísnaháttum ritskoðunar, eins kon-
ar ofbeldi fyrir allra augum sem
ekkert sjá.
Spurt er: Hvaða króna er evr-
ukrónan?
Svar: Fasttenging gengis krónu við
gengi evru. Aðgerð sem ekki er upp-
taka evru, með öllu sem fylgir, heldur
yfirlýsing stjórnvalda og seðlabanka
gagnvart umheiminum um að frá og
með tilteknum tímapunkti sveiflist
gengi íslenskrar krónu eins og gengi
evru. Rétt eins og danska krónan og
sænska krónan gera nú.
Þyngsta og eina almennilega rök-
semdin gegn tengingu íslenskrar
krónu við evru/annan gjaldmiðil á
ekki lengur við, þ.e. sjálfstæða hand-
aflið um smíði og framkvæmd ís-
lenskrar gengisstefnu sem mest er
jafnvægislist á vatnskrana, höndum
stjórnvalda og seðlabanka, mest eftir
útliti um hagvöxt og þróun við-
skiptakjara við útlönd. Ástæðan ein-
föld og flókin: Í opnu hagkerfi er
gengisstýring með handafli í besta
falli óskynsamleg en í versta falli
stórhættuleg, því þá er marsérað
gegn eðlilegu samhengi í markaðs-
starfsemi, þ.e. þess krafist að árlækir
og fljótin renni upp á við.
Evrutenging ýtir út hugmyndum
um breytingu/afnám verðbólgumark-
miða Seðlabankans. Þau markmið fá
sjálfkrafa aukið vægi við evruteng-
ingu, með hliðsjón af markmiðum
Seðlabanka Evrópu. Um leið má ætla
að aukinn kraftur færist í stefnumót-
un sem miðar að því að uppfylla skil-
yrði Evrópusambandsins um efna-
hagslega frammistöðu Íslands, ekki
síst til að vera engir eftirbátar ann-
arra og tryggja að við komumst í hóp
Evrópusambandsríkja þegar og ef
það hentar.
Til viðbótar yrðu fyrr en síðar að
veruleika brýnar leiðréttingar á ís-
lensku viðskiptaumhverfi, t.d. löngu
löngu tímabær útstrikun þáttar
eignabreytinga burt úr vísitölu
neysluverðs. Myndi þá skána sam-
ræmið við evrópuvísitölu neysluverðs
og sambærilegar landsvísitölur þjóða
Evrópu.
Önnur leiðrétting er síðan afnám
verðtryggingar.
Heiðar Már Sigurðsson, forstjóri
Kaupþings, sagði í viðtali við Mbl. í
gær (27. febrúar): „Ef ég væri seðla-
bankastjóri þá væri mitt fyrsta verk
að afnema verðtrygginguna.“ Nefndi
hann síðan enn eitt öfugsnúið dæmi
af íslenskum fjármálamarkaði: hækk-
un vísitölu neysluverðs (þ.e. verð-
bólgu) sem veldur lækkun vaxta á
nýjum útgefnum verðtryggðum
skuldabréfum og lægri ávöxt-
unarkröfu. Klárt öfugmæli skulda-
bréfamörkuðum, en engu síður satt
og rétt hérlendis. Verðtryggingin
hangir á bláþræði; hangir á trúar-
bragðinu einu saman: sannleikur
annarra okkar öfugmæli.
Þvermóðska á auðvitað stundum
við; flestir þekkja þó afleiðinguna af
því að slá ítrekað hausnum við stein-
inn: Þá dregst þeim mun lengur að
hausverkurinn skáni.
Evruvæðing:
Málið afgreitt?
Jónas Gunnar Einarsson
fjallar um efnahagsmál
» Þvert á skoðun leið-
arahöfundar er mik-
ils um vert að umræðan
haldi áfram … fjöl-
miðlum ber að stuðla að
umræðu, ekki þagga
umræðu niður.
Jónas Gunnar
Einarsson
Höfundur er rithöfundur.
HVAÐ ætla atvinnubílstjórar
að gera þegar umhverfisvernd-
arsinnar leggjast fyrir bíla þeirra
eða hlekkja sig við þá, til að koma
í veg fyrir umhverfisspjöll eða
brennslu eldsneytis?
Eiga menn alltaf rétt á að beita
aðra ofbeldi til þess að ná sínu
fram? Ef ekki, hverjir mega það
og hverjir ekki? Skiptir máli hver
hefur rétt fyrir sér? Hver ákveður
það? Ég tek fram að ég er hjart-
anlega sammála málstað bílstjór-
anna sem hafa verið að stöðva
umferð að undanförnu. Ég bið þá
bara að taka upp friðsamlegri að-
ferðir. Það er sjálfsagt að láta í
sér heyra og láta flautur blása, en
ekki beita ofbeldi. Fordæmi
þeirra er slæmt.
Gunnlaugur Jónsson
Hnefaréttur
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Móvað 47 – 110 Reykjavík
Opið hús milli kl. 14:00 og 15:00
Berg fasteignasala, Bolholt 4
Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is
Pétur Pétursson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Fágað og glæsilegt 219 fm einbýlishús á einni hæð
með tvöföldum bílskúr. Vandað hefur verið til allra
þátta við hönnun hússins og engu til sparað í
sérsmíðuðum innréttingum, vönduðum gólfefnum,
lýsingu, tækjum og í lóð. Húsið skiptist í 3-4 svefn-
herbergi, stofu, eldhús, gestasalerni, þvottahús,
sjónvarpsstofu og baðherbergi. Í húsinu er mikil
lofthæð og stórir gluggar í stofu sem hleypa fallegri
birtu inn. Lóð er með steyptum flísum og skjól-
girðingu úr harðvið og steypu. Heitur pottur. Um er
að ræða eign sem uppfyllir allar nútímakröfur.
V. 79 millj.
Grétar J. Stephensen
Löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
M
b
l 9
90
29
1
Lögg. fasteignasali
Hrafnhildur Bridde
Agnar Agnarsson
Sigurberg Guðjónsson hdl.
Hrafnhildur Bridde,
lögg.fasteignasali
821 4400
534 2000
www.storhus.is
Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15 - 15:30.
BERGSTAÐASTRÆTI 43, 101 RVK.
RÚMGÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ EFSTA HÆÐ ( 2.HÆÐ ) Í
TVÍBÝLISHÚSI ÁSAMT BÍLSKÚR.
Tvö svefnherbergi. Rúm-
góð stofa með góðum
gluggum og er eldhúsið
opið inn í stofuna. Suð-
vestur svalir með útsýni.
Baðherbergi m/baðkari.
Hátt til lofts. Heildarstærð
m/bílskúr er 112,2 fm.
VERÐ 36,9 MILLJ. ATH ! MÖGULEGT ER AÐ KAUPA
BÁÐAR ÍBÚÐIRNAR Í HÚSINU !
BERGSTAÐASTRÆTI 43,
101 RVK. HÆÐ.
4ra herb, 106,2 fm íbúð á
1.hæð auk 17,7 fm geym-
slu á jarðhæð. Sér herb.
m/snyrtingu á stigapalli.
Íbúðin sjálf skiptist í tvö
svefnherb, stofu, eldhús
og endurnýjað baðher-
bergi. Suður svalir.
Mögulegt er að yfirtaka leigusamning.
VERÐ 32,8 MILLJ. ÁHV.UM 17.MILLJ GÓÐ LÁN.