Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 35

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 35 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ vöknum eldsnemma, fjöl- skyldan, á mánudagsmorgni, vinnu- vikan er framundan með öllum sín- um verkefnum. Allir klæða sig, við setjumst niður við matarborðið og snæðum, klukkan er að verða 7.45 og tími kominn til að leggja af stað út. Við setjumst upp í bílinn og keyr- um af stað, borgarljósin lýsa allt um kring, bílarnir þjóta áfram, það eru allir á hraðferð í vinnu og skóla. Við leggjum á stóra planinu, stíg- um út úr bílnum og borgarlyktin læðir sér í vit okkar. Stelpurnar þrjár hlaupa inn í rútuna, hver með sínum hætti, kveðja auðveldlega, spenntar fyrir deginum og dyrnar lokast. Rútan keyrir af stað. Eftir dálitla keyrslu tekur víðáttan við, umferð- arþunginn minnkar og litir náttúr- unnar blasa við allt í kring. Rútan beygir við afleggjarann, keyrir upp hlíðina og niður í djúpan dalinn. Waldorf-skólinn Lækjarbotnum, Kópavogi, blasir við í botni dalsins þar sem náttúran skartar sínu feg- ursta. Börnin hlaupa út úr rútunni, loftið lyktar af öllu því sem móðir jörð gefur hverju sinni og það er líkt og engir bílar hafi nokkurn tímann verið framleiddir. Börnin eru komin á sinn griðastað yfir daginn, vinnu- stað sinn og annað heimili. Waldorf-uppeldisfræðin virka vegna þess að þau eru byggð á ein- skærri innsýn á þörfum og mögu- leikum barnsins, hinnar vaxandi manneskju. Nærri 90 ár eru frá stofnun fyrsta Waldorf-skólans, og hefur stefna skólanna aðlagað sig nútímanum hverju sinni, án þess þó að missa tengslin við hin upp- runalegu gildi. Þematengd menntun og lotukennsla hafa m.a. alltaf verið hluti af Waldorf-uppeldisfræðinni síðan Rudolf Steiner stofnaði fyrsta skólann. Ég trúi því að Waldorf-uppeldis- fræðin veiti barninu ríka upplifun sem miðast að því að undirbúa það fyrir áskoranirnar sem það mætir í heiminum, lífinu og framtíðinni með skýrri hugsun, umhyggju fyrir um- hverfi sínu og sjálfstrausti til að stuðla að breytingum. Fræðin ná markmiðum sínum með vel mótaðri og heilsteyptri hugmyndafræði sem horfir á barnið í heild sinni: huga, hjarta og líkama. Hugsun, tilfinn- ingar og vilja. Waldorf-uppeldisfræðin við- urkennir að börn hafa ákveðnar, ald- urstengdar og tilfinningalegar þarfir í samræmi við náttúrlegt þroskaferli sitt. Til að mæta þessum þörfum eru listir mjög sýnilega samtvinnaðar við allar hliðar námskrárinnar. Í dag er opið hús í Waldorf- skólanum Lækjarbotnum við Suður- landsveg. Þar geta foreldrar og aðr- ir kynnt sér námskrá skólans, skoð- að staðinn og fengið sér kaffisopa í faðmi náttúrunnar. SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR móðir, Waldorf-uppeldisfræð- ingur og eigandi Barna náttúrunnar. Waldorf-skólinn – Annað heimili barnanna minna Frá Sigrúnu Gunnarsdóttur: Waldorfuppeldisfræðin eru byggð á þörfum og möguleikum barnsins. HINN 13. mars sl. var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að göng gengum Vaðlaheiði og tvöföldun á hluta Suðurlandsvegar væru á næsta leiti. Frábært og gott mál að bæta samgöngurnar hér á landi, sem sums staðar eru ekki upp á marga fiska. Það sem vakti sérstaka athygli mína í þessari frétt var svar sam- gönguráðherra, Kristjáns Möller, þar sem hann var spurður hvers vegna innheimta ætti veggjald um Vaðlaheiðargöng en ekki um Suð- urlandsveg. Samgönguráðherra svaraði orðrétt: „Það er vegna þess að menn hafa stundum talað um það þannig að ef það er ekki önnur leið til að fara eins og í Vaðlaheiði, þar hafa menn Víkurskarðið, þá setjum við þetta svona upp, en það er ekki á Suðurlandsvegi.“ Fín rök hjá Kristjáni, eða þess- um mönnum sem „tala um það þannig“ að ef ekki er önnur leið til að fara þá eigi ekki að rukka. Ég skal viðurkenna það að ég er einn af þessum mönnum sem „tala um það þannig“ að ekki eigi að rukka þegar menn hafa ekki annan kost. Ég hef oft og iðulega haldið þess- um rökum á lofti við þingmenn og ráðherra sem ég hef náð að króa af og neyða þá til að svara þessari spurningu. Flestir fara undan í flæmingi, tala í hringi og svara eins og sannir pólitíkusar, sem sagt engu. Nú hefur Kristján Möll- er samgönguráðherra slegið við öll- um þessum hálfsvörum kollega sinna á þingi og svarað þessu hreint út. Enginn valkostur, ekkert að greiða. Í 18 ár hef ég búið í Vest- mannaeyjum. Þegar ég fer til Reykjavíkur á bílnum mínum fer ég alltaf með Herjólfi og borga fyrir það, stundum háar upphæðir. Hjá minni fjölskyldu eru útgjöldin í Herjólf á ári þau sömu og ein út- borguð mánaðarlaun mín. Ég er bara svona tregur að ég hef enn ekki komið auga á „aðra leið“ sem ég get ekið til Reykjavíkur án þess að vera rukkaður. Kæri Kristján: Hvaða aðra leið en með Herjólfi eiga Vestmannaeyjingar að fara þegar þeir aka til Reykjavíkur? EGGERT BJÖRGVINSSON, búsettur í Vestmannaeyjum. Opið bréf til samgönguráðherra Frá Eggerti Björgvinssyni ÞAÐ var athygl- isvert að hlýða á viðtal við Þor- stein Inga Sigfús- son eðlisfræðing og forstjóra Ný- sköpunarmið- stöðvar Íslands í Spegli RÚV 26. mars sl. Hann fjallaði í skýru máli um þá hættu sem heiminum stafar af hugmyndum um að hefja í stórum stíl rafmagns- framleiðslu með kjarnorku. Það eru leiðtogar Frakka og Breta sem þessa dagana eru að dusta rykið af gömlum áætlunum um uppbyggingu fjölda kjarnorkuvera. Stefnubreyt- ing Breta kemur á óvart og er hættumerki sem íslensk stjórnvöld hljóta að taka alvarlega og mótmæla strax kröftuglega. Endurvinnslu- stöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Sel- lafield og áður Dounreay hafa verið þyrnir í augum þjóða við norðanvert Atlantshaf um áratuga skeið vegna geislavirkrar mengunar. Þorsteinn benti réttilega á að kostnaður af notkun jarðefnaelds- neytis sem orkugjafa væri stórlega vanmetinn á meðan ekki er tekin með í reikninginn mengun andrúms- loftsins sem veldur loftslagsbreyt- ingum. Sama á við um orkufram- leiðslu með kjarnasundrun sem skilur eftir sig geislavirkan úrgang sem enginn ræður við og magnar upp hryðjuverkavá og hættu á ógn- arlegum kjarnorkuslysum. Þessi virti eðlisfræðingur benti á að end- urnýjanlegir orkugjafar ættu að vera lausnarorðið á meðan ekki tæk- ist að finna sjálfbærar lausnir af öðr- um toga, hugsanlega með kjarna- samruna. Það er með ólíkindum að for- ystumenn stórra ríkja innan Evr- ópusambandsins eins og Bretlands og Frakklands skuli nú ætla að gera kjarnorkuvána að sínum málstað á sama tíma og Þjóðverjar halda fast við þá stefnu að leggja niður kjarn- orkuver sín. Ef öxullinn París- London heldur fast við hugmyndir um að gera kjarnorkuna að lausn- arorði er komið nýtt tundur í sam- starf Evrópuríkja með ófyrirsjáan- legum afleiðingum á alþjóðavettvangi. HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON, náttúrufræðingur Orð eðlisfræðings í tíma töluð Frá Hjörleifi Guttormssyni Hjörleifur Guttormsson - kemur þér við Hannes Hólmsteinn lærir af mistökunum Fjórði ættliðurinn í einkarekstri heil- brigðisþjónustu Alfræðikrossgátan æpir á lausn Umdeildustu bakraddir landsins Illugi vill að sjálf- stæðismenn taki sjálfstæðar ákvarðanir Fríða Sophia kennir körlum að elda Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.