Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 40

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 40
40 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Jónssonfæddist í Skeiðháholti á Skeiðum þann 10.9. 1925. Bjarni lést á deild 13 d á Land- spítalanum við Hringbraut að kvöldi þess 27. mars sl. Foreldrar Bjarna voru Jón Eiríksson, f. á Votumýri á Skeiðum, Árn. 11.3. 1893, d. 16.10. 1986 og Jóhanna Ólafs- dóttir, f. í Sandprýði á Eyrarbakka 2.12. 1893, d. 10.9. 1992. Þau bjuggu í Skeiðháholti allan sinn aldur. Systkini Bjarna: Ólafur, f. 1924, d. 2002, bóndi í Skeiðháholti og kennari. Eftirlifandi kona hans er Jóhanna Jónsdóttir, f. 1926. Gunn- laugur, f. 1928 kerfisfræðingur, lengst af búsettur í Kópavogi. Kona hans er Bergþóra Jensen, f. 1927. Vilmundur, f. 1930, bóndi í Skeiðháholti. Kona hans er Kristín Hermannsdóttir, f. 1943. Sigríður, börn eru Katrín og Stefán Ár- mann. Maður Katrínar heitir Egidijus og dóttir þeirra Kristey. 2.) Björgvin Skafti, f. 1960. Kona hans er Camilla María Fors, f. 1967. Þeirra börn eru: Aron Tommi, Magnús Bjarni og Karl Gústaf. 3.) Anna Fríða, f. 1963, gift Gunnari Jónssyni, f. 1961. Þeirra börn eru Bjarni Kristinn, Árni Jón og Bryndís Gígja. 4.) Bjarni Gunn- laugur, f. 1963. Bjarni var bóndi í Skeiðháholti alla sína starfsævi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit, var m.a. lengi hreppstjóri þeirra Skeiðamanna. Hann var bóndi af lífi og sál, frábær rækt- unarmaður og tók þátt í öllum mögulegum félagsmálum meðal sinna samtíðarmanna, þar sem mild kímnigáfa hans, sönghæfi- leikar, mannblendni og einstakir samskiptahæfileikar nutu sín. Hann var gæddur ríkri skáldskap- arhneigð og orti samferðamönnum sínum til ómældrar ánægju tæki- færiskvæði söngtexta og ljóð. Í þau rúm fimmtíu ár sem þau Bjarni og Kristín áttu samleið gengu þau samstiga til starfs og leiks og nutu hverrar stundar sinna samvista. Útför Bjarna fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst kl 13.30. f. 1932. Býr í Braut- arholti á Skeiðum. Eiginmaður hennar var Örn Sigurðsson, f. 1928, d. 1980. Eftirlifandi eig- inkona Bjarna er Kristín Aðalheiður Skaftadóttir, f. á Sauðárkróki 6.12. 1935. Foreldrar Kristínar voru Skafti Jónsson Magnússon, f. í Skagafjarðarsýslu 17.8. 1902, d. 14.10. 1982 og Anna Sig- urpála Sveinsdóttir, f. á Mælifellsá á Efribyggð, Skag., f. 18.8. 1914, d. á Sauðárkróki 18. ágúst 1953. Systkini Kristínar eru Björgvin Steinar, f. 1929, d. 1958. Sveinn Ingimar, f. 1931 d. 2002. Eftirlif- andi kona hans er Elísabet Hann- esdóttir, f. 1937 Svanhildur Ísól Skaftadóttir, f. 1941. Hennar maður er Eggert Gautur Gunnarsson, f. 1940. Börn Bjarna og Kristínar eru: 1.) Jón, f. 1957, kvæntur Mar- gréti Lilliendahl, f. 1963. Hennar Það eru næstum því 20 ár síðan ég kynntist Bjarna tengdapabba mínum í fyrsta skipti. Ég fann um leið að okk- ur mundi koma vel saman. Svoleiðis hefur það verið síðan. Hvernig var annað hægt en þykja vænt um hann? Það var bara svo gott að vera í návist hans. Maður fann hlýju. Fyrir mér var Bjarni þvílíkt ljúfmenni með húm- or, en um leið ákveðinn og maður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Hann var aldrei merkilegur með sig, hann var bara hann sjálfur. Bjarni var frábær afi sem las mikið fyrir barnabörnin sín og sýndi þá mikla þolinmæði og áhuga. Það leyndi sér ekki að sam- bandið milli Kristínar og Bjarna var sérstaklega náið og þau voru mjög samrýnd og sýndu hvort öðru vænt- umþykju. Annað sem ég varð vör við var hvað það var mikill gestagangur hjá Kristínu og Bjarna. Kannski ekki skrítið, þau gáfu sér alltaf tíma til að tala og hlusta, stundum voru miklar umræður við eldhúsborðið. Ýmis mál voru rædd, hvað var að gerast í þjóð- félaginu eða bara um daginn og veg- inn. Ekki það að þau sætu auðum höndum, síður en svo. Það var alltaf nóg að gera. Þau bara gáfu sér tíma fyrir okkur. Það er svo margt sem hrærist í hausnum á mér þessa daga þegar ég hugsa um hann Bjarna tengdapabba minn. Hvað mér finnst það mikil forréttindi að hafa kynnst honum, þótt það væri ekki nema í 20 ár, og hvað ég er stolt yfir því að vera tengdadóttir hans og eiga góðar minningar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Camilla Maria Fors. Elsku bróðir minn. Söknuðurinn er sár og kökkurinn í brjóstinu vill ekki hverfa ennþá. Ég hugsa um allar góðu minningarnar um þig, ekki neinir skuggar, bara þín einstaka góðvild og gleði sem alltaf var til staðar. Þú varst líka lánsamur í þínu lífi, fyrst og fremst fyrir að eiga hana Kristínu sem elskaði þig skilyrð- islaust. Þið tvö stóðuð alltaf saman eins og ein manneskja, aldrei nema kærleikur og gleði. Heimilið ykkar með börnunum og svo barnabörnum og tengdabörnum alltaf ein heild. Hvergi er eins gott að koma. Ég ylja mér við að lesa fallegu vísurnar sem þú hefur ort til mín, alltaf sami kær- leikurinn. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, semgleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín systir, Sigríður. Á kveðjustund vil ég þakka Bjarna mági mínum ljúfa samfylgd í meira en hálfa öld. Þegar Kristín systir mín og Bjarni hófu sambúð var ég á ung- lingsaldri og þótti mikið til koma hvað mágur minn var einstaklega mynd- arlegur og sjarmerandi maður. Þegar ég síðan kynntist honum þótti mér ennþá meira koma til mannkosta hans og ljúfmennsku. Hann var skarpgreindur, minnugur og mjög fróður um þjóðlíf og náttúru landsins. Alla tíð hefur heimili þeirra hjóna staðið mér og mínu fólki opið sem eig- ið heimili væri og hefur það verið okk- ur ómetanlegt að finna hvílíkir au- fúsugestir við höfum verið hjá þeim hjónum. Bjarni var einstaklega gest- risinn og kom eins fram við alla, af virðingu og væntumþykju, og var þá sama á hvaða aldri eða þroskastigi viðmælendur hans voru. Hann var einkar fundvís á áhugamál gesta sinna og gat rætt við þá um hin ólík- ustu mál. Hann gerði það ætíð af ein- lægni og hafði alltaf eitthvað áhuga- vert til málanna að leggja. Hann hafði notalega kímnigáfu, sem kom oftar en ekki fram í ljóðum hans og lausavís- um en hann var fljúgandi hagmæltur. Þegar Gautur fór að koma með mér í heimsókn í Skeiðháholt náðu þeir svilar strax vel saman, þeir skoðuðu og skeggræddu um gróður, ræktun, dýr og fugla. Bjarni oftast sá sem fræddi og vakti athygli á allskonar fyrirbærum í náttúrunni og hinn þakklátur fyrir þessa hógværu leið- sögn. Heimilisbragurinn hjá þeim hjón- um hefur alltaf verið einkar frjálsleg- ur og skemmtilegur. Við minnumst með þakklæti allra frábæru stund- anna við eldhúsborðið þegar rætt var um menn og málefni, farið með vísur og ljóð og umfram allt sagðar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Bjarni fékk þá gjarnan blik í auga og impraði á einhverju atviki eða sögu og fyrr en varði greip frásagnargleðin börnin hans, sem öll lögðu sitt af mörkum, enda eru þau öll frábærir sögumenn og virðast hafa erft þann eiginleika frá foreldrum sínum að sjá alltaf það skemmtilega í lífinu og til- verunni. Bjarni hlustaði með bros á vör og rak svo ætíð endahnútinn á söguna með því að draga fram það sem máli skipti. Nú þegar lífsgöngu Bjarna mágs míns lýkur finnst mér gott að hugsa til þess hve hann var mikill gæfumað- ur. Hann lifði og hrærðist í því um- hverfi sem hann kaus sér. Lífsstarfið var það sem hugur hans stóð til. Hann var alla tíð bóndi af lífi og sál og eftir að Bjarni Gunnlaugur sonur hans tók við búinu fylgdist hann með búskapn- um og öllum framkvæmdum á jörð- inni svo að segja til síðustu stundar. Fjölskyldulífið var eins og best varð á kosið og þau Kristín og Bjarni voru ákaflega samhent um allt sem máli skipti í lífinu. Það sem einkenndi sam- búð þeirra var virðing og væntum- þykja. Síðustu mánuði, þegar veikindi Bjarna fóru að ágerast, sýndi hún systir mín að henni er ekki fisjað sam- an. Hún annaðist sinn mann, með dyggri aðstoð barna sinna, svo betur hefði ekki verið hægt að gera. Það er mikil gæfa að hafa átt Bjarna Jónsson að samferðamanni og fyrir þá gæfu erum við Gautur ákaf- lega þakklát. Svanhildur Skaftadóttir. Að alast upp á Skeiðháholtshlaðinu eru forréttindi sem við systkinin vor- um svo heppin að verða aðnjótandi. Þar voru afi og amma, föðurbræður okkar og fjölskyldur þeirra. Allt voru þetta barnmargar fjölskyldur svo leikfélagarnir voru margir og krakkahópurinn stór úti að leika sér á björtum sumarkvöldum. Í dag viljum við minnast ástkærs föðurbróður okkar Bjarna Jónssonar. Þegar við hugsum um Bjarna kemur okkur fyrst í huga hans hlýja og góða nær- vera og mikla velvild í okkar garð. Fyrir það viljum við þakka. Bjarni og Kristín voru einstaklega samhent og náin hjón og mikið fjöl- skyldufólk, og alltaf var jafngott og notalegt að koma til þeirra. Allir fundu sig velkomna og að þeir væru mikilvægir gestir, ekki síst börnin. Mikið og margt var skeggrætt og skrafað við stóra eldhúsborðið hjá Bjarna og Kristínu, oft ásamt ein- hverju barna þeirra sem gerði heim- sóknina enn fjörugri og skemmti- legri. Það var rætt um daginn og veginn og sérstaklega um það sem hver og einn var að fást við í dagsins önn. Sögur voru sagðar á léttum nót- um, mikið hlegið og gert að gamni sínu. Bóndinn var Bjarna í blóð borinn og stundaði hann ævistarf sitt af mik- illi eljusemi, útsjónarsemi og um- hyggju. Þá hafði hann einnig áhuga á garðrækt og ein af okkar góðu minn- ingum er þegar Bjarni gekk hröðum skrefum úr fjósinu eða hljóp „milli vagna“ í heyskapnum til að sinna garðinum og njóta hans. Rósir voru í sérstöku uppáhaldi. Það var unun að ganga með Bjarna frænda um garð- inn þeirra hjóna. Þá minnumst við einnig ljóðanna hans Bjarna en skáld- gyðjan fylgdi Bjarna alla ævi. Mjög mikil samheldni og kærleik- ur var á milli bræðranna í Skeiðhá- holti, sem og systkinanna allra, og samgangur mikill á milli bæjanna. Bræðurnir höfðu svipuð áhugamál og jólabækurnar voru ræddar fram og til baka í jólaboðunum. Ómetanlegar minningar tengjast ferðum bræðr- anna á söngæfingar, glöðum og gam- ansömum. Við höfum alltaf borið mikla virð- ingu fyrir Bjarna frænda okkar og lit- ið upp til hans. Nú er komið að kveðjustund og um leið og við lítum til liðinna stunda með þakklæti viljum við votta Kristínu, Jóni, Skafta, Bjarna Gunnlaugi, Önnu Fríðu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Bjarna. Jóhanna Sigríður, Margrét, Birna, Harpa, Jón Bragi og Gunnar Þór Ólafsbörn. Í dag verður elskulegur föðurbróð- ir okkar, Bjarni Jónsson frá Skeiðhá- holti, lagður til hinstu hvílu í Ólafs- vallakirkjugarði. Bjarni átti við erfiðan sjúkdóm að glíma hin síðari ár og aðlagaði sig breytingum þeim sem honum fylgdu af æðruleysi. Við minn- umst velvilja Bjarna frænda í annarra garð og umhyggju hans fyrir öðrum. Við munum ekki rekja æviferil Bjarna frænda en viljum minnast hans fáeinum orðum. Við þekktum Bjarna frænda alla tíð og eftir lát hans reikar hugurinn og minningar um yndislegar samvistir standa ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Þetta eru ljúfar minningar um leiftrandi frásagnargleði, geislandi bros og bjartan hlátur. Bjarni frændi var einstaklega barngóður og þess nutum við systurnar sem börn og einnig minnumst við þess hversu hlýr og góður hann var börnum okkar þeg- ar þau hittu hann. Bjarni hafði áhuga á öllu sem okkur viðvék og alltaf var hægt að finna hversu einlæglega hann óskaði þess að allt gengi okkur í haginn. Oft heimsóttum við þau gestrisnu og samrýmdu hjón Bjarna og Krist- ínu á Hólnum þó svo að samveru- stundirnar hafi verið alltof fáar síð- ustu árin. Þrátt fyrir miklar annir við bústörf og nefndarstörf var ekki ann- að að finna en að við værum velkomn- ar og ætíð var tími til þess að setjast niður og ræða málin. Við minnumst margra ómetanlegra samverustunda við stóra eldhúsborðið þar sem spjall- að var um alla heima og geima yfir kaffibolla og framúrskarandi meðlæti Kristínar. Við lærðum margt af Bjarna frænda enda var hann víðlesinn og fróður á fjölmörgum sviðum. Ógleym- anlegar eru lýsingar hans á fjalla- hringum á ættarmóti fyrir nokkrum árum. Þá safnaðist stórfjölskyldan saman í Skeiðháholti og Bjarni nefndi og lýsti fyrir okkur sérhverju fjalli þar sem við stóðum á Bjallanum. Bjarni var hagyrðingur og orti marg- ar góðar vísur. Sá eiginleiki hans var þó ekki á allra vitorði enda var Bjarni hógvær maður. Kristín og Bjarni eiga miklu barna- láni að fagna. Þó svo að aldursmunur sé nokkur með okkur frændsystkin- um og samverustundir stopular finn- um við mjög hversu sterk fjölskyldu- böndin eru, ekki síst á þessari stundu. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku Kristínu, frændsystkini okkar, fjölskyldur þeirra og aðra ættingja og vini. Bjarni frændi okkar var einstakur maður, glæsilegur, vel gefinn, hlýr og heiðarlegur. Við kveðjum hann með söknuði. Í hugum okkar varðveitum við minningar um hann og fallegu ljóðin hans lifa um ókomna tíð. Jóhanna, Sigríður Anný og Steinunn Gunnlaugsdætur. Ég kveð í dag frænda minn og vin, Bjarna Jónsson frá Skeiðháholti. Við vorum bræðrasynir og mjög nánir vinir frá unga aldri. Ég var einungis níu ára gamall þegar ég kom í fóstur að Votumýri á Skeiðum en þar átti ég fjöldann allan af frændfólki sem tók mér afar vel. Á Skeiðunum átti ég heima í fimm ár, gekk þar í skóla og fermdist. Á þessum árum var ég í nánu sambandi við frændsystkini mín, sérstaklega bræðrasyni pabba og þá ekki síst Háholtsbræður. Við vorum mikið saman í íþróttum á vorin og var þá oftast farið ríðandi á íþróttaæfingar í Brautarholti á kvöld- in. Það voru skemmtilegar ferðir. All- ir vorum við strákarnir á ungum hrossum sem við vorum að temja eða þjálfa. Bjarni var gjarnan á góðum folum og fallegum, enda var gott hestakyn í Skeiðháholti. Þessum ferð- um fækkaði síðan, hópurinn dreifðist, sumir fóru í skóla eða eignuðust sín heimili en samband okkar frænda hélst áfram. Samskipti mín við Bjarna og hans fjölskyldu varð nánara. Þau Bjarni og Kristín buðu okkur Dísu t.d. á þorra- blót í fleiri ár og var þá alltaf gist hjá þeim. Bjarni var svo lánsamur að eignast frábæra konu, Kristínu Skaftadóttur, og áttu þau fjögur börn. Það var og er samheldinn hópur. Að koma í heimsókn til Bjarna og Krist- ínar var sérstök tilhlökkun, það var tekið á móti manni opnum örmum, með glensi og gamni, og var oft erfitt að fara aftur því fjölskyldan var svo samtaka að láta gestum líða vel. Bjarni var mjög áhugasamur um alla ræktun og áttu þau hjón einstak- lega fallegan og vel hirtan garð með trjám, runnum og fjölærum plöntum, ásamt vel hirtum grænmetisgarði. Í garðinum er sundlaug sem þau not- uðu mikið. Fyrir nokkrum árum tók Bjarni Gunnlaugur við búi foreldra sinna og rekur þar nú stórt kúabú á nútíma- vísu og fylgdist Bjarni eldri vel með því og var gjarnan með syni sínum í fjósinu og sinnti þar ýmsum verkum, þeim báðum til ánægju. Vilhjálmur sonur minn var svo heppinn að fá að vera kúasmali o.fl. hjá þeim Bjarna og Kristínu í mörg sumur og var það honum góður skóli. Þar kynntist hann frábæru fólki sem veitti honum tilsögn og innsýn í sveitastörfin og náttúruna og er hann þeim innilega þakklátur fyrir dvölina í Skeiðháholti. Bjarna var margt til lista lagt. Hann var söngmaður góður og söng í mörgum kórum. Hagyrðingur var hann í fremstu röð og orti gjarnan tækifærisvísur og bragi við ýmis til- efni. Bjarni var hreppstjóri í Skeiða- hreppi í mörg ár og var vel metinn í því starfi. Hann þótti einstaklega góð- ur mannasættir og leysti hvers manns vanda á þann hátt sem farsælt var. Ég sakna frænda míns mjög, en er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við Dísa sendum þér Kristín og ykkur öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi góðan dreng. Þess biður þinn frændi, Vilhjálmur Sigtryggsson. Hugurinn leitar austur að Skeiðhá- holti þessa dagana,sem og oft áður. Margar góðar minningar koma upp í hugann um góðan frænda sem var mér alltaf svo hlýr og kær. Alltaf var vel tekið á móti mér. Stutt var alltaf í húmorinn hjá frændfólkinu í Skeiðhá- holti, glatt á hjalla og mikið spjallað um heima og geima. Bóndinn í Bjarna leyndi sér ekki og vildi hann fylgjast vel með búskap á bænum. Eftir að þau hjónin brugðu búi og Bjarni Gunnlaugur tók við, þá var samt áhuginn á búskapnum sá sami og vel fylgst með öllu, farið í fjós til að hjálpa til og vera með. Eftir að Snorka mín kom austur á Skeið í janúar 1996 varð meiri sam- gangur á milli okkar, bæði símleiðis og eins kom ég auðvitað reglulega til að hitta frændfólk mitt um leið og rölt var út í haga að kíkja á hana. Tók ég strax eftir því hvað Bjarna var um- hugað um að hún þroskaðist vel, að ég tali ekki um eftir að hún fór í folald- seignir. „Villi Kalli, er hún ekki út af Nasa frá Skarði,“ nefndi hann oft við mig, enda var hann í miklu uppáhaldi hjá Bjarna. Votumýrar-varkárnin leyndi sér ekki í frásögnunum. Það var með eindæmum hvað Bjarni var fróður um allt sem við kom Skeiðun- um, enda alinn þar upp. Þótti mér sér- staklega gaman að heyra sögur af langafa mínum, enda hélt ég mikið upp á gamla manninn. Það er frekar skrýtið til þess að hugsa til þess að koma austur að Skeiðháholti og finna fyrir því að nú tekur Bjarni ekki á móti mér ásamt henni Kristínu, á tröppunum eins og þau voru vön að gera, að ég tali ekki um það að hann sitji ekki lengur á sín- um stað í eldhúsinu . Elsku frænda kveð ég með miklum söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir allt sem hann og hans fjölskylda hefur gert fyrir mig. Jesús sagði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“ (Jóh 18.36.). Við sameinumst í sorginni, svona lífið er. Með bænunum úr borginni bið ég fyrir þér. (VKH) Elsku Kristín og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð geymi ykkur alltaf. Hvíl í friði, frændi. Vilhjálmur Karl Haraldsson (Villi Kalli.) Bjarni Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.