Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus Konráðs-son fæddist 1. desember 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Konráð Jónsson, f. 13.10. 1891, d. 19.8. 1974, og Ragnheið- ur Guðmundsdóttir, f. 11.4. 1895, d. 21.8. 1933. Lárus var næstyngstur fimm alsystkina. Látin eru Ingólfur, Jón og Ragn- heiður en Eggert lifir. Hálfbræð- urnir eru Gunnar, Óskar, Haukur og Kjartan. Móðir þeirra og seinni kona Konráðs er Sigurbjörg Sig- urjónsdóttir, f. 27.9. 1917, er býr nú á elliheimilinu Grund í Reykja- vík. Lárus kvæntist 25. september 1953 Ragnheiði Blöndal, f. 29.7. 1928, dóttir Sveinbjargar Jóns- dóttur og Benedikts Blöndal á Brúsastöðum í Vatnsdal. Börn Lárusar og Ragnheiðar eru: 1) Benedikt, f. 19.5. 1950, maki Svala Runólfsdóttir, f. 24.6. 1967, sonur þeirra Björn Blöndal, f. 3.5. 2000. Börn Svölu eru Nína, f. 25.8. 1986, og Jón Bjarni, f. 4.3. 1991. Börn Benedikts og f. k., Margrétar Hólmsteinsdóttur, f. 8.8. 1951, eru: a) Lárus Blöndal, f. 10.5. 1972, og b) Ragnheiður Blöndal, f. heiðar við Álftarskálaá, á sem venjulega er kölluð Álka. For- eldrar Lárusar bjuggu þar við kröpp kjör. Ragnheiður móðir hans lést þegar Lárus var fimm ára gamall. Konráð hætti búskap um þetta leyti og börnin fóru á bæina í dalnum, ýmist í fóstur eða vinnumennsku. Lárus fór að vinna strax sem barn, eins og kraftar leyfðu. Skólaganga var lítil, far- skóli í nokkrar vikur. Sigurlaug Jónasdóttir er var í Kárdalstungu tók Lárus að sér og ól hann upp sem sinn fósturson. Voru þau á nokkrum bæjum en síðast í Ási hjá Guðmundi bróður hennar og Sigurlaugu konu hans. Að Brúsa- stöðum fór Lárus fyrir tvítugt, fyrst sem vinnumaður en tók svo smám saman við búinu ásamt Ragnheiði, heimasætu þar, en þau giftu sig 1953. Jörðina byggðu þau upp og ræktuðu tún og engj- ar. Einnig keyptu þau hálfa jörð- ina Snæringsstaði. Þau hættu bú- skap þegar Gróa dóttir þeirra og Sigurður tóku við 1996. Lárus var alla tíð afburða duglegur og ósér- hlífinn. Hann vann mikið utan heimilisins ásamt bústörfum, hjálpsamur og greiðvikinn. Veiði- maður var hann af lífi og sál, refa- og minkaskytta til fjölda ára. Lárus og Ragnheiður byggðu húsið Birkihlíð í landi Brúsastaða og bjuggu þar eins lengi og heilsa leyfði. Útför Lárusar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsettt verður í Undirfells- kirkjugarði. 21.3. 1978, maki Magnús Valur Óm- arsson, f. 31.12. 1978, synir þeirra Benedikt Þór, f. 3.7. 2004, og Þröstur Már, f. 13.11. 2007, c) Gígja Blöndal, f. 27.4. 1984, maki Daníel Kristjánsson, f. 14.3. 1983, dóttir þeirra Þórey Blön- dal, f. 11.7. 2003. 2) Sigurlaug Björg, f. 22.4. 1953, maki Þór- ir Haraldsson, f. 27.2. 1948, sonur þeirra Guðbjörn Hjalti, f. 9.1. 1991, börn Bjargar og f. m. Ólafs Skaftasonar, f. 17.12. 1951, eru: a) Bjarni Róbert Blöndal, f. 21.11. 1973, maki Hanna Sigríður Magnúsdóttir, f. 17.7. 1963, dóttir Bjarna og Írisar Stefánsdóttur er Sara Helena, f. 30.9. 1996, b) Sunneva Lind Blön- dal, f. 19.4. 1979, maki Guðbjartur Halldór Ólafsson, f. 16.1. 1976, dóttir Sigurlaugar og Nicolai Þor- steinssonar, f. 5.3. 1955, er Harpa Sjöfn, f. 13.5. 1984. 3) Gróa Mar- grét, f. 5.12. 1958, maki Sigurður Ólafsson, f. 27.9. 1959, börn þeirra eru a) Áki Már, f. 28.7. 1983, d. 2.1.2004, og b) Arndís, f. 4.5. 1989, unnusti Jón Örn Vil- hjálmsson, f. 20.2. 1987. Lárus fæddist í Gilhaga í Vatns- dal í Austur-Húnavatnssýslu, í litlu koti við rætur Haukagils- Kynni mín af honum Lárusi hóf- ust þegar hann kom suður til að vera við brúðkaupið okkar Bjargar. Þá var hann ökklabrotinn, hafði meiðst í viðureign við nýbæru í fjós- inu á Brúsastöðum. Ég var örlítið kvíðinn að hitta þennan mann, hvernig maður var hann og hvernig tæki hann þessum verðandi tengda- syni, mér? Kvíði minn reyndist ástæðulaus, því hann tók mér mjög vel. Fljótlega kom í ljós húmorinn hans, og á þessum dögum var tals- vert gantast með fótbrotið. En hvernig kynnist maður fólki? Með því að sitja og spjalla yfir kaffibolla? Ef til vill, en ekki endilega í hans til- felli. Þegar við fjölskyldan fórum að heimsækja tengdaforeldra mína á Brúsastöðum komst ég að raun um það að hann tengdapabbi minn var mikill vinnuþjarkur. Jú, hann kom inn í mat og kaffi, settist í gamla tré- stólinn sinn við borðsendann, og jafnskjótt og máltíðinni var lokið var hann farinn út í verkin. Að sitja og spjalla? Betra að drífa sig bara í vinnugalla og fara út á eftir honum. Á þann hátt kynntist ég þessum ágæta manni, og það myndaðist með okkur vinátta sem óx með árunum. Eitt sinn, rétt eftir að við fjöl- skyldan fluttum í Hólabergið, var ég að koma heim úr vinnunni, þá voru þau tengdaforeldrar mínir, Ragn- heiður og Lárus, komin í heimsókn færandi hendi. Þau færðu okkur tré sem þau tóku úr sínum garði og auð- vitað var hann búinn að rífa upp hellurnar fyrir framan þvottahús- gluggann og gróðursetja tréð. Bíða eftir aðstoð? Nei, bara að klára þetta. Þannig var hann. Við áttum sameiginleg áhugamál, smíðar og verkfæri af öllum gerðum, enda fór- um við gjarnan saman í „dótabúð- ina“, Húsasmiðjuna, þegar hann heimsótti okkur. En hann stansaði sjaldan lengi. Best að drífa sig heim aftur, helst samdægurs! Síðustu misserin urðu samverustundirnar fleiri, þegar heilsan fór að bila og læknisferðir og sjúkrahúsvistir tóku við. Þá opnuðust umræður um hluti sem snerta strengi sem leynast djúpt í sál manna, og hlutir ræddir sem aldrei voru opnaðir meðan lífið var fullt af verkefnum við búskap og aðrar daglegar annir. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu hans tengdapabba, með innilegri þökk fyrir samfylgdina. Þórir Haraldsson. Hann Lalli minn er dáinn. Það er bara mánuður síðan ég sat með tárin í augum og votar kinnar að kveðja fóstra minn hann Leif; og þú núna. kallarnir mínir sem áttu svo stóran þátt í uppvaxtarárum mínum. Mennirnir sem elskuðu heiðarnar sínar og þekktu þær eins og stóru lófana sína, mennirnir sem við Gróa þín fórum á móti á haustin þegar þið komuð með féð niður af heiðum, fengum hesta og kysstum blauta og skítuga kalla sem önguðu af kaup- staðarlykt. Minningarnar streyma gegnum huga minn um þig og fjöl- skylduna á Brúsastöðum, minningar um öll nýju sveitaorðin sem ég, litli Færeyingurinn, lærði af ykkur. Vor- ið 1964 flutti mamma með börnin sín þrjú í Vatnsdalinn, komum við frá litlu sjávarþorpi, þekktum engan og við systkinin vissum enn minna um sveitanöfn og sveitastörf. Það liðu ekki margir dagar áður en skottan þín eins og þú kallaðir mig þá kom í heimsókn, ófeimin og spurði eftir krökkum til að leika við. Jú jú, komdu inn í bæ sagðir þú, allar göt- ur síðan hefur heimilið ykkar Lillu minnar staðið mér opið og var það stolt sveitastelpa sem söng og trall- aði með stóru krökkunum þínum, Benna og Björgu, sem spiluðu á alls- konar hljóðfæri, meira að segja á matskeiðar, og hlustaði á sögur. Oft gisti ég á Brúsastöðum og var það bara sjálfsagt, bara búið um mig uppi í hjónaherberginu ykkar Lillu, Gróa öðrum megin og ég hinum megin. Besti maðurinn á morgnana að flétta á mér hárið eða faxið sagð- irðu stundum, það var svo þykkt að þú vildir stundum gera þrjár fléttur. Allar stundirnar við eldhúsborðið ykkar, þú að spila við okkur á end- anum þínum við borðið, á tréstóln- um stóra að drekka dísætt kaffið að hlusta á bullið í okkur, dimmi hlát- urinn þinn og brosið þitt, stóri faðm- urinn þinn, þar var nóg pláss fyrir eina stelpu í viðbót, allt þetta fékk ég og miklu meira. Elsku Lalli minn, takk fyrir að hafa verið til fyrir mig líka, ég geymi allar minningarnar í hjartanu mínu um fjölskylduna frá Brúsastöðum. Elsku Lilla, Benni, Björg og Gróa mín, ég, mamma og systkini mín sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðju á sorgarstundu og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Anna (Stína) Kristín. Við fæðumst inn í samfélag, sam- félag með ólíku fólki og ólíkum per- sónum. Sumir eiga stóran þátt í lífi okkar og aðrir minni, sumir eignast stórt pláss í hjarta okkar. Svo eld- umst við, þroskumst og lífið tekur breytingum, við flytjum og sambönd minnka og jafnvel slitna en plássið sem viðkomandi á í hjartanu, það minnkar ekki. Hann Lalli á Brúsastöðum átti stóran sess í hjarta okkar systkin- anna á Snæringsstöðum. Hann var maðurinn hennar Lillu frænku, við vorum nágrannar og umgengumst mikið. Þau hjónin áttu mikinn þátt í upp- eldi okkar og voru óþreytt á að taka á móti okkur í heimsókn og tala við okkur eins og jafningja í önnum dagsins. Við gerðum okkur oft ferð fram dalinn, hlupum niður brekkuna að Brúsastöðum og var alltaf vel tekið. Lalli kenndi okkur svo margt, að taka stórt fang þegar litla hendur voru að gefa heyið, leiðbeindi okkur með hestana og að taka á móti lömb- um. Hann dansaði við okkur syst- urnar ef svo bar undir, söng í ferm- ingunum okkar og sendi eitt blikk ofan af lofti niður að altarinu þar sem maður sat með sveitta lófa. Við fengum að sitja í fanginu á honum þegar hann kom að spila lomber við pabba, hlýjaði köldum höndum þeg- ar eigandinn hafði enn einu sinni týnt vettlingunum úti á túni. Það sem hann gat hlaupið hratt, hvort sem var á eftir kindunum eða í kapphlaupi við Gróu sem okkur fannst gaman að fylgjast með. Við leituðum til Lalla ef við þurftum að- stoð við verkin þegar pabbi var að vinna utan búsins og ,,heillin mín“ var nafnið sem hann gaf okkur oft- ast. Tengingin heim er ekki bara bær- inn, fjöllin og sólarlagið við enda Vatnsdalsins. Það er fólkið. Nú er einn tengiliður farinn, taug heim slitin þar sem ein af stóru manneskj- unum úr æsku okkar er látin og Vatnsdalurinn tómlegri fyrir vikið. Við erum þess fullviss að Áki Már hefur tekið vel á móti afa sínum og sýnir honum himnaríki í allri sinni dýrð. Þeir félagarnir tala örugglega um vélar og tæki og Vatnsdalinn, sem var svo stór hluti af þeim báð- um. Við þökkum góðum manni og miklum vini gömul kynni og sam- fylgd gegnum árin. Við vottum Lillu frænku, Gróu, Björgu, Benna og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Far í friði og takk fyrir allt. Anna, Sigríður, Inga, Elín og Ólafur frá Snæringsstöðum. Er sól er að hækka á lofti og dag- ur að lengjast kvaddi þetta jarðlíf Lárus Konráðsson✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir, systir og mágkona, BÁRA TRAUSTADÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, Kjarrhólma 20, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Hjallakirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Guðbjartur Guðbjartsson, Ívar Örn Róbertsson, Sigurvin Guðbjartsson, María Jóhannesdóttir, Ottó Valur Kristjánsson, Margrét Samsonardóttir, Sjöfn Traustadóttir, Eysteinn Stefánsson, Óðinn Traustason, Guðrún Erlendsdóttir, Þórir Traustason, Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir, Björg Traustadóttir. ✝ Mamma, tengdamamma og amma okkar, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir eru færðar starfsfólki á dvalar- heimilinu Felli og deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Sigurður Gísli Gíslason, Sólborg Ósk Valgeirsdóttir, Agnar Freyr Kristjánsson, Eyþór Ingi Kristjánsson, Guðrún Clara Sigurðardóttir, Kjartan Theodór Sigurðsson. ✝ Faðir minn, NIKULÁS GÍSLASON frá Lambhaga, Bjarnhólastíg 11, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Nikulásson. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar og bróðir minn, GUNNAR INGIMARSSON bílstjóri, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Unnur Jóhannesdóttir, Ingimar Axel Gunnarsson, Kristrún Huld Gunnarsdóttir, Brynjar Örn Gunnarsson, Unnur Gunnarsdóttir, Kristófer Már Gunnarsson, Hanna Bryndís Þórisdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR RAGNAR SVEINBJÖRNSSON frá Kothúsum, Garði, Eyrarholti 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag- inn 10. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór A. Þórarinsson, Valdís Þóra Gunnarsdóttir, Vignir Már Guðjónsson, Sara Lind Gunnarsdóttir, Páll Þórir Jónsson, barnabörn og systkini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.