Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 45

Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 45 ✝ Vilhjálmur Sig-urðsson fæddist í Miklagarði á Höfn 7. ágúst 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjól- garði á Höfn hinn 25. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Agnes Bentína Moritzdóttir Stein- sen, f. 21. júlí 1896, d. 27. sept. 1951, frá Krossbæ í Nesjum og Sigurður Ey- mundsson, f. 8. októ- ber 1888, d. 24. mars 1956, frá Dilksnesi í Nesjum. Systkini Vil- hjálms voru: 1) Eymundur, f. 11. ágúst 1920, d. 16. okt. 1987, 2) Hall- dóra, f. 27. ágúst 1922, 3) Guðrún, f. 4. sept. 1923, 4) Björn, f. 10. okt. 1924, d. 10. júlí 2007, 5) Rannveig, f. 16. ágúst 1926, d. 16. nóv. 2005, 6) Valgerður, f. 7. des. 1927, 7) Hulda, f. 4. mars 1931, 8) Ragna, f. 4. mars 1931, og 9) Karl, f. 13. júlí 1934. Vilhjálmur var mjög ljúfur í fram- komu og hæglátur og einstaklega barngóður og hjá honum dvöldu mörg börn yfir sumartímann, sem veittu honum ómælda ánægju og hjálp. Mörg þeirra hafa haldið sam- bandi við hann árum saman. Þegar Vilhjálmur var um fertugt fór hann að missa heilsuna og með árunum fór liðagigtin versnandi og var kom- in á mjög hátt stig undir lokin. Hann var afskaplega harður af sér og kvartaði aldrei. Hann var líka alltaf mjög vinnuharður við sjálfan sig og hlífði sér ekki, hvort sem var í bú- skapnum, smalamennsku eða öðrum störfum. Hann var einnig mjög hjálpsamur og taldi ekki eftir sér að aðstoða ef hann gat. Nesjasveitin var hans heimur. Þar leið honum best og Krossbær var hans líf og yndi. Hann undi sér hvergi betur en þar. Á síðari hluta ævinnar bagaði hann heyrnarleysi sem skerti mögu- leika til samskipta við fólk. Hann lagðist inn á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð vegna veikinda hinn 23. janúar sl. Útför Vilhjálms verður gerð frá Hafnarkirkju, Hornafirði, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Auk þess eignuðust Agnes og Sigurður andvana fæddan dreng árið 1933. Tæplega sjö ára var Vilhjálmur tekinn í fóstur að Krossbæ í Nesjum til afa síns Mo- ritzar V. Steinsen, sem þar bjó með seinni konu sinni Sigurleifu Högnadóttur. Árið 1946 lést Moritz, sem þá hafði verið leiguliði í Krossbæ í fjörutíu ár. Þá keypti Vilhjálmur jörðina af Sigurði Þórarinssyni í Stórulág og tveimur árum seinna keypti hann Krossbæjagerði, eða Gerði eins og það er alltaf kallað. Vilhjálmur var ókvæntur og barn- laus, en hjá honum voru tvær ráðs- konur, fyrst Sigríður Bjarnadóttir og síðar systurdóttir hennar Guðný Sigurðardóttir. Eftir að Guðný lést árið 1975 bjó Vilhjálmur einn í Krossbæ. Í dag verður til moldar borinn bróðir minn Vilhjálmur Sigurðs- son, eða Villi eins og hann var allt- af kallaður. Hann var næstelstur í hópi okk- ar systkinanna tíu sem upp kom- ust. Þrjú úr systkinahópnum voru tekin í fóstur og Villi var tekinn í fóstur af afa okkar Moritz V. Steinsen og seinni konu hans Sig- urleifu Högnadóttur í Krossbæ í Nesjum. Hann var tæplega sjö ára og þá var sjöunda barnið fætt í fjölskyldunni. Villa leið vel í Krossbæ, en viðbrigðin voru mikil að fara á barnlaust heimili til fólks sem var komið yfir miðjan aldur og yfirgefa foreldra og systkinahópinn í Haga. Í þá daga var löng leið úr Krossbæ hingað út á Höfn og mér er í minni að stundum þegar hann kom í heimsókn til okkar fór hann grátandi heim og við grétum auð- vitað líka því við vorkenndum hon- um svo mikið. Villi var hörkuduglegur og ósér- hlífinn til vinnu og annálaður göngugarpur í smalamennsku á fyrri árum, en göngur voru erfiðar í Nesjum enda mikið fjalllendi. Vinnudagurinn var líka langur og hann „sló ekki slöku við“, ekki síst eftir að hann keypti jörðina. Mikið og gott samband var hjá okkur Villa og hann heimagangur á okkar heimili alla tíð. Árið 1944 skildu mágur minn og hans kona og þá tókum við Ingvar þrjú af þeirra börnum hingað aust- ur og eitt þeirra Þorlákur Ásgeirs- son – Lalli – fór í sveit til Villa í Krossbæ og var þar í mörg ár og hann og hans fjölskylda hafa haldið mikilli tryggð við Villa síðan. Þetta var byrjunin á hópi af börnum sem síðan dvöldu yfir sumartímann hjá Villa, mörg árum saman. Þegar Villi fór að nálgast miðjan aldur greindist hann með liðagigt sem ágerðist mjög með árunum. Þess vegna dvaldi hann á spítölum um lengri eða skemmri tíma, en alltaf var hugurinn í Krossbæ og þar þráði hann að vera. Í veikindunum átti hann góða að sem voru boðnir og búnir að hjálpa í gegnum árin. Fjölskyldurnar í Stórulág og Set- bergi, ásamt Ásmundi Gíslasyni og fjölskyldu voru boðnar og búnar að rétta fram hönd þegar með þurfti og í seinni tíð Ingibjörg, Sigurður og Guðrún, en umfram allt var vin- áttan og hlýjan frá þessu fólki honum mikils virði. Villi bróðir var afskaplega barn- góður, hæglátur og glaðlyndur en þrjóskur eins og við hin systkinin. Það hefur kannski hjálpað honum í öllum veikindunum. Nú skilja leiðir um sinn. Bróðir minn var hvíldinni feginn enda langvarandi erfið og kvalafull veik- indi að baki. Hann átti því láni að fagna að dvelja á Hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði síðustu tvo mán- uðina þar sem hann naut frábærr- ar umönnunar sem ég er mjög þakklát fyrir. Starfsstúlkurnar í Heimahjúkruninni fóru líka til hans að staðaldri í mörg ár sem var ómetanlegt því þá gat hann verið í Krossbæ, sem hann þráði mest, og kann ég þeim bestu þakk- ir fyrir. Blessuð sé minning Vilhjálms, bróður míns. Guðrún Sigurðardóttir. Í dag fer fram útför móðurbróð- ur míns Vilhjálms Sigurðssonar í Krossbæ. Á kveðjustund reikar hugurinn til liðinna ára. Frá því að ég man fyrst eftir mér var Villi órjúfanleg- ur hluti af minni fjölskyldu og allt- af til staðar á merkisdögum eins og jólum og afmælum. Þó gat hann ekki komið á liðnum jólum vegna veikinda þó margar tilraunir væru gerðar til þess. Villi var hógvær maður og glað- lyndur og einstaklega barngóður og ég minnist þess þegar hann kom með strákahópinn, sem dvaldi hjá honum yfir sumartímann, í eld- húsið á Þrastarhóli til mömmu þegar þeir voru í kaupstaðarferð- unum. Ég minnist líka Siggu og Guð- nýjar sem voru ráðskonur hjá hon- um í mörg ár og það var gott að koma í Krossbæ og vel tekið á móti öllum. Villi hafði mjög gaman af tónlist og var músíkalskur. Hann spilaði á harmonikku þangað til liðagigtin fór að hrjá hann. Hann hlustaði mikið á tónlist, en þó bagaði heyrnarleysi hann síðustu árin. Hann var vel lesinn og minnugur og fylgdist með fréttum. Hann kunni mikið af ljóðum og til dæmis alla Passíusálmana. Hann var fag- urkeri og kunni vel að meta allt sem fallegt er. Villi var félagslynd- ur, átti líka auðvelt með að um- gangast fólk og eignaðist marga góða vini, sem reyndust honum vel þegar hann þurfti mest á því að halda. Fyrst og síðast var Krossbærinn og Nesjasveitin hans heimur. Þar þráði hann að vera og þar undi hann sér best. Nú á kveðjustund lifir minningin um góðan og tryggan frænda. Hann átti við erfið veikindi að stríða um áratugaskeið. Nú er því stríði lokið og annað líf og betra tekið við. Að lokum er hér kveðja frá Guð- bjarti: Hann Villi í Krossbæ kvaddi hljótt og kyrrlátur lifði hann. Þó upphefð og tildur sé eftirsótt og auðurinn trylli mann, lifir sá bæði ljúft og rótt sem lítið af slíku kann. Á sólskinsdegi og sumarnótt hann sæluna mestu fann. Að una í friði og yrkja jörð með ilmandi gróðurstrá, hlusta á vetrarveðrin hörð og vorið og ylinn þrá, standa um kýr og kindur vörð þá krafturinn leyfa má. Þetta er bóndans þakkargjörð, þarna má verk hans sjá. Ég þakka vináttu, Villi minn, og veit að þú stendur nú ungur og frískur, sem eitthvert sinn áður en veiktist þú. Í ríki Drottins ná allir inn sem eiga sér barnsins trú og kannske blasir við Krossbærinn, kindur og myndarbú. Ég bið Guð að blessa Villa frænda minn. Agnes Ingvarsdóttir. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góð- viljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kær- leikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin. Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (1. Korintubréf, kafli 13.) Þessi erindi úr 1. Korintubréfi Páls postula koma upp í huga mér við andlát góðs vinar míns og ná- granna, Vilhjálms Sigurðssonar frá Krossbæ í Hornafirði, er andaðist hinn 25. mars sl. á Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands. Allt sem tengist Krossbæ er ein- hvern veginn gott í huga mínum. Umlukið kyrrð og ró, hlýju og góð- vild hvort sem menn eða málleys- ingjar áttu í hlut. Þannig var Villi. Hann stendur mér fyrst og fremst fyrir hugskotssjónum sem gamall maður, illa farinn líkamlega af erf- iðisvinnu og ekki síst af liðagigtinni sem lagðist mjög þungt á hann. En alltaf ákveðinn í að gefast ekki upp og fara ekki frá Krossbæ fyrr en allt um þryti. Hann var einn af þeim sem vinna verk sín í hljóði af alúð, dugnaði og ósérhlífni. Þegar ég man fyrst eftir honum rak hann blandað bú með kýr sem aðalbú- stofn. Eftir því sem árin færðust yfir dró hann saman seglin og síð- ustu árin hélt hann fáeinar kindur. Dagleg umgengni við dýrin sín var honum allt. Umgekkst þau af um- hyggju og væntumþykju. Hafði það eitt að leiðarljósi að gera þeim eins vel og honum var unnt. Andlegum styrk og óbrigðulu minni hélt hann fram á síðustu stund og ávallt var stutt í skemmtilegan húmorinn. Hann fylgdist vel með og hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Var fastur fyrir og fylginn sér ef því var að skipta. Var veitandi en ekki þiggjandi í samskiptum sínum við aðra. En fyrst og fremst, eins og ég þekkti Villa, var hann einstakt góðmenni og stundum næstum því of góður. Þannig var Villi fyrir mér. Það eru ómetanleg forréttindi að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast Villa og eiga hann að sem nágranna og vin. Ef fleiri hans líkir væru á meðal vor væri veröldin betri og bjartari. Að lokum vil ég votta systkinum Villa sem og öllum öðrum aðstand- endum hans samúð mína. Elsku Villi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Stefán Helgi Helgason, Set- bergi. Á lífsins leið verður margur maðurinn á vegi manns. Kynnin eru breytileg eins og gengur, margir kunningjar en vinirnir færri og í þeirra hópi eru fáeinir öðlingar sem standa manni næst. Vilhjálmur í Krossbæ var einn af þessum öðlingum. Ég átti því láni að fagna að eiga samleið með honum í rúm 30 ár og samskipti okkar voru mikil mestallan þann tíma. Ég sótti til hans óútskýr- anlega lífsfullnægju, návist við hann var mér afar mikilvæg og nærandi. Upphaf okkar kynna má rekja til áhuga míns á landbúnaðarstörf- um. Ég hafði fylgt nokkrum vinum mínum ríðandi inn að Hoffellsá og á bakaleiðinni datt mér í hug að koma við í Krossbæ og heilsa upp á Vilhjálm bónda, hafði aldrei hitt hann fyrr. Hann var þá við mjaltir í fjósi, einn með 15 mjólkandi kýr auk vel á annað hundrað kinda í fjárhúsi. Vilhjálmur heilsaði mér vinalega, spurði hverra manna ég væri og vildi endilega bjóða mér í kaffi, gera hlé á störfum sínum og bjóða gesti góðgerðir. Ég tók ekki í mál annað en hann lyki verkum sínum og síðan gætum við fengið okkur kaffið. Við kláruðum mjalt- irnar, lukum öðrum verkum í fjós- inu og enduðum á að gefa fénu. Þetta var upphafið að áralangri vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég hreifst strax af einlægni og hlýju þessa manns og jákvæðu við- horfi hans til lífsins. Dugnaður og ósérhlífni Vilhjálms var með ein- dæmum og þrátt fyrir að glíma við liðagigt í fjölmörg ár kom hann ótrúlegustu hlutum í verk. Þetta hefst allt í rólegheitunum var við- kvæðið hjá honum þegar framund- an voru stór verkefni. Gestrisni var Vilhjálmi í blóð borin, hann tók ætíð vel á móti fólki og gaf sér tíma til að sinna því, bauð gjarna í eldhúsið til sín upp á kaffi og kökur. Hann var skemmtilegur heim að sækja, glað- vær og sögumaður af guðs náð. Átti ávallt svör á reiðum höndum. Efst í huga mér á kveðjustund- inni er þakklæti fyrir alla sam- veruna, skemmtilegheitin, ljúf- mennskuna og hjartahlýjuna. Ásmundur Gíslason. Vilhjálmur Sigurðsson ✝ Helgi Kristján Guðmundssonfæddist á Skáldsstöðum 3. októ- ber 1921. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Barmahlíð á Reykhólum 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Helgason og Jóhanna Magnúsdóttir, er lengi bjuggu á Skáldsstöðum og voru þau bæði ættuð úr Austur- Barðastrandarsýslu. Eignuðust þau sex börn og var Kristján fjórði í röðinni. Elstur var Jens, sem lengi var skólastjóri á Reykhólum, þá kom stúlka, sem þau misstu ný- fædda, þá Magnús, Kristján, sem hér er minnst, Ingibjörg og Jón, sem öll bjuggu á Skáldsstöðum. Ingibjörg lifir systkini sín og er bú- sett á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Útför Kristjáns fer fram frá Reykhólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Í sumar verða liðin 20 ár síðan við komum fyrst að Skáldsstöðum í Reykhólasveit og var erindið að fá leyfi til að tjalda í landi ábúenda. Til dyra kemur eldri maður, sem eftir að hafa heyrt okkar bón, gefur sér góðan tíma til að horfa rannsakandi augum á aðkomufólkið. Leyfið veitir hann með þeim orðum að umgengnin verði að vera góð og þess gætt vel að loka hlið- um vegna búsmalans. Þetta voru okkar fyrstu kynni af systkinunum sem bjuggu á Skálds- stöðum. Magnús þeirra elstur, var bóndinn, Kristján sem hér er kvadd- ur, starfaði á sínum yngri árum sem landpóstur auk almennra bústarfa, Ingibjörg var húsmóðirin, sem með hlýju sinni fyllti bæinn af góðum anda og yngstur var fræðimaðurinn Jón. Allt lífið bjuggu þau saman á þessum fallega stað í sátt hvert við annað, landið sitt og skepnur. Þau þekktu hvern blett eins og lófann á sér og gáfu sér alltaf tíma til að spjalla við gesti sína, þannig að stundirnar í eld- húsinu sem stressaðir nútíma Íslend- ingar áttu með þeim voru ómetanleg- ar. Fyrstu árin kynntumst við Kristjáni ekki náið. Hann var ekki mikið fyrir ókunnuga og þar sem hann var ekki í forsvari á bænum, hélt hann sig til hlés. En eftir lát Magn- úsar breyttist hlutverk Kristjáns, hann varð bóndinn og sá sem stjórn- aði búskapnum. Þá fyrst kynntumst við þessum hægláta og ljúfa manni sem reyndist hafa gaman af að spjalla við gesti og gangandi. Kristján unni sveitinni og landi sínu það mikið, að hvergi annars staðar gat hann hugsað sér að vera, því varð það honum mikil raun, þegar hann þurfti sem gamall maður að leita sér lækninga á sjúkra- húsum fjarri öllu sem hann unni mest. Því miður varð það óumfrýjanlegt og hann dvaldi síðustu árin á Dvalar- heimili aldraða, Barmahlíð á Reykhól- um, og þrátt fyrir góðan aðbúnað og alúð starfsfólks urðu árin þar honum mjög erfið. Það var okkar gæfa að kynnast systkinunum á Skáldsstöðum og að hafa átt þess kost að eignast okkar annað heimili í þeirra fallega landi. Á þessum 20 árum befur lífið á Skáldsstöðum breyst mikið, því bræð- urnir þrír eru látnir og Inga okkar býr orðið alfarið í Barmahlíð. Þar sem við getum því miður ekki komið í jarð- arför okkar vinar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín elsku Inga. Við kveðjum þig kæri vin- ur og þökkum þér fyrir traustið og góða vináttu síðustu 20 árin. Þínir nágrannar á Skipatanga Hjördís og Gylfi. Kristján Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS LÍKAFRÓNSSONAR sjómanns, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Suðurvangi 6, Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði, að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir mjög góða umönnun. Ingigerður Karlsdóttir, Bjarni S. Einarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ester, Einar Siggi og Birkir Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.