Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 53

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 53 Steindór Zóphóníasson, kær vin- ur og samstarfsmaður um árabil, hefur kvatt þetta jarðlíf og yfirgef- ið sviðið. Síðast sáum við hann glaðan og reifan á öðrum degi jóla. Hann var þá að fara í útsýnisferð með frændfólki sínu til Þingvalla og var hinn hressasti eftir að hafa ris- ið upp úr erfiðum veikindum fyrr á árinu þar sem honum var tæpast hugað líf. „Menn voru farnir að efna sér í sparifötin“ sagði Steini kankvís með lífsblik í auga, „hjart- að bilað og lungun full af vökva“. En nú horfði allt til betri vegar. Við óskuðum honum gleðilegra jóla, árs og friðar og að vatnabúskapurinn yrði honum hagfelldur og kvödd- umst. Steina í Ásbrekku, eins og hann Steindór Zóphóníasson ✝ Steindór Zóp-hóníasson, fyrr- verandi bóndi og organisti, fæddist í Glóru í Gnúpverja- hreppi 9. júlí 1923. Hann andaðist á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Kumb- aravogi á Stokks- eyri aðfaranótt 17. mars síðastliðins og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 27. mars. var jafnan nefndur, kynntumst við fyrst haustið 1974, þegar við settumst að í Gnúpverjahreppi. Samskipti okkar urðu mikil og náin og ein- staklega gjöful og skemmtileg. Hann var kirkjuorganisti af Guðs náð og Sigfinni betri en enginn við að auka honum öryggi í tónamáli. Með hans hjálp var skriðið upp á E í hátíðasöngvum Bjarna Þorsteinssonar eftir margar og þrotlausar æfingar heima í Ás- brekku. Eyja lyfti svo undir allt með glaðri lund og hláturmildi og hjartahlýju og óþrjótandi veiting- um og sá til þess að bústörfin liðu ekki nauð á meðan bóndinn hóf sig upp fyrir stritið og ræktaði andann. Steini var bráðgreindur, spaug- samur og orðheppinn og músíkalsk- ur. Kirkjukórsæfingarnar á Stóra- Núpi voru sannkallaðar skemmti- samkomur og okkur er til efs að margir hafi gefið sveitinni meira af tíma sínum og hæfileikum en Steini. Hann kom líka oft við heima hjá okkur í Tröð og var mikill au- fúsugestur. Við áttum einnig um margra ára skeið samvinnu um smalamennsku í landi Ásbrekku og Skarðs. Og það voru glaðir dagar. Einu sinni bættist okkur Steina liðsauki úr Ytri-Hreppi. Það var áhugasamur hundur, en að sama skapi fákunnandi, sem tvístraði safninu og snéri sér síðan að sömu iðju hjá nágrannabóndanum. Sá taldi sendinguna frá okkur komna og rann í skap eins og hæfir á slík- um dögum og gerði sig líklegan til að fara í Steina sem afvopnaði hann algerlega með einni setningu. „Ekki skamma mig, ég er bara í vinnu hjá prestinum.“ Við það hljóðnaði allt og menn tóku aftur gleði sína. Steini deildi eitt sinn með okkur bernskuminningu sem okkur finnst varpa ljósi á hvaðan hann kom og hver hann var. Séra Valgeir Helga- son sem þjónaði í stuttan tíma þar austurfrá kom eitt sinn fótgangandi frá Skarði að Ásbrekku í slagveðursrigningu. Fyrir utan lág- reistan bæinn var allt fljótandi í moldareðju. Þegar Ingveldur móðir Steina sér prestinn koma rís hún á fætur, gengur höfðingleg til dyra, sviptir hurðinni af hjörum og legg- ur í foraðið svo prestur geti gengið inn þurrum fótum. Þessi andans auðlegð, sem varðveitist frá kyni til kyns, bjó líka í honum Steina. Við þökkum fyrir allt það sem hann gaf okkur og biðjum Ingveldi dóttur hans og systkinum Steina og frændgarði allrar Guðs blessunar í bráð og lengd. Guð blessi minn- inguna um góðan dreng. Bjarnheiður og Sigfinnur. ✝ Jónína Þor-steinsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1912. Hún lést á sjúkradeild Hornbrekku, Ólafs- firði 30. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Snjólaug Hólm- fríður Sigurð- ardóttir, f. 5.5. 1889, d. 25.3. 1967, og Þor- steinn Þorsteinsson útgerðarmaður á Ólafsfirði, f. 13.8. 1891, d. 30.4. 1958. Systkini hennar voru: Þorvaldur Þorsteinsson, f. 4.9. 1916, d. 9.8. 1988, og Kristín G. Þorsteinsdóttir, f. 18.10. 1923. Jónína giftist 1.5. 1931 Guð- mundi L. Þorsteinssyni versl- unarmanni á Ólafsfirði, f. 2.1. 1906, ríkssyni, f. 28.7. 1925, d. 14.6. 2004, þau eiga sjö börn: a) Jónína, f. 14.8. 1964, gift Gísla Haukssyni, þeirra börn: Haukur, Geir, Guðrún og Gunnhildur. b) Eiríkur, f. 18.8. 1965, kvæntur Evu Einarsson, þau eiga tvo syni: Einar Axel og Gunn- ar Karl. c) Guðmundur, f. 7.6. 1967. d) Már, f. 14.9. 1969, kvæntur Ingi- björgu Ágústsdóttur, þau eiga tvö börn: Davíð Inga og Jóhönnu. e) Margrét, f. 25.2. 1971, gift Sigurði Þór Ástvaldssyni, þau eiga tvo syni: Einar Örn og Arnar Má. f) Gunnar, f. 10.6. 1974, kvæntur Christine Einarsson, synir Gunnars og Sylvíu Ólafsdóttur eru: Ólafur Andri og Valdimar. g) Bjarni, f. 3.11. 1978. Jónína vann hefðbundin störf við sjávarútveg og landbúnað ásamt heimilisstörfum. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars sat hún um árabil í stjórn Slysa- varnadeildar kvenna í Ólafsfirði. Útför Jónínu fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in kluukan 14. d. 6.4. 1986. Börn þeirra eru: 1) Sig- urður, f. 12.8. 1931, kvæntur Birnu Frið- geirsdóttur, f. 20.4. 1928. Börn þeirra eru: a) Valgerður, f. 23.8. 1955, gift Rúnari Guðlaugssyni, börn þeirra: Hilmar Ingi, Tinna og Orri. b) Guðmundur, f. 17.5. 1960, kvæntur Sig- urborgu Gunn- arsdóttur, þau eiga þrjú börn: Rannveigu, Sigurð og Gunnar. c) Friðgeir, f. 3.7. 1963, kvæntur Ragnhildi Skúladóttur, þau eiga þrjú börn: Skúla Jón, Birnu og Evu Katrínu. 2) Gunnhildur Guðmundsdóttir, f. 9.3. 1933. 3) Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 5.1. 1939, gift Einari Ei- Amma er dáin, hún varð bara 95 ára. Þótt þetta virðist hár aldur þá var amma alltaf til staðar á Ólafsveginum og einhvern veginn gengum við að því sem vísu að hún yrði þar um alla framtíð. Þannig var amma í okkar huga, óbreytanleg og alltaf til staðar fyrir okkur hin. Fæst ykkar þekktuð hana ömmu enda var hún ekki ein af þeim sem blöð eða aðrir fjölmiðlar fjölluðu um. Líklega var hún ekki fréttnæm á þann mælikvarða sem þar er lagður til grundvallar. Og satt best að segja eru allar líkur á að ömmu hefði þótt það óþarfi af okkur að vera að skrifa þetta um hana. Hver ætti svo sem að hafa áhuga á því sem hún hefur verið að sýsla með í gegnum tíðina? En þar höldum við að jafnvel amma hafi rangt fyrir sér. Amma var ekki kona margra orða. Þessi grein verður því ekki löng. Þá fjallar hún í raun ekki um líf ömmu, þ.e. hvað hún gerði eða gerði ekki, heldur fremur um þau gildi sem hún stóð fyrir og hversu miklu máli hún skipti fyrir okkur systkinin og alla aðra sem stóðu henni nálægt. Yfir ömmu var alltaf fullkomin ró sem ekkert virtist geta raskað. Það haggaði henni ekki einu sinni þau óteljandi skipti sem við bræður skut- um niður sumarblómin hennar í til- raunum okkar við að hemja fótbolt- ann. Hvað þá að það styggði hana að tapa áratugum saman í spilum á móti barnabörnum og barnabarnabörnum. Reyndar höfum við lúmskan grun um að þau úrslit hafi æði oft verið að hennar undirlagi. Um það var hins vegar aldrei rætt og allir voru sáttir. Jólin voru hjá ömmu á Ólafsveg- inum, þannig var það bara. Andrúms- loftið heima hjá ömmu var alltaf nota- legt. Jafnvel mestu ærslabelgir fundu að þar var hvorki staður né stund til að vera með hávaða og læti. Amma talaði aldrei illa um fólk, hún bar virðingu fyrir fólki, öllu fólki. Amma var nægjusöm. Hún tók ekki virkan þátt í kapphlaupinu. Hún gerði sér alla tíð fulla grein fyrir að lífið sner- ist meira um úthald en hraða. Amma fór aðeins einu sinni til útlanda á sinni ævi. Það dugði. Henni fannst best að vera heima á Ólafsfirði. Þar fylgdist hún hins vegar vel með því sem var að gerast, sennilega betur en margur. Þótt amma hefði ekki hátt var hún staðföst og sjálfstæð kona sem vissi hvað hún vildi. Hún hafði búið á Ólafs- veginum í rúma hálfa öld og þar vildi hún vera. Amma var alltaf heilsu- hraust og hafði ekki á sjúkrahús kom- ið fyrr en sl. gamlársdagur rann upp. Eftir það var ljóst að Ólafsvegurinn var ekki lengur raunhæfur kostur. Þá vissi hún að langhlaupinu væri að ljúka. Við sem eftir stöndum og erum ein- hvers staðar á miðri leið í okkar hlaupi segjum: Takk fyrir allt amma. Valgerður, Guðmundur og Friðgeir. Komið er að kveðjustund. Við systkinin kveðjum hana ömmu okkar. Hún var einstök kona sem hafði ekki hátt en hafði þó sínar skoðanir á öllu og ef hún var búin að ákveða eitthvað varð því ekki þokað. Hún hafði ein- stakt jafnaðargeð og aldrei sáum við hana skipta skapi. Það var aðdáun- arvert hvað hún fylgdist vel með öllu og það var aldrei komið að tómum kofanum hjá henni í sambandi við menn og málefni. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með öllum afkomendum sín- um og hvað þeir höfðu fyrir stafni. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur systkinunum að fara í heimsókn til ömmu og afa á Ólafsfirði á sumrin en þá var krakkaskaranum raðað inn í bíl eftir kúnstarinnar reglum og keyrt norður. Þá tók við heil vika ævintýra, þar sem fyrsta verk okkar var nú yfirleitt að fara í bílskúrinn þar sem var alltaf sérstök lykt og ýmislegt spennandi að skoða og grúska í. Hlaupið með sultukrukku út að tjörn að handsama hornsíli, farið í búðina hans afa, dorgað á bryggj- unni, vitjað um netin í vatninu eða skroppið fram í sveit að veiða. Þá voru það alltaf fastir liðir sem voru ómiss- andi hjá ömmu eins og rabarbar- agrauturinn, skyrið, signi fiskurinn, búðingurinn og aðalbláber með rjóma í eftirrétt. Og ef kominn var berjatími þegar við vorum á ferðinni þá var að sjálfsögðu farið til berja en amma var einhver sú afkastamesta í tínslunni og gaf þeim sem yngri voru ekkert eftir. Jónína amma var heimakær og leið alltaf best heima á Ólafsveginum en eftir að sjónin fór að gefa sig fór hún ekki mikið út úr húsi. En heilsan var furðu góð þar fyrir utan og þakkar- vert að hún náði að búa ein í húsinu sínu svona lengi, með góðum stuðn- ingi síðustu árin. Þannig hélt hún upp á 95 ára afmælið sitt heima fyrir að- eins nokkrum mánuðum. Og þegar við kveðjum ömmu, þá minnumst við ævi hennar sem ein- kenndist af ósérhlífni og samvisku- semi, hvort sem það var í vinnu eða í framlagi til afkomenda sinna. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin. Þín barnabörn, Jónína, Eiríkur, Guð- mundur, Már, Margrét, Gunnar og Bjarni. Jónína föðursystir mín hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Þegar ég minnist hennar á kveðjustund koma upp í hugann minningar liðinna ára. Jónína hafði óvenju góða og þægilega nærveru og minnti hún mig oft á móð- ur hennar, Snjólaugu Sigurðardóttur. Þar fór saman mikill kærleikur og umhyggja fyrir þeim sem voru nánir og samúð með þeim sem áttu undir högg að sækja. Aldrei mátti segja hnjóðsyrði um nokkurn mann heldur var henni tamt að færa til betri vegar. Jónína bjó alla sína ævi í Ólafsfirði og unni sinni heimabyggð. Eiginmað- ur hennar, Guðmundur L. Þorsteins- son, er látinn fyrir mörgum árum, og er minnisstæður þeim er honum kynntust. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum sem ungur drengur þegar Guðmundur var verkstjóri á síldarplani. Þar fór maður sem gerði kröfur til sín og annarra. Síðar á lífs- leiðinni urðum við samstarfsmenn í áratugi og bar aldrei skugga á það samstarf. Jónína var húsmóðir í bestu merk- ingu þess orðs. Heimili þeirra hjóna bar þess vott og eiginmaður og börn fengu að njóta kærleika hennar og um- hyggju. Hún var hlédræg og lét sem minnst á sér bera og var ekki kona margra orða. En hún gat verið föst fyr- ir og var óhrædd við að tjá skoðanir sínar þegar henni fannst ástæða til. Jónína lifði eins og hennar kynslóð þær miklu breytingar sem við Íslend- ingar höfum gengið í gengum, úr fá- tækt til lífsgæða nútímans. Hún lét kapphlaupið um gullkálfinn fram hjá sér fara og var meðvituð um hvað mest er virði í lífinu. Hún lifði fábreyttu og heilbrigðu lífi og naut ástríkis barna sinna og barnabarna. Jónína gat svo sannarlega horft stolt yfir sinn stóra hóp barna og barnabarna sem elskuðu hana og dáðu og þau gátu svo sann- arlega verið þakklát að hafa átt hana að. Löngu og farsælu lífshlaupi er lok- ið. Líf hennar einkenndist af hógværð, lítillæti og góðvild. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi úr fjarlægð börnum henn- ar og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. Jón Þorvaldsson. Okkur systurnar langar að kveðja hana Jónínu elskulega móðursystur sem hefur nú kvatt jarðlífið 95 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunardeild Hornbrekku á Ólafsfirði hinn 30. mars sl. eftir stutt en erfið veikindi. Okkur langar að kveðja þig elsku frænka með örfáum orðum og þakka þér fyrir öll elskulegheitin við okkur og fjölskyldu okkar. Jónína bjó ein á Ólafsvegi 19 á Ólafsfirði frá 1986 er hún varð ekkja eftir eiginmann sinn Guðmund L. Þorsteinsson, sem einnig var okkur einstaklega kær. Hún var alla tíð heilsuhraust og í minningunni frá bernsku okkar var Jónína alltaf þessi fágaða kona, létt í lund og létt í spori. Alltaf tók hún jafn vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn á Ólafsveginn til hennar. Þaðan eigum við margar ljúfar og góðar minningar allt frá barnæsku til dagsins í dag, sem eiga eftir að lifa með okkur áfram. Kæra Jónína frænka, hafðu þökk fyrir öll elskulegheitin við okkur syst- urnar og fjölskyldur. Nú er þrautum þínum lokið í jarðvistinni og þú komin til ástvina þinna á himnum. Við kveðj- um þig með ljóði sem okkur fannst vera um þig. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Við vottum Sigga, Gunnhildi, Guð- rúnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Snjólaug og Guðrún Jónmundsdætur. Jónína Þorsteinsdóttir Hinn 14. marz lézt á Landakotsspítala Hjálmar Ágústsson, mágur minn. Lauk þar með margra mánaða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þá baráttu háði Hjalli með ótrúlegum kjarki og karlmennsku og kvartaði aldrei. Væri hann spurður um líðan sína voru svör- in ýmist „það er ekkert að mér“ eða þá „mér líður ágætlega“. Hinn l7. febrúar 1943 dundi mikið ólán yfir Bíldudal, er vélskipið Þor- móður fórst með fjölda manns. Þar missti Hjalli foreldra sína og mág. Það var mikið áfall. Hjalli barðist áfram og hóf að byggja sér einbýlis- hús á Bíldudal. 3. marz 1945 kvæntist hann systur minni, Svandísi, og þau hófu búskap. Á fyrstu árum Rækju- verksmiðjunnar á Bíldudal var Hjalli verkstjóri þar. Um nokkurra ára skeið ráku þeir bræður Hjalli og Páll fiskverkunarhús á Bíldudal. Síðan starfaði Hjalli mörg ár sem verkstjóri fyrir Hraðfrystihús Suðurfjarða- Hjálmar Ágústsson ✝ Hjálmar Ágústs-son fæddist á Bíldudal 30. maí 1920. Hann lést 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 25. mars. hrepps á Bíldudal. Loks starfaði hann sem eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í all- mörg ár og ferðaðist þá víða um land í því starfi. Alls staðar var Hjalli vel látinn og dugandi starfsmaður. Hjalli var einstak- lega geðgóður og ljúfur maður og lagði ekki hnjóðsyrði í garð ann- arra manna. Hann hafði gaman af söng og leik og söng árum saman með kirkju- kór Bílddælinga og lék með áhuga- leikurum á Bíldudal. Hann var list- fengur og laghentur og eftir hann liggja margir fagrir munir sem minna á hagleik hans. Margar voru gleðistundirnar sem við hjónin og börnin okkar áttum með Hjalla og Svandísi og börnum þeirra, ýmist á þeirra heimili eða okkar og einnig á ferðalögum. Minningar um þær stundir ylja enn og munu ávallt gera. Við þökkum Hjalla samfylgdina og biðjum góðan guð að fylgja honum á nýrri vegferð hans og veita þeim huggun og styrk, sem syrgja og sakna. Jónas Ásmundsson og Guðríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.