Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR Elsku amma. Það er ekki búið að vera auðvelt hjá þér síðustu mánuðina, þú ert búin að vera svo mikið veik. Þú varst alveg einstök kona, alltaf svo glæsileg og falleg. Ég á alveg fullt af minn- ingum um þig, og allar eru þær góðar. Hvað þú nenntir að hafa mikið fyrir okkur Guggu frænku, útilegurnar í Galtalæk þar sem þú vaktir eftir okkur eftir skemmt- unina með upphitað tjaldið. Allar strætóferðirnar, ein ferð í Hafn- arfjörð að skoða hraunið, göngu- ferð á Þorláksmessu niður Lauga- veginn og á kaffihús í kakó á eftir. Ég gæti haldið endalaust áfram, já og Ameríkuferðin okkar stendur upp úr. Þar skemmtum við okkur konunglega, vorum varla lentar og þá varst þú komin á séns. Fólkið sem við hittum á leiðinni ætlaði varla að trúa því að þú værir amma mín. Hver hefði trúað því að það gæti verið svona gaman að ferðast með ömmu sinni, ég bara 19 ára þá, en svona varstu. Mér fannst alltaf gaman að vera með þér. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég var ótrúlega heppin að hafa fengið þig sem ömmu. Elsku amma, þín verður sárt saknað og alveg eins og ég sagði hér að framan varstu alveg ein- stök og ég var stolt að eiga þig að. En nú ertu komin á betri stað og ég veit að afi Pétur og Oddur hafa tekið vel á móti þér. Þitt barnabarn, Ágústa Einarsdóttir. Það er einkum tvennt sem kem- ur upp í hugann þegar við hugsum um ömmu, jólin og sumarbústað- urinn. Á jólunum átti amma af- mæli. Hún skiptist á að vera með okkur á aðfangadagskvöld og hjá Lindu og í minningunni var það alltaf mikið tilhlökkunarefni ef hún átti að vera hjá okkur. Amma átti reyndar yfirleitt flesta pakk- ana og fékk oftast möndluna en það var alltaf gaman þegar hún var nálægt. Sumarbústaðurinn er staðurinn sem tengir alla fjölskylduna sam- an, hann stendur á landinu sem amma ólst upp á og þar eyddum við æsku okkar á sumrin. Flestar stundir ömmu þar fóru í að labba um landið og planta og skoða hríslurnar hennar sem nú eru að verða fínustu tré. Sérstaklega er minnisstætt þegar amma fór með okkur frændsystkinin í heila viku upp í bústað þar sem hún kynnti okkur fyrir sveitinni sinni og þeim stöðum þar sem hún lék sér í æsku með bein og leggi. Amma Bagga var ekta amma. Hún átti alltaf góðgæti handa manni, hún var amma sem fór með mann í Kolaportið og Kringluna og hún var amma sem prjónaði á mann fínustu ullarsokka og lopa- peysur. Amma hugsaði alltaf vel um útlitið og leit alltaf mjög vel út enda stórglæsileg kona. Hún átti alltaf mjög mikið af slæðum og öðru fíneríi sem gaman var að leika sér með. Amma var mjög hreinskilin og sagði ávallt sína meiningu en aðeins ef hún var spurð. Hún var aldrei fyrir það að trana sinni skoðun fram heldur gerði hún yfirleitt allt á mjög hóg- væran hátt. Amma gat verið mjög fyndin, t.d með því einu að hrista hausinn yfir einhverri vitleysu og ef einhver var með skot á hana eða hennar fólk þá átti hún alltaf svör á reiðum höndum. En það er hreint með ólíkindum Guðbjörg Oddsdóttir ✝ Guðbjörg Odds-dóttir fæddist á Heiði á Rang- árvöllum 23. desem- ber 1921. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala á skír- dag, 20. mars síðast- liðinn, og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 28. mars. hvað hlutirnir gerast stundum hratt því okkur finnst eins og það hafi verið í gær þegar amma og Ingi voru eiturhress á leið á gömlu dansana, svo skyndilega hringir mamma og segir að amma sé komin á spítala. En takk fyrir allt elsku amma okkar. Arnar Már, Ing- unn og Heiður. Og hér er svo margt að þakka þér á þessari helgu stund. Öllum þú vildir gjöra gott og gleðja á ýmsa lund. Og árin liðu – og ellin kom. Öllum er gangan sár, er heilsan bilar og þróttur þver. Þung eru reynslutár. En einn er sá vinur sem allt veit og sér og örþjáðum réttir hönd. Kristur hefur nú kallað þig heim í kærleikans undralönd. (Sigríður Stefánsd., Hveravöllum.) Elsku amma Bagga, Það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig lengur. Það var svo gott að koma og heimsækja þig. Við bræðurnir og Heiður vorum svo heppin að fá að fara með ömmu og Inga í Sælukot í nokkra daga. Á meðan amma gekk um og athugaði hvort ekki væri í lagi með allar plönturnar, vorum við frændsystkinin að leika okkur í læknum og drullumalla í kofanum góða. Við gleymum því aldrei þegar við fórum með mömmu að heim- sækja hana ömmu upp á spítala eftir aðra mjaðmaaðgerðina. Við mamma settumst í stóla en Bjarki settist til fóta á rúminu. Þegar hann settist hrópaði amma eins og hann hefði sest á hana. Bjarka brá og hoppaði upp úr rúminu. Þá skellihló amma. Það var aldrei langt í húmorinn hjá henni. Aldrei munu gleymast stundirn- ar í Stórholtinu, þegar við fengum að gista hjá ömmu. Háaloftið, smáaurarnir, morgunleikfimin, strætóferðirnar, skötuveislurnar, saltkjötið og baunirnar. Allt þetta og svo miklu meira til er minn- isstætt. Elsku amma, þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við metum þær mikils og þú varst okkur frábær fyrirmynd. Unnsteinn og Bjarki. Elsku amma okkar. Erfitt er að sjá þig fara en þó léttir fyrir þig vegna veikindanna. Það voru svo margar yndislegar stundir sem við áttum með þér. Hvort sem það voru allar stund- irnar í Sælukoti, áramótaveislurn- ar góðu eða skötuveislurnar á Þor- láksmessu, alltaf geislaðirðu af glæsileika og góðmennsku. Og töl- um nú ekki um þegar við vorum að grípa í hamarinn niður í Sunnu- hlíð, hvað maður hlakkaði til kaffi- tímans því þá voru kræsingarnar bornar á borð. Afi Pétur lést snemma, en þú kynntist síðan yndislegum manni, honum Inga- birni. Við þökkum fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og Ingabirni. Við vitum að þú ert komin á góðan stað, þér líður ef- laust vel og hefur án vafa fengið höfðinglegar móttökur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Höf. H.J.H.) Helgi Páll og Pétur Óli. Í dag kveð ég föðursystur mína, hana Böggu eins og hún var köll- uð. Það er alltaf erfitt að kveðja og minningarnar eru margar. Marg- ar eru frá æskuheimili mínu, Heiði, þar sem Bagga og fjöl- skylda áttu sér sumarbústað sem þau kölluðu Sælukot. Eitt sinn var ég hálfgerð ráðs- kona í örfáa daga hjá föðurbróður mínum sem þá bjó á Heiði og átti ég aðeins að sjá um eldhúsverkin. Bagga var í bústaðnum og hafði skroppið heim að bæ og fékk ég að fara með henni er hún fór aftur. Við vorum bara tvær og við spil- uðum, spjölluðum og svo kenndi hún mér einhverja kapla líka. Tíminn flaug hratt frá okkur og ég steingleymdi „ráðskonuskyldun- um“ um kvöldið. „Ohh, þeir hafa bjargað sér,“ sagði Bagga þegar ég mundi eftir hlutverki mínu og sá að ég var orðin alltof sein. Það var líka alveg rétt hjá henni. Á námsárunum í Kennó og einn- ig eftir að ég fluttist síðar í Norð- urmýrina leit ég stundum við í Stórholtinu á meðan Bagga bjó þar. Það var alltaf gott að koma til hennar og þiggja kaffisopa og segja og spyrja frétta af fólkinu okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa lagt leið mína á Landspítalann við Hringbraut einn föstudaginn í sl. mánuði á arkinu heim úr vinnu og fengið tækifæri til að hitta á frænku mína. Mér var það alveg ljóst að hún var mikið veik og það væri jafnvel ekki langt eftir hjá henni. Samt gat ég ekki annað en dáðst að því hversu teinrétt og tignarleg hún var með sitt fallega hvíta hár eins og geislabaug. Samúðarkveðjur til allra að- standendanna. Anna Sigríður Hjaltadóttir. Hann sá hana fyrst á 63 ára af- mælisdaginn sinn. Þau voru á gömlu dönsunum. Honum datt ekki í hug að hún myndi líta við honum, hún sem var svo falleg og glæsileg. Svona segir pabbi frá þegar hann talar um það hvernig hann og sambýliskona hans, hún Guðbjörg, kynntust. Það fór svo að henni fannst hann líka alveg ágætur og nokkru seinna fóru þau að búa saman og eru búin að vera óaðskiljanleg síðastliðin 17 ár. Hún Bagga, eins og hún var alltaf kölluð, var ekki bara falleg heldur var hún líka mjög góð og ljúf manneskja, alveg nákvæmlega sú manneskja sem hann hafði óskað sér að finna. Saman fóru þau á böll og dönsuðu, fóru í ferðalög með tjaldvagninn í eftirdragi, skruppu til útlanda og nutu þess sem lífið hafði að bjóða þeim. Þegar Bagga varð áttræð varð einu barna- barninu að orði: Ég vil verða eins og amma Bagga og afi þegar ég verð gamall. Það var svo augljóst hvað þau áttu vel saman og hvað hún var honum mikils virði. Við eigum öll eftir að sakna þessarar góðu konu sem kom inn í líf okkar dansandi og gaf okkur öllum svo mikið. Þó ekki hafi hún verið fyrir það að trana sér fram þá fór nær- vera hennar ekki fram hjá neinum, hæversk, hlý og gamansöm. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Að leiðarlokum þökkum við ljúf- ar samverustundir og óskum henni góðrar ferðar á nýjar slóðir. Einnig vottum við börnum hennar og afkomendum samúð okkar og megi algóður Guð styrkja þau á þessari erfiðu stundu. Jóhann, Árni, Sigríður, Kristmundur, Ólafur, Hlíf og fjölskyldur. Á AÐALFUNDI Evrópusamtakanna á miðvikudag var kosin ný stjórn. Hana skipa: Andrés Pétursson skrif- stofustjóri formaður, Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur vara- formaður, Anna Kristinsdóttir MPA- nemi og stjórnmálafræðingur, Ing- ólfur Margeirsson blaðamaður, Jón- as Jóhannsson tölvunarfræðingur, Björn Friðfinnsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Í varastjórn eru Gunnar Hólm- steinn Ársælsson stjórnmálafræð- ingur, Pétur Snæbjörnsson fram- kvæmdastjóri og Ari Skúlason hagfræðingur. Aðalerindi fundarins ,,Evrópa og Ísland“ flutti Árni Páll Árnason þingmaður. Á fundinum tók Eiður Snorri Bjarnason við viðurkenningu fyrir hönd afa síns Þorvaldar Gylfasonar prófessors. Þorvaldur var útnefndur „Evrópumaður ársins 2006“ af Evr- ópusamtökunum en aldrei hafði gef- ist tækifæri til að afhenda honum viðurkenninguna formlega. Þar sem Þorvaldur var staddur í Botsvana tók sonarsonur hans, Eiður Snorri, við viðurkenningunni. Eiður Snorri er 5 ára en er mikill alþjóðasinni og hefur einkum áhuga á málefnum Afríku, segir í frétt frá Evrópusam- tökunum. Viðurkenning Eiður Snorri með Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páli Árnasyni, aðalræðumanni fundarins. Ný stjórn Evrópu- samtakanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: „Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs harmar þá ákvörðun umhverfisráðherra Þór- unnar Sveinbjarnardóttur að greiða götu álversframkvæmda í Helguvík. Með því að staðfesta fyrri ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfis- mat fyrir álver í Helguvík hunsar ráðherra náttúruvernd í landinu og svíkur öll fyrri loforð um stóriðjuhlé. Það er æðsta hlutverk umhverf- isráðherra að standa vörð um nátt- úru landsins og framfylgja ábyrgri umhverfisstefnu. Það er óforsvaran- legt að ráðherrann úrskurði gegn umhverfi og náttúruvernd og hafni þeirri eðlilegu kröfu Landverndar að fram fari heildarumhverfismat fyrir álver, virkjanir og flutnings- línur. Þá vekur furðu að ráðherra treysti sér ekki einu sinni til að taka efnislega afstöðu til málsins í heild heldur vísi öðrum megin þætti þess frá, þrátt fyrir að málið sé búið að velkjast í ráðuneytinu og embættis- mannakerfinu í marga mánuði. Umhverfisráðherra hefur nú setið á ráðherrastóli í tíu mánuði og hefur á þeim tíma haft gnótt tækifæra til að leggja fram breytingar á lögum og reglum, endurskoða vinnubrögð og taka ákvarðanir til að treysta betur náttúruvernd í landinu. Það er til lítils fyrir valdhafa að segjast vera ósáttur við eigin ákvarðanir eða nefna í orði kveðnu óljósar stjórnarskrárbreytingar í framtíð- inni ef í reynd er ekkert að gert til að stöðva stóriðjuáætlanir og nátt- úrueyðileggingu. Það er hægur vandi að skipta um stefnu án stjórn- arskrárbreytinga ef raunverulegur vilji er fyrir hendi innan ríkisstjórn- arinnar. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor hamraði Samfylkingin á loforð- um sínum um stóriðjuhlé. Þingflokk- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs krefst skýringa á svikun- um og skorar á ríkisstjórnina að hverfa frá þjónkun við hina blindu stóriðjustefnu með tilheyrandi nátt- úruspjöllum, þensluáhrifum í efna- hagsmálum og neikvæðum ruðn- ingsáhrifum gagnvart öðru atvinnulífi. Það er enn ekki of seint fyrir Samfylkinguna að standa við gefin loforð og framfylgja ábyrgri umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar, en nú eru síðustu forvöð og trúverðugleiki flokksins í umhverf- ismálum er í húfi í heild sinni.“ Þingflokkur VG harmar ákvörðun umhverfisráðherra Ruglingur varð við vinnslu á upp- röðun andlits- mynda sem fylgdu grein á blaðsíðu 4 í Morg- unblaðinu í gær, föstudaginn 4. apríl. Meðfylgj- andi eru mynd- irnar með réttum myndatextum. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Bergur Sigurðsson Ragnar Guðmundsson Árni Sigfússon Rangir myndatextar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.