Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 55
MESSUR Á MORGUN
Það fyrsta sem ég
heyrði um séra George
var að hann væri einn
þeirra manna sem
gætu látið nemendur
sína hlýða sér án þess
að segja orð. Þetta
fannst mér krakkan-
um stórmerkilegt, en
þetta reyndist mikið
rétt því löngu seinna
þegar ég kynntist séra
George gerði ég mér
ljóst að hann þarf ekki
að tala til að láta í ljós
skoðun sína. Hann get-
ur gert það með því að
horfa eða brosa. Vistarverur, jafnvel
stórir salir geta breyst þegar hann
gengur inn. Slíkt er fáum gefið.
Á seinni hluta síðustu aldar hefur
séra George verið einn áhrifamesti
maður kaþólsku kirkjunnar á Ís-
landi. Á rúmlega 50 ára ferli sem
skólamaður, þar af tæpa fjóra ára-
tugi skólastjóri hins sögufræga
Landakotsskóla sem hann stýrði
með miklum myndarbrag og aga.
Leiðarljósið var skýrt; að auka og
varðveita hróður Landakotsskóla.
Árið 1998 lét hann af störfum sem
skólastjóri vegna aldurs. Síðan hefur
hann verið hægri hönd kaþólska
biskupsins hér. Í rúma þrjá áratugi
stýrði hann Riftúni í Ölfusi sem var
sumardvalarstaður barna á vegum
kaþólsku kirkjunnar. Hann var um
margra ára skeið yfirmaður Mont-
fortprestanna og staðgengill biskups
frá 1969. Séra George
hefur kynnst mörgum
kynslóðum og margar
kynslóðir kynnst hon-
um, slíkt hlýtur að
vera skemmtilegt. Og
hver veit nema margir
hefðu oft hugsað ann-
að og gert annað og
verra ef þeir hefðu
aldrei kynnst séra
George. Hann hefur
haft áhrif á svo marga
með trú sinni, án þess
að tala mikið um hana.
Trúin býr í honum,
mótar allt tilfinninga-
líf hans og afstöðu til allra sem hann
hefur mætt á lífsleiðinni. Hann tekur
öllum vel sem til hans leita. Eflaust
hefur hann kynnst margskonar sál-
arlífi. En aldrei er hann mannlyndari
en þegar hann rís upp með þeim sem
minnst mega sín.
Örlögin höguðu því þannig að við
vorum nágrannar, aðeins steinsnar á
milli húsanna þar sem við bjuggum.
Með okkur tókst góð vinátta og tals-
verður samgangur. Auk þess að vera
sóknarbarn hans hef ég setið með
honum í stjórn Caritas til margra
ára.
Kæri séra George, innilegar ham-
ingjuóskir með áttatíu ára afmælið
þitt, þakka þér fyrir vináttu þína,
góðvild og hjartahlýju. Megi ham-
ingjan fylgja þér
Sigríður Ingvarsdóttir,
formaður Caritas á Íslandi.
Sr. George
AÐVENTKIRKJAN Reykjavík | Ingólfs-
stræti 19. Biblíurannsókn 5. apríl kl. 10
og guðþjónusta kl. 11. Eric Guðmunds-
son, prestur kirkjunnar, predikar. Barna-
og unglingastarf. Súpa og brauð eftir
samkomuna. Bible Study Group in Engl-
ish at 10.
AÐVENTKIRKJAN Vestmannaeyjum |
Brekastíg 17. Biblíurannsókn 5. apríl kl.
10.30 og guðþjónusta kl. 11.30. Halldór
Engilbertsson og Monette Indahl sjá um
dagskrána. Sérstakt barnastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Suðurnesjum |
Blikabraut 2, Rnb. Biblíurannsókn 5. apríl
kl. 11 og guðþjónusta kl. 12. Gavin Ant-
hony predikar. Súpa og brauð eftir sam-
komuna.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Árnesi | Eyravegi
67, Selfossi. Biblíurannsókn 5. apríl kl.
10 og guðþjónusta kl. 11. Stefán Rafn
Stefánsson predikar. Barnastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði |
Hólshrauni 3. Fjölskyldusamkoma 5. apríl
kl. 11. Barna- og unglingastarf. Eiríkur
Ingvarsson, formaður Hjálparstarfs að-
ventista, sér um hugleiðinguna. Súpa og
brauð að samkomunni lokinni.
AKRANESKIRKJA | Fermingarmessur kl.
10.30 og 14.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.
Krizstina Kallo Szklenár er organisti og
kórstjóri, kirkjukórinn leiðir almnennan
safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama
tíma í safnaðarheimilinu. Kirkjukaffi og
meðlæti á eftir. Léttmessa kl. 20. Hjónin
Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór
Gunnarsson hljómlistarmaður flytja ljúfa
tóna. Pétur G. Markan, æskulýðsfulltrúi
kirkjunnar, flytur hugvekju. Eftir messuna
verður Ice-Step-danshópurinn með fjár-
öflun og selur kökusneiðar. For-
eldramorgnar á þriðjudögum kl. 10-12.
Kyrrðarstund á miðvikudögum kl. 12. Op-
ið hús fyrir aldraða kl. 13-16. Spilað,
föndrað, lesið, sungið og spjallað.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa
kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti
Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safn-
aðarheimilinu að messu lokinni. Sókn-
arprestur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11.
Helga Þórdís Guðmundsdóttir tónlistar-
stjóri stýrir kirkjukórnum og leikur á pí-
anóið. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir,
sóknarnefndarfólk aðstoðar. Sunnudaga-
skóli á sama tíma. Landsbyggðarfólk sem
hefur flutt í Ásland og Velli er sérstaklega
boðið velkomið þennan sunnudag. Kaffi á
eftir í safnaðarheimili og tækifæri til að
kynnast.
BESSASTAÐAKIRKJA | Ferming kl.
10.30. Sameiginlegur sunnudagaskóli
Bessastaða- og Garðasóknar í Vídal-
ínskirkju kl. 11. Rúta fer frá Álftanesskóla
kl. 10.40. Söngur, gleði og samfélag.
BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.30. Messa kl. 14.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi |
Messa kl. 11. Gunnar Kristjánsson sókn-
arprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 í umsjá Jóhanns Axels, Nínu
Bjargar og Lindu Rósar. Fermingarguð-
sþjónusta kl. 13.30. Prestar sr. Gísli Jón-
asson og sr. Bryndís Malla Elídóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Samvera fyrir alla fjölskylduna með söng
og fræðslu. Sýnt verður leikritið Vináttan í
umsjá Brúðuleikhússins. Foreldrar, afar
og ömmur hvött til þátttöku með börn-
unum. Ungmennahljómsveit spilar undir
stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson messar,
kirkjukór Bústaðasóknar syngur, organisti
Renata Ivan. Molasopi eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti
Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju,
B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í
kapellu á neðri hæð. Léttar veitingar í
safnaðarsal eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson predikar, Dómkórinn syngur, org-
anisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf
á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.
EYRARBAKKAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Sigurður Árni Eyjólfsson,
dr.theol. Félagar úr kór Fella- og Hóla-
kirkju leiða almennan safnaðarsöng undir
stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, kantors
kirkjunnar. Sunnudagaskóli á sama tíma í
umsjá Þóreyjar Daggar og Jóns Guðbergs-
sonar. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jó-
hanna Freyja Björnsdóttir. Aðalsafn-
aðarfundur Fella- og Hólabrekkusókna
verður þriðjud. 8. apríl kl. 20 í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
FRIÐRIKSKAPELLA | Messa og ferming
kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie,
prestur Tómas Sveinsson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagskóli
kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera
og Skarphéðinn. Englakórinn syngur.
Kvöldvaka kl. 20. Gestur kvöldvökunnar
verður Margrét Pála Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sem flyt-
ur hugleiðingu. Kór og hljómsveit Fríkirkj-
unnar leiða sönginn undir stjórn Arnar
Arnarsonar. Kirkjukórinn býður í kaffi eftir
kvöldvökuna.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn
samkoma kl. 14, Sigrún Einarsdóttir pre-
dikar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir.
Að samkomu lokinni verður kaffi og sam-
félag.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming-
armessa kl. 14. Fermd verða tvö ung-
menni: Þóra Regína Böðvarsdóttir og Dav-
íð Arnar Guðmundsson. Hjörtur Magni
Jóhannsson þjónar fyrir altari og predikar.
Tónlistina annast Anna Sigríður Helga-
dóttir tónlistastjóri og Helgi Reynir Jóns-
son píanóleikari ásamt Fríkirkjukórnum
en félagar úr kórnum sjá um forspil og
eftirspil.
GARÐAKIRKJA | Fermingar laugardaginn
5. apríl kl. 13 og sunnudaginn 6. apríl kl.
13 og 15.
GLÆSIBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Söngur fyrir alla fjölskyld-
una. Krakkarnir taka þátt í guðsþjónust-
unni. Sóknarprestur.
GRAFARHOLTSSÓKN | Sunnudagaskóli í
Ingunnarskóla kl. 11. Þorgeir og Anna El-
ísa sjá um stundina. Fermingarmessa í
Árbæjarkirkju kl. 13.30. Prestar eru sr.
Sigríður Guðmarsdóttir, sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir og sr. Ragnheiður Jóns-
dóttir. Organisti Friðrik Vignir Stefánsson,
meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Ok-
tósson og Sigurður Óskarsson. Kirkjukór
Árbæjarkirkju syngur ásamt félögum úr
kirkjukór Grafarholtssóknar, kyrtlar: Pál-
mey Helga Gísladóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl.
10.30 og 13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason,
sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Lena Rós
Matthíasdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11.
Umsjón hafa Hjörtur og Rúna, undirleikari
Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, umsjón
Gunnar og Dagný, Barnakór Grafarvogs-
kirkju syngur. Stjórnandi Svava Kristín
Ingólfsdóttir, Undirleikari Aðalheiður Þor-
steinsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu, Lilju o.fl. Messa kl. 11. Alt-
arisganga, samskot til ABC- barnahjálpar.
Messuhópur, félagar úr kirkjukór leiða
söng, organisti Árni Arinbjarnarson. prest-
ur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir
messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs-
son, sr. Hreinn S. Hákonarson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming-
armessur kl. 10.30 og 14. Prestar sr.
Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ.
Ingason. Kantor Guðmundur Sigurðsson,
Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu
Ágústsdóttur og hópi messuþjóna. Mót-
ettukórinn syngur, organisti Björn Steinar
Sólbergsson. Umsjón barnastarfs: Magn-
ea Sverrisdóttir djákni. Stuttur fundur
með foreldrum sunnudagaskólabarna eft-
ir messu.
HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og
messa kl. 11. Umsjón barnag.: Erla Guð-
rún og Páll Ágúst. Organisti Douglas A.
Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. Létt-
ar veitingar eftir messu.
HJALLAKIRKJA | Fermingarmessur kl.
10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar
þjóna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og
leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur
Sigurðsson. Sunnudagaskóli í neðri safn-
aðarsal kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Sjá einnig á www.hjalla-
kirkja.is.
HJALLAKIRKJA Ölfusi | Messa kl. 13.30.
Fermd verður Katrín Viðarsdóttir, Hjalla-
króki. Organisti Hannes Baldursson,
kirkjukór Þorláks- og Hjallakirkju.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam-
koma kl. 17. Dögg Harðardóttir talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20. Umsjón hefur Ragnheiður
Jóna Ármannsdóttir og Trond Are Schel-
ander. Heimilasamband fyrir konur mánu-
dag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma á fimmtu-
dag kl. 20 í umsjá Áslaugar Hauglands.
Ræðumaður er Ása Björk Ólafsdóttir
prestur. Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudaga
til laugardaga.
HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 10.30. Fermd verða Anton Bjarni Hall-
dórsson Borgarheiði 20, Björgvin Snævar
Sigurðsson, Borgarhrauni 17, Davíð Harð-
arson, Heiðarbrún 3, Emil Úlfsson, Þórs-
mörk 9, Jóna Guðrún Baldursdóttir,
Hraunbæ 49, Jóel Dan Nielsen Björns-
son, Hraunbæ, og Móeiður Þorvalds-
dóttir, Heiðarbrún 6.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Brauðsbrotning kl. 11. International
church, bible study in English at 13:00.
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
er Mark Brewer, skólastjóri Masters Com-
mission í Dallas. Gospelkór Fíladelfíu
leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnakirkja fyrir
öll 1-13 ára börn.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Fjölbreytt
barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna.
Gestir frá Bandaríkjunum kenna. Sam-
koma kl. 20, lofgjörð. Sr. Paul Teske pre-
dikar og biður fyrir sjúkum. Keith Reed
syngur einsöng.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
á laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf.
| Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er
messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10.
Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trú-
fræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug-
ardaga er messa á ensku kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku-
daga kl. 20.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Ferming-
armessa kl. 13.30. Organisti Frank Her-
lufsen, kór Kálfatjarnarkirkju, prestur sr.
Bára Friðriksdóttir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Stopp-leikhópurinn flytur
leikritið Eldfærin. Gospelmessa kl. 20.
Gospelkór Suðurnesja syngur og leikur
undir stjórn Elínar Halldórsdóttur, prestur
er sr. Skúli S. Ólafsson.
KFUM og KFUK | Lofgjörðarvaka kl. 20.
Jón Ómar Gunnarsson flytur hugleiðingu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Ferming kl. 11 með
altarisgöngu. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn organista kirkjunnar, Lenku
Mátéovu, prestur sr. Auður Inga Ein-
arsdóttir. Sunnudagaskóli í Kópavogs-
kirkju kl. 12.30 undir stjórn Sigríðar Stef-
ánsdóttur. Þorkell og Örn Ýmir sjá um
undirleik og brúðuleikrit.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landa-
koti kl. 14 á stigapalli á 2. hæð. Sr. Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson og Ingunn Hildur
Hauksdóttir organisti.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Ferming. Prestur sr. Jón
Helgi Þórarinsson. Kór Langholtskirkju
syngur. Barnastarfið verður í safn-
aðarheimilinu allan tímann með Rut og
Steinunni.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugarnes-
kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar organista, sóknarprestur pre-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
meðhjálpara og fulltrúum lesarahóps. Að-
alsafnaðarfundur Laugarneskirkju er kl.
12.30. Stuttur, markviss og upplýsandi
fundur. Allt sóknarfólk hvatt til þátttöku.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 10.30. Prestarnir.
LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keith
Reed. Fiðluleikur: Hjörleifur Valsson.
Prestur: Guðmundur Karl Brynjarsson.
MOSFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 13.30. Prestarnir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Fullorðins- og barnaskírn. Myndrænir og
sterkir predikunartextar. Messuhópur
þjónar í messunni. Félagar úr Kór Nes-
kirkju leiða safnaðarsöng, organisti Stein-
grímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jóns-
son predikar og þjónar fyrir altari. Börnin
byrja í messunni en fara síðan til sinna
starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa
þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og
Ari Agnarsson. Matarhópur reiðir fram
súpu, brauð og kaffi á Torginu eftir
messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudags-
kólinn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju og
hefst kl. 11. Ekið frá safnaðarheimilinu
kl. 10.55.
SALT, kristið samfélag | Samkoma kl.
17, „Viltu verða heill?“ Ræðumaður Har-
aldur Jóhannsson, lofgjörð og fyrirbæn.
Barnastarf.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Messa kl. 14.
Prestur Sigríður Gunnarsdóttir, kór Sauð-
árkrókskirkju leiðir söng, Rögnvaldur Val-
bergsson.
SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn
organistans, Jörgs E. Sondermanns,
prestur sr. Gunnar Björnsson.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Söngur, saga og ný mynd. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs-
son predikar. Fermd verður Rebekka Rún
Siggeirsdóttir. Kirkjukórinn leiðir söng,
organisti Jón Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar
leiða sálmasöng undir stjórn Friðriks
Vignis Stefánssonar organista. Sunnu-
dagaskólinn á sama tíma. Prestur er Sig-
urður Grétar Helgason.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa 11.
Sóknarprestur.
VEGURINN, kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
11. Kennsla fyrir alla aldurshópa, Eiður
Einarsson kennir. Létt máltíð að sam-
komu lokinni. Bænastund kl. 18.30.
Samkoma kl. 19. Högni Valsson predikar.
Brauðsbrotning, lofgjörð og fyrirbæn.
Samfélag í kaffisal á eftir. www.veg-
urinn.is.
VÍDALÍNSKIRKJA | Fermingarmessa laug-
ardaginn 5. mars kl. 10.30. Sameig-
inlegur sunnudagaskóli Bessastaða- og
Garðasóknar í Vídalínskirkju kl. 11 á
sunnudag. Söngur, gleði og samfélag.
Fermingarmessur i Garðakirkju á sunnu-
dag. Sjá www.gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og
fjölskylduguðsþjónustan saman í einni
stórri fjölskylduhátíð. Stúlknakórinn syng-
ur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagskóli kl.
11. Umsjón hefur starfsfólk sunnudaga-
skólanna. Heimsókn frá sunnudaga-
skólabörnum úr Njarðvíkursókn. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Dagmar
Kunakova organisti stjórnar kór kirkj-
unnar.
ORÐ DAGSINS:
Ég er góði hirðirinn.
(Jóh.10)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Glæsibæjarkirkja í Eyjafjarðarsýslu.
AFMÆLI