Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 59

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 59 Félagsstarf Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækjufótur fer í samvinnu við Bændaferðir í vikuferð til Þýska- lands í sept. nk. Leiðsögumaður verður Steingrímur Gunnarsson. Uppl. í síma 898-2468. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur hefst kl. 13.30 í Stangarhyl 4. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er dagskrá kl. 9-16.30, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, dans o.fl. Þriðjud. 8. apríl kl. 13 hefst postulínsnámskeið, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Mánud. og miðvikud. kl. 10.30 er sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Uppl. á staðnum, s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Listasmiðjan opin, félagsvist, skapandi skrif, Bör Börsson, Müllersæfingar, brids, þegar amma var ung, leikfimi, sönghópur Hjördísar Geirs, Stef- ánsganga o.fl. Bókmenntaferð til Akureyrar 14.-16. maí. Uppl. í síma 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund kl. 9.30- 10.30. Uppl. í síma 564-1490. Lífeyrisþegadeild Lands- sambands lögreglumanna | Fund- ur á morgun, 6. apríl, kl. 10 á Grettisgötu 89. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Orgelandakt kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á orgelið og sr. Birgir Ásgeirs- son annast ritningarlestur. Leikin verða verk tengd páskahátíðinni eftir Johann Sebastian Bach og Charles-mari Widor. Aðgangur er ókeypis. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | David Pawson biblíukennari verð- ur með opna kennslu kl. 10-14. Hann kennir um efnið Normal Christian Birth í aðalsal kirkjunnar. dagbók Í dag er laugardagur 5. apríl, 96. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1Pt. 5, 7.) Dyngjan er áfangaheimili fyrirkonur sem lokið hafa áfeng-is- eða vímuefnameðferð.Næstkomandi miðvikudag, 9. apríl, verður Dyngjan 20 ára og verð- ur af því tilefni opið hús frá 5 til 7 og gestum boðið upp á kaffisopa. Edda V. Guðmundsdóttir er for- stöðukona Dyngjunnar: „Það er gott að hafa stað eins og Dyngjuna þar sem gefst svigrúm fyrir skjólstæðingana að byggja upp allsgáðan og ábyrgan lífs- stíl,“ segir Edda en um 860 konur hafa búið í Dyngjunni frá upphafi. „Hér geta dvalið 14 konur hverju sinni, allt frá þremur mánuðum upp í ár, og í nokkr- um tilvikum er reynt að bjóða þann möguleika að konur geti haft börnin sín hjá sér.“ Íbúar í Dyngjunni þurfa að fylgja heimilisreglum sem kveða m.a. á um að þær sæki þrjá AA-fundi í viku og stundi samviskusamlega framhalds- meðferðir. Haldnir eru húsfundir þrisvar í viku þar sem farið er yfir stöð- una og línurnar lagðar. Þar læra heim- ilismenn hver af annarri að byggja sig upp á ný,“ segir Edda, en um 40 konur innritast í Dyngjuna á ári hverju. „Þær velja sjálfar að koma í Dyngjuna og eru yfirleitt mjög duglegar að vinna að bat- anum. Hér leggja þær mikið á sig til að breyta lífsmynstrinu í allsgáðann lífs- stíl og ábyrgan.“ Það er mikilvægt, að sögn Eddu, að börn kvennanna geti alltaf heimsótt mæður sínar „Börnin eru alltaf vel- komin. Mörg gista hér um helgar og í sumum tilvikum búa börnin hérna allan tímann. Til dæmis er einn sex mánaða snáði hér núna með móður sinni,“ segir Edda. „Batinn væri svo miklu erfiðari, ef konurnar hefðu ekki þennan mögu- leika og byggir starfsemi Dyngjunnar m.a. á því að veita möguleika á að skapa eðlilegt fjölskyldulíf að nýju.“ Dyngjan var stofnuð að frumkvæði hóps kvenna sem unnið höfðu bug á fíkn og leituðu til borgarinnar um að opna aðstöðu af þessu tagi. „Það hefur sýnt sig að starfsemi Dyngjunnar skiptir sköpum og er þörfin mikil. Sér- staklega gaman er þegar við fáum heimsóknir frá fyrrum íbúum sem leggja stundum leið sína hingað til að þakka fyrir vistina. Það er líka uppörv- andi fyrir þær sem hér búa að sjá aðrar konur sem gengið hafa í gegnum það sama en hafa náð að vinna sig svona langt frá þessum sjúkdómi.“ Samfélag | Dyngjan fagnar 20 ára afmæli á miðvikudag og verður með opið hús Heimili sem skiptir sköpum  Edda V. Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1943. Hún útskrif- aðist frá Leiklist- arskóla Íslands 1977 og starfaði hjá Alþýðuleikhús- inu og síðar hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Edda hóf störf hjá SÁÁ árið 1989 sem áfengisráðgjafi og starfaði þar til ársins 2002 þegar hún varð for- stöðukona Dyngjunnar. Eiginmaður Eddu er Elías Sv. Sveinbjörnsson og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Myndlist Norræna húsið | „Norrænar hugrenn- ingar frá Mexíkó“ er titillinn á sýningu dönsku textíllistakonunnar Trine El- litsgaard. Listakonan hefur verið bú- sett í Mexíkó sl. tuttugu ár og bera verkin á sýningunni það með sér. Síð- asta sýningarhelgi. Sjá nánar www.nordice.is. Skriðuklaustur | Sýningu Handverks og hönnunar, Trjálífi, lýkur nú um helgina. Í dag og sunnudaginn 6. apríl verður opið kl. 13-17. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð 6. apríl kl. 14. Fjórði dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar á heimasíðu Breiðfirðingafélagsins, www.bf.is. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum | op- ið hús Waldorfskólanum í Lækj- arbotnum og leikskólanum Yl kl. 13-17. Hægt verður að fá innsýn í námskrá skólans og leikskólans og í boði verður að reyna á sig í hinum ýmsu hand- verks- og listgreinum. Kaffisala og myndasýning. Fyrirlestrar og fundir Kringlukráin | Paris, félag þeirra sem eru einir, heldur aprílfund kl. 11.30. Nýir félagar velkomnir. Styrkur | Samtök krabbameinssjúkl- inga og aðstandenda þeirra halda að- alfund þriðjudaginn 8. apríl kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg- arhlíð 8, Reykjavík. Hefðbundin aðal- fundarstörf. ÞRÁTT fyrir góða spretti hafa þeir bræður Björn og Bragi Þor- finnssynir ekki alveg fundið „fjölina sína“ á Scandinavian open-mótinu sem stendur yfir í Kaupmannahöfn. Þeir hafa báðir 3½ vinning úr átta skákum og liggja í 8.-12. sæti. Sverr- ir Þorgeirsson sem er stigalægsti keppandinn er í 14. sæti með 1½ vinning. Henrik Danielssn er hins- vegar greinilega á heimavelli og er í baráttunni um efsta sætið og hefur hlotið 5½ vinning úr átta skákum og er í 2.-3. sæti ásamt danska FIDE- meistaranum Nikolaj Mikkelsen. Danski stórmeistarinn Lars Schan- dorff er efstur með 6 vinninga. Þeir bræður Björn og Bragi voru í sviðsljósinu á Reykjavíkurmótinu á dögunum hafa teflt margar athygl- isverðar skákir. Björn Þorfinnsson byrjaði með látum þegar hann lagði sænska stórmeistarann Stellan Bry- nell í fyrstu umferð. Hver þrumuleik- urinn á fætur öðrum gaf tilefni til að ætla að Björn væri „hrokkinn“ eins og það er stundum orðað á golfmáli: Scandianavian open; 1. umferð: Stellan Brynell – Björn Þorfinns- son Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Dd6 6. d4 f6 Björn svarar uppskiptaafbrigði spænska leiksins á fremur óvenju- legan hátt. Hér er 6. … exd4 lang- algengast. 7. dxe5 fxe5 8. Rbd2 b5 9. a4 Rf6 10. b3 Bg4 11. Ba3 De6 12. Bxf8 Hxf8 13. De1 Rh5! Hvítur hefur teflt byrjunina frem- ur ómarkvisst og að hófst með upp- skiptunum á e5. Nú stefnir riddar- inn á f4-reitinn þar sem hann ógnar kóngsstöðu hvíts. 14. De3 Rf4 15. Rh4 Hd8 16. Rf5 Dg6! Framkallar veikingu á kóngsstöð- unni og mun sterkara en 16. … Bxf5 sem kom þó einnig til greina. ) 17. g3 Rh3+ 18. Kg2 Rg5! 19. Rh4 Dh5 20. Hfe1 Sjá stöðumynd 20. … Hxd2! 21. Dxd2 Rf3 22. Dc3 Ekki 22. Rxf3 Bxf3+ og 23. … Dh3 og vinnur. 22. … g5! 23. Hed1 gxh4 24. Dxc6+ Kf7 25. Dxc7+ Kg8 26. Hd8 Bh3+!27. Kh1 27. Kxh3 strandar á 27. … Rg5+ 28. Kg2 Df3+ 29. Kg1 Dxf2+ 30. Kh1 Df3+ 31. Kg1 Re2 mát. 27. … Rd4 28. g4 Bg2+! Aftur fórnar Björn biskupinum. Sé hann tekinn mátar svartur á sama hátt og áður. 29. Kg1 Dxg4 30. Hxf8+ Kxf8 31. Dd6+ Kf7 32. Dd5+ Re6 – og Brynell gafst upp. Kristján og Björn efstir á skákmóti öðlinga Kristján Guðmundsson og Björn Þorsteinsson hafa tekið forystu á skákmóti öðlinga, sjö umferða móti þar sem teflt er á miðvikudags- kvöldum í hverri viku. Þeir hafa báð- ir unnið tvær fyrstu skákir sínar. Alls tekur 21 skákmaður þátt í mótinu. Björn Þorsteinsson varð Ís- landsmeistari árið 1967 og 1975 og Kristján var lengi í farabroddi ungra skákmanna í TR á árunum í kringum 1970. Hann var liðsstjóri íslenska ólympíuliðsins á gullaldar- árum þess frá 1984 til 1992. Í 3.-5. sæti á öðlingamótinu með 1½ vinn- ing koma Jóhann Örn Sigurjónsson, Eiríkur Björnsson og Magnús Gunnarsson. Dagur Andri unglingameistari Reykjavíkur Dagur Andri Friðgeirsson og Hallgerður H. Þorsteinsdóttir, sem urðu jöfn efsta sæti á Unglinga- meistaramóti Reykjavíkur, háðu einvígi um titilinn Unglingameist- aratitil Reykjavíkur í Skákhöllinni á fimmtudagskvöld. Tefldar voru tvær skákir með fimmtán mínútna um- hugsunartíma. Eftir þær skákin var enn jafnt með þeim, 1:1 og var þá umhugsunartíminn styttur í tíu mín- útur. Dagur vann báðar skákirnar og því samanlagt 3:1. Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskóla með yfirburðum Skáksveit Rimaskóla skipuð þeim Hjörvari Steini Grétarssyni, Herði Aroni Haukssyni, Sigríði Björgu Helgadóttur og Hrund Hauksdóttir hafði mikla yfirburði á Reykjavík- urmóti grunnskóla sem fram fór í húsakynnum TR í Faxafeni sl. mið- vikudag. Rimaskóli missti niður að- eins ½ vinning og hlaut 13½ vinning af 24 mögulegum. Í 2. sæti varð A- sveit Laugalækjarskóla með 17 vinninga, Laugarlækjarskóli B-sveit var í 3. sæti eð 13½ vinning og C- sveit Rimaskóla í 4. sæti með 13 vinninga. Í 5.-7. sæti komu B-sveit Rimaskóla, Húsaskóli og Hóla- brekkuskóli með 12½ vinning hver sveit. Tefldar voru sjö umferðir. Björn byrjaði með lát- um í Kaupmannahöfn SKÁK Kaupmannahöfn Scandinavian open 29. mars-6. apríl Morgunblaðið/Ómar Frískleg taflmennska Björn Þor- finnsson að tafli á síðasta Reykja- víkurskákmóti. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Rhodos 7. júní og 14. júní frá kr. 59.990 Aðeins örfáar íbúðir í boði! Bjóðum nú frábært sértilboð á einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos, Hotel Forum, með hálfu fæði. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða. Íbúðahótelið Forum stendur aðeins um 100 m. frá ströndinni. Á hótelinu er góð sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn s.s. barnalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Örfáar íbúðir í boði á þessu frábæra verði. Verð kr. 59.990 - hálft fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. M bl 9 91 27 3 Sértilboð á Forum *** - með hálfu fæði Verð kr. 71.990 - hálft fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.