Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 62
Ég heyrði sögusagnir
um endurfundi. Verst
að sólarhringurinn er ekki
nógu langur … 63
»
reykjavíkreykjavík
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík og
Menntaskólans í Hamrahlíð mæla
með og á móti áróðri í úrslitakeppni
MORFÍS í Háskólabíói í kvöld kl.
20. Ræðuliðin hafa háð stríð seinustu
daga og hefur þar ýmsum bola-
brögðum verið beitt, misgrófum þó.
Lá því beinast við að blaðamaður
Morgunblaðsins skoraði á liðin að
hittast degi fyrir keppni og faðmast.
Keppnisskapið er liðsmönnum
greinilega í blóð borið því bæði liðin
tóku áskoruninni.
Jón Benediktsson, úr ræðuliði
MR, átti nokkuð erfitt með að rifja
upp þá grikki sem MR-ingar hafa
gert MH-ingum en rifjaði þó upp
nokkra, m.a. rán á forseta nemenda-
félags MH. „Við merktum MH stöf-
um MR nokkrum sinnum og stærsti
hrekkurinn okkar átti að vera þegar
MR-ingar færu í Kastljósið og þætt-
ust vera MH-ingar líka, en það mis-
tókst,“ segir Jón.
Gervilimur á Aþenu
Talsmaður MORFÍS-liðs MH,
Lárus Jón Björnsson, virðist ann-
aðhvort muna hrekki sinna manna
betur eða þá að MH-ingar eru
hrekkjóttari en MR-ingar. „Við
reistum níðstöng fyrir framan MR
og fórum með níð. Svo höfðu þeir
sömu nótt komið MR-fána fyrir upp
við MH og við tókum hann niður,
skiluðum honum og migum á hann
fyrir framan MR, gamla skólann.
Síðan fórum við með vatnsbyssur
niður í bæ og ætluðum að sprauta á
einhverja MR-inga fyrir framan
skólann en það vildi svo óheppilega
til að það var sprautað á MORFÍS-
liðið sjálft,“ segir Lárus Jón. MR-
ingar hafi á móti klifrað upp á þak
MH til að merkja skólann MR og
ætluðu í kjölfarið að taka loftmyndir
af því úr þyrlu. „Við böstuðum þá
þegar þeir voru uppi á þaki og tók-
um stigann sem þeir notuðu til að
komast upp. Þannig að þeir voru
þarna, þrír MR-ingar, hálfgerðir
gíslar uppi á þaki.“
Síðast en ekki síst hafi MH-ingar
límt gervilim á styttuna af Aþenu
sem stendur við MR og byggt handa
MR-ingum nýtt íþróttahús sem var
afhent á trébretti og vígt af forseta
nemendafélags MH.
Níðstöng og forsetarán
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vinir? Frá vinstri: Hugi Leifsson (MH) Ari Guðjónsson (MR), Arnmundur
Bachmann (MH), Jón Benediktsson (MR), Lárus Jón Björnsson (MH), Arnar
Ólafsson (MR), Birkir Ingólfsson (MH) og Guðmundur Árnason (MR).
MH og MR mæt-
ast í úrslitum
MORFÍS í kvöld
Eins og fram
hefur komið er
uppsetning Vest-
urports á Komm-
únunni á leiðinni
til Mexíkós, en
þar verður verkið
sett upp sex sinnum. Til stóð að sýn-
ing á verkinu í Borgarleikhúsinu í
gærkvöldi yrði sú síðasta hér á
landi, en vegna góðrar aðsóknar
hefur verið ákveðið að bæta við
sýningum þegar leikhópurinn snýr
aftur til landsins. Mexíkóski leik-
arinn Gael Garcia Bernal mun þó
ekki snúa aftur á svið Borgarleik-
hússins, enda hefur kappinn nóg að
gera við kvikmyndaleik í Holly-
wood. Enginn hefur verið ráðinn í
hans stað.
Kommúnan fer aftur á
svið án Bernals
Vilhelm Anton Jónsson, betur
þekktur sem Villi Naglbítur, opnar
málverkasýningu í dag á veit-
ingastaðnum Sólon. Þar sýnir hann
sjö ný málverk sem unnin eru sér-
staklega fyrir sýninguna og tengja
borgina við samfélag manna, eins
og Villi orðar það. Meðal verkanna
verður stórt verk sem fólki gefst
kostur á að kaupa hluta úr. Að sýn-
ingu lokinni verður verkið bútað
niður og afhent réttum eigendum.
Viltu bút eftir Villa?
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„MÉR var sýndur sá heiður að fá að kíkja inn í
Latabæ í smástund og raula eitt lag,“ segir tón-
listarmaðurinn Magni Ásgeirsson sem syngur
opnunarlagið í nýjustu Latabæjarþáttunum sem
eru í framleiðslu um þessar mundir. Nýju þætt-
irnir heita Lazy Town extra og verða með
fremur óhefðbundnu sniði en þeir verða líklega
frumsýndir í Bretlandi í september. Í kjölfarið
verða þættirnir sýndir víða um heim og mun
Magni hljóma í öllum enskumælandi löndunum.
„Magnús Scheving kom mér einu sinni enn á
óvart. Það er ekki nóg með að hann sé dugleg-
asti maður á Íslandi heldur kom í ljós að hann
er helvíti fínn „producer“ líka, þegar kemur að
því að útskýra hvað hann vill,“ segir Magni en
lagið sem hann syngur er eftir Mána Svav-
arsson.
Vinsæll í Kanada
Annars er nóg að gera hjá Magna um þessar
mundir. „Ég er byrjaður að æfa fyrir Queen-
show með kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ég
er sem sagt einsöngvari með kór og er að berj-
ast við að reyna að ná Freddie Mercury,“ segir
Magni en verkið verður sýnt í íþróttahúsi FSu á
Selfossi hinn 21. maí. „Það er nú bara stefnt að
þessari einu sýningu, enda er þetta 800 manna
hús. En ef allt verður brjálað verður þetta
örugglega sett upp aftur.“
Nýverið hélt Magni svo tvenna tónleika í Tor-
onto í Kanada ásamt hljómsveit sinni en tónleik-
arnir voru hluti af Iceland Naturally hátíðinni
sem haldin var í borginni dagana 10. til 16.
mars. Aðspurður segir Magni tónleikana hafa
gengið gríðarlega vel. „Kanadamenn virðast
muna mjög vel eftir mér, enda horfðu þeir
næstum því jafnmikið á Rock Star og Íslend-
ingar. Lukas Rossi sem vann er náttúrulega
Kanadabúi, auk þess sem J.D. Fortune sem
vann Rock Star INXS er líka frá Kanada,“ út-
skýrir Magni sem útilokar ekki að hann muni
spila meira í Kanada á næstunni. Hvað Á móti
sól varðar segir Magni styttast í nýja plötu frá
sveitinni en þeir félagar hafa nú þegar pantað
hljóðver í Danmörku í lok júní. Það er því engin
lognmolla í kringum Magna, frekar en venju-
lega. „Ég er líka alltaf að spila svona þrisvar til
fjórum sinnum í viku. Ég var meira að segja að
spila klukkan átta í morgun [gærmorgun], í
skóla í Garðabæ með henni Birgittu minni.
Þannig að það er nóg að gera.“
Rokkstjarna í Latabæ
Magni Ásgeirsson syngur titillagið í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Góður félagsskapur Magni Ásgeirsson brá á leik með félögum sínum í Latabæ í gær. Hann syngur
opnunarlagið í nýrri þáttaröð um Íþróttaálfinn, vini hans og illmennið Glanna glæp.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16.
Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is
Unglingabókin - meira en brjóst og bólur?
Barna- og unglingabókaráðstefna í dag 5. apríl
kl. 10.30-14.00.
Fyrirlesarar: Ármann Jakobsson, Anna Þorbjörg Ingólfs-
dóttir og Ragnheiður Gestsdóttir.
Dagskrárstjórnandi er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Stefnumót við safnara III
Hljómfagurt stefnumót við
tónlistarmenn og hljóðfærasafnara!
Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir
Sjö landa sýn
María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir
vatnslitastemmningar frá ferðalögum sínum um
Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú
og Skotland.
Hið breiða holt
Ljósmyndasýning þar sem unglingar
eiga stefnumót við afa sína eða ömmur!
Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Styrktaraðili: Beco
Vissir þú...
...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir
ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur?
Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns.
Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.