Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 63 RAPPARINN 50 Cent hefur óskað eftir því að dómari úrskurði að 10 ára sonur hans og barnsmóðir skuli borin út úr húsi hans á Long Island í New York-fylki. Í febrúar á þessu ári hafði dómari úrskurðað að meðlag rapparans yrði lækkað úr 25 þúsund dölum í tæplega 7 þúsund dali á þeim forsendum að fundið yrði nýtt hús fyrir mæðginin. 50 Cent heldur því hins vegar fram núna að barnsmóðir hans Shaniqua Tompkins hafi aldrei reynt að leita að nýju húsi og á meðan greiði hann alla reikninga er lúta að húsinu. Talið er að lög- maður Tompkins muni færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bera Tompkins og son þeirra út þar eð hún var aldrei leigjandi í húsinu. Þá muni 50 Cent hafa lofað henni húsinu þegar þau skildu að skiptum en skipt svo um skoðun á síðustu stundu. Vill soninn út úr húsinu Reuters Engin miskunn 50 Cent er harður í horn að taka og blóðtengsl skipta hann greinilega litlu máli. LEIKARINN Daniel Craig hefur heitið því að leika James Bond fram á elliárin. Craig, sem er fertugur, samdi við framleiðendur Bond- myndanna um að túlka leyniþjón- ustumanninn í þremur myndum en haft var eftir Craig á dögunum að hann hefði ekki í hyggju að hætta eftir að samningurinn rennur út. Um þessar mundir standa yfir tök- ur á næstu Bond-mynd, Quantum of Solace, sem frumsýnd verður hér á landi hinn 7. nóvember næstkom- andi. Eins og margir muna eftir vakti Craig mikla athygli kvenþjóð- arinnar fyrir hraustlegt útlit í síð- ustu Bond-mynd en allar líkur eru á því að vöxtur Craigs fái einnig að njóta sín í Quantum of Solace. Reuters Bond Daniel Craig fékk mikið lof fyrir túlkun sína í síðustu mynd. Vill verða gamall Bond RONNIE Wood, gítarleikari Roll- ing Stones, vill taka sér hvíld frá hljómsveitinni og hóa í meðlimi Faces, gömlu hljómsveitarinnar sem hann var í áður. Meðlimir Faces, m.a. Rod Stew- art, segjast spenntir fyrir endur- fundum ef þeir finna tíma til þess. „Ég heyrði sögusagnir um endur- fundi hjá okkur. Verst að sólar- hringurinn er ekki nógu langur. En við myndum svo sannarlega stökkva á þetta ef tækifæri gæfist,“ sagði Wood. Trommari sveitarinnar, Kenney Jones, sagði á síðasta ári að mögu- leiki væri á endurfundum. Hann hitti Rod Stewart sem lýsti yfir miklum áhuga á því að gera endur- fundina að veruleika. Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 og gaf út fjórar plötur áður en Wood gekk til liðs við The Rolling Stones árið 1975. Reuters Stopp! Wood búinn að fá nóg í bili af félögum sínum í Stones. Vill hvíld frá Stones
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.