Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 72
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Álver á Bakka  Ætlunin er að nota sömu tækni í álveri Alcoa á Bakka og nú er notuð á Reyðarfirði. Hagkvæmast væri að byggja alveg eins ver og álver Fjarðaáls, en raforkuframboð ræður stærð álversins. » Forsíða Undanþágur bílstjóra  Samgönguráðherra hitti fulltrúa vörubílstjóra og atvinnurekenda í gær. Þar var m.a. rætt um hvíldar- tíma bílstjóra og sektir vegna brota á honum. » 2 Ósamræmi í dómum  Ákærur um akstur undir áhrifum fíkniefna hafa verið gefnar út þótt ekki finnist merki um ávana- eða fíkniefni í blóðsýni heldur aðeins í þvagsýni. » 9 Haldið í völdin  Stjórnarflokkurinn í Simbabve reynir hvað hann getur til að halda völdum. Efnt verður til annarrar umferðar í forsetakosningum. » 18 SKOÐANIR» Stakst.: Er nekt afstætt hugtak? Forystugreinar: Forvarnardagurinn Hættulegar skoðanir UMRÆÐAN» Hvenær er fötlun fötlun? Góðir eða gráðugir hirðar Er verið að hlunnfara eldri borgara? Í sparnaðarskyni? Börn: Snædísar saga víðförlu Langar að syngja í Evróvisjón … Lesbók: Tækifærið manneskjan Íslenskan öll? BÖRN | LESBÓK » % %4% 4 4 4 %4 4% 4% 5  $6!(  / !, $ 7 '  " '!!#!2 ! %4 %4 4 4 4 % 4%% %4 4 . 82 (  %  4 % 4% 4 4 % 4%  %4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8!8=EA< A:=(8!8=EA< (FA(8!8=EA< (3>((A#!G=<A8> H<B<A(8?!H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 0°C | Kaldast -6°C  Hæg norðlæg átt og bjartviðri en norð- vestan 5-10 m/s, skýj- að með köflum og þurrt fyrir norðan. » 10 Virtur höfundur heimildarkvikmynda verður heiðurs- gestur og situr fyrir svörum á Skjald- borg 2008. » 66 KVIKMYNDIR» Maysles viðstaddur TÓNLIST» Wood vill hvíla sig á ’Rolling Stones. » 63 Björn Jörundur samdi lög fyrir trúbadorinn John Hansen, sem flutt verða í leikritinu Gítarleikarinn. » 69 TÓNLIST» Skrýtnir textar MORFÍS» Keppendur í úrslitum í faðmlögum. » 62 LEIKHÚS» Ópera um líf Önnu Nicole Smith. » 67 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Myrti nýfætt barn sitt 2. Ríkislögreglustjóri varar við … 3. Mamma Beckhams brjáluð 4. Vill Aniston í Skaðabætur  Íslenska krónan styrktist um 1,5% RÖDD Magna Ásgeirssonar mun hljóma víða um hinn enskumælandi heim næsta vetur þegar nýjasta þáttaröðin af Latabæ verður sýnd í sjónvarpi. Magni var fenginn til þess að syngja opnunarlag þátt- anna sem nefnast Lazy Town extra og eru með öðru sniði en þættirnir hafa verið hingað til. Lagið sem Magni syngur er eftir Mána Svav- arsson og hljómar á undan hverj- um þætti. | 62 Magni syng- ur í Latabæ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heimsókn Magni kynnti sig fyrir íbúum Latabæjar í gær. „ÞAÐ virtist sem að þegar virðis- aukaskatturinn var lækkaður og vörugjöld afnum- in 1. mars á síð- asta ári hafi fólk jafnvel farið að kaupa dýrari mat, því veltan jókst umfram verðlækkanirnar,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar við Há- skólann á Bifröst. Hans mat er að haldi matvælaverð áfram að hækka séu líkur á að þær breytingar sem urðu á neyslumynstrinu í kjölfar lækkunarinnar á virðisaukaskatt- inum muni ganga til baka – neyt- endur kunni í auknum mæli að snúa sér að ódýrari matvælum. Emil bendir á að nauðsynlegt sé að hafa í huga aðstæður á alþjóð- legum mörkuðum þegar gagnrýni er uppi á hendur matvöruverslunum. Svigrúm verslunarinnar til að taka á sig hækkanir sé þröngt. „Það er kannski einkum vegna nýrra kjara- samninga sem koma illa niður á versluninni, vegna þess að í versl- unum eru láglaunastörf og það voru þær stéttir sem hækkuðu mest,“ segir Emil. Því fari fjarri að allir séu sammála um að matvælaverð kunni að hækka um 20-30%. Slíkar að- stæður geti orðið til þess að erlendar ofurlágvöruverðsverslanir hasli sér völl hérlendis. | Miðopna Kaupa ódýr- ari matvæli Emil B. Karlsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLAN á Akranesi hyggst boða fyrrum leigjendur íbúðar, þar sem köttur var skilinn eftir við flutninga, í skýrslutöku á næstunni vegna brota á dýraverndarlögum. Lögreglan fékk í vikunni ábend- ingu um að kötturinn væri van- ræktur og yfirgefinn í íbúðinni og þurftu lögreglumenn að klifra utan á húsinu til að komast í íbúðina inn um svalir á 3. hæð. Kötturinn var þar inni og hafði mjálmað mikið í einverunni við sívaxandi hungur. Hann var grindhoraður og nær dauða en lífi þegar að var komið og var komið í hendur dýraeftirlits- manns sem lógaði dýrinu síðar. Brot á dýraverndarlögum Lögreglan segir að hér sé um að ræða brot á dýraverndarlögum með því að skilja köttinn eftir í reiðileysi. Málið er nú í formlegri rannsókn lögreglunnar en skýrslu- tökur eru ekki hafnar. Að sögn lögreglunnar er afar leitt þegar dýr eru látin sæta annarri eins meðferð og hér um ræddi. Samkvæmt dýraverndarlögum frá 1994 er skylt að fara vel með öll dýr. Eigendum eða umráða- mönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægj- andi fóðri, drykk og umhirðu. Leiki grunur á að um sé að ræða alvarlegt brot gegn lögunum, get- ur lögregla fyrirvaralaust tekið dýr úr vörslu eiganda eða umsjón- armanns. Í þessu skyni má lög- regla fara inn í íbúðarhús án dóms- úrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi dýrunum heilsutjóni. Allt að tveggja ára fangelsi ligg- ur við brotum á dýraverndarlög- um. Hafi maður gerst sekur um stór- fellt eða ítrekað brot á lögunum má svipta hann með dómi heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið hefur vakið nokkra athygli í bloggheimum á mbl.is og lýsa höfundar þar vanþóknun sinni á meðferð kattarins. Aflífa varð köttinn  Grindhoraður og innilokaður köttur á Akranesi lifði ekki vistina af og var lógað  Málið rannsakað hjá lögreglunni EFTIR tveggja ára bið tryggðu Keflvíkingar sér Ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna á nýjan leik í gærkvöldi. Þá lögðu þær KR 91:90 í þriðja leik lið- anna í úrslitarimmunni og liðið fór í gegnum úrslita- keppnina án þess að tapa leik. Í undanúrslitum unnu þær ríkjandi Íslandsmeistara Hauka einnig 3:0. Pálína M. Gunnlaugsdóttir, sem er hér fyrir miðri mynd, varð þar með Íslandsmeistari þriðja árið í röð en hún er uppalin í Haukum og varð meistari með þeim tvö síðustu árin. | Íþróttir Keflvíkingar Íslandsmeistarar á nýjan leik Taplausar í úrslitakeppninni Ljósmynd/Jón Björn Ólafsson ♦♦♦ Hófý Sig. Mannvonska eða kæruleysi? Hvers konar fólk lokar dýr inni til að svelta í hel? Ótrúleg mannvonska eða svona yfirgengilegt kæruleysi, ég skil ekki hvað fólk er að pæla. Meira: hofyan.blog.is Katrín Björg Hannesdóttir Hjartaverkur Ég fæ verk í mitt litla hjarta að lesa þessa frétt! Hvernig getur fólk gert þetta, skilið varnarlaus dýr eftir án matar í marga daga? Mér finnst það eigi að taka harðar á dýramisnotkun og vonandi fær þessi „eigandi“ ein- hverja refsingu. Meira: katan.blog.is/blog Linda litla Langar að gráta Hvernig getur fólk gert þetta? Þetta er hræðilegt, mig sem dýravin langar hreinlega að gráta yfir þessu.Meira: Meira: bestalitla.blog.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.