Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 10

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 10
10 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ HEILSUHAGFRÆÐI OG OFFITA Þ að er skondin tilviljun að einn virtasti fræðimaður heims á sviði rannsókna á áhrifum offitu á hag- kerfið skuli heita Michael Grossman. Í holdlegum skilningi stendur þessi geðþekki Bandaríkja- maður þó ekki undir nafni. Hann er lágvaxinn og grannur. Og greinilega hógvær líka. „Þér er frjálst að spyrja mig um hvað sem er en ég veit ekki hvort ég hef svörin,“ segir hann kím- inn þegar fundum okkar ber saman á skrifstofu hans í Odda, þar sem hann hefur verið gestur viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands í vik- unni og lagt náminu í heilsuhagfræði lið með fyrirlestrum sínum. Ég hlæ kurteislega og velti fyrir mér hvort það verði ekki örugglega á hinn veg- inn, að spurningarnar verði svör- unum ekki samboðnar. Dr. Grossman, sem er prófessor við City University of New York, er fyrst spurður að því hvers vegna hann sé yfirhöfuð að velta heilsu- málum fyrir sér, í hugum flestra hverfist hagfræði nefnilega um verð- bólgu og vexti. „Hagfræði snýst að hluta um val og ákvarðanir fólks,“ út- © Milk Photographie/Corbis AÐ KOMAST Í FEITT Offita er vaxandi vandamál á Vesturlöndum. Ísland er þar engin undantekning. Meirihluti fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd og hlutfall þeirra sem eru í offituflokki er komið yfir þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) skilgreinir sem offitufaraldur. Yfirleitt er fjallað um offitu sem lýðheilsu- eða fagurfræðilegt vandamál en hún er ekki síður viðfangsefni fyrir atferlisvísindi og hagfræði. Það er því engin tilviljun að undirgrein hag- fræðinnar sem kennd er við heilsu hafi vaxið fiskur um hrygg á liðnum árum og misserum. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is             !"  #$  %&  '( )    * + ,& - )  & .  /   0 1 20 21 30 314 50          ,. 6784977 +7 :;50 (7(..73000<3005 ,  =7! 7.6 >7    7300? 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.