Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 12
12 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
skýrir hann. Málrómurinn minnir lít-
ið eitt á Bobby heitinn Fischer enda
þótt Grossman sé mun yfirvegaðri í
frásögn. „Fólk tekur ákvarðanir til
að hámarka ávinning sinn gagnvart
takmörkuðum auðlindum og líka
vegna þess að það hefur frelsi til
þess. Þannig velur fólk að reykja, það
velur að neyta áfengis og það velur
að borða óhollan mat. Það velur líka
hvort það leitar til læknis eður ei. Í
þessum skilningi er heilsa fólks upp
að vissu marki bundin við ákvarð-
anir. Fyrir vikið liggur hún vel við
aðferðum hagfræðinnar,“ segir
Grossman.
Að greina ákvarðanir
Hann bætir við að vissulega hafi
ýmsir ófyrirsjáanlegir þættir líka
áhrif á heilsu fólks og þess vegna sé
ekki auðvelt að spá fyrir um heilsu-
far. „En það er hægt að greina
ákvarðanir fólks og það var einmitt
sú hlið mála sem heillaði mig þegar
ég ákvað að leggja heilsuhagfræði
fyrir mig.“
Margir heilsuhagfræðingar ein-
blína á heilbrigðiskerfið og kostn-
aðinn sem það þarf að bera. Grossm-
an kveðst vissulega hafa gefið þeirri
hlið gaum gegnum árin en ær hans
og kýr eru aftur á móti áhrif ut-
anaðkomandi þátta á heilsu manna,
svo sem reykinga, áfengis og mat-
aræðis. „Í mínum huga snýst heilsu-
hagfræði ekki bara um kostnaðinn
við að reka heilbrigðiskerfi heldur
ekki síður um þá þætti sem hafa áhrif
á heilsufar.“
Feimnislegt bros færist yfir andlit
Grossmans þegar ég kveðst hafa
heimildir fyrir því að hann sé meðal
frumkvöðla á þessu sviði í heiminum.
„Eigi veit ég það svo ofboðslega
gjörla,“ segir hann. „Vissulega er ég
orðinn gamall í hettunni, byrjaði að
kynna mér þessi mál á ofanverðum
sjöunda áratugnum og lauk dokt-
orsprófi árið 1970 en það voru aðrir
starfandi á þessu sviði á undan mér.
Heilsuhagfræði var lítið svið innan
hagfræðinnar á þeim tíma en hefur
svo sannarlega fært út kvíarnar síð-
an. Ég hef því fylgst með sviðinu
vaxa og dafna en það eru þín orð að
ég sé frumkvöðull,“ segir hann og
hlær.
Heilsuframleiðslulíkanið
Eitt helsta líkan heilsuhagfræð-
innar hverfist um framleiðslu og er
sannarlega runnið undan rifjum
Grossmans. Hefur það haft mikil
áhrif á greinina allar götur frá því
hann setti það fram árið 1972. Í
stuttu máli snýst það um það hvernig
við framleiðum heilsu sjálf en kaup-
um hana ekki. Heilsuna framleiðum
við með aðföngum sem við kaupum
til framleiðslunnar. Við kaupum ekki
heilsuna sjálfa heldur hluti til þess að
framleiða hana, s.s. hlaupaskó, lækn-
isþjónustu og fleira sem við njótum
kannski ekki í sjálfu sér.
„Ég á nú ekki allan heiðurinn af
þessu líkani. Ég fékk góða hjálp frá
nóbelsverðlaunahafanum Gary Bec-
ker sem mun sækja Ísland heim í
sumar,“ segir Grossman og vísar þar
til þess að heilsuframleiðslulíkanið er
að hluta byggt á hugmynd Beckers
um heimaframleiðslu á neysluvörum.
„Það er ekki mitt að meta hversu
merkilegt þetta líkan er en það hefur
vissulega haft áhrif á ýmsar rann-
sóknir síðan.“
Grossman hefur aðallega rann-
sakað bandarískt samfélag en fyrir
fáeinum árum tók hann þátt í stórri
rannsókn sem byggði á vestur-
evrópskum gögnum. Hún fjallaði um
áhrif stefnu í áfengismálum á ofbeld-
is- og glæpahneigð. Þá hefur hann
nýverið rannsakað áhrif menntunar
foreldra á heilsufar barna í Taívan.
„Til skemmri tíma litið hef ég ekki
áform um að rannsaka evrópsk gögn
frekar en það kemur vel til álita að
gera það síðar. Annars er ég að verða
svo gamall,“ segir hann sposkur.
Offita færst óvenjuhratt í vöxt
Offita hefur aukist til muna í
Bandaríkjunum og víðar undanfar-
inn aldarfjórðung eða svo og segir
Grossman það hafa hvatt heilsu-
hagfræðinga til að beina sjónum að
áhrifum hennar á hagkerfið. Þessar
rannsóknir voru umfangsmestar í
kringum árþúsundamótin. „Offita
hefur færst óvenjuhratt í vöxt í
Bandaríkjunum, og raunar víðar,
undanfarna þrjá áratugi og enda þótt
skýra megi það að hluta með erfða-
fræðilegum þáttum kemur fleira til.
Við fórum því að skoða þætti á borð
við heimilisaðstæður fólks, fé-
lagslega stöðu þess og efnahag.“
Safnað var saman upplýsingum
um neysluvenjur fólks, hvað það væri
að láta ofan í sig, og fljótlega kom í
ljós aukið vægi skyndibitafæðu í mat-
aræði almennings. Að sögn Grossm-
ans hefur það greinilega þýðingu.
„Annað sem við skoðuðum eru
breyttir samfélagshættir en á sjö-
unda og áttunda áratugnum hófu
konur að streyma út á vinnumark-
aðinn í Bandaríkjunum og öðrum
löndum. Það má alls ekki skilja það
þannig að aukin atvinnuþátttaka
giftra kvenna hafi með beinum hætti
leitt til aukinnar offitu meðal þjóð-
arinnar en svo virðist sem hún hafi
leitt til þess að fjölskyldur neyti í
auknum mæli skyndibitafæðu. Það
er ósköp eðlilegt, tíminn til að elda
mat heima er minni en áður.“
Hér kemur prófessor Grossman
inn á þætti sem dr. Tinna Laufey Ás-
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Frumkvöðull Michael Grossman hefur lagt stund á heilsuhagfræði í 40 ár.
»Hagfræði snýst að hluta
um val og ákvarðanir fólks
D
r. Tinna Laufey Ásgeirs-
dóttir, sem hefur umsjón
með MS-námi í heilsu-
hagfræði við Háskóla Ís-
lands, segir greinina unga hér á
landi en verið sé að plægja akurinn.
„Ég hef heyrt fólk velta því fyrir
sér hvort það sé yfirhöfuð móralskt
rétt að setja heilsu og hagfræði
saman í sömu setninguna, hvað þá í
sama orðið. Það er misskilningur
enda eru heilbrigðismál langstærsti
hluti útgjalda ríkisins. Það hefur
heldur ekki farið framhjá nokkrum
manni að mikil umskipti eru fram-
undan í heilbrigðiskerfinu og
heilsuhagfræðingar munu koma
þar mjög við sögu – eins og raunar
er hart lagt að íslenskum stjórn-
völdum að gera í nýútgefinni
OECD-skýrslu,“ segir Tinna Laufey
og bætir við að sama hafi verið uppi
á teningnum víða erlendis „Þessi
hópur fræðimanna hefur komið
með ný viðhorf inn í heilbrigðismál,
hvaða nafni sem þau nefnast. Í viss-
um skilningi má líkja starfi heilsu-
hagfræðinga við „byltingu“ innan
kerfisins, svo mikið hefur kveðið að
starfi þeirra.“
Tekist er á við áhugaverð efni
innan heilsuhagfræði í náminu í Há-
skóla Íslands. Fræðasviðið fjallar
um ýmsa þætti er varða heilsu,
hvernig skuli framleiða hana, í
hvaða magni, fyrir hvern og af
hverjum – ef hámarka á hagsæld
samfélagsins.
Markmið námsins er að gefa
nemendum góðan grunn til þess að
gera hagfræðilegar greiningar á
hinum ýmsu málum er tengjast heil-
brigði. Auk þess er því ætlað að
gera nemendur gjaldgenga í um-
fjöllun um heilsuhagfræði og
stefnumótun í heilbrigðismálum.
Að loknu náminu eiga nemendur að
vera færir um að: Taka þátt í
stefnumótun stjórnvalda á sviði
heilbrigðismála; vinna að ýmsum
sérhæfðum verkefnum fyrir stjórn-
völd og fyrirtæki á heilbrigðissviði;
gera rannsóknir og úttektir á
heilsuhagfræðilegum efnum, þar
með talið kostnaðar- og ábatagrein-
ingar og greina rannsóknar-
niðurstöður og meta gildi þeirra.
Námið ætti að nýtast vel hverjum
þeim sem áhuga hefur á heilsu og/
eða stefnumótun í heilbrigð-
ismálum, hvort heldur sem þau mál
varða forvarnarstarf, heilbrigð-
iskerfið í heild sinni, rekstur heil-
brigðisstofnana eða aðra heilsu-
tengda þætti.
Ekki bara þorskur
„Það hefur lítið verið lagt upp úr
heilsuhagfræði hér á landi gegnum
tíðina og þegar ég fór utan til
Bandaríkjanna í framhaldsnám í
lok síðustu aldar vissi ég ekki einu
sinni að þetta væri til sem und-
irgrein hagfræðinnar. Fyrirmynd-
irnar héðan frá Íslandi voru mikið
til auðlindahagfræðingar sem fjöll-
uðu helst um þorsk þegar brugðið
var frá því að fjalla um verðbólgu,
atvinnuleysi og stýrivexti,“ segir
Tinna Laufey og brosir.
Greinin vakti strax áhuga henn-
ar, enda er hún mikil áhugamann-
eskja um heilsu og heilsutengd mál-
efni, og árið 2006 varði hún
doktorsritgerð sína í heilsu-
hagfræði við háskólann í Miami.
Einnig hefur Tinna Laufey lagt
stund á rannsóknir við The Nation-
al Bureau of Economic Research
(NBER) í New York og við Háskóla
Íslands eftir að hún flutti heim fyrir
tæpum tveimur árum. Leiðir þeirra
Michaels Grossmans og Tinnu Lauf-
eyjar lágu einmitt saman á NBER
árið 2006. Tinna Laufey segir nem-
endur í viðskipta- og hagfræðideild
hafa sýnt greininni mikinn áhuga
undanfarna tvo vetur; hópurinn sé
blandaður fólki með ólíka reynslu.
„Fagið er það nýtt að fáir hafa
enn sem komið er útskrifast. Þeir
sem hafa gert það hefur gengið vel
og fengið skemmtileg verkefni við
að glíma, verkefni þar sem námið
hefur nýst þeim vel.“
Hún segir ekki nauðsynlegt að
nemendur í heilsuhagfræði hafi yf-
irgripsmikla þekkingu á heilbrigð-
isvísindum enda þótt það spilli vita-
skuld ekki fyrir; áhuginn á
viðfangsefninu sé lykilatriði.
„Sjálf hafði ég enga sérþekkingu
á þessu sviði, hafði starfað sem lík-
amsræktarþjálfari til margra ára.
En það skiptir ekki sköpum, mér er
til dæmis til efs að margir fiski-
hagfræðingar kunni að sigla skipi
eða slægja fisk. Síðustu tveir nem-
endurnir sem útskrifuðust úr meist-
aranáminu hér voru læknir og við-
skiptafræðingur, þannig að fólk
kemur úr ýmsum áttum.“
Stjórnvöld hafa áhuga
Tinna Laufey segir íslensk
stjórnvöld hafa sýnt heilsuhagfræði
áhuga og skilning að undanförnu
og í raun meiri skilning en vænta
mætti á upphafsárum námsins.
„Stjórnvöld og embættismenn
líta á þetta sem aðferðafræði til að
taka ákvarðanir byggðar á hag-
fræði sem er ákaflega stefnumiðað
fag. Vandamálið hefur á hinn bóg-
inn verið skortur á fólki. Það hafa
ekki verið heilsuhagfræðingar til
að leita til sem hafa getað unnið
vinnuna. Ég er enn sem komið er
eini aðilinn með doktorspróf í fag-
inu en nokkrir aðilar hafa útskrif-
ast með meistaragráðu hér heima
og erlendis. Þannig að þetta er
smám saman að breytast en tæki-
færin eru gríðarlega mörg á þessu
sviði.“
„BYLTING“ INNAN KERFISINS
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Lektorinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, doktor í heilsuhagfræði.
HEILSUHAGFRÆÐI OG OFFITA