Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Bosco var einungis unglings-strákur þegar hann ákvaðað fara frá Úganda, þaðansem hann hafði alist upp, yfir til nágrannaríkisins Rúanda. Hann leit á Rúanda sem heimaland sitt, þótt hann hefði aldrei komið þangað. Foreldrar hans höfðu flúið frá Rúanda mörgum árum áður – þau voru tútsar. Bosco leist ekki á blikuna í landinu og vildi eins og hann orðaði það „reyna að stöðva yfirgang hútúa“ sem þar voru við völd. Þetta var árið 1993 og Bosco gekk til liðs við Föð- urlandsfylkingu Rúanda (RPF). Í henni var mikið af ungum tútsum eins og honum, sem alist höfðu upp í útlegð og vildu snúa „aftur heim“. Strákurinn sem hafði búið á venju- legu heimili í Úganda var skyndilega farinn að þvælast um skóga Rúanda með vopn í hendi. „Þetta var klikkun, hræðilegt alveg,“ sagði hann mér löngu síðar. „Við borðuðum stundum ekki í nokkra daga og hvíldumst oft ekki í marga sólarhringa.“ Líflátshótunum útvarpað Löngu áður en Bosco hóf að þramma um þykka skóga með byss- una sína var Rúanda þýsk nýlenda. Eftir fyrri heimsstyrjöldina kom landið í hlut Belga. Hútúar eru í miklum meirihluta í Rúanda og túts- ar í minnihluta en ekki endilega hægt að segja hver er hvað af útlitinu einu saman. Fólkið býr hlið við hlið og talar sama tungumál. Það var undir stjórn Belga sem það hver var hútúi og hver var tútsi tók að skipta verulegu máli. Belgíska stjórnin gaf út nafnspjöld þar sem uppruni Rúandabúa var tilgreindur – nafnspjöld sem síðar gegndu mik- ilvægu hlutverki í þjóðarmorðinu: Var viðkomandi tútsi og þar með réttdræpur, eður ei? Tútsar fóru með völdin fyrir ný- lenduherrana en árið 1959 gerðu hútúar uppreisn gegn ofríki tútsa, sem þeir sáu svo – og kröfðust valda. Þegar landið fékk sjálfstæði fóru völdin til hútúa, þúsundir tútsa voru drepnar og enn fleiri enduðu í útlegð. Félagar Boscos í Föðurlandsfylk- ingunni réðust inn í Rúanda árið 1990, frá fyrrum bresku nýlendunni Úganda, og freistuðu þess að fella hútúa-stjórnina. Stjórn Frakka var fljót að senda vopn og hermenn hútu- um til varnar. Það skipti máli að við- halda frönskum áhrifum í Afríku. Ekki tókst að fella stjórnina en niðurstaðan varð sáttmáli um valda- skiptingu á milli hútúa og tútsa. Öfgafullir hútúar voru ekki par sáttir við samkomulagið og raddir þeirra urðu æ háværari: Best væri að af- greiða „tútsa-vandamálið“ í eitt skipti fyrir öll og tortíma öllum túts- um. Hugmyndinni heyrðist æ oftar fleygt og þegar hafði fjöldi tútsa raunar lent í gröfinni. Fyrrihluta árs 1994 var áróðri gegn tútsum útvarp- að svo vikum skipti í gegnum út- varpsstöð sem fjölskylda forsetans átti hlut í. Það var ekkert óvænt við þjóðar- morðið sem hófst í apríl sama ár. Dauðasveitir af stað Þegar flugvél forseta landsins, hútúans Juvenals Habyarimana, brotlenti á dularfullan hátt hinn 6. apríl gafst ástæðan sem margir höfðu beðið eftir: Að hefja útrým- inguna. Það varð að refsa tútsum fyrir að skjóta niður forsetann, ekki satt? Margir bentu reyndar á að lík- legast hefðu öfgafullir hútúar grand- að honum sjálfir til að geta hafið ætl- unarverk sitt. Dauðasveitir hútúa héldu strax af stað í leit að fórnarlömbum og ein- ungis nokkrum dögum síðar lágu þúsundir tútsa í valnum. Þjóðir heims lögðu áherslu á að bjarga er- lendu starfsfólki í burtu og sendu sveit franskra, ítalskra og belgískra hermanna til verksins. Að aðstoða tútsa var ekki í hennar verkahring. Á sama tíma og illa farin lík hrönn- Skiptir dauður tútsi máli? REUTERS Safn Einn þeirra sem lifðu þjóðarmorðið í Rúanda 1994. Í forgrunni eru höfuðkúpur fólks sem drepið var. ÞJÓÐARMORл Í HNOTSKURN » Í Rúanda búa hútúar og túts-ar – hútúar eru í miklum meirihluta og tútsar í minni- hluta. » Árið 1994 myrtu öfgafullirhútúar að minnsta kosti 800.000 tútsa og hófsama hútúa, án afskipta ríkja heims. Sjötti apríl 1994 var örlagaríkur dagur í Rúanda. Flugvél forsetans brotlenti á dularfullan hátt – og þjóðarmorð hútúa á tútsum hófust. Á 100 dögum voru að minnsta kosti 800.000 manneskjur myrtar. Þjóðarmorð | Með nánast alla utanaðkomandi horfna á brott – og án afskipta Sameinuðu þjóðanna eða nokkurra ríkja – voru hútúar frjálsir að því að myrða að vild. Gabb |Ekki voru allar furðufréttir 1. apríl gabb eða grín. Hrað- lestur | Meðallestrarhraði með fullum skilningi er 250 - 350 orð á mínútu. Tónlist | Nýr ópus R.E.M. er afturhvarf til rokkaðri tíma. VIKUSPEGILL» Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Hrekkjusvín, prakkarar ogbrandarakallar voru íessinu sínu á þriðjudag-inn og héldu með mis- munandi hætti upp á sinn eftirlæt- isdag ársins: 1. apríl. Dagur flónanna er hann víða kallaður enda eini dagur ársins þar sem fólki bæði líðst og er oftast fyrirgefið að atast í öðru fólki og láta það hlaupa apríl út um allar trissur eða ljúga það fullt af bulli og bábiljum. Þennan dag liggja fjölmiðlar held- ur ekki á liði sínu við að spinna upp farsakenndar sögur og fjalla um óvæntar uppákomur út um borg og bý. Þangað mæta svo grandalausir, oft í von um eitthvað á borð við gróða, góð kaup eða í það minnsta að berja augum heimsfræga persónu. Lífið lyginni líkast Sumt aprílgabbið í áranna rás hef- ur þótt svo fyndið og frumlegt að þau eru löngu skráð á spjöld sögunnar. En stundum virðist lífið sjálft lyginni líkast eins og BBC, breska rík- isútvarpið, sýndi fram á dag einn í vikunni, nánar tiltekið á degi flón- anna 1. apríl. Á vef þess má lesa nokkrar býsna fjarstæðukenndar fréttir sem birtust í nokkrum bresk- um fjölmiðlum og voru hvorki gabb né grín þótt 1. apríl væri. Að einni undanskilinni að vísu. Kannski er hægðarleikur að giska rétt – eða hvað? 1. Ný útfararþjónusta, svokölluð „pay per view“ (borgið fyrir útsýni) verður sett á laggirnar í dag. The Daily Mail sagði þjónustu lík- brennsluhússins í Southampton ganga út á að gefa syrgjendum kost á að fylgjast með athöfninni á netinu. 2. Skjaldbaka er háð nikótíni, Hún ánetjaðist eftir að hafa tínt upp log- andi sígarettustubba í garði eiganda síns í Kouqian í Kína og fer í fýlu ef hún fær ekki eitrið. The Daily Ex- press, sem fékk frásögnina frá kín- versku fréttastofunni Xinhua, birti mynd af skjaldbökunni með fréttinni. 3. Breytingaskeið kvenna á rætur að rekja til aldagamallar baráttu á milli eiginkvenna og tengdamæðra, upplýsti The Times. Fyrir allt að 50 til 300 þúsund árum var samkeppni fjölskyldunnar um mat barátta sem yngri konurnar unnu. Eldri konurnar misstu hæfileikann til að eignast börn. Þar sem svona erfitt var um mataraðdrætti sneru tengdamæð- urnar sér að því að ala barnabörn sín upp frekar en að ala sjálfar börn. 4. Sprauta sem stækkar hinn dul- arfulla G-blett kvenna og gerir þeim kleift að fá meiri og betri fullnægingu kemur á markaðinn í Bretlandi, að sögn The Sun. Kollagen-stungan kostar 800 pund, eða tæpar 120 þús- und krónur, aðgerðin tekur aðeins hálftíma og er sjúklingurinn svæfður. 5. Fyrirhugað er að fá stærri skóla- borð og -stóla til að koma til móts við æ þyngri bresk skólabörn, sagði The Express. Venjuleg bresk börn eru einum sentimetra stærri en þau voru fyrir tíu árum og fleiri krakkar eiga við offitu að stríða en áður. 6. Vindmyllur eða sólarrafhlöður, sem bresk fyrirtæki framleiða, gætu orðið framlag Breta til endurnýt- anlegrar orku í heiminum, sam- kvæmt The Financial Times. 7. Fólk getur senn fengið tattú á tennurnar, sagði The Sun. Tann- læknirinn Steve Heward, sem er upphafsmaður þessa tískuæðis í Bandaríkjunum, hyggst flytja það til Bretlands. 8. Hin hefðbundna kínverska bar- Reuters Furðufréttir BBC upplýsti að mör- gæsir gætu flogið. GABB» Dagur flónanna Í HNOTSKURN»1957 Sjónvarpsþátturinn Panorama á BBC sýndi Svisslendingatína spagettí af trjám. Fjöldi fólks vildi vita hvar hægt væri að fá svona tré. » 1962 Fyrir daga litasjónvarpsins var tilkynnt á einu sjónvarps-stöðinni í Svíþjóð að ný tækni gerði áhorfendum kleift að sjá dag- skrána í lit. Þúsundir manna létu nælonsokk yfir skjáinn eins og mælt var fyrir um. » 1992 Í útvarpsþættinum Talk of the Nation sagði að Richard Nix-on gæfi aftur kost á sér sem forseti Bandaríkjanna og slagorð hans væru: „Ég gerði ekkert rangt, og ég ætla ekki að gera það aft- ur“. » 1996 Allt ætlaði af göflunum að ganga þegar veitingahúsakeðjanTaco Bell tilkynnti um kaup sín á Frelsisbjöllunni í Fíladelfíu og að framvegis yrði hún kölluð Taco-frelsisbjallan. » 1998 Burger King auglýsti sérhannaða hamborgara fyrir örv-henta á heilsíðu í USA Today. Þeir voru sagðir hannaðir þannig að sósur og krydd lækju niður hægra megin. Margir bitu á agnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.