Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 19
uðust upp á götum úti ákvað Örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna, fyrir til-
stilli Bandaríkjanna, að draga saman
í friðargæsluliði sínu. Hermönnum
var fækkað um 90% og einungis 250
friðargsæsluliðar urðu eftir.
Skilaboðin voru skýr: Tútsar yrðu
sjálfir að mæta eigin örlögum.
Áhrif Sómalíu
Um það leyti sem Bosco gekk í
Föðurlandsfylkinguna enduðu inn-
grip í Sómalíu með drápi á 18 banda-
rískum hermönnum og skelfilegar
fréttamyndir fóru eins og eldur í sinu
um heiminn. Aðgerðirnar voru illa
skipulagðar og lítt úthugsaðar en
bandaríska stjórnin undir forrystu
Bills Clintons var brennd, vildi ekki
skipta sér af í Rúanda og beitti sér
markvisst gegn afskiptum annarra.
Það að löndin væru ólík og aðstæð-
urnar sömuleiðis skipti litlu. Sómalía
kallaði einnig fram gæsahúð hjá öðr-
um Vesturveldum.
Þrátt fyrir allt tal um „aldrei aft-
ur“ – og þrátt fyrir sáttmála SÞ sem
leggur skyldur á hendur aðildarríkj-
um sínum að koma í veg fyrir þjóð-
armorð hvar sem slíkt vofir yfir – sat
heimsbyggðin hjá meðan ríkisher
Rúanda og öfgafullir hútúar slátruðu
að minnsta kosti 800.000 tútsum og
hófsömum hútuum sem samúð höfðu
með tútsum. Rúandíska stjórnin seg-
ir töluna vera yfir eina milljón.
Með nánast alla utanaðkomandi
horfna á brott – og án afskipta Sam-
einuðu þjóðanna eða nokkurra ríkja
– voru hútúar frjálsir að því að
myrða að vild. Hraðinn á morðunum
var gríðarlegur – miklu meiri en í
gasklefunum í Þýskalandi. Það tók
ekki nema 100 daga að myrða allt
þetta fólk. Ein milljón látinna er mik-
ið á hvaða mælikvarða sem er – en
það er einnig hlutfallslega mjög mik-
ið í litlu landi þar sem einungis
bjuggu um átta milljónir áður.
Hver myrti og hver ekki?
Að lokum var það Föðurlandsfylk-
ingin sem tókst að steypa hútúa-
stjórninni, ná höfuðborginni og
stöðva morðin. Þótt þá hafi hútúar
verið ansi nærri því að fullkomna
ætlunarverk sitt. Bosco hafði óttast
hið versta – enda áform um að losa
sig við tútsa engin launungarmál –
en aldrei nokkurn tímann hafði hann
grunað að hútúar kæmust upp með
að myrða meirihluta allra tútsa í Rú-
anda.
Þegar hútúa-stjórnin var fallin
urðu hútúar fórnarlömb á einni
nóttu. Eða slík voru að minnsta kosti
hughrifin sem vöknuðu við að sjá
fréttamyndir af hútúum streyma til
Kongós, dauðhræddir við að tútsar
myndu hefna sín. Kólerufaraldur
braust út á meðal flóttafólksins og
þúsundir létu lífið. Mikið af fólkinu
var venjulegt fólk sem í skelfingu
sinni hafði látið morðæðið viðgang-
ast en á meðal þess voru einnig allir
þeir fjölmörgu sem murkað höfðu líf-
ið úr öðrum. Loksins þegar ríki
heims rönkuðu við sér og sýndu við-
brögð við atburðunum í Rúanda –
með því að hjálpa flóttafólkinu í
Kongó – lentu þau í stórri siðferði-
legi klemmu: Hverja voru þau eig-
inlega að fæða og klæða í flótta-
mannabúðunum?
Vopn frá Frakklandi
Þegar ég hitti Bosco í Rúanda á
nýrri öld er friður í landinu og mikil
uppbygging hefur átt sér stað. For-
setinn er tútsi og bæði hútúar og
tútsar í stjórninni.
En Bosco er reiður: Reiður út í
morðingjana. Reiður út í alla hú-
túana sem ekki tóku beinan þátt í
morðunum en létu þau viðgangast.
Þriðjungur myrtra var börn. Reiður
út í ríki heims fyrir afskiptaleysið
meðan bræðrum þeirra og systrum
var slátrað með skipulögðum hætti.
Reiðastur er hann þó út í frönsku
stjórnina.
„Hún hafði ekki einungis útvegað
hútúum hergögn í mörg ár heldur
líka þjálfað ríkisherinn – sama her-
inn og gegndi lykilhlutverki í morð-
unum. Og vopn héldu áfram að ber-
ast í gegnum Frakkland eftir að
morðin hófust,“ segir hann og rang-
hvolfir í sér augunum. Ráðamenn í
Rúanda hafa raunar lengi fullyrt það
sama en franska stjórnin segir fjarri
lagi að hún hafi stutt hútúa í gjörðum
sínum þótt náið samband hafi verið
við hútúa-stjórnina.
„Það er hagur allra þeirra sem
ekki gerðu neitt til að stoppa þjóð-
armorðið að mála þá mynd að það
hafi verið óvænt og óskipulagt – og
þar með ekki hægt að afstýra því,“
segir Bosco annan dag. Síðan heldur
hann áfram: „Ég er löngu hættur að
hlusta á eitthvert „aldrei aftur“-tal.
Sjáðu bara Darfur. Menn ganga á
milli þegar þeim hentar en þegar
þeir hafa engra hagsmuna að gæta
er þeim sama. Síðan þegar allt er um
garð gengið leyfa allir sér að harma
það sem gerðist.“
REUTERS
Andvaraleysi Uppreisnarmenn í
Rúanda og hermenn SÞ með bláa
hjálma gæta flóttafólks í landinu
árið 1994, en SÞ sættu harðri gagn-
rýni fyrir að hafa ekki séð teikn á
lofti um voðaverkin og grípa ekki
inn í atburðarrásina.
» Belgíska stjórnin gafút nafnspjöld þar
sem uppruni Rúanda-
búa var tilgreindur –
nafnspjöld sem síðar
gegndu lykilhlutverki í
þjóðarmorðunum:
Var viðkomandi tútsi
og þar með rétt-
dræpur, eður ei?
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 19
H
2 h
ö
n
n
u
n
Viltu auka
samkeppnishæfni
þína á vinnumarkaði?
Kynning um MBA nám í Háskóla
Íslands fimmtudaginn 17. apríl
Kynningarnar verða tvær - kl. 12-13 og kl. 17-18
í MBA stofunni á nýju Háskólatorgi
Þeir sem kynna námið eru Jón Snorri Snorrason forstöðumaður
námsins og Þórhallur Ö. Guðlaugsson formaður stjórnar MBA
námsins og auk þess verða kennarar og nemendur námsins til að
svara spurningum.
> Mikil tengsl við íslenskt atvinulíf
> Sér aðstaða fyrir nemendur
> Námsferð og námsgögn innifalin
> Greiður aðgangur að kennurum
> Erlendir fyrirlesara
> Nám með alþjóðlegt viðmið
Allir velkomnir – léttar veitingar
Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Nánari upplýsingar á mba.is
H
2
h
ö
n
n
u
n
dagalist T’ ai Chi getur gagnast við
sykursýki, tilkynnti The Daily Mail.
Hafa rannsóknarmenn fundið út að
hreyfingarnar og djúpur and-
ardráttur geta valdið lækkun á blóð-
sykrinum.
9. Þjófur gekk út úr fjölmennu
norsku sædýrasafni með krókódíl,
sem var meira en 60 cm á lengd, sagði
The Independent.
10. Drykkjumönnum hefur verið
bannað að kalla bardömur „elskuna“.
Daily Star var æft yfir þessari ós-
vinnu og sagði ný lög mismuna fólki
og þýða að bareigendur, sem leyfi
byttum að spjalla við starfsfólk sitt,
geti verið dregnir fyrir dómstóla.
Að endingu flokkaði BBC eigin
frétt með þessum fjarstæðukenndu
fréttum og upplýsti um mörgæsir,
sem gætu flogið. Með fylgdi mynd-
skeið af hópi mörgæsa, sem hóf sig á
loft og flaug vængjum þöndum upp í
himinbláma suðurskautsins.
Ekki er öll vitleysan eins, kemur
fyrst upp í hugann við lestur sumra
þessara frétta. Svo gæti hvarflað að
einhverjum að sumir fjölmiðlar væru
ekki allir trúverðugir upp á tíu fingur
og alla krossaða, hvorki 1. apríl né
aðra daga.
Eina gabbfréttin reyndist vera
frétt BBC um fljúgandi mörgæsir.
Skjaldbökur geta aftur á móti orðið
háðar nikótíni og hægt er að labba út
af sædýrasafni með rúmlega 60 cm
langan krókódíl – að sögn …