Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 22

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 22
V ið leggjum áherslu á tæknihliðina, viljum breiða út aðferðir og tækni sem fyrir hendi er en reyna um leið að laga hana að aðstæðum í þróunarlönd- unum þannig að hún verði ekki of dýr. Og þá verður líka að gæta þess að taka fullt tillit til menningarlegra aðstæðna en láta ekki vestrænan hroka ráða ferðinni,“ segir efnafræð- ingurinn Soffía Ósk Magnúsdóttir Dayal. Hún starfar fyrir bandarísku samtökin PATH en þau helga sig rannsóknum á lausnum sem henta til að bæta lýðheilsu í fátækum ríkjum og starfa nú í meira en 65 ríkjum. Sjálf vinnur Soffía mest í Indlandi en hún býr í Nýju-Delhí ásamt eig- inmanni sínum, Dhruv Dayal, sem er indverskur og menntaður á sviði líf- efnaverkfræði. Hann starfar hjá Pepsí-fyrirtækinu þar í landi. Soffía flutti í vikunni erindi á nám- stefnu Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota þar sem fjallað var um lausnir á hnattrænum viðfangsefnum á sviði lýðheilsu. En hver er konan? „Ég hef búið erlendis síðustu 18 árin, á Indlandi undanfarin þrjú og hálft ár en er fædd á Akranesi, dóttir Magnúsar Jónssonar og Steinunnar Ingólfsdóttur,“ segir Soffía. „Faðir minn var lengi rektor Búnaðarhá- skólans á Hvanneyri í Borgarfirði og þar er ég alin upp að mestu leyti. Fyrstu sex árin bjuggum við reyndar í Noregi þegar foreldrar mínir voru í námi, ég var þriggja mánaða þegar við fluttum þangað. Ég lauk BS-gráðu í efnafræði við Háskólann hér í Reykjavík og fannst því mjög skemmtilegt að fá að tala í hátíðarsal Háskólans á námstefn- unni! Síðan fór ég í doktorsnám í Sví- þjóð, kláraði þar áfanga en hélt áfram til Parísar og lauk dokt- orsprófinu þar. Kúrsunum lauk ég að mestu í Svíþjóð og námið í París var einkum rannsóknir á sviði sameinda- líffræði, þetta tengdist meðal annars raðgreiningu á erfðamengi mannsins og hvernig skilja mætti á milli sam- eindanna. Það var veitt miklu fé í þetta, verkefnið var þverfaglegt og alþjóðlegt og mjög spennandi. Draumastaða í Veróna En síðan bauðst mér staða við há- skólann í Veróna á Ítalíu og fékk að sinna þar rannsóknarverkefni, því sem kallað er á ensku post-doc vinna en þá er átt við framhaldsrannsóknir eftir doktorsnám. Þar var ég í tvö ár, það var alger draumastaða að geta verið í svona fallegu umhverfi sem virkaði eins og heilsulind eftir stritið við doktorsnámið. Þaðan fór ég til Bandaríkjanna þar sem mér bauðst einnig að vinna að rannsóknaverkefni, að þessu sinni við Northwestern háskólann í Illinois. En eftir hálft annað ár þar vék ég svolítið út af þeirri braut sem ég var komin inn á, vísindarannsóknum. Ég var búin að átta mig á að þetta var kannski ekki alveg það sem mig lang- aði til að gera það sem eftir væri æv- innar. Allt í einu uppgötvaði ég að mér fannst öll þessi samkeppni leið- inleg og langaði ekki neitt til að verða prófessor! Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér of margir, ekki allir en allt of margir, af kollegum mínum í þessum vísindaheimi vera svolítið einsleitir í hugsun. Þannig er kerfið. Ef maður vill ná góðum árangri og komast í góða stöðu þarf maður að vera ákaflega markviss, einbeittur. Þarf að einblína á takmarkið og það er ekki mikið svigrúm til að víkja af brautinni, taka að sér önnur verkefni og víkka sjóndeildarhringinn.“ – Þú veltir mikið fyrir þér and- stæðum vísinda og trúar eða hvað? „Já, ég velti því mikið fyrir mér. Mér finnst að við náttúruvís- indamenn eigum að vera mjög auð- mjúkir, viðurkenna að við skiljum ekki allt, að við getum ekki skilið allt. Það er ekki neitt rangt við að vís- indamenn keppi að því að verða góðir á sínu sviði, þeir hafa valið og það getur samræmst vel því stigi sem þeir eru á í sínu lífi. En fyrir aðra, t.d. mig, kemur að þeim tímapunkti í líf- inu að maður þarf að gera upp við sig hvort maður vill feta þessa braut eða segja: hingað og ekki lengra! Þar með er ekki sagt að endanlega leiðin sé fundin en ég held ég sé núna á réttri leið. Brúðkaup að hindúasið Ég kynntist manninum mínum, Indverjanum Dhruv Dayal, þegar ég vann við Northwestern-háskólann en þar var ég í fjögur ár. Við urðum ást- fangin og vorum mjög fljót að átta okkur á því að þetta væri samband sem við vildum halda í og eftir nokk- urra ára samband ákváðum við að giftast. Fjölskylda hans varð þegar mikill þátttakandi í þeirri umræðu þó að hann hefði búið í Bandaríkjunum i 10 ár og væri búinn að fjarlægjast mjög indverskt samfélag. En fjöl- skyldan og ræturnar voru á Indlandi. Áhrif fjölskyldunnar eru víða mikil á Indlandi en það er samt orðið mis- jafnt hve mikil þau eru, þarna er til allur skalinn. En nú þurfti að skipu- leggja brúðkaupið, ákveða hvar það færi fram og fljótlega vorum við bæði orðin áhugasöm um að gifta okkur á Indlandi og að hindúasið. Ég tek skýrt fram að það var al- gerlega okkar val að athöfnin færi fram í samræmi við venjur hindúa, það var ekki vegna þrýstings frá fjöl- skyldunni. Ég er oft spurð um þetta!“ – Indverjar fæðast inn í sína stétt og eru, strangt til tekið, í henni til dauðadags. Sem útlendingur ertu auðvitað utan við þetta kerfi en hvernig var þér tekið? „Það er rétt, ég er utan við stétta- kerfið. Fjölskylda mannsins míns er mjög framfarasinnuð, í henni mikið af menntafólki og fólk í áhrifastöðum. Tengdafaðir minn er ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti Indlands og tengdaforeldrar mínir voru svo ánægð með að sonurinn væri búinn að finna konu sem hann vildi giftast að þau reyndu ekki neitt að ráðskast með hann. Þau sýndu honum algert traust og styrktu hann eindregið í öll- um þessum ákvörðunum. Þau eru mjög örlát, stundum vilja indverskir foreldrar nefnilega eiga mikinn hlut að máli í sambandi við giftingar en það er auðvitað mismikið. En tveim árum eftir giftinguna komst ég að því að fólk sem reyndar er ekki náskylt manninum mínum en samt í fjölskyldunni velti því fyrir sér hvort ég yrði að gerast hindúi til þess að við gætum gifst að hindúasið. Afi mannsins míns er nær níræður og er höfuð fjölskyldunnar, bæði í krafti virðuleikans sem ellin veitir fólki í indversku samfélagi en líka vegna almennra mannkosta sinna. Þennan mann þekki ég núna mjög vel enda átt við hann mikil samskipti. Það var hann sem stöðvaði um- ræðuna. „Við leyfum ekki neitt slíkt í okkar fjölskyldu, engin trúskipti, við hugsum ekki þannig. Ég vil ekki að þetta verði nefnt á nafn og allra síst við stúlkuna sem hann hefur valið,“ sagði hann. Ekkert æðra sannleikanum Afinn er sjálfur guðspekingur og talar ákaft fyrir því að engin trúar- brögð séu æðri sjálfum sannleik- anum. Hann er því vanur að sjá heim- inn með þessum augum og kom hinum í fjölskyldunni í skilning um að okkur bæri að temja okkur þetta við- horf. Áhrifavald gamla fólksins er miklu meira hjá Indverjum en okkur og það er mikil virðing borin fyrir ell- inni. Við í þessari fjölskyldu hneigj- um okkur t.d. alltaf fyrir gamla fólk- inu og biðjum um blessun þess þegar við hittum það í fyrsta sinn dag hvern. Þessi siður varð mér fljótlega eðlislægur og hluti af hegð- unarmynstri mínu, varð hluti af mér. Þetta er siður í sumum fjöl- skyldum í landinu en ekki öllum. Lit- ið er svo á að gamalt fólk hafi svo mikla reynslu, þekki lífið og geti kennt okkur svo mikið.“ – Varstu almennt fljót að laga þig að lífinu á Indlandi? „Tengdamóðir mín var mjög dug- leg að hjálpa mér og leiðbeina. Hún sagði mér gjarnan að svona væri eitt- hvað gert venjulega og af hverju það „Mig langaði ekki neitt til að verða prófessor!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þróunarverkefni Soffía Ósk Magnúsdóttir Dayal: „Oft þarf að tala áhrifafólk á svæðinu til, fá það í lið með sér en það getur komið upp sú staða að maður gangi nánast á vegg í þeim efnum.“ Í HNOTSKURN »Samtökin PATH eru ekkirekin í ágóðaskyni. Þau hafa starfað frá 1977, eru með aðal- bækistöð í Seattle í Bandaríkj- unum og skrifstofur í 28 löndum. »PATH vinnur að því að finnaviðvarandi og hagnýtar lausnir á ýmsum heilsufarsvanda í þróunarríkjunum og fyrrver- andi kommúnistaríkjum. Alls er sinnt verkefnum í yfir 65 lönd- um, þ. á m. baráttu gegn berkl- um og rétti beggja kynja til heilsugæslu. »Um 670 manns eru nú í föstustarfi hjá PATH ásamt fjölda lausráðinna ráðgjafa. Unnið er náið með Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni, WHO, og fleiri alþjóðastofnunum. »Áhersla er á mikið samstarfum lausnir við einkafyrirtæki og jafnframt að þær séu lagaðar að menningu hverrar þjóðar. Tekjur samtakanna voru í fyrra um 168 milljónir dollara og komu að stærstum hluta frá ýmsum sjóðum og ríkjum. »Einstaklingar og fyrirtækiveita mikið fé til starfsins, þ. á m. auðkýfingurinn Bill Gates. Heimasíðan er www.path.org. Laga þarf tækni sem bætt getur lýðheilsu að hefðum í þróunarlönd- unum og hafa samstarf við einkafyrirtæki sem framleiða búnaðinn, segir Soffía Dayal. Kristján Jónsson ræddi við Soffíu sem er búsett á Indlandi. daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.